Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B traumMafeife STOFNAÐ 1913 153.TBL.84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Queen Elizabeth II í Reykjavík SKEMMTIFERÐASKIPIÐ víð- fræga Queen Elizabeth II hafði viðdvöl í Reykjavík í gær í blíð- skaparveðri. Um borð voru 1.545 farþegar, flestir frá Bretlandi og Bandaríkjunum, og rúmlega þús- und manna áhöfn. Skipið lét aftur úr höfn síðdegis. ¦ Hóteláhafiúti/6 ¦ Um 1.100 farþegar /14 Morgunblaðið/Haukur Snorrason ? ? ? Sharon tekur við embætti Jerúsalem. Reuter. ARIEL Sharon sór í gær embættis- eið sem ráðherra í ríkisstjórn Benj- amins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels. Sharon tekur við nýstofnuðu ráðuneyti innra skipulags ríkisins. Fréttaskýrendur telja líklegt að skipan Sharons í embætti muni valda úlfúð meðal ráðamanna í arabaríkj- um og í Bandaríkjunum. Sharon var yarnarmálaráðherra 1982 þegar ísraelsmenn réðust inn í Líbanon. Undir nýja ráðuneytið munu með- al annars heyra samningaviðræður við nágrannaríkin um rétt til vatns- veitu, sem er viðkvæmt málefni í Mið-Austurlöndum. Netanyahu lagði í gær af stað í fimm daga heimsókn til Bandaríkj- anna. Mun hann funda með Bill Clin- ton forseta og ávarpa þingið. Stríðsglæpadómstóll SÞ krefst framsals leiðtoga Bosníu-Serba ÖSE vill útiloka flokk Karadzic frá kosningum Sarajevo, Brussel. Reuter. ALÞJÓÐLEGUR þrýstingur jókst enn í gær á Radovan Karadzic, leið- toga Bosníu-Serba, um afsögn, að öðrum kosti verði flokkur hans úti- • lokaður frá þátttöku í kosningunum í Bosníu í september. Þá ítrekuðu saksóknarar við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna þá kröfu að Karadzic og Ratko Mladic, yfirmað- ur herafla Bosníu-Serba, verði hand- teknir og færðir fyrir dómstólinn, þar sem þeir eiga að svara ákæru um þjóðarmorð. Robert Frowick, yfirmaður Örygg- is; og samvinnustofnunar Evrópu (OSE) sagðist í gær myndu gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir að Serbneska lýðræðissam- bandið, flokkur Karadzic, gæti boðið fram í kosningunum í september, léti Karadzic ekki af völdum. ÖSE skipu- leggur og hefur eftirlit með fram- kvæmd kosninganna. Fjöldagrafir opnaðar Rannsóknarmenn SÞ bjuggu sig í gær undir að opna fyrstu meihtu fjöldagrafimar á Cerska-svæðinu nærri Srebrenica en uppgröftur hófst þar á sunnudag. Eru Karadzic og Mladic sakaðir um að hafa fyrir- skipað fjöldamorð á múslimum frá Srebrenica í júlí í fyrra og fullyrða vitni að Mladic hafi verið viðstaddur fjöldaaftökur. íbúar á svæðum Serba í austurhluta Bosníu eru lítt hrifnir af uppgreftrinum og veru fjölþjóða- liðsins í Bosníu (IPOR). Var í gær skotið á portúgalska hermenn IFOR skammt frá bænum Goradze. Mark Harmon, saksóknari við stríðsglæpadómstólinn, gagnrýndi í gær að Karadzic og Mladic skyldu ekki enn hafa verið handteknir og krafðist þess að þeir yrðu færðir fyrir dómstólinn en þar fer nú fram vitnisburður í ákæru á hendur þeim. Carl Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, skoraði í gær á Karadzic að mæta fyrir stríðsglæpadómstólinn og reyna að verjast ásökunum um stríðsglæpi, „hefði hann einhverja sómakennd eða hugrekki, myndi hann fara [fyr- ir dómstólinn]," sagði Bildt. ¦ Óhugnanlegt starf/22 Tyrkland Stjórnin hélt velli Ankara. Reuter. HIN nýja ríkisstjórn Tyrklands, undir forystu heittrúarmannsins Necmett- ins Erbakans, hlaut nauman sigur í atkvæðagreiðslu, sem fram fór i gær í tyrkneska þinginu, um traustsyfir- lýsmgu við stjómina. Ósigur stjórnarinnar hefði steypt Tyrklandi"í stjómarfarslega óreiðu á ný. Fresta varð atkvæðagreiðslunni um hríð vegna handalögmála, fyrr- verandi utanríkisráðherra, hlaut hnefahögg í andlitið og var slegizt á þinginu nokkru síðar. Samsteypustjórn Velferðarflokks heittrúarmanna og Sannleiksstígsins, flokks Tansu Cillers, fýrrverandi for- sætisráðherra, hlaut stuðning 278 af 550 þingmönnum, þremur fleiri en nauðsynlegt var. 265 greiddu at- kvæði á móti, þar á meðal nokkrir þingmanna Sannleiksstígsins. Tvö ódæðisverk í Bretlandi þykja minna á fyrri voðaatburði Liverpool, Woolverhampton. Reuter. LÍK níu ára gamallar stúlku, Jade Matthews, fannst á járnbrautar- teinum í Liverpool í Bretlandi í gær, og hafði stúlkan verið myrt á hinn hroðalegasta hátt. Fulltrúi lög- reglunar sagði að faðir stúlkunnar hefði verið færður til yfirheyrslu vegna morðsins, en ekki væri ljóst hvort hann yrði ákærður. Lögregla leitaði þriggja drengja sem sáust nálægt staðnum þar sem líkið fannst. Telur lögreglan, að þeir hafi orðið vitni að atburðinum, eða öðru honum tengdum. Sagði Níu ára stúlka finnstmyrt fulltrúi lögreglunnar, að þeir væru ekki grunaðir um ódæðið. Mál þetta þykir minna óþyrmi- lega á morðið á hinum tveggja ára gamla James Bulger 1993. Tveir tíu ára drengir áttu sök á því ódæði. Þá réðst maður, vopnaður sveðju, að sex ungum bðrnum, kennara þeirra og tveim öðrum fullorðnum á leikvelli við skóla í Woolverhamp- ton í gær. Læknar sögðu að eitt bamanna og kennarinn hefðu særst alvarlega á höfði, en væru þó ekki í lífshættu. Að sögn vitna var árásarmaður- inn einn á ferð, stökk yfir girðingu og „hreinlega brjálaðist". Lögregla vildi ekki staðfesta fregnir þess efn- is, að 35 ára gamall maður hefði verið handtekinn vegna málsins, eftir að lögreglan hefði leitað úr þyrlu í grennd við skólann. Fyrir þrem mánuðum réðst byssumaður inn í skólastofu í bæn- um Dunblane í Skotlandi og myrti 16 börn og kennara þeirra, áður en hann svipti sjálfan sig lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.