Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLEPPTU Nonni minn, við verðum víst bara að flytja til Danmerkur . . . Morgunblaðið/Emilía VINNUSKÓLI Reylyavíkur var að gróðursetja tijáplöntur á Sólbakka og undirbúa bryggjugerð þegar yósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Beitiland verður útivistar svæði fyrir fatlaða SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, stendur nú í framkvæmdum við nýtt útivistar- svæði fyrir fatlaða á Vatnsenda- landi við Elliðavatn. Magnús Hjalt- ested, eigandi Vatnsendajarðarinn- ar í Kópavogi, lét Sjálfsbjörgu í té 850 fermetra skika við Elliðavatn, endurgjaldslaust, fyrir sérhannað útivistarsvæði fyrir fatlaða. Áætlað er að nefna skikann Sólbakka. Jóhannes Þór Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir að stefnt sé að því að útivistar- svæðið verði tilbúið næsta sumar. Auður Sveinsdóttir landslagsarki- tekt hefur hannað útivistarsvæðið og er miðað við að fólk i hjólastólum og aðrir hreyfihamlaðir geti komist hjálparlaust ferða sinna. Gert er ráð fyrir að þar verði hægt að stunda trjárækt, veiða í Elliðavatni, sigla og njóta annarrar útivistar. Stígar tilbúnir í sumar Lokið verður við gerð stíga í sum- ar. Jóhannes segir að þó að helstu framkvæmdum ljúki næsta sumar verði einhver bið á að 80-100 fer- metra hús með nauðsynlegri að- stöðu, snyrtingu og kaffistofu rísi m.a. vegna fjárskorts, en þegar hefur verið sett upp bráðabirgðahús sem verður innréttað með þarfir fatlaðra í huga. Til þess að svæðið sé hentugt fötluðum þurfa að vera sérstakir stígar fyrir hjólastóla og þess gætt að halli sé réttur svo og að hvíldar- staðir séu í skjóli. Bryggjur verða að vera stöðugar, en þær verða þijár með veiðiaðstöðu, segir Jó- hannes. Svæðið verður miög nátt- úrulegt og áhersla lögð á að þar verði einungis íslenskar plöntur. Frétti af aðstöðuleysi fatlaðra Magnús Hjaltested lét Sjálfs- björgu landið í té árið 1994. Magn- ús sagði að hann hefði ákveðið að leyfa Sjálfsbjörgu að nýta landið, þegar hann frétti af því að fatlaðir hefðu enga útivistaraðstöðu. Var landið afhent formlega síðasta sum- ar o g gróðursetti forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrstu tijá- plönturnar. Sólbakki er vestast við Elliðavatn í vík suður af Vatn- sendabæ. Landið var áður beitiland fyrir hesta og eru sumarbústaðir umhverfis Sólbakka. Jóhannes segir að heildarkostn- aðaráætlun við framkvæmdir á Sól- bakka sé enn óákveðin, en þegar hafa 2,7 milljónir verið lagðar i þær. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn við að aðstoða Sjálfsbjörgu við útivistarsvæðið og gefíð vinnu sína, fyrirtæki hafa og gefíð efni og vinnu, segir Jóhannes. Skógrækt með Skeljungi gefur allar tijáplönt- ur á svæðið. Einnig hefur verið efnt til fjáröflunar til framtaksins og var sölusýning á listaverkum í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. vetur. Listafólk gaf verk á sýninguna og er ágóðanum varið til uppbyggingar á Sólbakka. Aðalútgáfan safnar nú fé með sölu barnabóka og segulbandsspóla og mun helmingur ágóðans renna til Sólbakka. Bók um Jón Sigurðsson á ensku og dðnsku Mjög' sérstæð sj álfstæðishetj a Hallgrímur Sveinsson HALLGRÍMUR Sveinsson Hrafnseyri við Arnarfjörð gaf út bók um Jón Sigurðsson 17. júní síðastliðinn undir merkj- um Vestfirska forlagsins. Bókin kom út bæði á ensku og dönsku og er þetta í fyrsta sinn sem bók um Jón kemur út á erlendu tungumáli. Hall- grímur hefur búið á fæð- ingarstað Jóns, Hrafns- eyri, síðastliðin 32 ár og hefur lengi verið áhuga- maður um líf hans og störf. - Hvaðan er sprottinn áhugiþinn á Jóni Sigurðs- syni? „Þegar maður hefur búið á fæðingarstað hans í 32 ár fer ekki _hjá því að áhugi vakni. Eg var reyndar nokkur ár að átta mig á því hve hann var einstæður maður þótt hann hafi auðvitað ekki verið gallalaus frekar en aðrir dauðleg- ir menn. Hann var aftur á móti afar vel gerður maður og það er það sem við íslendingar þurfum að átta okkur betur á. - Telur þú að líf hans og störf hafi verið rannsökuð nægjanlega mikið? „Það er ýmislegt sem þarf að skoða betur. Það þarf að skoða ritgerðir hans betur eins og t.d. alþingisgreinarnar sem Sverrir Kristjánsson hélt fram að væru sennilega merkilegustu stjórn- málagreinar sem ritaðar voru í Evrópu á hans tíma. Jón var langt á undan sinni samtíð í flestum málum og var til dæmis fylg- ismaður fijálsrar verslunar og vöruvöndunar. Það kom fram í erindi sem Sigurður Líndal hélt á Hrafnseyri 17. júní að Jón hefði mjög líklega verið ánægður með hvernig við tökum á Evrópumálunum í dag, að við flýtum okkur hægt. Jón hefði trúlega sagt að konungs- garður væri víður inngöngu en þröngur útgöngu. Sigurður benti einnig á í erindi sínu að við þyrft- um að gera fræðilegan saman- burð á Jóni og sjálfstæðishetjum annarra landa. Jón var svo sér- stæð sjálfstæðishetja. Þessar dæmigerðu sjálfstæðishetjur fóru kannski í stríð og heijuðu og náðu ekki alltaf árangri þegar upp var staðið, voru kannski meira uppi í skýjunum, en Jón var sífellt að hvetja landa sína til dáða á hinum hagkvæmu svið- um. Stjórnarskráin frá 1874 er einstæð fyrir það að Danir sem nýlendveldi létu okkur hafa sjálf- stjórn í vissum málum á meðan önnur nýlenduveldi í Evrópu voru að bijóta undir sig heilu þjóðríkin og heimsálfumar. Til- gangur minn með þessari bók er að vekja eftirtekt annarra þjóða á sjálfstæðisbaráttu okkar því þar voru byssan og sverðið víðs fjarri. Það voru hin sögulegu rök sem Danir tóku að lokum mark á. - Iieldur þú að íslendingar hefðu gripið til vopna ef söguleg rök hefðu ekki dugað? „Þeir áttu nú lítið af siíku. Ég geri ekki ráð fyrir að Jón hefði mælt með vopnaðri uppreisn en þó var hann nokkuð illur eftir þjóðfundinn. Ég er hissa á að hlusta á þessa menn sem eru nú háværastir í friðarumræðu. Fáir hafa bent á þessa sérstæðu sögu sem við eigum og þennan ein- ►Hallgrímur Sveinsson er fæddur í Reykjavík 28. júní 1940. Hann útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1961 og stundaði kennslu í mörg ár og síðar skólasljórnarstörf í 14 ár við barnaskólann á Þingeyri. Hann var forstöðumaður vist- heimilisins í Breiðuvik og kynntist þar konu sinni, Guð- rúnu Steinþórsdóttur. Þau tóku við Hrafnseyri árið 1964 og hafa séð um vörslu og umhirðu hennar frá þeim tíma auk þess að reka sauðfjárbú á jörðinni. Hallgrímur hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum í sveit sinni og héraði. stæða foringja.“ - Er til mikið af heimildum um Jón og einkalíf hans? Lúðvík Kristjánsson vann til dæmis mikla frumheimiidavinnu og þar er geysilega mikill fróðleik- ur saman kominn. Jón sjálfur hélt öllu til haga og í Þjóðarbókhlöð- unni eru um 6.000 sendibréf til Jóns en aftur á móti eru ekki til nema rúmlega 800 bréf sem hann sendi sjálfur en reyndar eru ekki til miklar heimildir um einkalíf hans og Ingibjargar konu hans. - Hefur þú fundið fyrir áhuga á Jóni erlendis frá og hvernig verð- ur dreifingu háttað? „Ég hef nú ekki haft aðstöðu til að kanna það til þrautar. Ég gerði könnun á bókasöfnum í Noregi um áhuga á bókinni og það þótti sjálfsagt víða að kaupa eitt eintak af henni. Dreifingu bókar- innar mun Steinþór Gunnarsson háskólanemi annast. Ég geri ráð fyrir að kynna bókina erlendis en vil fyrst sjá viðbrögð aðila hér innanlands. Þessi útgáfa hefur kostað mikið og ég hef sjálfur greitt þann kostnað enda er þetta mín hugsjón og aðal- áhugamál. Þess vegna er það mikilvægt að menn fáist til að sýna þessu áhuga.“ - Hvernig er bókin uppþyggð? „Eg gaf út bókina Jón Sigurðs- son ævisaga í hnotskurn í fyrra og þetta er að mörgu leyti þýðing á þeirri bók með viðbótum og breytingum. í bókinni eru yfir 100 ljósmyndir og þar á meðal flestar myndir sem til eru af Jóni. Ég lagði sérstaka áherslu á að sýna hvemig uppeldi Jóns var og sér- staklega hvemig hann ólst upp við að bjarga sér sjálfur. Það ent- ist honum sem veganesti alla ævi. Ég rek síðan ævi hans í tímaröð með tilvitnunum og ítarefni úr ýmsum áttum.“ Var langt á undan sinni samtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.