Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter * Spenna á N-Irlandi NORÐUR-írskir mótmælendur, liðsmenn Óraníureglunnar svo- nefndu, hertu mótmæli sín í gær gegn því að fá ekki að efna til kröfugöngu um hverfi kaþólskra í bænum Portadown um helgina. Reistu þeir vegtálma á götum og vörpuðu bensínsprengjum með þeim afleiðingum að umferð um vegi til og frá Belfast fór úr skorðum. Lögregla hefur haft gífurlegan viðbúnað og fékk nokkur hundruð manna liðsstyrk frá breskum hersveitum. Myndin var tekin í Portadown í gær þar sem flutningabifreið stóð í ljósum logum. Úrslitakostir settir Moskvu. Reuter. VJATSJESLAV Tíkhomírov, yfir- maður rússneska herliðsins í Tsjetsjníju, setti leiðtogum tsjetsjen- skra uppreisnarmanna í gær úrslita- kosti og gaf þeim sólarhring til að láta lausa alla fanga sína. Spenna hefur farið vaxandi í Tsjetsníju frá því að friðarsamkomu- lag var gert í júní. Kvaðst Tíkhom- írov mundu grípa til „viðeigandi að- gerða“ léti Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtogi uppreisnarmanna, ekki alla fanga af hendi fyrir klukkan tvö síð- degis í dag. Uppgröftur hafinn á fjöldagröfum Srebrenica Ohugnanlegt starf bíð- ur rannsóknarmanna Sar^jevo, Cerska. The Daily Telegraph. Reuter. RANNSÓKNARMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hófu á sunnudag að grafa upp jarðneskar leifar að því er þeir telja þúsunda múslima sem full- yrt er að Bosníu-Serbar hafí tekið af lífí eftir fall Srebrenica í júlí á síðasta ári. Er þetta fyrsti uppgröfturinn af um tuttugu sem SÞ munu standa að á meintum fjöldagröfum í Bosníu og Króatíu á næstu þremur mánuðum. Sú stærsta er talin vera við Nova Kasaba, en sagt er að þar sé að fínna lík allt að 2.700 manna. Tuttugu manna hópur, búin stór- virkum vinnuvélum, setti upp girðing- ar og leitaði að jarðsprengjum á svæði sem kallast Cerska og er um 35 km frá Srebrenica. Bandarískir hermenn gæta rannsóknarmannanna, sem von- ast til þess að þeim takist að upplýsa hver örlög um 8.000 múslima frá Srebrenica urðu en þeir hurfu eftir fall borgarinnar. Talið er að Bosníu-Serbar hafí tek- ið um 3.000 manns af lífí og grafíð í fjöldagröfum. Þá er ekkert vitað um örlög um 5.000 manns til viðbótar frá Srebrenica. Stríðsglæpadómstóll SÞ í Haag hefur ákært Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfírmann herafla þeirra, fyrir glæpi í tengslum við fall Srebrenica. Hafa vitni m.a. fullyrt að Mladic hafí verið viðstaddur fjöldaaftökur á borg- arbúum. Erfitt að bera kennsl á líkin Rannsóknarmenn hafa til viðmið- unar loftmyndir sem Bandaríkjamenn tóku af svæðinu umhverfis borgina og vitnisburð manna sem komust lífs af úr hildarleiknum við Srebrenica með því að fela sig á meðal hinna látnu. Bandarískur meinafræðingur, John Gems, sem var í hópi sem kannaði hluta svæðisins fyrr á árinu, segir að rannsóknarmenn muni einbeita sér að sömu stöðum og munu meina- og mannfræðingar, tannlæknar, erfða- fræðingar og skotvopnasérfræðingar vinna að rannsókninni. Reynt verður að úrskurða um dauðaorsök þeirra sem fundist hafa, auk þess sem reyna á að segja til um hvort þeir hafí ver- ið pyntaðir. í fyrri athugunum á svæð- Reuter RANNSÓKNARMENN mæla stærð meintra fjöldagrafa á Cerska- svæðinu, um 35 km frá Srebrenica. Búast rannsóknarmenn við að finna nokkra tugi líka á þessum eina stað. FJOLDAGRAFÍR í BOSNIU Rannsóknarmenn SÞ hafa látið flytja vinnuvélar til svæðis nærri Srebrenica í austurhluta Bosníu til að opna þar fjöldagrafir Fullyrt er að allt að 8.000 manns, flestir óvopnaðir múslimar, hafi veriö teknir af lífi eftir að herir Bosníu-Serba tóku Srebrenica, „griðasvæði" SÞ, í júlí 1995. Srebrenica: Rannsakað er svæði sem er rúma 30 km frá borginni m BOSNIA-S HERZEGOVINA / Srebrenica ijk X /W ____________ jm. nmi' ■Mimiini n i' i -inroyr SVÆÐI SEM STJÓRNAÐ ER samkvæml Dayton-samkomulagim fi af Múslimum og Króötum □ af Serbum fíannsóknarmennimir hyggjast á næstu þremur mánuðum skoða um 20 staði i Bosníu og Króatíu, þarsem tutlyrt erað tjöldagratir séu. reuters inu komu í ljós fjölmörg lík sem lágu í kös, og voru sum þeirra með hendur bundnar fyrir aftan bak. Erfítt getur hins vegar reynst að bera kennsl á líkin, vegna skorts á tannlækna- og læknaskýrslum um þá sem saknað er. Rannsóknarmannanna bíður óhugnanlegt verk. Dr. Wiliiam Hags- lund réttarmannfræðingur, sem stýrir uppgreftrinum, segist búast við því að líkin séu illa farin eftir eitt ár í gröfunum, mikið rotnuð og líklega séu hendur og fætur ekki nema skinin bein. Hermenn fjölþjóðaliðsins, IFOR, gæta öryggis rannsóknarmanna á daginn en á nætumar munu tveir Serbar gæta staðarins. Hafa margir rannsóknarmanna áhyggjur vegna þessa, enda hafí nú þegar komið í ljós að átt hafí verið við grafímar og óttast þeir að serbneskir íbúar á svæð- inu freisti þess að eyðileggja sönnun- argögn. Serbar á svæðinu segja að sönn- unargögn gegn Mladic og Karadzic séu tilbúningur einn. „Leyfum þeim að grafa,“ sagði Zdravki, Serbi frá nágrannaþorpinu Vlasenica. „Þeir munu ekki fínna neitt, nema kannski olíu.“ Samskipti versna Samskipti fulltrúa alþjóðasamtaka og Bosníu-Serba hafa versnað síðustu daga vegna tilrauna þeirra fyrmefndu til að koma Karadzic frá völdum. A laugardag komust hermenn IFOR að því að Bosníu-Serbar höfðu flutt þungavopn til þorpsins Han Pijesak, skammt frá höfuðstöðvum hers þeirra og aðsetri Mladic. Lokuðu hermenn IFOR leiðum að þorpinu þegar þetta kom í ljós en þá réðist hópur þorpsbúa á þá, þar sem þeir töldu að ætlunin væri að handtaka Mladic. Fjármálaráðherrar ESB funda um EMU Sir Edward Heath áttræður Aðeins þijú aðildarríki upp- fylla skilyrðin sel. Reuter. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR hinna 15 aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) hittust í Bmssel í gær, mánu- dag, til að funda um framfarir þær sem ríkisstjómimar hafa náð í átt að niðurskurði á hallarekstri hins opinbera í aðildarríkjunum, sem er liður í undirbúningi þeirra fyrir Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Aætlað er EMU verði að veruleika árið 1999. Samkvæmt ákvæðum Maas- tricht-samn- ingsins gangast aðildarríkin ár- lega undir úttekt á því hvort þau uppfylla skilyrð- in sem þar eru sett um aðild að Efna- hags- og myntbandalaginu. Eitt þessara skilyrða er að ríkisstjómun- um ber að kappkosta að reka fjár- mál sín með minna en 3% halla. Eins og er uppfylla einungis 3 af 15 aðild- arríkjum þetta skilyrði. Aðeins Dan- mörk, írland og Lúxemborg teljast hafa stjórn á ríkisfjármálunum, sem felur í sér ofangreint 3% skilyrði auk þess að stig opinberra skulda sem hlutfall af þjóðartekjum nálgist 60%. Þijú svið tekin fyrir Samkvæmt skilmálum Maastricht- samningsins verða aðildarríkin að uppfylla skilyrðin á árinu 1997, ef þau vilja dæmast hæf til að taka þátt í EMU árið 1999. Á fundi ráð- herranna, sem er sá fyrsti sem fram fer eftir að Irar tóku við forsæti í ráðherraráðinu, munu að auki þrjú önnur svið tengd EMU verða tekin fyrir: Sátt um stöðugleika í ríkisfjármálum, nýtt kerfí fyrir Gengissamstarf Evrópu (ERM) og lögfræðilegur grunnur hinnar sameiginlegu myntar. „Markmið okkar er að geta sett EVRÓPA^ Reuter RUAIRI Quinn, fjármálaráð- herra írlands, stýrir fyrsta fundi ráðherraráðs ESB eftir að Irland tók við forsæti. fram áþreifanlegar niðurstöður á leiðtogafundi ESB í Dublin í desem- ber varðandi hin þijú svið sem eru til skoðunar núna,“ sagði fjármála- ráðherra írlands, Ruairi Quinn, bein- andi orðum sínum til starfsbræðra sinna á opnum fundi. Jafnframt munu ráðherramir ræða framtíð áætlunarinnar um sam- evrópsk samgöngukerfí („Transe- uropean Networks," TEN), sem lengi hefur verið deilt um fjármögnunina á. Evrópusinnar reki upp heróp London. Reuter. Heath, fyrrverandi f orsætisráðherra Bretlands, sem á átt- ræðisafmæli í dag, sagði í viðtali við rík- isútvarpið BBCí gær að tími væri kominn til að meirihluti Ihaldsflokksins, sem hlynntur væri veru Bretlands í Evrópu- sambandinu, léti í sér heyra og kvæði hinn and-Evrópusinnaða minnihluta í kútinn. Heath, sem var forsætisráðherra er Bretland fékk inn- göngu í ESB árið 1972, sagðist sannfærður um að Evrópusinnar myndu hafa betur í baráttunni um Evrópustefnu íhaldsflokksins. Meirihlutinn væri ekki tilbúinn að fylgja hin- um svokölluðu uppreisnarmönn- um. „Það er kominn tími til að reka upp heróp,“ sagði Heath. Sir Edward, sem enn situr í neðri deild þingsins og neitar að flytjast upp í lávarðadeildina eins og aðrir fyrrverandi forsætisráð- herrar, vitnaði til fyrri ummæla Johns Majors og sagði: „Bretland verður að vera í hjarta Evrópu. Þetta land á sér enga framtíð utan Evrópu- sambandsins." Á móti neikvæðum auglýsingum í viðtalinu gagn- rýndi Heath neikvæð- ar auglýsingar, sem íhaldsflokkurinn beitir nú gegn Verka- mannaflokknum. I auglýsingunum er snúið út úr kjörorði Verkamannaflokksins, „Nýr Verkamannaflokkur, nýtt líf fyr- ir Bretland". íhaldsmenn birta myndir af starandi, rauðum aug- um með yfirskriftinni „Nýr Verkamannaflokkur, ný hætta.“ „Eg er hræddur um að þetta sé ein af ástæðum þess að kjós- endur vantreysta stjómmála- mönnum,“ sagði Heath. „Það væri miklu betra að vera jákvæð- ir og uppbyggjandi." Sir Edward Heath
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.