Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Guðný Eyþórsdóttir var fædd í Hafnar- firði 20. september 1914. Hún lést í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyþór Þórð- arson sjómaður og Guðrún Sigurðar- dóttir. Hún ólst upp í Hafnarfirði ásamt fimm systk- inum og eru tvö þeirra á lífi, Bjartmar og Ásta._ Sigríður giftist Ársæli Páls- syni 8. apríl 1938. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Sigrún, f. 9.2. 1944, maki Þorleifur Óli Jónsson. Synir þeirra eru: Hákon, sambýlis- kona hans er Oddný Oddsdótt- Komið er að kveðjustund. Það var fyrir 27 árum að ég kynntist henni Dúfu. Hún bjó þá á Öldugötunni í Hafnarfirði og ég fór að venja komur mína þangað í fylgd yngri dóttur hennar. Tók- ust strax með okkur góð kynni sem aldrei bar skugga á. Þar sat virð- ingin og tryggðin í fyrirrúmi. Það vakti athygli mína hversu kvik þessi lágvaxna kona var í hreyfing- um og þá ekki síður hversu létta lund hún hafði. Á þessum árum ir, og er dóttir þeirra Vigdís Huld; Ársæll, sambýlis- kona hans er Krist- ín Geirsdóttir og er sonur þeirra Gunn- ar Óli. 2) Vigdís, f. 14.8. 1949, maki Hallkell Þorkels- son. Synir þeirra eru Hrannar Már og Kjartan Már. 3) Gunnar Eyþór, matsveinn og hljómlistarmaður, f. 26.4. 1952, d. 7.9. 1988. Sigríður Guðný var húsmóð- ir í Hafnarfirði allt þar til hún fluttist á Hrafnistu í Hafnar- firði. Útför Sigríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sá hún að mestu um allt heimilis- hald og uppeldi barna sinna þar sem eiginmaðurinn var sjómaður. Það gerði hún af mikilli samvisku- semi og sat hagur bamanna ávallt í fyrirrúmi. Hafnarfjörður og Suðumes voru hennar heimalönd og vora tengsl hennar við heimahagana svo sterk að ýsan í pottinn varð helst að hafa ættarvottorð úr Garðsjónum, og alltaf hló hún jafnmikið þegar ég gantaðist með þetta. Létta Iund- MINNINGAR in hennar Dúfu var ávallt til stað- ar þegar fjölskyldan hittist og allt- af var hláturinn í fyrirrúmi. En lífíð var ekki alltaf dans á rósum hjá henni Dúfu. Hún þurfti að sjá á baki einkasyni sínum, manni í blóma lífsins og á besta aldri. Þann harm bar hún af æðra- leysi en héfur eflaust þráð þann endurfund sem hún nú er gengin til við hann. Þá átti hún við margra ára heilsuleysi að stríða sem að lokum batt hana við hjólastól. En birta og gleði lífsins birtist henni í bamabömunum og langömmubörnunum sem hún unni svo heitt. Sonum mínum reyndist hún hin besta amma, og bar hag þeirra fyrir bijósti og var ákaflega stolt af þeim stundum sem tilefni var til. Fyrir það sem og annað sem hún gaf mér í lífínu stend ég í ævarandi þakkarskuld við hana. Ævikvöldinu eyddi Sigríður á Hrafnistu í Hafnarfírði, og eignað- ist þar góða félaga. Þar undi hún hag sínum vel í góðri umsjá starfs- fólks og era því færðar bestu þakk- ir fyrir. Blessuð sé minning þín. Hallkell Þorkelsson. Amma okkar kvaddi þennan heim að morgni föstudagsins 28. júní. Það voru stutt en-snörp veik- indi sem drógu hana til dauða. Að kvöldi sunnudags var hún hress og kát en aðfaranótt mánudags veiktist hún svo heiftarlega að hún náði aldrei sambandi við okkur aftur. Við bræður eigum einungis ljúfar og góðar minningar um Dúfu ömmu. Það var ekki svo sjaldan sem við gistum hjá henni og Sæla afa þegar við vorum yngri, fyrst á Öldugötunni og svo síðar - á Austurgötunni í Hafnarfírði. Þetta voru góðir tímar sem aldrei munu gleymast. Amma okkar hafði einstaklega létta lund og það þurfti oft ekki mikið til að hún tárfelldi af hlátri. Hún kom öllum í gott skap með þessari léttu lund. Fyrir tæpum tuttugu og fímm áram lenti amma í því að veikjast, þá kona á miðjum aldri. Eftir þessi veikindi var hún alltaf með lömunareinkenni í vinstri hluta líkamans. Þrátt fyrir veikindin settist hún ekki í hjóla- stól fyrr en fyrir u.þ.b. þremur áram. Þar sýndi hún hvað best þann dugnað og hörku sem bjó í þessari ljúfu og hjartahlýju konu. Þetta áfall var ekki það eina sem amma okkar varð fyrir í lífinu því að fyrir tæpum átta áram missti hún einkason sinn úr veikindum. Hún tók þessu áfalli eins og öðrum með einstöku æðraleysi og sýndi þar enn einu sinni hversu sterkur persónuleiki hún var. Síðustu ár ævi sinnar var Dúfa amma vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfírði og líkaði henni vistin þar mjög vel. Amma kom oft í heimsókn til okkar í Holtaselið og þá var alltaf glatt á hjalla. Annars var hún Dúfa amma mjög heima- kær kona, það lýsir sér best í því að hún fór aldrei til útlanda og hún var þannig að henni leið best heima við. En við vitum það að nú hefur amma tækifæri til að skoða allan heiminn og við efumst ekki um að það gerir hún. Við vit- um líka að það var vel tekið á móti henni hinum megin móðunnar þar sem hún bíður nú og vakir yfir okkur sem komum síðar. Megi Guð varðveita minninguna um Dúfu ömmu um ókomna tíð. Hrannar Már og Kjartan Már Hallkelssynir. í dag verður lögð til hinstu hvíld- ar amma mín Sigríður Eyþórsdótt- ir. Hvernig minnist maður viðskiln- aðarstundar ömmu sinnar? Enginn fær flúið dauðann, samt kemur hann alltaf jafnóþægilega við okkur. Það er erfitt að sætta sig við að fólk deyr, þess vegna verður sorgin svo stór. Eina leiðin til að milda sorgina virðist vera sú að minnast fegurðar í lífi hins látna. Amma Dúfa var alltaf glöð kona og hláturmild, það þurfti oft ekki mikið til að gleðja hana, smá grín með hvalkjöt eða hrossakjöt. Þegar ég var yngri gisti ég oft hjá ömmu Dúfu og Sæla afa. Fyrst þegar þau áttu heima á Öldugötu, svo á Aust- urgötu. Það var gott að dvelja hjá þeim, maturinn hjá ömmu Dúfu var ávallt góður, þó sérstaklega svarta sósan hennar. Bragðið af henni mun seint gleymast. Ég veit að henni Dúfu ömmu líður vel núna því að fólki sem hefur ekkert á samviskunni þegar það deyr líður vel og er vel tekið. Hún talaði oft um að þegar það kæmi að þessari stundu sem nú er komin myndi hún hitta Gunnar son sinn aftur, og ég vona nú að þeim líði báðum vel. Drottinn, ég vil biðja þig að varðveita hana Dúfu ömmu mína. Ársæll, Kristín og Gunnar Óli. SIGRÍÐUR GUÐNÝ EYÞÓRSDÓTTIR RAOAUGí YSINGAR Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar 'smgar Hárgreiðslunemi! óskast sem fyrst fram til áramóta. Þarf að hafa lokið 1. bekk í Iðnskólanum. Uppl. ísíma 551 3130, milli kl. 18.00-19.00, miðvikudag og fimmtudag. Hárhönnun. Vélstjóri/vélvirki Vélstjóri/vélvirki eða maður, vanur viðhaldi véla, óskast til starfa næstu 4-6 mánuði hjá iðnfyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi verður að geta hafið störf sem allra fyrst. Laun eru skv. samkomulagi aðila. Vinsamlega sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. eigi síðar en 12. júlí nk., merkta: „V -1999". Athugið að farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Vesturbær 107 Góð 3-4ja herbergja íbúð óskast sem fyrst fyrirfjögurra mannafjölskyldu. Langtímaleiga. Upplýsingar í síma 551 5129. Lokun Endurskoðun Björns E. Árnasonar (EBEÁ), Sætúni 8, hefur lokað vegna sumarleyfa starfsfólks dagana 8.-19. júlí. Athygli er vakin á því, að Iðntæknistofnun verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 5. ágúst 1996. Hægt er að fá framkvæmdar áríðandi prófan- ir og gæðaeftirlit á sviði suðutækni meðan á lokun stendur. Iðntæknistof nun 11 Keldanaholti, 112 Reykjavík, sími 587 7000. Eldri listaverk Óskum eftir góðum eldri listaverkum til sölu. RAUÐARÁRSTÍG, SÍMI 551 0400 Laugavegur Til leigu lítið verslunarhúsnæði á besta stað við Laugaveg. Laust fljótlega eða eftir sam- komulagi. Þeir, sem óska frekari upplýsinga, leggi inn nöfn sín á afgreiðslu Mbl., merkt: „Laugaveg- ur - 1069." Sumarnámskeið Handmenntaskólans er í bréfaskólaformi. Læriö aö auka vöxt garðjurtanna og stofublómanna með hljóm- blóma-aðferðinni. Kennari er Hafsteinn Hafliðason. Sími 562 7644 eða í pósthólf 1464, 121 Reykjavík. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖfíKINNI 6 - SlMI 568-2533 Þriðjudagur 9. júlf kl.19.00 Esja - Þverfellshorn Mæting á bílastæðið við Mó- gilsá. Gengið verður upp að hringsjánni. Esjumerki kr. 400. Miðvikudagur 10. júlf 1. Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð og sumardvöl. Kynniö ykkur mjög hagstætt verð á dvöl í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Pantiö og takið miða á skrif- stofu. Mgnið helgarferðirnar. 2. Kl. 20.00 Selgjá - Smyrlabúð. Skemmtileg og auðveld kvöld- ganga sunnan Hafnarfjarðar. Borttför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Vigslu nýrrar hringsjár á Uxa- hryggjum er frestað. Spennandi helgarferðir fram- undan 12.-14-/7. Brottför föstudag kl. 20.00. 1. Hveravellir - Kerlingarfjöll - Leppistungur. Öku- og göngu- ferð m.a. á Árbókarslóðir. 2. Dalakofi - Hrafntinnusker - Laugar, gönguferð. 3. Þórsmörk - Langidalur. 4. Brottför laugardag kl. 08.00 13.-14./7. yfir Fimmvörðuháls. Ferðafélag íslands. Dagsf erðir 14. júlí 1. kl. 10.30 Leggjarbrjótur; forn leið á milli Hvalfjarðar og Þing- vallasveitar. Verð 1.400/1.600. 2. kl. 10.30 Nytjaferð, 4. ferð; te- og lækningajurtum safnað undir handleiðslu fræði- manns.Verð 1.400/1.600. Ath. nýtt fyrirkomulag í dags- ferðum: Miðasala hjá BSÍ og til- kynnt um brottför inni í sal. Helgarferðir 12.-14. júlí 1. kl. 20.00 Básar. Fjölbreyttar gönguferðir um eina af fegurstu náttúruperlum landsins. Verð 4.900/4.300. 2. kl. 20.00 Hftardalur. Göngu- ferðir á Tröllakirkju, Hest og Helgufell. Saga Björns Hítdæla- kappa rifjuð upp. Verð 6.200/5.600. Helgarferðir 13.-14. júlí kl. 08.00 Fimmvörðuháls, vin- sælasta leiðin. Ósóttar pantanir seldar 17. júli. Fimmvörðuháls frá Básum 13. júlí kl. 09.00. Keyrt upp að Fimm- vörðuskála og gengið niður í Bása. Þarf að panta í ferð á skrif- stofu. Fimmvörðuháls í miðri viku 17.-18. júlí kl. 08.00. Ein stórfenglegasta gönguferð landsins. Hægt að framlengja dvöl í Básum. Netslóð: http://wwww.centrum.is/utivist Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.