Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 47 FRÉTTIR Búnaðarbankinn úthlutar tólf námsstyrkjum FREMSTA röð: Styrkveitinganefnd en hana skipa Þröstur Sigurðs- son frá BÍSN, Sveinbjörn Björnsson frá Háskóla íslands, Sveinn Jónsson frá Búnaðarbankanum, Vilhjálmur Vilhjálmsson frá SHÍ og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson frá SÍNE. Mið röð: Guðni Th. Jóhann- esson, Soffía Thorarensen og Gunnlaugur Arnórsson f.h. Sunnu Gunnlaugsdóttur, Arný Björk Birgisdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, f.h. Steingríms Páls Kárasonar, Halldóra Jónsdóttir, Erlendur Smári Þorsteinsson, Sveinbjörg Harðardóttir f.h. Ingunnar Kr. Snædal, Helga Lára Helgadóttir, Ása Ólafsdóttir. Efsta röð: Ólafur Árna- son, Helga Rós Indriðadóttir. Á myndina vantar Krisljönu Blöndal. NÝLEGA fór fram afhending náms- styrkja til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Er þetta í sjötta sinn sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni voru veittir tólf styrkir, hver að upphæð 125.000 kr. Veittir eru út- skriftarstyrkir til nema við Háskóla Islands og íslenskra sérskóla, auk námsstyrkja til námsmanna erlendis. Námsstyrki hlutu eftirfarandi: Ása Ólafsdóttir. Ása lauk lögfræði- prófí frá Háskóla íslands nú í vor. Kandidatsritgerð hennar er á sviði neytendaréttar og samningaréttar. Erlendur Smári Þorsteinsson. Erlendur var að ljúka BS-námi í tölv- unarfræði við Háskóla íslands en tók á síðastliðnu ári BS-gráðu í stærð- fræði við sama skóla. Guðni Th. Jóhannesson. Guðni lýkur í haust námi í sagnfræði á MA-stigi við Háskóla íslands. Auk þess lagði hann stund á rússnesku einn vetur. MA-ritgerð Guðna nefnist Island og sjálfstæðisheimt Eystrasalts- rílqanna 1990-1991. Halldóra Jónsdóttir. Halldóra lauk nú í vor námi í læknisfræði við Há- skóla íslands. Kristjana Blöndal. Kristjana lýkur í haust MA-námi í uppeldisfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Nám hennar er tvískipt, annars vegar við Háskóla íslands og hins vegar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Meistararannsókn hennar beinist að áfengisneyslu íslenskra unglinga með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Helga Rós Indriðadóttir. Helga Rós lauk einsöngvara- og söngkenn- araprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í maí. Áður hefur hún lokið tónmenntakennaraprófí. í haust mun Helga hefja nám í óperudeild Tónlistarháskólans i Stuttgart í Þýska- landi. Ingunn Snædal. Ingunn lauk nú í vor almennu kennaranámi til B.Ed.- prófs frá Kennaraháskóla íslands með íslensku og dönsku sem sérgreinar. í sumar mun hún helja nám í írskum fræðum við háskólann í Galway þar sem hún mun leggja stund á írsku og bókmenntir til meistaraprófs. Helga Lára Helgadóttir. Helga Lára lauk nú í vor meistaranámi í bamahjúkrun frá háskólanum í Gains- ville, Flórída. 1 náminu lagði hún áherslu á klíníska bamahjúkrun. Loka- verkefni hennar var rannsókn varð- andi verkjameðferð hjá börnum eftir skurðaðgerðir. Steingrímur Páll Kárason. Stein- grímur stundar doktorsnám í vélaverk- fræði við Massachusetts Institute of Technology. Olafur Arnason. Ólafur lauk nú í vor mastersnámi í hjónabands-, fjöl- skyldu- og bamasálfræði frá Sonoma State University í Kalifomíu. Næstu þijú árin mun Olafur stunda doktors- nám í Counseling Psychology við há- skólann í Houston, Texas. Ámý Björk Birgisdóttir. Ámý Björk hóf nám í myndlist við Mesa Community College í Arizona. Seinni hluta námsins stundar hún við Arizona State University og tekur sálfræði sem aukafag. Að loknu BA-prófí í myndlist hyggur Ámý á meistaranám í Art Therapy. Sunna Gunnlaugsdóttir. Sunna lauk námi sl. BM-námi í tónlist með jazzpíanóleik sem aðalgrein frá Will- iam Paterson College í New Jersey. Sunna hefur stundað tónlistamám frá 1977 og 1988-1993 var hún jazzdeild Tólistarskóla FÍH. Styrkveitinganefnd skipuðu Svein- bjöm Bjömsson, rektor Háskóla ís- lands, Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla íslands, Þorbjöm Tjörvi Stefánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna er- lendis, Þröstur Sigurðsson, formaður Bandalags íslenskra sérskólanema, og Sveinn Jónsson, aðstoðarbankastjóri frá Búnaðarbankanum. Nefndarmenn hafa verið á einu máli um að líta ekki á þessa styrki sem viðbótarstyrki við þá vísinda- og skólastyrki sem hafa námsárangur nánast að öllu leyti sem viðmiðun. Að sjálfsögðu hefur námsárangur sitt að segja en önnur atriði sem máli skipta em meðal annars þátttaka umsækj- enda i félagsstarfi, flölskylduhagir, framtíðaráform og svo hvemig um- sóknin sjálf er sett fram. Námsmannalína Búnaðarbankans var stofnuð haustið 1990. Viðamesti þáttur þjónustunnar er vegna af- greiðslu lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en Búnaðarbankinn var íyrstur banka til að veita námsmönn- um mánaðarleg framfærslulán. Auk þess býður bankinn námsmönnum m.a. fjármálanámskeið fyrir ungt fólk og hefur sérstök íjármálahandbók ver- ið gefín út að því tilefni. Að námi loknu geta námsmenn nýtt sér þjónustu Heimilislínu bankans sem m.a. getur komið sér vel þegar kemur að endur- greiðslu námslána. Dorgveiði- keppni í Hafnarfírði Morgunblaðið/Sverrir SVEINN Guðmundsson, ritsljóri Sumarhúsahandbókarinnar, afhendir Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, fyrsta eintakið af handbókinni. Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Kristján Jóhannsson, formaður Landsambands sumarhúsa- eigenda, fylgjast með. Handbók fyrir sumarhúsa- eigendur komin út ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorg- veiðikeppni við Flensborgarbryggju þriðjudaginn 9. júlí. Keppnin er ætl- uð börnum á aldrinum 6-12 ára og er keppni opin öllum á þessum aldri. Síðastliðin sumur hefur Æsku- lýðsráð haldið dorgveiðikeppni og í fyrra voru þátttakendur um 450 börn. Þessi keppni hefur þótt takast vel og þeir sem ekki eiga veiðarfæri geta fengið lánuð færi á keppn- isstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfs- mönnum. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flesta físka fá einnig verðlaun. Styrktaraðili keppninnar er Veiðibúð Lalla, Bæjarhrauni, sem gefur verð- laun. Fyrir að veiða flesta físka og stærsta fískinn eru veitt vegleg verð- laun. Leiðbeinendur íþrótta- og leikja- námskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem björgunarsveit- in Fiskaklettur verður með björgun- arbáta á sveimi. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. Allir krakkar á aldrinum 6-12 ára eru velkomnir og hvattir til að taka þátt. NÝKOMIN er út Sumarhúsa- handbókin sem Landsamband sumarhúsaeiganda gefur út. Bókin er 162 síður og verður dreift endurgjaldslaust til allra sumarhúsaeigenda á landinu. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að koma hagnýt- um upplýsingum á framfæri vð skjólstæðinga Landssam- bands sumarhúsaeigenda. Sumarhúsahandbókin er upp- flettirit sumarhúsaeigenda um réttindi, skyldur, skipulag, ör- yggismál, tómstundir og þjón- ustu. Meðal efnis eru greinar um Landsamband sumarhúsa- eigenda, réttarreglur um sum- arbústaði, forvarnir, skipulag, rotþrær, vatn, jarðboranir, raf- magn, fasteignamat, tijárækt og fleira. Þrír prestar við Hafnarfj arðarkirkju ÞRÍR prestar eru nú komnir til starfa við Hafnarfjarðarkirkju, sr. Gunnþór Ingason sóknar- prestur, sr. Þórhildur Ólafs, safnaðarprestur og sr. Þórhali- ur Heimisson, aðstoðarprestur. Þau eru með viðtalstíma í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sr. Þór- hallur á þriðjudögum kl. 11.30-13 og föstudögum kl. 17-18.30, sr. Þórhildur á mið- vikudögum kl. 17-18.30 og föstudögum kl. 11.30-13 og sr. Gunnþór á mánudögum kl. 11.30-13 og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.30. Sr. Þórhallur mun leiða morgun- söng í kirkjunni sunnudaginn 14. júlí og hefsthann kl. 11. Göngnferð í Viðey GÖNGUFERÐ verður í kvöld, þriðju- dag, í Viðey á vegum staðarhaldara og mun Viðeyjarfeijan fara sérstaka ferð út í eyju með þátttakendur í göngunni. Að þessu sinni liggur leiðin út í Vestureyju hjá Eiðishólum og Eiðis- bjargi og meðfram Garðstjöm á Eið- inu. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Æskilegt er að menn séu þokkalega skóaðir til fararinnar; gönguskór koma sér vel eða þá breið- ir og stinnir íþrótta- eða hlaupaskór. Farið verður úr í Klettsvör kl. 20.30 og hefst ganga um leið og komið er í land Viðeyjarmegin. Feiju- toliur er 400 kr. fyrir fullorðna en 200 kr. fyrir börn. LEIÐRÉTT Misritun í GREIN í sunnudagsblaði „Flug- völlur með fortíð“ misritaðist í inn- gangi að það hafi verið Garðar Gíslason sem leitt hafi unga flug- áhugamenn við fyrstu flugvallar- gerðina í Vatnsmýrinni. Eins og raunar kom fram í myndartexta var það Bergur Gíslason, sonur Garðars, sem þar var í forsvari. Rangt orð I minningargrein Gunnþórs Inga- sonar um tengdamóður hans, Þór- unni Bergsteinsdóttur, á blaðsíðu 42 í Morgunblaðinu 26. júní, féll niður næstsíðasta vísuorðið í erindi úr ljóði Steingríms Thorsteinsson- ar, auk þess sem rangt orð kom inn í stað orðsins farsældar í öðru vísuorðinu. Rétt er erindið svona: Eitt augnablik helgað af himinsins náð oss hefja til farsældar má, svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð, og gæfan ei víkur oss frá. Hlutverkaskipti í myndartexta á forsíðu laugar- dagsblaðsins urðu hlutverkaskipti hjá telpunum tveimur. Það var Magnea Steiney sem stóð með blóm- in en Glóey lá á stólunum tveimur. Rangur myndartexti Nafn Sigurðar Sigurgeirssonar víxlaðist undir mynd sem fylgdi grein hans „Flaggað út“ og birtist sl. miðvikudag. Þar var hann kallaður Sigurgeir Sigurðsson. Það var hins vegar rétt í útdrætti úr greininni. Morgunblaðið biðst velvirðingar. YAMAHA UTANBORÐSMÓTORAR 3AS - 3 hö. m/hlutlausum gír, aðeins 16,5 kg. kr. 64.200 20CMS - 20 hö. 2ja strokka með 24I bensíntaki kr. 178.200 30DMO - 30 hö. 3ja strokka og sjálfvirk blöndun kr. 268.000 Skútuvogi 12a, sími 581 2530.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.