Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ÍKbotSfmMtítí^ 1996 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI BLAÐ B Vala setti heimsmet unglinga í Stokkhólmi VALA Flosadóttir, ÍR, setti glæsilegt íslands- og Norðurlandamet fullorðinna og heimsmet unglinga ístangarstökki á alþjóðlegu stigamóti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vala stökk 4,15 m í bráða- bana en bandaríska stúlkan Stascy Dragila felldi. Þær þurftu að há bráðabana, þar sem í keppninni sjálfri felldu þær 4,15 eftir að hafa báðar stokkið yfir 4,10 m í annarri umferð. Fyrra heims- met unglinga átti þýska stúlkna Nastya Ryshich, 4,12 m. Vala stökk fyrst í bráðabana- keppninni og fór örugglega yfir, en Dragila náði ekki að lyfta sér yfir rána. Vala hafði áður stokk- ið 4,10 m utanhúss - á móti í Reims í Frakklandi á dögunum, hún á best innanhúss 4,16 m. Á mótinu í Reims setti Emma George frá Ástralíu heimsmet, 4,42 m. George felldi 4,15 m í gærkvöldi, en tók ekki þátt í bráðabanakeppninni þar sem hún sleppti að reyna við 4,10 m eftir að hafa stokkið 4,05 m og varð að sætta sig við þriðja sætið. Vala og bandaríska stúlkan Stacy Dragila hafa æft saman í Malmö að undanförnu. Johnsoná 19,77 Á sama móti hljóp Bandaríkja- maðurinn Michael Johnson á sjötta besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi er hann kom í mark á 19,77 sekúndum. „Ég var mjög öruggur í dag [í gær] og hef trú á að ég geti hlaupið 200 metrana á 19,50," sagði Johnson, en þetta var hans síðasta keppni fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Auk hans hafa fjórir hlaupið 200 metrana á skemmri tíma, Bandaríkjamennirnir Mike Marsh, Carl Lewis og Joe DeLoach og ítalinn Pietro Mennea. Af öðrum frjálsíþróttaköppum sem þátt tóku á mótinu í Svíþjóð er það helst að frétta að Bretinn Toni Jarrett var dæmdur úr keppni í 110 metra grindahlaupi fyrir að þjófstarta tvisvar. Bandaríkjamað- urinn Allen Johnson sigraði í hlaup- inu á 13,25 sekúndum en heimsmet- hafínn Colin Jackson kom næstur. Urslit/B11 GUÐRÚN Arnardóttir er tilbúin í slaginn á OL í Atlanta. Guðrún bætti Islands- metið í 200 m hlaupi Guðrún Arnardóttir, frjálsíþrótta- kona úr Ármanni, bætti eigið íslandsmet í 200 metra hlaupi á frjáls- íþróttamóti í La Grange í Georgíu- fylki á sunnudag. Hún hljóp á 24,01 sek. og bætti metið um 0,17 sekúnd- ur. Að sögn Gísla Sigurðssonar, þjálf- ara íslenska ólympíuhópsins, er Guð- rún í mjög góðri æfíngu um þessar mundir og því ætti tími hennar í 200 metra hlaupinu ekki að koma á óvart. Hún keppir í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta, en' 200 metra hlaupið er aukagrein hjá henni. Pétur og Sigurður enn langt frá sínu besta íslenska ólympíuliðið í frjálsíþrótt- um er nú við æfingar í Athens, sem er um 60 mílur austan við Atlanta. Að sögn Gísla er æfíngaaðstaðan þar mjög góð og hafa æfingar gengið vel. „Það er frekar heitt hérna, eða um 32 gráður. Það er gott að fá tíma til að aðlaga sig hitanum áður en kemur að leikunum sjálfum. Það er ljóst að Martha er dottin út úr hópn- um en vonandi ná Pétur og Sigurður lágmarkinu í tíma," sagði Gísli. Sigurður Einarsson keppti í spjót- kasti á sama móti og Guðrún og kast- aði lengst 74,68 metra, en ólympíu- lágmarkið er 79,90 metrar. Hann mun keppa aftur um næstu helgi og ef hann nær ekki lágmarkinu þar fer hann til Bahama og keppir þar 15. júlí og er það síðasti möguleiki hans á að ná lágmarkinu fyrir ÓL. Pétur Guðmundsson keppti einnig á mótinu um helgina. Hann varpaði kúlunni 18,84 metra og var eins og Sigurður töluvert frá ÓL-lágmarkinu, sem er 19,50 metrar. Pétur fær eitt tækifæri í viðbót og verður það á móti í Norður-Karolínu um næstu helgi. Jón Arnar Magnússon, tugþraut- arkappi, tók þátt í spjótkasti og kringlukasti á sama móti. Hann kast- aði spjótinu 61,70 metra og var einum metra frá sínum besta árangri og kastaði kringlunni 48,82 metra en á best 51,30 metra. Vinningar 2 5al6 ¦ + bónu Fjöldl vlnnlnga 234 862 Vinnlngs- upphæð 105.650.000 925.529 148.840 2.020 230 107.544.149 1.894.149 KIN 2.07.-08.07/96 ~iir@n2r ChJ&MJBb ', mntm&xt er ÍÆtíaðtff 2D0 míl^óíiir faíf GOLF: ÍVAR HAUKSSOIM MEÐ TVO VALLARMET / B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.