Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 B 9 ÍÞRÓTTIR TORFÆRA VeHuveisla í vara- sömum þrautum - Meistarinn HARALDUR Pétursson varð íslandsmeistari í fyrra eftlr harda keppnl viA Gísla G. Jónsson. Haraldur er efstur aA stigum eftir þrjú fyrstu mótin af fimm í flokki sérút- búinna jeppa, en fjögur þeirra gilda til lokastiga. Nœsta mót sem verAur á Akranesi 20. Júlí ræAur miklu um úrslitin. ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur Pétursson úr Ölfusi ver titil sinn af krafti. Á laugardaginn vann hann þriðju umferð íslandsmótsins ítorfæru íflokki sérútbúinna jeppa. Keppnin var í Jósepsdal. Reykvíkingurinn Sigurð- ur Axelsson varð annar og Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson þriðji. í fiokki sérútbúinna götujeppa vann Rafn A. Guðjónsson úr Hafnarfirði sinn fyrsta sigur á ferlinum, Gunnar Pálmi Pétursson frá Höfn nældi í silfr- ið og Kópavogsbúinn Sigurður Þ. Jónsson íbronsið. Mm FOLK ■ SIGURÐUR Jónsson varð þrí- tugur á keppnisdag, en náði ekki hinni fullkomnu afmælisgjöf, þ.e. að sigra. Hinsvegar heldur hann forystu til Islandsmeistara á Lukkutröllinu, en hefur verið lánlaus vegna sífelldra bilana. ■ SKIPULAGI mótsins var ábóta- vant, seinlega gekk að fjarlægja fasta eða bilaða jeppa. Þá var áhorf- endagæsla slök í lokin og börn voru eftirlitslaus á hlaupum á viðgerðar- svæði jeppanna. Lífleg kynning Vals Vífilssonar létti mönnum hinsvegar lífið. ■ RAGNAR Skúlason fyrrum meistari í flokki götujeppa mætti á endursmíðuðum jeppa sínum, Gal- dragul. Jeppinn er nú í flokki sérút- búinna jeppa, er mun léttari og með loftpúðafjöðrun. ■ RAFN A. Guðjónsson sigurveg- ari í flokki sérútbúinna götujeppa er mikill veiðimaður. Hann ætlar að halda upp á fertugsafmæli sitt með stangaveiði í Elliðaárdalnum á næstunni. Rafn er einnig lipur á byssugikknum og veiðir fugla yfir vetrartímann. ■ ÁSGEIR Jamil Allansson hefur sýnt góða takta á köflum og varð fimmti í flokki sérútbúinna jeppa, Hann er bílapartasali og kveður lífsmottó sitt að safna peningum, en auk þess að eiga torfærujeppa á hann það til að þeysa á Honda XR 600 mótorhjóli. Að sama skapi á Rafn Harðarson mótorhjól, Kawazaki ZL 1000. ■ INGI Már Björnsson kvaðst fyrir keppni ætla að „grilla“ Gunn- ar Egilsson og honum varð að ósk sinni. Ingi Már er nýliði frá Vík í Mýrdal og vildi launa Gunnari lambið gráa. Sá fyrrnefndi hafði eitthvað reynt að taka hann á taug- um fyrir Islandsmótið. ■ GUNNAR Pálmi Pétursson ekur eina skráða jeppanum, sem er á númerum í flokki götujeppa. Grind jeppans er árgerð 1942, her- jeppi frá Ford. Gunnar er mikill íþróttamaður, hefur stundað fijáls- íþróttir, fjallferðir, skák og mikla útiveru. Hann hefur náð ágætum árangri erlendis á jeppanum í ann- ars konar akstursíþróttum fyrir jeppa.^ ■ BÓNDINN Rögnvaldur Ragn- arss heldur uppi heiðri bændastétt- arinnar á Ford Bronco 66. Hann kemst ekki hratt yfir, en hefur átta sinnum fengið verðlaun fyrir lífleg tilþrif. Hann hefur einu sinni unnið torfærumót og er með lang afl- minnstu vél íslandsmótsins, aðeins 160 hestafla vél. ■ UÓNSTAÐABRÆÐURNIR Ólafur og Tyrfingur Leósynir gjörbreyttu framhásingunni í jeppa Haraldar Péturssonar fyrir keppni og útkoman varð sú að jepp- inn stýrir eins og lipur fólksbíll. Það gæti ráðið úrslitum á íslandsmót- inu þar sem mjótt er á mununum. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar | eð sigrinum hefur Haraldur tekið forystuna til íslands- meistara með 53 stig, Gísli G. Jóns- son er með 48, Sigurður Axelsson 42, Einar Gunn- laugsson 41 og Gunnar Egilsson 32. Fjögur mót af fimm gilda til lokastiga, en tvö mót eru enn eftir. I raun eiga níu ökumenn enn töl- fræðilega möguleika á titlinum, en þeir að ofan hvað-mesta. Gísli náði forystu í keppninni í Jósepsdal, með því að ná besta aksturstíma í tíma- þraut og hélt sér í fyrsta sæti í fýrstu þremur þrautunum. En Har- aldur náði honum að stigum í þriðju þraut og fór framúr í þeirri fjórðu. Þraut sem Einar Gunnlaugsson fór fyrstur í og ruddi brautina fyrir aðra keppendur. Hann ók í brattan bakka neðst í þrautinni og við það hrundu nokkur bílhlöss af möl, þannig að brautin varð eins og brattur þjóðvegur fyrir aðra kepp- endur. Einar átti sér aldrei viðreisn- arvon eftir þetta. Brautarlagningin var reyndar ámælisverð að mati margra keppenda og hætta á velt- um var mikil, enda veltu margir eftir átök við illkleifar þrautir. Tíu veltur litu dagsins ljós og sumar mjög harkalegar „Þetta var ekki minn dagur, fyrst ruglaðist ég á hliðum í þriðju þraut, vann síðan jarðvegsvinnu fyrir aðra keppendur og velti svo. Árangurinn varð þvi slakur, en ég á enn ágæta mögu- leika á titlinum, þrátt fyrir þetta afhroð. Það má samt ekkert klikka í þeim mótum eftir eru“, sagði Ein- ar Gunnlaugsson, sem fyrir keppn- ina var aðeins einu stigi frá Har- aldi og Gísla. Þeir félagar voru í Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hjólin á móti sólu MARGAR harkalegar veltur voru í keppninni og hátt fall oft niAur ef mönnum mistókst. Hér kollsteypist Gunnar Egilsson eftir viöureign viA þraut og þaA er langt niAur. sérflokki á laugardaginn ásamt Sig- urði, sem saxaði á forskot þeirra á lokasprettinum. Mátti litlu muna að hann stæli sigrinum í lokaþraut- inni með góðum tiþrifum í erfiðri þraut. „Lokaþrautin var mjög varasöm, hátt fall niður blasti við þeim sem mistókst. En það þýðir ekki að hugsa um slíkt, maður verður að láta vaða, þó hallinn sé rosalegur. Bíta bara á jaxlinn. Það dugði mér í annað sætið og heldur mér inni í Sigur innan seilingar SIGURÐUR Axelsson ék listavel á lokasprettinum um helgina og munaði lítlu að hann stæli sigrlnum af íslandsmeistaranum Haraldi Péturssyni úr Ölfusi. Mannlegt mat mælikvarðinn annlegt mat dómara er sá mælikvarði sem notaður er til að gefa stig og refsingar í torfær- unni, rétt eins og í knattspyrnu. Við höfum ekki getað fundið upp aðra aðferð, en hinsvegar getur dómnefnd notað myndbandsupptöku til að styðjast við, komi upp kæra á ein- staka dóma. Kæran á dómara um helgina átt alveg rétt á sér eins og aðrar kærur, finnist mönnum brotið á sér. En dómnefnd staðfesti það sem dæmt hafði verið,“ sagði Ólafur Guðmundsson, foreeti LÍA í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um hvaða afgreiðslu kæra vegna loka- þrautar í keppni helgarinnar hefði fengið. „Dómnefnd taldi að Haraldur hefði ekki hagnast á því að fara þá leið, sem hann fór og það hefði ekki verið vísvitandi gert. Myndbönd af atvikinu staðfestu þetta í okkar huga. Það er vandasamt að dæma vel og þessvegna eru sömu sex til átta mennirnir sem dæma allt keppn- istímabilið og þrír á hverju móti. Spuming sem skoða má í haust er hvort leyfa eigi fijálsari akstur milli hliða, en í reglum segir að fara eigi stystu leið milli þeirra. Ég held að fleiri dekk til að afmarka brautimar myndu minnka tilþrifin í akstri, en þetta verða keppendur og keppnis- stjórnir að skoða sameiginlega á árs- fundi LÍA,“ sagði Ólafur. baráttunni um titilinn," sagði Sig- urður. Hann skaust framúr Gísla í lokaþrautinni, sem var ekki sáttur við stigagjöf í lokaþrautinni, taldi Harald hafa farið útúr braut. Dóm- nefnd var þó á öðra máli, eftir að kæra hafði verið tekinn fyrir. „Ég verð að kyngja þeim úrskurði, en mér finnst vanta hreinni línur í stigagjöfina. Það stendur skýrt í reglum að fara eigi stystu leið milli hliða, en nokkrir keppendur gerðu það ekki í síðustu þraut. Annað- hvort verða að vera alveg skýrar línur eða aksturinn alveg fijáls milli hliða“, sagði Gísli, „reyndar finnst mér alltof mikið um mistök í dóm- gæslu í mótum og menn hafa verið dæmdir úr þraut fyrir minna, en gerðist þarna. Við emm að leggja allt okkar í torfæruna og aðbúnað- urinn verður að vera í lagi. Kæran var enginn árás á Harald, hann vinnur sína heimavinnu vel og er góður ökumaður. En við verðum að standa á rétti okkar og ég mun beijast til þrautar um titilinn í næstu tveimur mótum. Aka grimmt til sigurs," sagði Gísli. Haraldur var að vonum ánægður með sigurinn. „Mér finnst úrskurð- ur dómnefndar réttur, annað hefði verið slæmt fordæmi. Það eru ótal tilvik sem hægt er að setja út á dómgæsluna og til að taka af öll tvímæli mætti setja fleiri dekk til að afmarka brautirnar betur“, sagði Haraldur, „ég var í góðu stuði und- ir stýri og mæti galvaskur í næsta mót, sem er á Akranesi. Það eiga margir möguleika á að taka af mér titilinn, en hann fæst ekki gefins“. í flokki götujeppa er mjög jöfn keppni til meistara. Rafn jafnaði leikinn með fyrsta sigrinum. Sig- urður Jónsson er nú með 52 stig, Gunnar Pálmi 50, Rafn 48 og Gunn- ar 43. „Sigurinn var sætur, ekki síst fyrir það að eftir síðustu keppni var jeppinn í rúst að framan. Þurfti að smíða hann upp og lakkið á húdd- inu var ekki þornað, þegar ég lagði af stað núna,“ sagði Rafn, sem keppti í kvartmílu fyrir 15 árum síðan og vann oft. „Það var vissu- lega gaman að vinna að nýju og kynda upp í titilbaráttunni. Það voru sérfræðingar búnir að dæma jeppann ónýtan eftir slæma veltu á Egilsstöðum og við lögðum mikla vinnu í hann. Núna ætla ég að vinna næstu keppni. Einfalt mál, því til- finningin er góð,“ sagði Rafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.