Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 1

Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 1
• MARKAÐURINN * SMIÐJAN * LAGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • __-................................................................... .......................... Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrlðjudagur 9. júlí 1996 Blað C Markmið Búseta BÚ SETURÉTT ARÍBÚÐUM er m. a. ætlað að rétta kjör leigj- enda til samræmis við stuðning stjórnvalda við íbúðareigendur, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þær eru á vissan hátt millistig af séreign og leigu. / 5 ► Endurnýjun á útihurðum ÞAÐ þarf að vanda vel til verks, ef gera á upp gamla úti- hurð, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þegar sett er ný í staðinn fyrir gamla, hef- ur það verið of algengt að setja útihurð af allt annarri gerð en upphaflega var teiknuð. / 10 ► Ú T T E K T Baðher- bergi IREINLÆTI var ekki aðalsmerki fslendinga hér áður fyrr. Nú er öldin önnur. í öllum íbúðum eru baðherbergi og stundum mörg. Framboð á innrétting- um og tækjum í baðherbergi eykst lika stöðugt og ijöl- breytnin um leið. Kemur þetta fram í grein eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, þar sem íjall- að er um breytingar í baðher- berginu. Leitað var til fjögurra fyrir- tækja, sem eru umsvifamikil á þéssum vettvangi til þess að fá það fram, hvað nýjast er á markaðnum um þessar mund- ir. Þessi fyrirtæki eru Tengi hf., BYKO, Húsasmiðjan og Eldhús og bað. Fólk er í æ ríkara mæii far- ið að leggja meira upp úr því að hafa baðherbergi falleg og vandar því valið. Nú leggja margir ekki minni áherzlu á smekklega hönnun og útlit á baðinnréttingum en í eldhúsi. Ending þarf að vera góð, því að umgengin er mikii. Það þarf lika að taka tillit til stað- setningar hreinlætistækja og vatnslagna, svo að ekki þurfi að brjóta mikið upp t.d. í eldri húsum, þar sem verið er að endumýja baðherbergi. Hönnun er mikilvægust, þar sem rýmið er lítið til þess að baðherbergið verði notadijúgt og þægilegt í þrifnaði og um- gengni. /16 ► Styrkir til tækni- nýjunga og umbóta í byggingariðnaði í síðustu viku veitti Húsnæðis- málastjórn 33 aðilum styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði og húsnæðis- málum. Þessir styrkir eru veittir á hverju ári og er öllum heimilt að sækja um. Að þessu sinni bárust alls 63 um- sóknir frá einstaklingum, fyrir- tækjum og rannsóknarstofnun- um, sem er veruleg fjölgun frá ár- inu áður. Heildarfjárhæð umsókn- anna nam 217 millj. kr., en til ráð- stöfunar voru aðeins rúmar 20 millj. kr. Húsnæðismálastjórn var því nokkur vandi á höndum við styrkveitinguna. Niðurstaðan var sú, að veittir voru tíu styrkir samtals að fjár- hæð 9,8 millj. kr. til viðgerðaverk- efna, fjórir styrkir samtals að fjár- hæð 2 millj. kr. til fræðslumála, tólf styrkir samtals að fjárhæð 7,4 millj. kr. vegna ýmissa grundvall- arrannsókna, tveir styrkir sam- tals að fjárhæð 800.000 kr. til al- mennra tækninýjunga og fimm styrkir samtals að fjárhæð 1,6 millj. kr. til annarra bygginga- tæknirannsókna. Samtals var því um 33 styrki að ræða, er námu alls rúmum 21,7 millj. kr. Mörg af þeim verkefnum, sem styrk hlutu, er mjög tækni- legs eðlis og ekki auðvelt fyrir aðra en fagmenn að átta sig á þeim. Af þeim má engu að síður sjá, að tals- vert er að gerast á þessu sviði. Byggingarannsóknir skipa æ mikilvægari sess nú á tímum, enda er mikið í húfi. Um 80% af þjóðar auðnum eru fólgin í mannvirkjum og yfir 60% af árlegri fjárfestingu hér eru í mannvirkjagerð. Arleg fjármunamyndun bara í húsum er um 20 milljarðar kr. hér á landi. Styrkir Húsnæðisstofnunar til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði 1992-96 2i 1 21,7 milljónirkr. 1992 1993 1994 1995 1996 V/IL.TU SKULDBREYTA EQA STÆKKA VIÐ PIG? Byggðu á Fasteignaláni Skandia Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar aíboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcrtir(%) lOár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslqlán. *Auk verðbóta Skandia LAUGAVEGI 1 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.