Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 C 9 ÚTLITSTEIKNING af fram- tíðarhúsnæði fyrir aldraða Breta: The Cloisters, 16 kofa samstæða umhverfis skipu- lega garða í Dorset. Bretlandi Þörfá húsnæði fyrir aldraða ÁRIÐ 2011 er talið að Bretar eldri en 65 ára verði 9.3 milljónir saman- borið við 8.8 milljónir 1991. Árið 2031 er því spáð að 13.3 milljónir Breta verði eldri en 65 ára — næst- um því 21% þjóðarinnar. Fjölgun í þessum aldursflokki mun líklega leiða til aukinnar eftir- spurnar eftir húsnæði, sem er sér- staklega sniðið að þörfum eldra fólks. Því hefur verið komið á fót sérstökum hóp í Bretlandi, Retire- ment Housing Group, sem á að hjálpa hönnuðum að skilja betur þarfir sífellt eldri viðskiptavina framtíðarinnar. Byggingafélög, verktakar og fasteignasalar eru meðal aðila að þessum hópi. „Þeir sem sigrast hafa á erfið- leikum af völdum samdráttar á síð- ari árum,“ segir formaður hópsins, Michael McCarthy, „hafa meiri áhuga á nýjungum og þörfum við- skiptavinanna." Hann telur því að byggingaraðilar verði vel í stakk búnir að leysa úr vanda aldraðra í framtíðinni. Hópurinn hefur kynnt niðurstöð- ur rannsóknar sem sýna að 70% Breta á eftirlaunum vilja búa þar sem þeir hafa dvalist lengst af ævinnar eða á svæðum nálægt fjöl- skyldum sínum. Um 74% voru hrifn- ir af sérstökum íbúðum fyrir aldr- aða, þótt margir hefðu heldur kosið lítið hús í úthverfi eða sveit. Lang- flestir eða 95% töldu sérstakar áætlanir fyrir aldraða æskilegar. Kaupendur létu í ljós áhuga á nægu rými og v'ldu einkum stórt svefnherbergi og stóra dagstofu auk þess sem 69% þeirra sem áttu bíl vildu bílskúr. Margir vildu þó fá bílskúr leigðan ef ske kynni að þeir þyrftu að losa sig við bílinn. Fyrirtæki í Dorset hefur kynnt byggingu húsasamstæðu sem það hefur í smíðum, The Cloisters, og hefur hún vakið athygli. Hér er um að ræða 16 kofa samstæðu og verð- j ur rafeindahlið að svæðinu. Kofarn- ir standa umhverfís garða með skipulegu sniði og á þeim verða eikardyr. Holið verður hellulagt og svefnherbergin verða þijú, eitt með baði. Kaupendurnir geta haft áhrif á skipulagið innanhús. SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMI: 568 7800 FAX: 568 6747 EIGN VIKUNNAR Lindarbraut Neðri hæðin í þessu húsi er til sölu. Hæðin er 130 fm. Fjögur svefnherb., þar af eitt rúmgott forstofuherbergi, sem gefur möguleika á útleigu. Bíl- skúrsréttur. Laus nú þegar. Tilboð óskast. LINDASMÁRI - NÝ ÍBÚÐ. 2ja herb. stór- glæsileg 57 fm íb. á 2. hæð. Parket. Til af- hendingar nú þegar. Gott verð. DALSEL. Til sölu mjög góð 70 fm íb. ásamt bílskýli. Áhv. byggsj.lán tll 40 ára 3,5 m. Ekkert grelðslumat. STELKSHÓLAR. Mjög góð 52 fm íb. á 3. hæð. Hús nýviðgert. Verð 4,7 m. LINDARGATA.Til sölu mjög skemmtileg og ofboðslega sjarmerandi 60 fm íbúð. Verð- ið gerist ekki betra, aðeins, 4,4 m. MIKLABRAUT. Mjög góð og sérstaklega vel innréttuð 70 fm íbúð í kjallara (lítið nið- urgrafin). Fallegur garður. Stórir gluggar. Verð aðeins 4,2 m. BERGÞÓRUGATA. Til sölu góð ca. 50 fm íbúð ( kjallara. Góðar innr. Parket og flísar. Góð verönd. Allt nýtt, t.d. rafmagn, gler og fl. BOLLAGATA. Sjarmerandi ca. 41 fm íbúð ÁLFAHEIÐI - KÓP. Falleg 80 fm Ib. á 2. hæð í skemmtilegu húsi í Suðurhlíðum Kópavogs. Vandaðar innréttingar. Parketágólfum. Áhv. byggsj.lán til 40 ára, 4,9% vextlr. Ekkert grelðslumat. FÁLKAGATA - RÉTT V/HÁSKÓLANN. Rúmgóð 84 fm íbúð á jarðhæð. (Gengið beint inn.) Opið út á suðurverönd úr stofu. Skemmti- leg íbúð. Laus. Kjörin íbúð fyrir Háskóla- fólkið. VALLARBRAUT - SELTJ. Til sölu mjög falleg og smekklega innr. 84 fm íbúð ásamt 24 fm bílskúr á sunnanverðu Nesinu. Park- et, flísar og suðursv. Áhv. 4,8 m í góðum lánum. Virkilega falleg íbúð. Laus strax. HÓLMAGARÐUR. Mjög góð ca. 95 fm íbúð. Nýl. innr. Verð 8,9 m. LJÓSHEIMAR. 4ra herb. 83 fm (búð á 1. hæð í lyftuhúsi. Ágæt íbúð. Góð staðsetning. Verð aðeins 6,9 m. FLÚÐASEL - GÓÐ LÁN. Mjög rúmgóð 4ra herb. ósamþykkt íbúð á jarðhæð. Áhvíl- andi 3 m í langtíma lánum. Verð 5,3 m. HRAUNBÆR. Sérstaklega skemmtileg 110 fm íb. á 1. háeð í mjög góðu fjölb. Parket og flísar. Góðar innr. Skipti möguleg á minni eign. Þessi er nú með þeim betri í Hraun- bænum. VESTURBÆR - NÝSTANDSETT. Ný- standsett (búð á 2. hæð ásamt bílskúr. Nýtt eldhús, nýlegt bað. íbúöin er nýmáluð. Hús- ið nýklætt að utan. Verð 7,7 m. Mjög áhuga- verð eign. Laus fljótlega. NÝBÝLAVEGUR - KÓPAV. Mjög góð 85 fm íbúð á efri hæð í fimm íbúða húsi. Nýlegt parket. íb. ný máluð. Stór innb. bílskúr. Laus. Verð 7,9 m. ÁLFASKEIÐ - HF. Til sölu mjög góð 115 fm endaíb. á 2. hæð ásamt 24 fm bflskúr. Þrjú svefnh. og möguleiki á fjórða. Þvottah. í íbúðinni. Skipti á minni. FRÁBÆRT VERÐ. á skemmtilegum stað. Verð 3,8 m. áÚ^KEBBB SOGAVEGUR. Vel sklpulögð 3ja herb. Ib. á jarðhæð með útsýni yfir Esjuna. Gott hús. Snyrtilegur garður. Verð aðeins 5,6 m. VEGHÚS - LÍTIL ÚTBORGUN. Til sölu skemmtileg 120 fm íb. á tveimur hæðum. íbúðin er fallega innr. Suðursvalir. Mikið út- sýni. Gott byggsj.lán til 40 ára áhv. Verð 8,3 m. Laus nú þegar. SKAFTAHLÍÐ. Til sölu sérlega falleg og nýlega innréttuö 105 fm íbúð á góðum stað (Hlíðunum. Merbau parket og flísar. Áhvfl- andl kr. 3,4 m í byggsj. Sjón er sögu rlkari. HLÉSKÓGAR. Mjög gott og vel staðsett einb. á tveimur hæðum. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni. Sólstofa. Ágæt 3ja herb. íb. á jarðhæð. Frábært útsýni. MIÐVANGUR - HAFNARFIRÐI. Gott 150 fm endaraðhús með innb. bílskúr. Góðar innr. Stutt f alla þjónustu. Parket og flísar. Skipti möguleg á minni eign. FAXATÚN - GBÆ. Til sölu fallegt 136 fm einbýlishús ásamt 25 fm bílskúr. Einstaklega fallegur garður. EFSTU-REYKIR. Til sölu er glæsilegt ein- býlishús, sem staðsett er f útjaðri Mosfells- bæjar. Húsið er hæð og ris, samt 260 fm Möguleiki á tveimur íbúðum. Frábær útsýn- isstaður. 2500 fm lóð. Stórkostlegt umhverfi. LANGHOLTSVEGUR - NEÐRI HÆÐ. Til sölu 132 fm sér hæð (tvíbýli. Nýtt eld- hús. Parket. ÁLFHEIMAR - GLÆSILEG SÉRHÆÐ. Til (sölu einkar falleg og vel skipulögð 153 fm efri sérhæð, ásamt 30 fm bflskúr. Fallegt útsýni. Húsið er gott og íbúöin sérlega vel skipulögð. Skipti á minni eign koma til greina. SIGLUVOGUR - FRÁB. HVERFI. Höf- um ( einkasölu 186 fm einbýlishús ásamt 30 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Hús- ið skiptist (þrjá palla, 5 herb. ásamt góðri stofu og borðstofu. Garður með sundlaug og stór- ri tréverönd. Skipti á minni eign koma til greina. LANGAGERÐI. Til sölu einbýlishús, sem er kjallari, hæð og ris, samt. 215 fm auk 38 fm bílskúrs. Vel innréttað hús á frábærum stað. SMÁRARIMI. Gott ca. 150 fm einb. ásamt innbyggðum 30 fm bilskúr. Skemmtileg stað- setning. FJALLALIND - KÓP. Nýlega komið í sölu 150 fm raðhús á einni hæð. Mjög góð stað- setning. Áhv. 4 m. Góðar teikningar. HLAÐBREKKA : KÓP. Höfum til sölu þriggja (búða hús. Á efri hæð eru tvær 125 fm sérhæðir. Þeim fylgir bílskúrsem er inn- byggöur í húsið. Á neðri hæð er 125 fm sér íbúð án bílskúrs. íbúðirnar seljast tilbúnar til innréttinga. BAKKASMÁRI - KÓP. Til sölu mjög gott ca. 140 fm parhús á frábærum útsýnisstað í Kópa- vogi. Mjög skemmtileg teikning. Gott útivist- arsvæði í nágrenninu. Verð aðeins 8,5 m. LYNGRIMI. Til sölu gott parh. ca. 197 fm með innb. bílskúr. Selst fokhelt en frág. að utan. Verð 8,7 m. Miklir möguleikar i boði. anttað AAAAáA SUMARHUS A MÝRUM - BORGARF. Til sölu mjög gott 63 fm sumarhús ásamt 20 fm gestahúsi á mjög góðum stað í Gríms- staðalandi á Mýrum. Húsið er byggt 1989, vandað og gott hús. M.a. eikarparket á gólf- um og nýjar innr. Eignarlóð. Leyfi fyrirtveim- ur bústöðum í viðbót á lóðinni. EILÍFSDALUR - KJÓS. Gott sumarhús á einni hæð, fullbúið að mestu. Vatn f bústað og rafmagn komið á svæðið. Verð 2,9 m. 40 mín. akstur frá borginni BRYN/AR FRANSSON, lögg. fasteignasali, LÁRUS H. LÁRUSSON, KIARTAN HALLÚEIRSSON. Opid virka daga 9:00 - 18:00 Falleg sérbýli á frábæru verði Nýr byggingaráfangi við Laufrima 10-14 Laufrimi 10-14 Ýmsar upplýsingar Fullbúnar íbúðir Einungis 2ja hæða hús Sameign í lágmarki 3ja herbergja íbúð á 7.050.000 4ra herbergja íbúð á 7.900.000 Mjög fallegt útlit Sérinngangur í allar íbúðir Hver íbúð sérbýli íbúðum skilað fullfrágengnum að innan sem utan Lóð fúllfrágengin Hiti í gangstéttum Malbikuð bílastæði Örstutt á leikvöll, i leikskóla og grunnskóla. Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði Öll gólfelni frágengin Parket eða linoleum dúkur Flísalagt baðherbergi Flísalagt eldhús Þvottahús i íbúð Mjög vandaður frágangur Dæmi um greiðslur: 3ja herbergja íbúð Verð 7.050.000 Greiðsla við samning Húsbréf Greiðsla við afhendingu 400.000 4.935.000 1.715.000 Samtals: 7.050.000 Hjá okkur færðu mest fSrir peningana þína Sýningaríbúð SJÓNÝR SÖGU RÍKARI Uppl. í síma 5670765 Mótás ehf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513 Ný lánakjör á fasteignamarkaði auðvelda viðskiptin. Leitið upplýsinga hjá fasteignasölum í félagi fasteignasala Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.