Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 154. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hert kvik- mynda- eftirlit Canberra. Reuter. ÁSTRALIR tilkynntu í gær, að opinbert eftirlit með kvikmynd- um og sjónvarpsdagskrá yrði hert vegna fjöldamorðanna í Port Arthur í apríl. Meðal þess, sem gert verður, er að koma fyrir rafrænum ofbeldissíum í nýjum sjónvarpstækjum. Byssumaður varð 35 manns að bana í ferðamannabænum Port Arthur á Suður-Tasmaníu 28. apríl. í kjölfarið fylgdu mikl- ar deilur um ofbeldi í fjöl- og afþreyingarmiðlum. Efnisflokkun breytt Richard Alston, samgöngu- ráðherra Ástralíu, sagði að yfir- völd myndu ennfremur breyta efnisflokkun og endurskoða eft- irlit í ljósi tilmæla frá nefnd sem skipuð var til að rannsaka of- beldi í rafrænum íjölmiðlum eftir fjöldamorðin. Samkvæmt nýju skipulagi eftirlits með kvikmyndum og myndböndum mætti til dæmis banna sýningar á ofbeldiskvik- myndum á borð við bandarísku myndina Fædda morðingja (Natural Born Killers). Reuter Göngu- menn stöðvaðir JOHN Taylor, varaformaður Sambandsflokks Ulsters, eins flokks mótmælenda á Norður- írlandi, skoraði á John Major forsætisráðherra í gær að aftur- kalla bann við kröfugöngu svo- nefndra Oraníumanna sem leitt hefur til mestu óeirða í landinu um árabil. í gærmorgun hafði þó dregið verulega úr þeim en eftir stóðu brunnin hús og bílar. Oraníumenn hafa lengi haft þann sið að minnast sigurs mótmæl- enda á kaþólikkum á 17. öld með því að ganga um hverfi kaþólskra í bænum Portadown en kaþólskir menn líta á það sem niðurlægjandi ögrun. Að þessu sinni komu óeirðalögreglumenn í veg fyrir, að mótmælendur legðu leið sína um kaþólska hverfið. Stríðið í Tsjetsjníju blossar upp aftur ---»-♦.- Netanyahu í Bandaríkjunum Almenn orð um frið I lögreglufylgd úr skóla Alexander Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, segist til viðræðu um aðskilnað landsins Moskvu. Reuter. BRESKA lögreglan handtók í gær mann, sem grunaður er um að hafa sært þrjú ung börn og fjórar konur með sveðju í Wolverhamp- ton í Englandi í fyrradag. Heitir hann Horett Irving Campbell, 32 ára gamall. Ekki hefur enn tekist að hafa uppi á banamanni eða banamönnum níu ára gamallar stúlku, sem myrt var í Liverpool, og hefur föður hennar verið sleppt en lögreglan tók hann til yfirheyrslu. Hafa þessir atburðir skotið fólki skelk í bringu, einkum foreldrum ungra barna. Þessi kona fékk lögreglufylgd þegar hún sótti börnin sín á leikskólann. ■ Árásarmanns leitað/18 MIKIL átök voru í gær miili rúss- neskra hermanna og skæruliða í Tsjetsjníju, þau mestu í sex vikur, og ljóst, að kosningarnar í Rúss- landi og ákvarðanir Borís Jeltsíns forseta hafa engu breytt um ástandið í landinu. Alexander Lebed, yfirmaður rússneska ör- yggisráðsins, segir í viðtali, sem birt var í gær, að hann sé tilbúinn til að ræða fullan aðskilnað Tsjetsjníju og rússneska sam- bandslýðveldisins. Átökin í Tsjetsjníju hófust eftir að yfirmaður rússneska herliðsins skipaði skæruliðum að sleppa öll- um rússneskum hermönnum, sem þeir hefðu í haldi, fyrir miðjan dag í gær. Ella yrðu hafnar loftárásir á þá. Segja Rússar, að skæruliðar hafi svarað skilmálunum með því að lífláta nokkra gísla og hafi þá verið látið til skarar skríða. Voru mestu bardagarnir við bæinn Gekhi. Spenna hefur vaxið mjög í Tsjetsjníju og saka hvorir aðra um að bijóta samninga um að rúss- neskir hermenn verði famir á brott 1. september. Vill ræða sjálfstæði Lebed, yfirmaður rússneska ör- yggisráðsins, segir í viðtali við ít- alska dagblaðið La Repubblica, að hann sé tilbúinn til að ræða að- skilnað Tsjetsjníju en segist þó telja, að Tsjetsjenum muni farnast betur innan rússneska ríkjasam- bandsins. Lebed hefur nú Tsjetsjníjuvandann á sinni hendi eftir að Jeltsín rak Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra úr emb- ætti. Mikil átök virðast eiga sér stað að tjalda- baki í Kreml um embætti í nýju stjórninni, en í gær skipaði Jeltsín Níkolaj Kovaljov yfirmann leyniþjón- ustunnar. Kemur hann í stað Mík- haíls Barsúkovs, sem var rekinn um leið og Gratsjov. Gratsjov vís- aði í gær á bug ásökunum um spillingu og sagði, að þær væru runnar undan rifjum Lebeds, sem vildi koma sínum manni, hershöfð- ingjanum ígor Rodíonov, í emb- ætti varnarmálaráðherra. Ekki bankahrun Sergei Dúbínín, seðlabankastjóri í Rússlandi, sagði í gær, að orðróm- ur um yfirvofandi bankakreppu í landinu væri ástæðulaus. Viður- kenndi hann þó, að sumir bankar ættu í erfiðleikum og á mánudag tók seðlabankinn yfir einn stærsta bankann í Rússlandi, Tverúnivers- albank. Alexander Lívshíts, helsti efna- hagsráðgjafi Jeltsíns, sagði í gær, að hugsanlega yrðu nýir menn skipaðir til að fara með stjórn efna- hagsmála í landinu. Sagði hann, að lítil verðbólga gæti ekki lengur verið eina markmiðið, nú yrði að leggja áherslu á aukna framleiðslu og fjárfestingu. Washington. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, lýsti yfir í gær, eftir fund með Bill Clinton, forseta Bandarikjanna, að stjórn sín stefndi að því að semja um frið við ná- grannaríkin. Þeir Clinton og Netanyahu rædd- ust við í tvo klukkutíma í gær og svöruðu síðan spurningum frétta- manna. Sagði Netanyahu, að stjórn sín vildi frið og væri hann fús að eiga fund með Sýrlandsforseta. Sumir ísraelskir fréttaskýrendur höfðu spáð því að Netanyahu myndi blíðka Bandaríkjastjórn með því að lofa að eiga fund með Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, og tilkynna brottflutning ísraela frá Hebron en lítið þótti að græða á svörum hans við spurningum um þessi atriði. ------♦"♦—♦----- Rússar áhyggjufullir Moskvu, Sar^jevo, Belgrad. Reuter. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna lýsti í gær yfir stuðningi við þau orð yfirmanns Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að koma yrði í veg fyrir framboð Serbneska lýðræðissambandsins, flokks Radovans Karadzic, léti hann ekki af formennsku. Rússar kváð- ust hins vegar áhyggjufullir vegna yfirlýsinga ÓSE. Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, sagði rússnesk yfirvöld „afar áhyggjufull vegna þess sem ætti sér stað í tengslum við hið svokallaða Karadzic-vandamál“. Gaf hann í skyn að Rússar teldu að með ákvörðun Karadzic um að afsala sér völdum til varaforseta Bosníu- Serba, væri nóg að gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.