Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veitingahús krafið um skýringar Brot á höfundar- rétti Bowies Morgunblaðið/Helgi Bjamason Stóðust ekki frýjunarorðin SKÍFAN hf. hefur krafið forsvars- menn veitingahússins Carpe Diem um afrit af útvarpsauglýsingu sem það birti fyrir skömmu um matseðil sem byggðist á vali fyrir bresku rokk- stjörnuna David Bowie, en hann snæddi þar í tengslum við tónleika sína hér á landi í iok júní. Skífan hefur einnig farið fram á að fá upplýsingar um hversu oft aug- lýsingin var leikin í útvarpi og hvaða heimild veitingahúsið hafi haft til að nota tónlist Bowies. Tómas Tómasson markaðsstjóri Skífunnar segir beiðni fyrirtækisins vegna rétthafamáia. „Ætli menn að nota tónlist í auglýsingar, verða þeir að fá leyfí frá rétthafa. Við vitum að menn hafa stundað þetta, en erum umboðsaðilar fyrir erlend fyrirtæki sem hafa þrýst á okkur um að taka á málum á strangari hátt. Víðast hvar er búið að taka fyrir þessa notkun og þetta dæmi er mjög sláandi. Þess vegna fórum við þá formlegu leið að óska eftir öllum upp- lýsingum," segir Tómas. Hann segir iíklegt að auglýsandinn verði krafínn um greiðslur fyrir notk- un á tónlistinni, en ekki sé ljóst enn- GUÐMUNDUR Gylfí Guðmunds- son, hagfræðingur ASÍ, segir að verði engar breytingar gerðar á verðmyndun á grænmeti og afurð- um svína og alifugla í ár, eins og ríkisstjómin gaf fyrirheit um i nóv- ember á síðasta ári, muni það hafa áhrif á gerð nýrra kjarasamninga í vetur. Búast megi við að verka- lýðshreyfíngin geri harðar kröfur um að tollar á innfluttar landbúnað- arvörur verði lækkaðir. Þegar ASÍ og VSÍ náðu sam- komulagi í nóvember í fyrra um að framlengja gildistíma kjarasamn- inganna út þetta ár gaf ríkisstjórn- in út yfírlýsingu þar sem hún m.a. gefur fyrirheit um að taka til skoð- unar verðmyndun á grænmeti, svínakjöti, alifuglum og eggjum. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst áhyggjum sínum vegna mögu- legra áhrifa búvöruverðs á almenna verðlagsþróun á næsta ári. Hafa þeir einkum nefnt breytingar á verðlagi grænmetis og afurðum svína og alifugla. Ríkisstjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkað- arins og fulltrúa framleiðenda kanna ábendingar ASÍ og VSÍ og leita leiða til að koma í veg fyrir BLAÐINU í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. þá hvemig þeim málum verður hátt- að. í auglýsingunni voru leikin lög frá hljómleikaferð Bowies, og segir Tóm- as ekki ljóst hvort þarna séu á ferð ólöglegar upptökur af tónleikum eða tónlist úr heimildarþætti um Bowie sem nýlega var sýndur hérlendis. Komi slíkt í ljós gæti það flækt máls- meðferð. Óskar Finnsson veitingamaður seg- ir að auglýsingin hafí verið leikin margsinnis frá 24. júní til 1. júlí, þegar hætt var að bjóða upp á um- ræddan matseðil. íslenska útvarps- félagið hf. hafí annast framleiðslu auglýsingarinnar. „Eg er sá seki og verð sjálfsagt að taka eitthvað út fyrir það og mun taka því ef svo fer,“ segir Oskar. Hann kveðst harma þessi mistök, hann hafi ekkert annað sér til máls- bótar en vanþekkingu á rétthafamál- um. „Ég spurði þau sem stóðu að komu Bowies hvort þau hefðu eitt- hvað við það að athuga að ég notaði það veitingahúsinu til framdráttar að Bowie hefði viljað lífrænan og ferskan mat, og fékk þau svör að svo væri ekki. Þannig þróaðist málið og ég auglýsti matseðilinn." að verðlagsbreytingar á áðumefnd- um afurðum raski verðlagsforsend- um kjarasamninga," segir í yfirlýs- ingunni. Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, sem hefur haft forystu um þessa vinnu, sagði að búið væri að skoða ítarlega verðlagsþróun á þessum búvörum og fara yfir ýmsa þætti málsins. Engar tillögur lægju hins vegar fyrir og ekki væri að vænta ákvarð- ana fyrr en síðar á árinu. Vinnan gengið of hægt Guðmundur Gylfí sagði það mat ASÍ að þessi vinna hefði gengið allt of hægt fyrir sig. Lítið samráð hefði verið haft við ASÍ um hana þrátt fyrir að ASÍ og VSÍ hefðu verið búin að vinna mikið í þessu og setja á blað hugmyndir um breytingar á verðmyndun grænmet- is, svínakjöts, alifuglakjöts og eggja. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagðist geta tekið undir að þessi vinna stjóm- valda hefði mátt ganga hraðar fyr- ir sig, en VSÍ gengi út frá því að ríkisstjómin stæði við gefin fyrir- SEX fyrirtækjum var í gær út- hlutað tollkvóta vegna innflutn- ings á samtals 29,4 tonnum af unnum kjötvörum 4 tímabilinu frá júlí til desember næstkomandi, en upphaflega bárust landbúnað- arráðuneytinu umsóknir frá tíu fyrirtækjum um innflutning á samtals 293,5 tonnum. Af þeim sendu níu fyrirtæki tilboð í toll- kvótann, en tilboð frá einu þeirra barst of seint og tvö tilboðanna reyndust vera of lág. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, ÁGÆT silungsveiði hefur ver- ið í sumar hjá bændum sem leggja net í sjóinn út af Hegra- nesi í Skagafirði. Það er að segja þegar hægt hefur verið að leggja, því tíðarfarið hefur ekki verið hagstætt. Gunnar Pétursson og Jóhann Björns- son fengu ágætan afla þegar þeir skruppu norður á dögun- um og lögðu net á Garðssandi og í Garðskrók, fyrir landi Keflavíkur i Hegranesi. Um heit í þessu máli. Hann sagðist hafa sérstakar áhyggjur af því að verð á grænmeti hækkaði mikið næsta vetur verði forsendum fyrir innflutningi ekki breytt. Það væri ekki nóg að grænmetisverð væri lágt yfir sumarmánuðina. „Það er sátt um að það þurfí að auka kaupmátt launa hér á landi. Það verður ekki gert nema með tvennum hætti, annars vegar með kauphækkunum en þó ekki umfram það sem gerist hjá okkar keppinaut- um og hins vegar með verðlækkun á nauðsynjavörum almennings. Ef það er alvarleg fyrirstaða á að tryggja hér eðlilega verðmyndun á mikilvægum sviðum eins og f bú- vöruframleiðslunni þá gerum við fastlega ráð fyrir að fá á okkur frekari kröfur um kauphækkanir, sem skerða okkar samkeppnis- hæfni, sem aftur leiðir til fækkunar starfa. Við leggjum mjög mikið upp úr því að það verði opnað fyrir sam- keppni í landbúnaðinum. Við viljum að opinberar nefndir hætti að ákveða verð á búvörum. Við viljum opna fyrir samkeppni að utan og breyta tollunum þannig að innlend Meðalverð á kvót- anum er 66,84 krónur á kíló hagfræðings í landbúnaðarráðu- neytinu, er meðalverðið sem fékkst fyrir tollkvótann 66,84 krónur fyrir hvert kíló, en við síð- ustu úthlutun tollkvóta fyrir unn- ar kjötvörur, sem var fyrir tíma- bilið frá febrúar til júní, var með- alverðið 73,25 kr. fyrir kílóið. Þá 15 vænar sjóbleikjur, sem þeir vilja reyndar kalla ljósnálar að skagfirskum sið, voru í netinu. Þeir sögðust ekki hafa ætlað að leggja um morguninn vegna veðurs en konurnar hafi manað þá til þess. Þeir sáu ekki eftir því. Vegna öld- unnar tóku þeir netin upp með öllu sem í þeim var og greiddu úr þeim heima. Myndin var tekin þegar þeir helltu sjónum úr bakkanum. framleiðsla fái eðlilegt aðhald,“ sagði Þórarinn. Aðilum vinnumarkaðarins boðið sæti í sjömannanefnd Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðherra hefur sent ASÍ, BSRB, VSÍ, VMS og Bændasamtökunum bréf þar sem óskað er eftir því að fulltrúar þéssara samtaka taki sæti í svokallaðri sjömannanefnd. Sjö- mannanefnd starfaði í nokkur ár í byrjun þessa áratugar og lagði með tillögum sínum grunninn að búvöru- samningum um mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Ráðherra áformar að endurskipa nefndina og er henni meðal annars ætlað að skoða að nýju mjólkurframleiðsluna, en fyrir dyrum stendur að gera nýjan samn- ing milli ríkisins og bænda um hana. Forysta bænda skipaði nýlega samn- inganefnd til að ræða við ríkið. Guðmundur Gylfí sagði að ASÍ myndi hafa samráð við BSRB um þetta mál og svara því á miðstjóm- arfundi, sem verður haldinn í ágúst. Hann sagði að afstaða ASÍ til nefnd- arstarfsins myndi m.a. byggjast á þeim forsendum sem nefndinni væri ætlað að starfa á. var úthlutað tollkvóta vegna inn- flutnings á samtals 38 tonnum og bárust umsóknir frá sex fyrir- tækjum. Ólafur sagði að nú hefði aðal- lega verið sótt um tollkvóta vegna innflutnings á fuglakjöti, en ann- ars væri um að ræða kjötvörur sem á einhvem hátt væri búið að vinna, t.d. sjóða, en ekki væri um hrátt kjöt að ræða. Tollkvóta vegna innflutnings á fyrri hluta næsta árs verður væntanlega út- hlutað í september næstkomandi. Olöglegar netalagnir við Skaga- strönd LÖGREGLAN á Blönduósi gerði í fyrrakvöld upptækar ólöglegar netalagnir í og við höfnina á Skagaströnd, en um þessar mundir eru netalagnir í sjó bannaðar frá föstudags- kvöldum til þriðjudagsmorgna. Um var að ræða þijú silunganet sem gerð vom upptæk og að sögn Kristjáns Þorbergssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er vitað hveijir eigendur þeirra em. Skýrsla um málið verður send sýslumanninum á Blöndu- ósi. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að tilkynning um netalagnimar hefði borist lög- reglunni símleiðis í fyrradag og vom netin tekin upp þá um kvöldið en enginn fískur reynd- ist vera í þeim. Svokölluð helgarfriðun er í gildi frá klukkan 22 á föstu- dagskvöldum til klukkan 10 á þriðjudagsmorgnum og er göngufiskur þá friðaður gegn allri annarri veiði en stangveiði. Kristján sagði að lögreglan þyrfti árlega að hafa afskipti vegna ólöglegra netalagna en þetta væri í fyrsta skiptið í sum- ar sem slíkt tilvik kæmi upp. Fíkniefni fundust íEyjum LÖGREGLAN í Vestmannaeyj- um handtók í fyrradag mann sem var að sækja böggul sem sendur hafði verið flugleiðis frá Reykjavík, vegna gruns um að í honum leyndust fíkniefni. Abending hafði borist lögregl- unni um að fíkniefni gætu verið í pakkanum og við rannsókn komu í ljós fimm grömm af efni sem talið er vera amfetamín og fímm grömm af hassi. Fjórir játuðu aðild Viðtakandi böggulsins var handtekinn og fjórir menn aðrir, en tveimur þeirra var sleppt vegna þess að þeir voru ekki taldir eiga aðild að málinu. Við- takandinn játaði síðan við yfír- heyrslu að vera eigandi fíkniefn- anna og hinir tveir viðurkenndu að eiga aðild að málinu. Sendandi efnisins var færður til skýrslutöku hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og við- urkenndi þar að eiga hlut að máli. Mönnunum fjórum var síð- an sleppt úr haldi síðdegis í gær og er málið talið að fullu upp- lýst að sögn lögreglu í Vest- mannaeyjum. Royal Greenland færir út kvíarnar ROYAL Greenland, sjávarút- vegsfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fískvinnslufyrirtækinu Jadewkost í Wilhelmshaven í Þýskalandi. Hyggst fyrirtækið með kaupunum tryggja sér nægilega framleiðslugetu til að fylgja eftir áætlunum sínum um framleiðslu tilbúinna rétta. Islenskar sjávarafurðir höfðu áður kannað kaup á verksmiðj- unni, en af þeim varð ekki. ■ Royal/D2 Engar tillögur um breytta verðmyndun grænmetis o g afurða svína og alifugla Gæti haft áhrif á samninga- gerð í haust að mati ASI Innflutningur á unnum kjötvörum Sex fyrirtæki fá tollkvóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.