Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 9 h > I » I I I FRÉTTIR Ohræddur við veltur þrátt fyrir þrjú hryggbrot TORFÆRA er áhættusöm akst- ursíþrótt, en Gunnar Guðmunds- son íslandsmeistarinn í flokki götujeppa lætur það ekki aftra sér frá þátttöku. Þrátt fyrir að hann hafi þrívegis hryggbrotnað um ævina, þar af einu sinni í torfærukeppni. Hann fékk slæma byltu í keppni í Jósepsdal á laug- ardaginn og taldi um tíma að hann hafði hryggbrotnað í fjórða sinm „Ég beið smástund eftir að hafa velt jeppanum, þekki orðið hvernig tilfinning það er að vera hryggbrotin. Starfsmenn keppn- innar höfðu áhyggjur, af því ég brotnaði fyrir sex árum á öðrum hryggjalið eftir 16 metra langt og tveggja metra hátt flug í tíma- þraut,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur keppt lengst allra í torfæru hér- lendis og ekur enn sama jeppa og hann byrjaði á. Sjúkraflutningsmenn á neyðarsveitaijeppa sáu um sjúkragæslu á mótinu á laugardaginn og brugðust skjótt við. Huguðu að Gunnari, en hann reyndist aðeins hafa tognað milli herðablaðanna. „Ég hræð- ist ekkert að keppa þó ég hafi hryggbrotnað í þrí- gang. Fyrst þegar stigi rann undan mér í vinnunni. Eftir slysið í torfærunni, þá var ekið aftan á fjölskyldu- bíl minn hálfum mánuði síð- ar. Þá brotnaði brotið enn meira. Eftir það var ég 22 mánuði frá vinnu. En þetta er eins og í öðrum íþróttum, menn hætta ekkert þó þeir meiðist. Ég var í handbolta og fótbolta lengi og þekki því meiðsli. Veltur eru hluti Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson STARFSMENN neyðarsveitar slökkviliðsins brugðust skjótt við þegar Gunnar virtist meiddur, en hann hefur þrívegis hryggbrotn- að, einu sinni í torfærukeppni. af torfærunni og sjálfur hef ég örugglega oltið meir en tuttugu sinnum án meiðsla. Ég ek með nýrnabelti um mittið að fenginni reynslu, það styður vel við hrygg og nýru. Ég mundi mæla með því við aðra akstursíþrótta- menn“. Gunnar er múrari að at- vinnu og kveður það ekkert síður varasamt en torfær- una. „Við erum alltaf í kappi við klukkuna, klifr- andi um allt alveg eins og í torfærunni. Vinna sem tengist útboði er erfiður markaður og stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Hvað íþrótt mína yarðar, sýnist mér nú að möguleikar á að halda meistaratitlinum séu held- ur dapurlegir, en hryggur- inn er altént í lagi“ sagði Gunnar. GUNNAR Guðmundsson velti harkalega í torfærumóti í Jósepsdal. Þar urðu tíu veltur á laugardaginn í illkleifum þraut- um. Gagnrýndu margir ökumanna hve varasamar þrautirnar voru. Mamina brjósahaldarinn í frá abecita úrhreinni, mjúkri bómull. íz% i \ Hentar vel konum sein eru y k 1 meö barn á brjósti. 1 ^ i iL Stæröir 75-100 í B, C, D og E - jr Verö kr. 2.995 Póstsendum Laugavegi 4, sími 55 1 4473 -----------------^ LOKAÐ f DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Polarn&Pyret’ KRINGLUNNI 8-12 SÍMI 568 1822 St r etisga 11 a b u x: u n a r frá CCtLcOi&tc- komnar aftiur tískuverslun Rauðarárstíg 1 sími 561 5077 BMW 325i Cabrio, árg. 1988 Þessi giæsilegi bæjubíll er nú til sölu á kr. 2.000.000 stgr. Bíllinn er einstaklega vel með farinn og búinn eftirfarandi aukahlutum: Sjálfsk., rafdr. rúðum, leðurinnréttingu, hita í sætum, lituðu gleri, álfelg- um, aksturstölvu o.fl. Ekinn 99 þ. km. Eini bíll sinnar tegundar á landinu. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 896 1216 eða 562 001. Afgreiddu þín mál á öruggan hátt Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram 1. til 19. júlí. Komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og tryggðu þér áfram góð kjör með nýjum spariskírteinum eða öðrum ríkisverðbréfum. 9 • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Ráðgjöf gegnum síma. ( • Varsla spariskírteina. • Upplýsingar um verðmæti skírteina • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. á hverjum tima. • Tilkynning þegar líður að lokagjaiddaga. • Kaup á skírteinum í regiuiegri áskrift. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við endurfjármögnun • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. á spariskírteinum. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar : í ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný spariskírteini í stað þeirra sem nú eru " til innlausnar. PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi -u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.