Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Doktorspróf í sagnfræði •ORRI Vésteinsson varði dokt- orsritgerð í sagnfræði frá Univers- ity College í London þann 17. maí sl. Ritgerðin heitir Kristnun íslands: Prestar, völd og þjóðfélagsbreyt- ingar 1000-1300. Aðalleiðbeinandi við verkið var Wendy Davies prófessor í mið- aldasögu en annar leiðbeinandi var Richard Perkins kennari við norrænudeild háskól- ans. Prófdómarar voru Gunnar Karlsson prófessor við Háskóla ís- lands og David L. d’Avray kennari við Lundúnaháskóla. í ritgerðinni er fjallað um áhrif kirkjunnar á íslenskt samfélag á fyrstu þremur öldunum eftir kristnitöku. Fjallað er um ritheim- ildir og fornleifaheimildir um upp- haf kirkju og kristni á íslandi, þýð- ing tíundarlagasetningar 1097 er endurskoðuð og sett er fram ný * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar J. ÁSTVniDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjovík, sími 533 3535. túlkun á staðakröfum Þorláks bisk- ups Þórhallssonar (staðamál fyrri). Megináhersla er þó lögð á að lýsa hvernig íslenskir höfðingjar byggðu upp kirkjulegar stofnanir á 11. og 12. öld og hvernig sú viðleitni renndi stoðum undir aukin völd þeirra og leiddi af sér flóknari sam- félagsskipan á 13. öld. Rakið er hvernig hagsmunir veraldlegra valdsmanna og kirkjunnar manna tóku að greinast um 1200 og hvern- ig prestastétt með sérstök réttindi mótaðist smátt og smátt. Á þennan hátt er sýnt fram á í ritgerðinni að kirkjan varð ekki sérstök samfé- lagsstofnun með aðgreinda hags- muni fyrren um ogeftir 1200. Fjallað er ítarlega um mótun stéttarvitundar meðal presta og hvernig hún hafði áhrif á stjórn- málabaráttu 13. aldar. Orri er sonur dr. Sigrúnar Júl- íusdóttur félagsráðgjafa og Vé- steins Lúðvíkssonar rithöfundar, og uppeldissonur Þorsteins Vil- hjálmssonar prófessors í eðlisfræði og vísindasögu. Sambýliskona Orra er María Reyndal leiklistamemi við Central School of Speech and Drama í London. Orri er fæddur 1967, lauk stúdentsprófi frá forn- máladeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1986 og BA^prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands 1990. Skólaárið 1987-88 stundaði hann nám í forn-írsku og forn-írsk- um bókmenntum við University College i Dublin. Hann lauk meist- arapófi (M.A.) í fornleifafræði frá University College í London 1991. Orri hefur ásamt fleirum sett á fót Fornleifastofnun íslands sem vinnur að skráningu fornleifa og rannsóknum á þeim víða um land, svo sem í Eyjafirði, á Nesi við Selt- jörn, Hofsstöðum í Mývatnssveit, í Borgarfirði, á miðhálendinu og víð- ar. Orri hefur hlotið starfsstyrk frá Rannsóknarráði íslands til þess að vinna áfram að rannsóknum á ís- lenskri miðaldasögu í ljósi ritheim- ilda og fornleifa. Orri Vésteinsson Nokkur frábær fyrirtæki 1. Matsölustaður til sölu. Einn sá þekktasti í borginni. Mikil hliðarviðskipti. Veislur, þorra- blót, erfidrykkjur o.þ.h. Bakkamatur á hverj- um degi. Öll hugsanleg tæki. Gullnáma fyr- ir réttan aðila. 2. ísbúð til sölu af sérstökum ástæðum. Frá- bær staður. Mikil vaxandi viðskipti. Góð tæki. Snyrtileg verslun. Selur einnig sæl- gæti. Laus strax á besta tíma. 3. Einn besti sælgætis- og brauðsölustaður borgarinnar til sölu. Mikil íssala. Einstök staðsetning. Nætursala ef vill. Góðar og öruggar tekjur fyrir duglegt fólk. 4. Ein glæsilegasta tískuvöruverslun borgar- ihnartil sölu. Eigin innflutningur. Tískuversl- un glæsikvenna. Langur leigusamningur eða húseignin jafnvel til sölu. Er með skrá yfir 2.500 viðskiptavini. 5. Lítið iðnfyrirtæki fyrir laghentan mann til sölu af sérstökum ástæðum. Næg vinna. Fastir viðskiptavinir. Góð sambönd. Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði. 6. Til sölu efnalaug með yfirburðaaðstöðu í einu stærstu hverfi borgarinnar, bæði í örum vexti. Frábær aðstaða - góðar tekjur. Laus strax. 7. Söluskáli til leigu eða sölu. Er ónotaður í augnablikinu, en hefur verið opinn í ára- tugi. Tilbúinn til opnunar. 8. Til sölu ný vél til framleiðslu á myndbönd- um. Spólu- og hylkjasambönd fylgja með. Gífurlegur markaður fyrir þessa framleiðslu- vöru. Góð atvinna fyrir 1-2 menn. 9. Lítil ferðaskrifstofa til sölu. Er með fullt leyfi. Góð viðskiptasambönd. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUDURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR Morgunblaðið/Bemhard Aðstaða fyrir ferðamenn við Hraunfossa hefur verið bætt. Aðstaða fyrir ferðamenn vígð við Hraunfossa AÐSTAÐA fyrir ferðamenn og náttúruunnendur við Hraunfossa í Borgarfirði verður vígð fimmtudaginn 11. júlí kl. 15, að viðstöddum Hall- dóri Blöndal samgönguráð- herra. Ferðamálaráð íslands og Vegagerðin í Borgarnesi stóðu sameiginlega fyrir framkvæmdunum, en um er að ræða bílastæði, göngustíga og útsýnispall við fossana. Að sögn Helgu Haraldsdóttur hjá Ferðamálaráði hafði ágangur ferðamanna valdið miklum skemmdum á gróðri á þessu svæði, og vegir og göngustíg- ar voru í mikilli niðurníðslu. Einnig er unnið að lagningu göngustíga milli Hraunfossa og Barnafoss, sem er þar skammt frá, og mun fram- kvæmdum ljúka bráðlega. Deilt um hver á að kosta frjómælingar HANNES Kolbeins, formaður Sam- taka gegn astma og ofnæmi, segir það vera mikið hagsmunamál fyrir ofnæmissjúklinga að fá niðurstöður mælinga á frjókomum í andrúmslofti birtar oftar en nú er, en hægt gangi að fá því framgengt. Frjótölur eru birtar vikulega í textavarpi Ríkisútvarpsins, en á öðr- um Norðurlöndum eru ftjótölur birtar daglega í fjölmiðlum samhliða veður- fréttum, að sögn Margrétar Halls- dóttur, jarðfræðings á Raunvísinda- stofnun sem annast mælingamar. • • • Fjársterkir kaupendur óska eftir einbýlishúsum og rað- húsum á einni hæð. Samkvæmt könnun sem Davíð Gíslason, sérfræðingur í ofnæmis- sjúkdómum á Vífilsstaðaspítala, gerði árið 1992 þjást rúm 10% ís- lendinga á aldrinum 20-44 ára af ftjónæmi. Erfitt að fjármagna mælingarnar Mælingarnar eru nú í sumar kost- aðar af Reykjavíkurborg, Veð- urstofu íslands og Raunvísinda- stofnun Háskólans, sem leggja sam- anlagt 320 þúsund krónur til verk- ALMEMMA FASTEIGNASALATJ LflU6flVE6l 1B S. 552 1150-552 137? efnisins. Margrét Hallsdóttir segir það erfitt að fjármagna mælingarnar og slæmt að þurfa að treysta á styrki. Því vilji hún reyna að koma því í kring að einhver ein stofnun taki að sér að kosta og sjá um mælingarnar og birta niðurstöðurn- ar oftar en nú er gert. í því sam- bandi hefur hún m.a. leitað til Um- hverfisráðuneytisins. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að ráðuneytið hafi óskað eftir áliti Landlæknisembættisins á nauðsyn þessara mælinga. „Landlæknir er ráðgjafi okkar samkvæmt þeim lög- um sem fjalla um hollustuhætti og mengunarvarnir og við leitum til hans varðandi þessi mál. Við höfum enn ekki fengið viðbrögð hans við þessari beiðni okkar,“ segir Ingimar. Mál bæði umhverfis- og heilbrigðisráðuneytis „Við höfum lýst þeirri skoðun hér í ráðuneytinu að við teljum eðlilegt að bæði umhverfis- og heilbrigðis- ráðuneyti standi að baki þessum mælingum. Við höfum spurst fyrir um það hvort Veðurstofan sé tilbúin að taka þetta verkefni að sér og fengið við því jákvæð svör, að því gefnu að hún fái fjármuni til að sinna því. Áður en að því kemur þurfum við að hafa afstöðu landlæknis í málinu,“ segir Ingimar ennfremur. Ólafur Ólafsson, landlæknir segir nokkuð langt síðan Landlæknisemb- ættið mælti með fijómælingunum, með hliðsjón af vaxandi kvörtunum fólks um alls kyns ofnæmisviðbrögð. Hann kannast ekki við að málið strandi sérstaklega á áliti frá Land- læknisembættinu. „Við höfum verið að skoða þetta mál, en vandinn hef- ur verið að fá fé til að fjármagna mælingarnar. Þar stendur hnífurinn í kúnni og þar hefur hann staðið í nokkur ár,“ segir Ólafur. „Það hafa alltaf verið átök um hver á að greiða þetta en ég tel eðlilegt að heilbrigðisgeirinn og umhverfisgeirinn skipti því á milli sín. Ætlunin er að reyna að fá þenn- an lið inn á fjárlög, við skulum sjá hvernig það gengur í haust," segir landlæknir. Hreinsun - þvottahús Af sérstökum ástæðum er til sölu vel tækjum búin hreinsun og þvottahús í 310 fm eigin húsnæði. Selst saman eða sitt í hvoru lagi. Verð: Rekstur 18 millj., húsnæði 17,5 millj. Upplýsingar gefur Ellert Róbertsson. Borgir, fasteignasala, Ármúla 1, Reykjavík, sími 588 2030. CCO licn.qq? 1Q7fl LÁRUSþ valdimarssdn,framkuæmdastjóri UUL I luU'UUL llJlU ÞÓRDURH.SVEINSSONHDL.,LÖGGILIURFASTEIGNASALI Nýkomin á söluskrá m.a. eigna Sólrík - mikið endurbætt - Álfheimar Mjög góð 4ra herb. íbúð um 100 fm á 3ju hæð. Nýtt bað, nýl. eld- hús. Sólsvalir. Öll sameign eins og ný. Útsýni Gott verð. Mjög góð - sérþvottahús - ágæt sameign 4ra herb. íbúð á 1. hæð, rúmir 100 fm, á besta stað við Dalsel. Gott bílhýsi. Öll sameign eins og ný. Vinsaml. leitið nánari uppl. Ódýrar einstaklingsíbúðir m.a. við Meistaravelli (vinsæll staður), Hraunbæ (miðsvæðis), Baróns- stíg (risíb. eins og ný). Ennfremur rúmgóð 2ja herb. íb. í kj. við Barða- vog á mjög góðu verði. Vinsaml. leitið nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.