Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 17 Japanir bjóða í skozkan viskíaðila London. Reuter. SKOZKI áfengisframleiðandinn Highland Distilleries og viskífyrir- tækið Suntory í Japan hafa boðið í öll þau hlutabréf sem þau eiga ekki í skozka viskíframleiðandanum Macallan-Glenlivet. Highland og Suntory, helztu viskíframleiðendur Japans, eiga fyrir 51% í Macallan og hyggjast koma á fót sameignarfyrirtæki, HS Distillers, til að framleiða Macallan- viskí ef fyrirtækið kemst undir full yfirráð þeirra. Highland keypti 26% í Macallan í janúar fyrir 46.6 milljónir punda af Remy Contreau í Frakklandi. Highland og Suntory segjast munu greiða allt að 88 milljónum punda til að komast yfir þau 49% hluta- bréfa sem þau eiga ekki í Macallan. Suntory í Japan hefur átt 25% í Macallan síðan 1986. Macallan er ein úrvalstegunda skozks maltviskís. Highland og Suntory telja að það geti slegið í gegn á heimsmælikvarða. „Macallan getur ekki nýtt alla möguleika sína af eigin rammleik,“ sagði stjórnarformaður Highland, John Goodwin, í yfirlýsingu. ♦ ♦ ♦------ IBMímálvið bankaí Argentínu Buenos Aires. Reuter. DEILDIBM í Argentínu hefur höfð- að mál gegn Banco Nacion fyrir brot á samningi um tölvuþjónustu og krefur bankann um rúmlega 86 milljónir dollara. Argentínskur dómari, sem rann- sakar hvort IBM í Argentínu hefur greitt mútur til að tryggja sér samning um endurnýjun á tölvu- kerfi Banco Nacion, hefur ákært 30 argentínska embættismenn og fyrrverandi starfsmenn IBM í Arg- entínu. Talsmaður IBM í Argentínu sagði að málshöfðunin væri óskyld rannsókninni. Málið hefði verið höfðað fyrir öðrum rétti af því að um annað mál væri að ræða. Banco Nacion tilkynnti nýlega uppsögn á samningnum og krafði IBM í Argentínu um 82 milljóna dollara endurgreiðslu. IBM í Argentínu krefst 86,06 milljóna dollara fyrir unnin störf auk kostnaðar, skatta og skaða- bóta. Við blönuum litinn... DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 VIÐSKIPTI _______ United News fær 12% MutíTTN London. Reuter. BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Un- ited News & Media Plc hefur sam- þykkt að greiða 12,3 milljónir punda fyrir 12% hlut í sjónvarps- fréttamiðlinum Independent Tele- vision News (ITN). United News keypti 6% af sjón- varpsfyrirtækinu Granada og jafn- mikið af Carlton sjónvarpsfyrirtæk- inu. Hlutur þessara tveggja fyrir- tækja minnkaði því í 20%, það há- mark sem leyfilegt er samkvæmt útvarps- og sjónvarpslögum frá ,1990.' í desember áttu Granada og Carlton 36%, hvort fyrirtæki, í ITN og hafði brezka sjónvarpsráðið ITC (Independent Television Commissi- on) gagnrýnt fyrirtækin fyrir ráða- gerðir um að halda óhóflegum hlut sínum. Fyrirtækin höfðu frest til ársloka 1995 til að minnka eignarhlut sinn í 20% og höfðu þau lagt til að stofn- uð yrðu tvö önnur fyrirtæki, sem fengju umframhlutabréfin, en ekki atkvæðisrétt. ITC sagði að það yrði brot á „anda og tilgangi" útvarpslaganna frá 1990 og hvatti fyrirtækin til að minnka hlut sinn eins fljótt og auðið væri. í apríl, seldu Carlton og Granada fyrirtækin 10% hvort og minnkuðu hlut sinn í 26% hvort. Með því að selja 6% hvort í viðbót nú ljúka þau við að minnka hlut sinn í samræmi við 20% regluna. Átti fyrir 5% Blaða- og sjónvarpsfyrirtækið United News átti fyrir 5% í ITN af því að það á sjónvarpið Anglia Television. Aðrir helztu hluthafar í ITN eru blaðafyrirtækið Daily Mail & Gener- al Trust og frétta- og upplýsinga- fyrirtækið Reuters Holdings. Óháða sjónvarpsnetið ITV og sjónvarpsrásin Channel 4 fá fréttir frá ITN. Samið hefur verið um að ITN útvegi einnig fimmtu brezku jarðstöðinni fréttir þegar hún tekur til starfa í janúar. United News & Media gefur út stórblöðin The Daily Express, The Daily Star og Sunday Express. Eigendur spariskírteina ríkissjóös, leitið ráógjafar hjá Sparisjóði vélstjóra Himinháir vextir Bakhjarl 60 ber hærri vexti! bundinn reikningur í 5 ár Bakhjarl ber breytilega vexti. Spariskírteini ríkissjóðs - til fimm ára ■ i með skiptikjörum skv. auglýsingu í Morgunblaðinu 27. júní. • Spariskírteini bera fasta vexti. Fimm ár af síðustu sex hefur Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra borið hæstu vexti almennra innláns- reikninga hjá bönkum og sparisjóðum. Viðskiptavinir Sparisjóðs vélstjóra geta verið í sjöunda himni því að Bakhjarl 60 ber í dag|5,70% raunvextil Það eru hæstu vextir á sambæri- legum innlánsreikningum og einnig hærri ávöxtun en spariskírteini ríkissjóðs gefa. Komdu með spariskírteinin þín, sem nú eru laus til innlausnar, til þjónustu- fulltrúa Sparisjóðs vélstjóra og þú færð hærri ávöxtun. Leggðu traust þitt á Sparisjóð vélstjóra og hag þínum er betur borgið. í8 SPARBJÓÐURVÉLSTJÓRA Borgartúni 18, Rofabæ 39 og Síðumúla 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.