Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 19 ERLENT Flýja hörmungarástand í N-Kóreu Gamalt fólk rekið a vergang og böm yfirgefín Seoul, Vín. Reuter. ELDRA fólki í Norður-Kóreu er gert að yfirgefa heimili sín og börn deyja á götum úti, þar sem þau hafa verið yfirgefin vegna hungurs- neyðar, að sögn konu sem flúði frá landinu. Chung Soon-young er 36 ára og flúði til Suður-Kóreu með 15 ára son sinn og 9 ára dóttur. Chung sagði á fréttamannafundi í gær, að hún vissi dæmi þess, að þetta gamla fólk hengdi sig eða drekkti sér. Börnin, sem væru yfirgefin, væru rekin úr einum stað í annan, og á endanum dæju þau á götum úti. „Ég ákvað að flýja eftir að ég heyrði að aðrir, sem hafa flúið, hefðu það gott fyrir sunnan,“ sagði Chung. Hún er snyrtifræðingur og sagðist hafa yfirgefið heimili sitt eftir að hafa orðið sér úti um ferða- skjöl með því að ljúga því til, að hún hyggðist fara í ferðalag til þess að leita að mat. Mæðginin fóru yfir landamærin til Kina og sóttu síðan um pólitískt hæli í Suður-Kóreu. Fregnir um kólerufaraldur Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa greint frá því, að gífurlegir erfiðleikar séu nú í Norður-Kóreu, en á síðasta ári eyðilögðu mikil flóð megnið af allri uppskeru í landinu. Horfur væru á, að næsta vetur verði fjölda fólks hætta búin vegna mat- vælaskorts og sjúkdóma. Vegna ástandsins hefur fjöldi þeirra, sem flýja landið, aukist veru- lega í ár. Háttsettur embættismaður Sam- einuðu þjóðanna (SÞ), með aðsetur í höfuðborginni, Pyongyang, sagð- ist í gær ekki geta staðfest fregnir þess efnis, að kólerufaraldur hefði brotist út í landinu, og að hundruð- ir vannærðra hermanna og óbreyttra borgara hefðu sýkst. Alnæmiráðstefnan í Kanada Ný lyfjablanda vekur vonir Vancouver. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR sem leitað hafa lækningaleiða við alnæmi- sjúkdómnum kynntu í gær fyrir hinum nærri 15.000 gestum á alnæmisráðstefnu í Vancouver, nýja lyfjameðferð sem mun eiga að geta hamið sjúkdóminn betur en þekkst hefur hingað til. Vöruðu menn þó við of mikilli bjartsýni. Endanleg lækning væri enn ekki fundin en með nýju meðferðinni væri þeim áfanga náð að sjúkdómurinn þýddi ekki nauðsynlega dauðadóm yfir þeim sem sýktist af honum. „Þetta eru meiri háttar fram- farir . . . en markinu er ekki náð enn,“ sagði Dr. Robert Gallo, sem er meðal leiðandi rannsakenda sjúkdómsins og var einn þeirra sem uppgötvaði al- næmisveiruna. Gallo hvatti til eflingar rann- sókna á mögulegum bóluefnum, til að finna skýringar á því hvern- ig efni sem ónæmiskerfi ein- stakra manna framleiða gera þeim kleift að lifa með alnæmis- veiruna í blóðinu svo árum skipti án j)ess að verða sjúkir. Aætlað er að í heiminum séu nú um 21.8 milljónir manna sýkt- ir af alnæmisveirunni. 90 af hundraði þeirra búa í þróunar- löndum, flestir í Afríku. Lyfja- meðferðir af því taginu sem kynnt var í gær mun kosta allt að einni milljón krónna á ári og því vera utan seilingar fyrir flesta hinna sýktu. -50% -40% -30% ÚTSALAN hefst á morgun UNLIMITED Kringlunni • sími 581 1944 • Laugavegi 81 • Sími 552 1844 - kÍarni málsins! Tortola/ M.Thomns - V,„„nGord„ * * * . •** *. s \ r Karíbahafið I 'Aí***** Við leysum landfestar 14. nóvember og fram Siglt er með einu nýjasta og glæsilegasta skemmtiferðaskipi Ferðatilhögun 14. nóv. Síðdegisflug til Fort Lauderdale þar sem gist er í tvær nætur. 16. nóv. Flogið til San Juan á Puerto Rico þar sem MS WINDWARD bíður. Siglt um Karíbahafið í eina ógleymanlega viku. 24. nóv. Flogið til Orlando og gist þar í þrjár nætur. 27. nóv. Heimflug síðdegis. Nákvæm leiðarlýsing liggurframmi á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar. Verð frá 148.900 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur á milli staða erlendis, gisting án fæðis í Flórída, skemmtisigling í eina viku með fullu fæði og allri afþreyingu um borð, hafnargjöld og íslensk fararstjórn. undan er ógleymanlegt frí NCL-flotans MS WINDWARD. Fararstjómhjónm vinsælu f í Ingvar og Svanborg leida hópinn. $NrVAL-IÍTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfiröi: simi 565 2366, Keflavílt: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sírni 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.