Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter BERTA lagði tré að velli og olli miklu tjóni á mannvirkjum er fellibylurinn fór yfir Puerto Rico. Kuldapollur yfir vesturhluta Evrópu Sex fj allgöngumenn urðu úti í Olpunum Vind- styrkur Bertu eykst Stefnir á Bahama- eyjar og Flórída San Juan, Puerto Rico. Reuter. FELLIBYLURINN Berta fór hratt yfir í gær og stefndi á Ba- hamaeyjar þar sem búist var við að veðrið myndi valda usla. Þá var líklegt talið í gær að veður- kerfíð myndi sveigja af leið og fara upp með Flórída á morgun, fimmtudag. Miðja fellibylsins var um 300 km austsuðaustur af Turks og Caicos eyjum í gærmorgun. Færðist hún til vesturs með 30 kílómetra hraða. Veðrið olli tals- verðu mannvirkjatjóni á banda- rísku Jómfrúreyjum á mánudag og margs kyns truflunum á Pu- erto Rico. Varað var við fellibylnum á norðurhluta Bahama, og m.a. var höfuðborgin Nassau lýst hættu- svæði. Sömuleiðis bjuggu yfirvöld í Dóminíkanska lýðveldinu og Haiti sig undir hið versta. Berta hefur sótt í sig veðrið á ferð sinni á hafinu síðustu daga og var búist við að fellibylurinn yrði orðinn af þriðju styrkleika- gráðu þegar hann skylli á Ba- hama, eða fárviðri. Óveður af því tagi getur valdið mikilli eyðilegg- ingu enda veðurhæðin yfir 188 km/klst. Lítil áhrif i Bandarí kj unum Aðeins um 30% líkur voru tald- ar á því í gær að Berta skylli á Flórídaströndum á morgun, fimmtudag. Síðdegis tók veðrið að sveigja til norðurs og dró þá úr líkum að það hefði mikil áhrif á Flórída, Georgíu og Suður- Karólínu. Var talið að það færi ekki inn á land en gengi heldur upp með Flórída á hafi úti. París. Reuter. KALT hefur verið í veðri í Vestur- Evrópu að undanförnu og á mánu- dag gerði sannkallað vetrarveður í Olpunum, blindhríð og hávaðarok. Hafa að minnsta kosti sex manns látið lífið vegna veðursins og stytta varð níunda áfanga hjólreiðakeppn- innar Tour de France verulega eða úr 189,5 km í 46 km. Björgunarmenn sögðu í gær að þrír fjallgöngumenn hefðu fundist látnir í frönsku Ölpunum, auk þess sem tveir hefðu farist og tékk- neskrar konu væri saknað í sviss- nesku Ölpunum. Fjallgöngumenn- irnir í Frakklandi fundust í 3.100 metra hæð en þeir höfðu grafið sig í fönn vegna veðurhamsins og orðið úti. Mennirnir sem fórust í Sviss fundust í 3.700 metra hæð og urðu úti eftir að þeir misstu sjónar á hvor öðrum. Kalt sumar það sem af er Eyjólfur Þorbjömsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Islands, segir að ekki sé um óvenjuleg veðrabrigði að ræða. Köld lægð hafi hangið yfir vesturhluta Evrópu og valdið úrkomu og kulda. Henni tengist einnig hita- bylgja sem verið hefur í austurhluta Evrópu. Hitastigið fer nú hægt upp á við í Vestur-Evrópu, sagði Eyjólfur að hitinn í Frakklandi hefði verið á bilinu 17-23 gráður í gær, en í Ölpun- um hafi verið eitthvað kaldara. Það sem af er sumars hefur verið kalt í Evrópu vestanverðri og á Norð- urlöndum en í Danmörku og Svíþjóð hafa menn kvartað yfir því að sumar- ið sé ekki enn komið. Þar hefur hit- inn verið um 15-17 gráður en er vanalega um 20-25 gráður um þetta leyti. Hlýrra hefur verið eftir því sem austar dregur í álfunni. Frá því um 10. júní hefur kuldapollur verið yfir Vestur-Evrópu og úrkoma yfír með- allagi. Segir Eyjólfur að svo geti vel farið að sumrið teljist með þeim kald- ari með þessu áframhaldi. Skrúfað fyrir vatnið Hitabylgjan í austurhluta Evrópu, hefur m.a. haft þær afleiðingar að íbúar Aþenu voru hvattir til að halda sig innandyra og drekka nóg af vatni. Vatnsveitan þar í borg sýnir skuldu- nautum sínum hins vegar enga mis- kunn og skrúfaði í gær fyrir vatnið til þeirra sem ekki höfðu greitt vatns- reikninginn. Var örtröð hjá gjaldker- um vatnsveitunnar, þar sem fólk sá sig tilneytt að greiða gjaldfallna reikninga, en vegna hitans munu fæstir hafa haft nokkurt þrek til að æsa sig yfir lokuninni. Pólsk svör á 2.300 síðum • PÓLSK stjórnvöld afhentu framkvæmdasljórn Evrópusam- bandsins I gær svör við u.þ.b. 3.000 spurningum, sem ESB hefur lagt fyrir Pólland vegna umsóknar landsins um aðild að sambandinu. Svörin eru alls 2.300 síður. Jacek Saryusz- Wolski, Evrópumálaráðherra Póllands, segir að í svörunum séu allar upplýsingar, sem ESB geti mögulega haft áhuga á vegna aðildarumsóknarinnar. Upplýsingar eru gefnar um allt frá almennum markmiðum efna- hagsstefnu og niður í nákvæman fjölda landbúnaðarvéla í til- teknum búgreinum. • EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst styrkja viðskiptaleg og pólitísk tengsl sin við Hong Kong áður en Bretar láta ný- lenduna af hendi við Kínverja á næsta ári. Chris Patten, land- stjóri Hong Kong, og Jacques Santer, forseti framkvæmda- sljórnar ESB áttu með sér fund í Brussel í gær. Að sögn embætt- ismanna í Brussel verður ekki um formlegan samning að ræða. • JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur tjáð forsætis- ráðherra Tyrklands, Necmettin Erbakan, að Frakkar muni styðja viðleitni Tyrklands til að tengjast Evrópusambandinu nánari böndum. Chirac hefur ritað Erbakan bréf, þar sem hann fagnar áframhaldandi áherzlu ríkisstjórnar hans á samstarf við ESB. • CHRIS Patten, landsljóri Hong Kong og fyrrverandi for- maður brezka íhaldsflokksins, hefur bætzt í hóp þeirra áhrifa- manna í flokknum, sem gagn- rýna hægri arm hans fyrir and- stöðu við aðild Bretlands að ESB. „Ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera í hjarta Evrópusam- bandsins. Það er óhugsandi að Bretland verði ekki í samband- inu í framtíðinni." Landstjórinn bætti við að ef einhver hætta væri á að Bretland segði sig úr sambandinu myndi hann „knýja dyra og vinna með allri þeirri ástríðu sem ég á til“ að því að hindra slíkt. Sveitarstjórnarkosningar í ESB-ríkjum Framkvæmda- stjórnin hótar sjö ríkjum dómsmáli Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hótaði í gær að draga sjö aðildarríki sambandsins fyrir Evrópudómstólinn fyrir að hafa enn ekki lögleitt reglur um að ESB-borg- arar skuli eiga kosningarétt í sveit- arstjórnarkosningum í því landi, þar sem þeir eru búsettir. Litið hefur verið á hinn gagn- kvæma kosningarétt sem mikilvægt skref í að stuðla að frjálsum flutn- ingum fólks á milli aðildarríkja ESB og sem staðfestingu á vaxandi sam- kennd íbúa aðildarríkjanna. Fram- kvæmdastjórnin hyggst því taka hart á seinagangi við að leiða þessi réttindi í lög í aðildarríkjunum. Fá 40 daga frest Send hafa verið harðorð bréf til Belgíu, Þýzkalands, Grikklands, Spánar, Frakklands, Hollands og Portúgals, þar sem gefinn er 40 daga frestur til að ganga frá því að EVRÓPA^ reglurnar verði leiddar í landslög, en slíkt hefði átt að gerast í byijun ársins. Framkvæmdastjórnin, sem leggst að miklu leyti í dvala í ágúst vegna sumarleyfa, dælir nú út bréfum þar sem aðildarríkjum er ýmist tilkynnt að þau fái lokafrest til að ganga frá löggjöf, sem dregizt hefur að sam- þykkja, eða þá að þolinmæði stjóm- valdsins sé á þrotum og þau verði dregin fyrir Evrópudómstólinn. Um er að ræða mál, sem snerta opinber útboð, borgaraleg réttindi, viður- kenningu prófskírteina og fjármála- þjónustu. Karpov skortir hálfan vinning ANATOLÍ Karpov, heims- meistari Alþjóðaskáksam- bandsins, FIDE, og áskorand- inn Gata Kamsky sömdu í gær um jafntefli í 17. einvígisskák- inni sem fór í bið á mánudag. Hefur Karpov, sem er 45 ára gamall, nú 10 vinninga gegn sjö vinningum Kamskys og skortir hinn fyrrnefnda aðeins hálfan vinning til að halda titl- inum. Kamsky er 22 ára og frá Bandaríkjunum en rúss- neskur að uppruna. 18. skákin verður tefld í dag en einvígið fer fram í borginni Elísta í Rússlandi. Áfangi í bar- áttu við brjóstkrabba BRESKIR læknar við Marsd- en-sjúkrahúsið og bresku krabbameinsstofnunina skýrðu frá því í gær að þeir hefðu þróað nýja aðferð til að meðhöndla bijóstkrabbamein. Gæti hún aukið mjög lífslíkur sjúklinga og í sumum tilvikum valdið því að ekki þyrfti að beita uppskurði. í yfirlýsingu læknanna segir ennfremur að þeir hafi sýnt fram á það í fyrsta skipti að lyfjameðferð gegn sjúkdómnum valdi því að krabbafrumurnar eyði sjálf- um sér. Miklu skipti hins veg- ar að rétt lyf séu notuð. Neita að hlýða herfor- ingjum AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Burma, segir að hún og nokkrir aðrir leið- togar Þjóðlegu lýðræðisfylk- ingarinnar ætli að hlíta ákvörðunum samtakanna um að semja drög að nýrri stjórn- arskrá, þrátt fýrir ný lög her- foringjanna er leggja blátt bann við slíkum aðgerðum. „Almenningur hefur engan áhuga á þinginu sem nú situr eða stjórnarskránni sem það er að semja,“ sagði Suu Kyi í símaviðtali við Reuters. Vilja ræða við Kosovo- leiðtoga FORSÆTISRÁÐHERRA Júgóslavíu, þ.e. sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, Radoje Kontic, hvatti í gær til þess að fulltrúar Albana í Kosovo-héraði hæfu viðræður við Júgóslavíustjórn. Róstu- samt hefur verið í héraðinu sem heyrir til Serbíu en meiri- hluti íbúanna er Albanar. Una þeir illa yfirráðum Serba sem telja Kosovo vera heilaga, serbneska jörð. Kontic gaf í skyn að Sali Berisha Albaníu- forseti, sem hefur varað við því að upp úr kunni að sjóða í Kosovo, ætti ekki að hafa afskipti af málinu sem væri innanríkismál Serbíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.