Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Framúrskarandi námsárangur Finn lítinn stúf sem rýkur af stað Morgunblaðið/RAX STEFÁN S. Stefánsson Útskrifast með láði RÚNAR Óskarson, 26 ára gam- all klarínettuleikari, hefur und- anfarin þrjú ár verið við nám í Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og útskrifaðist það- an með láði fyrir skömmu. Rúnar fékk einkunnina 9,5 fyrir frammistöðuna á loka- prófstónleikunum og sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar frammistaða nemanda væri metin hærra en 9,5 útskrif- uðust þeir með láði. Á lokaprófstónleikunum lék Rúnar verk eftir Schubert, klarínettukonsert eftir Carl Ni- elsen og Músík fyrir klarínett eftir Hróðmar Sigurbjörnsson. „Það var góð stemmning á tón- leikunum og þangað komu flest- ir íslendingarnir frá þessum slóðum. Hitinn var samt full- mikill en menn komu til að skemmta sér svo það var allt í lagi.“ Kennari Rúnars var George Peterson, sem kenndi Guðna Franzsyni á sínum tíma, og seg- ist Rúnar ekki hafa átt völ á betri kennara. „Hann er mjög virtur og spilar fyrstu klarín- ettu í Konsert-Gebau hljóm- sveitinni í Amsterdam. Hann hefur haft gífurleg áhrif á mig og það er ekki síst honum að þakka að skyldi ná þessum góða árangri," segir Rúnar. Sweelinck Conservatorium þykir að sögn Rúnars einn besti tónlistarháskóli fyrir klarí- HRAFNHILDUR Schram, list- fræðingur og forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar í Reykjavík, verður fyrirlesari kvöldsins í Opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 11. júlí kl. 20. Hrafnhildur ætlar að sýna lit- skyggnur og fjalla um frumkvöðla í íslenska landslagsmálverkinu frá RÚNAR ÓSKARSSON nettuleikara í heiminum í dag. vÞessi skóli er vinsæll meðal Islendinga og í vetur voru um fimm íslenskir nemendur við nám. íslendingarnir þykja for- vitnilegir fyrir fæðina og mér sýnist að við skerum okkur úr að því leyti að við eigum meira frumkvæði að því að velja okkur kennara. Það virðist ekki tíðk- ast meðal nemenda annarra Ianda,“ segir Rúnar. Rúnar hóf að læra á klarí- nettu ellefu ára gamall og út- skrifaðist vorið 1993 úr Tónlist- arskóla Reykjavíkur með ein- leikara- og kennarapróf. Þar var kennari hans Sigurður Snorrason. Hvað tekur nú við? „Nú fer ég að leita mér að vinnu og kem kannski til íslands og reyni að fá kennslu eða sæti í hljóm- sveit. Mér standa ýmsir mögu- leikar til boða,“ segir Rúnar að lokum. sitt á sænsku. Dagskráin í Opnu húsi er eink- um ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndum en íslendingar eru að sjálfsögðu velkomnir. Aðgang- ur er ókeypis. Kaffistofan verður opin til kl. 22 og býður hún upp á íslenska sérrétti. Stefán S. Stefánsson gaf nýverið út í sam- starfi við Jazzís fyrsta geisladiskinn undir eig- in nafni, I skjóli nætur. Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í SKJÓLI nætur er með nýrri og eldri tónlist eftir Stefán en uppi- staðan er tónlist sem hann samdi við ljóðabálk Sveinbjörns I. Bald- vinssonar, í þorpi drottningar englanna. Þrátt fyrir að hafa kom- ið víða við í íslensku tónlistarlífi allt frá því hann kom heim frá námi við Berklee tónlistarskólann í Boston 1983, og einnig áður með hljómsveitinni Ljósunum í bænum, hefur Stefán ekki áður sent frá sér disk undir eigin nafni. Á disknum með Stefáni leika nafntogaðir djasstónlistarmenn, feðgarnir Árni og Einar Valur Scheving á marimbo, víbrafón og trommur, Gunnar Hrafnsson á bassa, Hilmar Jensson á gítar, Eiríkur Örn Pálsson á trompet og söngkonan íris Guðmundsdóttir syngur án orða. Um tilurð laganna við ljóðabálk Sveinbjörns segir Stefán að þau hafi fæðst á síðastliðnum fimm árum. Tónlistin var frumflutt á Púlsinum fyrir nokkrum árum en hefur ekkert verið flutt síðan. „Núna gerði ég tilraun til þess að hafa söngkonu sem eitt hljóðfæri í stað þess að láta hana syngja texta og það virðist hafa gengið ágætlega upp,“ segir Stefán. Fimm fyrstu lögin á disknum eru reyndar úr annarri átt og nýrri en ljóðabálkurinn sem á eftir fylg- ir. Tígulþristar, fyrsta lag disks- ins, draga nafn sitt af ferólum sem koma fyrir í viðlagi lagsins. „Feról- ur eru það þegar tveimur taktteg- undum er blandað saman og hér er það takttegundin fjórir fjórðu yfir þijá fjórðu," segir Stefán. Hann segir að þegar hann semji sé eins og línurnar elti sjálfar sig. „Ég finn einhvern stúf og svo rýk- ur hann af stað og ég elti. Það er eins og þetta semji sig sjálft. Öll þessi lög eru samin á þennan hátt en ekki í gegnum tónsmíða- formúlur þótt ég hafi einnig samið á þann hátt. Ég heyri tónlist fyrst og fremst í laglínu en hugsa minna í rytmum, hljómum og „grúvi“. Þótt ég hafi mikinn áhuga fyrir þessu þá heyri ég það ekki inni í mér,“ segir Stefán. Tónlistin á disknum er persónu- leg og ljúf, töluvert latin skotin á köflum. Stefán skilgreinir hana sjálfur sem eitthvað fyrirbæri rétt á milli ECM línunnar og Pat Met- henys. Stefán segir að diskurinn sé tilraun til þess að koma frá sér einhverju af því efni sem hann á í handraðanum. Hann á von á því að fleiri diskar komi frá honum á næstunni enda af nógu að taka. Stefán vill einnig nýta sér sex mánaða listamannalaun sem hann þiggur næsta vetur til þess að semja tónlist fyrir stórsveitir. Hann hefur einnig í nógu að snú- ast með Tamlasveitinni sem lék síðastliðinn vetur í Þjóðleikhúsinu í leikritinu Þrek og tár og einnig stendur til að endurvekja bræð- ingssveitina Gammana. Gömmun- um var nýlega boðið á tónlistarhá- tíðina St. Magnus festival á Orkn- eyjum og lék sveitin þar á tvenn- um tónleikum. Stefán segir að góðar viðtökur hafi kveikt áhuga liðsmannanna á því að koma sam- an á ný næsta vetur og segir hann að von sé á nýju efni frá sveitinni. Áður en af því verður hyggst Stefán kynna I skjóli næt- ur með tónleikum þegar halla fer sumri. Opið hús í Norræna húsinu ca 1900-1945. Hún flytur mál Uxinnog næturgalinn TONLIST Skálholtskirkju SUMARTÓNLEIKAR Britten: Svíta f. einleiksselló nr. 1 Op. 72; J. S. Bach: Sellósvíta nr. 5 í c-moll BWV 1011. Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Skálholtskirkju, laugardaginn 6. júlí kl. 17. SEINNI tónleikar Sumartónleikanna í Skálholti á fyrstu tónleikahelgi starfssum- arsins 1996 voru helgaðir einleikssellóinu. Svíta nr. 1 Op. 72 (1964) var sú fýrsta af þremur sem brezka tónskáldið Benjamin Britten samdi fyrir vin sinn, rússneska sellóleikarann og hljómsveitarstjórnandann Mstislav Rostropovitsj. Miðað við afköst Brittens í heild er verkið fremur framsæk- ið og gríðarlega kröfuhart í flutningi. Strax í hægum og teygðum upphafstón- um svítunnar kom í ljós, að Skálholtskirkja var góður staður fyrir einleiksselló - sér- lega þó á litlum hraða - og að einleikarinn kunni að nota hljómburð hússins, því styrk- breytingar virtust tímasettar með tilliti til ferðaferils tónanna út og heim um króka og kima, svo að næðust sem mest og bezt áhrif. I meðferð Bryndísar Höllu var engu lík- ara en að verkið hefði verið samið ekki aðeins fyrir þetta hús, heldur einnig fyrir þessa persónu. Hvergi örlaði á að tæknileg- ir fingurbrjótar stæðu einleikaranum fyrir þrifum. Túlkunin var stórglæsileg, hvort sem tekizt var á við ágengan og krassandi stíl eða drungalegan, að maður segi ekki hrollvekjandi, en hvort tveggja var áber- andi í þessu stórbrotna verki. Innan um mátti heyra angurværa “canto“ kafla, sem Bryndís Halla söng á sellóið, svo að grætt hefðu stein. Þó spannaði tilfinningaskalinn fleira. T.a.m. var hin tápmikla Fúga (Andante moderato) gædd húmor af því tagi sem ekki sízt Rússar eru sagðir kunna að meta, þ.e. á mörkum hins gróteska, og var hún leikin af gneistandi snerpu. Lokaþátturinn, Moto perpetuo, suðaði ákaft sem ofvaxin humalfluga, en þó með slíkum léttleika að leiddi hugann að aðdáunarorðum Voltaires um leik sellósnillingsins Duport, er tekizt hefði að gera uxa að næturgala. Hér var um mikinn sigur að ræða fyrir Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Iæikur hennar var hvorki meira né minna en á heimsmæli- kvarða, og ætti úr þessu að liggja ljóst fyrir, hvert íslenzkum tónsmiðum er farsæl- ast að beina nýjum og kröfuhörðum ein- leiksverkum fyrir knéfiðlu. Fimmta einleikssvíta Bachs er úr vist hans hjá Leopold fursta í Köthen 1717-23, þar sem ríkjandi kalvinstrú beindi kröftum hans að veraldlegri tónlist á kostnað kirkju- verka. Samt er varla ofmælt að kalla Partítur og sónötur hans fyrir einleiksfiðlu frá þessum tíma “andlega tónlist", þó að veraldlegum dansþáttaheitum bregði fyrir, og Sellósvíturnar sex án undirleiks (að lík- indum samdar næst á undan einleiksfiðlu- verkunum) eru ekki síður íhugular tónsmíð- ar. Frá þvi er Pablo Casals endurvakti þær í byijun aldarinnar hafa þær þótt einn mesti prófsteinn á tækni og tjáningarmátt sellóleikara sem um getur í vestrænum tónbókmenntum. Með aukinni menntun og vaxandi sam- keppni, sem leitt hefur til mikils framboðs af frábærum tónlistarmönnum síðustu ára- tugi, þykja tæknilegu örðugleikar þessara fornu gimsteina ekki lengur sama tiltöku- mál og forðum. Fókusinn beinist nú æ meir að persónuleika túlkandans, þroska hans og grundvallarerindi við tónlistina, °g þykja Sellósvíturnar umfram önnur verk afhjúpa nakta sál einstaklingsins, líkt og beinagrind í gegnlýsingartæki. Væntingar áheyrenda eftir að Britten lauk gátu vart verið meiri, því fáum duld- ist, að Bryndís Halla reiddi þar leiktækni og tjáningarlega innlifun í þverpokum. Og vissulega var Prelúdía hennar tilkomumik- il. En þegar kom að Allemande og Cour- ante þáttunum, varð maður fyrir vonbrigð- um, því burtséð frá hinni einföldu en kynngimögnuðu Saraböndu gáfu hægu og miðlungshægu þættir svítunnar vísbend- ingu um, að einleikarinn væri þrátt fyrir allt ekki jafn fullnuma í faginu og fyrra verk dagskrárinnar hafði komið manni til að halda. Það sem helzt á vantaði var tilfinning fyrir stórum línum. Hér skorti meiri ró, meiri yfirvegun. Einleikarinn hefði mátt gefa sér meiri tíma, leyfa tónlistinni að “anda“, og draga betur fram þungamiðju- tóna, einkum hvað varðar takt. Mér var a.m.k. lífsins ómögulegt að greina, hvort Allemandan væri í tvískiptri og Courantan í þrískiptri takttegund eða öfugt, og svip- mót beggja virtist bera keim af sérkenni- legu eirðarleysi, sem truflaði stóra hjart- sláttinn í verkinu. Jafnvel í hinum hraða lokaþætti (Gigue) varð svolítið vart við þennan óróleika, sem kann að vísu sum- part að hafa ágerzt á fremur löngum óm- tíma hússins. Engu að síður saknaði maður í heild meiri áherzlu á danseðli þáttanna hjá Bryn- dísi Höllu; dansandi, þar sem hinn stóri púls fær að ráða og öll rúbatísk frávik eru innan ramma taktsins. Kom það undirrituð- um meira en lítið á óvart, sérstaklega eftir glæsilegu frammistöðuna í Britten, eins og fyrr sagði. En þegar jafn hæfileikaríkur tónlistarmaður á í hlut og hér um ræðir, kann að vera að úr rætist þegar í næstu atrennu við meistara Bach. Og þetta með taktinn: þegar öllu er á botninn hvolft, er það kannski bara spurn- ing um ögn meiri tilfinningu fyrir sveiflu. Hún hefur löngum þótt ómissandi hjá Jó- hanni Sebastian. Eða með orðum hertog- ans: It don’t mean a thing, if it ain’t got that swing . . . Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.