Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 25 AÐSENDAR GREIIMAR Um tj áning-arfrelsi og auglýsingar FYRIR forsetakosningarnar á dögunum fékk hópur manna sem kallaði sig óháða áhugamenn um forsetakjör 1996 birtar auglýsing- ar, sem höfðu það markmið að rifja upp staðreyndir um Ólaf Ragnar Grímsson og hvetja kjósendur til að taka afstöðu til þeirra, er þeir greiddu atkvæði. í auglýsingunum voru á mjög hófstilltan hátt og án allra stóiyrða og sleggjudóma nefndar staðreyndir og teknar upp orðréttar tilvitnanir. í orð Ólafs Ragnars á liðnum árum. Atriðin sem nefnd voru höfðu öll verið til umfjöllunar í blöðum á undanförn- um vikum og höfðu þá oft verið notuð stór orð um Ólaf. í auglýsing- unum var forðast að viðhafa slík orð. Augýsingar þessar virðast af ein- hveijum ástæðum hafa farið fyrir brjóstið á nokkrum sterkum fjöl- miðlum. Beittu þeir á þær brögðum sem ætla má að hafi haft þann til- gang að afla Ólafi samúðar í kosn- ingunum. Í frásögn þessara fjöl- miðla var ekkert vikið að efni aug- lýsinganna. Látið var við það sitja að hafa eftir Ólafi að auglýsingarn- ar væru andlýðræðislegar og ríkir forstjórar hefðu staðið fyrir þeim. Ekki útskýrðu fjölmiðlamennirnir þessi ummæli frambjóðandans en gáfu þess í stað auglýsingunum einkunnir eins og að kalla þær „skítkast", svo fráleit sem slík ein- kunnagjöf var. Forsendan virtist vera sú að menn megi skýra frá neikvæðum staðreyndum í blaðagreinum um frambjóðendur, en ekki í auglýsing- um. Þeir einu sem megi auglýsa í kosningabaráttunni séu frambjóð- endur sjálfir! Tjáningarfrelsi borg- aranna sé takmarkað með þessum undarlega hætti. Vel má vera að sumt fólk hafi látið þessa umfjöllun um auglýsingarnar blekkja sig til að taka afstöðu gegn þeim án þess að kynna sér efni þeirra. Sá virtist hafa verið tilgangur hinnar undarlegu framsetn- ingar þessara fjöl- miðla. Hringurinn lokaðist svo í fréttum eftir kosningarnar, þegar skýrt var frá því að blöð á Norðurlöndum hefðu í frá- sögnum af kosningaúrslitunum tal- ið „skítkast" í auglýsingum síðustu dagana hafa haft áhrif á úrslitin Ólafí í hag. Þess var þá auðvitað ekkert getið í íslensku fréttamiðlun- um að Norðurlandablöðin höfðu tíð- indin af „skítkastinu" úr íslensku fjölmiðlunum. Umfjöllun um staðreyndir í for- tíðinni getur aldrei flokkast undir „skítkast". Í kosningum til embætt- is forseta ber að ljalla um fortíð frambjóðenda hvort sem það hentar þeim eða ekki. Upplýsingaskyldan um fortíðina hvílir auðvitað fyrst og fremst á fijálsum fjölmiðlum. íslenskir fjölmiðlar brugðust þess- ari skyldu sinni í þessum kosning- um. Sumir þeirra töldu það hins vegar sæma hlutverki sínu að veit- ast að mönnum, sem leituðust við að sinna þessari skyldu við kjósend- ur á hófstilltan og málefnalegan hátt. Greinargerð sem Morgunblað- ið birti á kjördag frá kosningaskrif- stofu Ólafs Ragnars er besta sönn- Sigurður Helgason Verslunarmannahelgin 30. júlí Costa del Sol frá 29.932 ****** «** 18 e‘as bofij Við bjóðum nú ótrúlegt tilboð í ferðina 30. júlí í viku á Spáni þar sem þú getur notið hins besta á Costa del Sol yfir verslunarmanna- helgina á glæsilegum gististað fyrir hreint ótmlegt verð og notið um leið öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Verð kr. Verð kr. 29.932 39.960 M.v. hjón með 2 börn, 2-1 I ára, El Pinar, 30. júli, I vika. M.v. 2 studio, El Pinar, 30. júlí, I vika. HEIMSFERÐIR ~h/ y Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. unargagnið um rétt- mæti þeirra staðreynda sem fram komu í aug- lýsingunum. í greinar- gerðinni eru aðeins gerðar athugasemdir við þijár staðreyndir. 1. I fyrsta lagi er sagt að Ólafur hafi aldrei verið skráður rit- stjóri Þjóðviljans, en í „krossaprófinu" í einni auglýsingunni hafði verið spurt hvort hann hefði gegnt ritstjóra- starfi á Þjóðviljanum 1983-1985. í ritinu Samtíðarmenn segir Ólafur m.a. sjálfur um starfsferil sinn: „Ritstjóri Þjóðviljans 1983 til 1985“!! Allir sem til þekkja vita líka að hann gegndi þessu starfí á þess- um tíma. Málatilbúnaður kosninga- skrifstofunnar er óskiljanlegur. í kosningum til embætt- is forseta ber að fjalla um fortíð frambjóðenda, segir Sigurður Helga- son, hvort sem það hentar þeim eða ekki. 2. Kosningaskrifstofan ber sig upp undan spurningunni í krossa- prófínu: „Sagði Ölafur Ragnar Grímsson í viðtali við Helgarpóstinn 1984, að Ceausescu, einræðisherra Rúmeníu, væri heiðursmaður?" Kemur fram í greinargerð skrifstof- unnar að Ólafur hafi ætlað að vera kaldhæðinn, þegar hann notaði þetta orð. Þetta má vel vera rétt þó ekki hafi það komið fram í viðtal- inu. Þar kemur heidur hvergi fram að Ólafur hafi haft eitthvað við þennan harðstjóra að athuga, þó að hann segði mörgum árum síðar að hann hefði verið sjokkeraður í heimsókninni til Rúmeníu sumarið 1983. Eftir stendur að ummælin eru rétt eftir höfð. 3. Kosningaskrifstofan segir að Björn Jónasson framkvæmdastjóri Svarts á hvítu hafi ekki verið kosn- ingastjóri Óiafs við formannskjör í Alþýðubandalaginu 1987. E.t.v. má hártoga „starfsheitið“ kosn- ingastjóri. Eftir stendur að Björn var í forystu þeirra manna sem unnu að formannskjöri Ólafs í flokknum. Það er mergurinn máls- ins, enda var verið að fjalla um misnotkun Ólafs á opinberu fé í þágu vina sinna, en ekki stofna til deilna um starfsheiti. Þetta voru einu athugasemdirnar sem kosningaskrifstofan hafði fram að færa um sannleiksgildi þess sem fram kom í auglýsingunum. Sýnir það best trúverðugleika þess sem þar var sagt. Niðurstaðan liggur fyrir. í „skítkastinu" var allt satt og rétt. Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú verið kosinn forseti íslands. Löngu var orðið ljóst að hveiju stefndi í því efni. Fortíð hans hefur ekki breyst við kosninguna. Þjóðin hefur fengið þann forseta sem hún hlýtur að verðskulda. Úr því sem komið er skal aðeins látin í ljós ósk um að hann setjist þar á friðarstól en taki ekki á ný upp hætti fortíðar- innar. Þrátt fyrir allt skal honum óskað velfarnaðar í forsetastarfinu - þjóðarinnar vegna. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Flugleiða. UTSALAN HEFST A MORGUN 590.- 790,- frá 990.- Ofl. tJT&ÖLUTILBOÐ VERO N\ODA Laugavegi 95 s : 552-1444 • Kringlan s : 568-6244 • Akureyri s : 462-7708

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.