Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR;lO.JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRG UMGENGNI í SMUGUNNI FJÖRUTÍU til fimmtíu íslenzkir togarar munu stunda veiðar í Smugunni í Barentshafi í sumar og eru þeir fyrstu nú að tínast á miðin. Þessar veiðar verða stundaðar í ósamkomulagi við Noreg og Rússland, en tilraunir til að semja við þessi ríki um veiðarnar hafa farið út um þúfur hingað til. Hins vegar er ljóst að ekki ber mjög mikið í milli í deilunni lengur. Hún er því viðkvæm og mikilvægt að möguleikum á lausn hennar sé ekki spillt að óþörfu. í ljósi þess að samningar hafa ekki náðst og að engin alþjóðleg stofnun getur með réttu gert tilkall til þess að stjórna veiðum í Smugunni, sem er alþjóðlegt hafsvæði, er eðlilegt að íslenzkar útgerðir haldi skipum sínum þangað eins og verið hefur undanfarin sumur. Það skiptir hins veg- ar máli, að umgengni þeirra um fiskimiðin sé ekki aðfinnslu- verð. Norðmenn og Rússar hafa gagnrýnt harðlega að íslenzku skipin nota flottroll við veiðarnar, en slík veiðarfæri eru bönnuð við þorskveiðar bæði í norskri og rússneskri lög- sögu, þar sem talið er að þau taki of mikið af smáfiski. ís- lenzku útgerðirnar hafa heldur ekki brugðizt við ábendingum um að nota smáfiskaskilju á flottrollið og svokallaðan glugga, sem kemur í veg fyrir að meira komi í trollið en skipin ráða við að vinna. Of mörg dæmi eru um að ekki hafi hafzt und- an að vinna fiskinn og þess vegna hafi þurft að henda honum í sjóinn.. Með ábyrgri umgengni um auðlindina í Smugunni geta íslenzkir sjómenn og útgerðarmenn stuðlað að því að deilan leysist farsællega og að hinum erfiðu átökum íslands við nágrannaríkin ljúki. Þeir myndu sömuleiðis ganga á undan með góðu fordæmi með því að sýna auðlindinni sömu tillits- semi þegar verið er á úthafsveiðum og þegar veitt er innan lögsögu, sem er auðvitað sjálfsagt. Með því að halda áfram að hunza áðurnefnda gagnrýni og ábendingar gefa íslenzkir útgerðarmenn hins vegar þeim röddum, sem tala um „sjóræningjaveiðar" byr undir báða vængi og torvelda um leið lausn Smugudeilunnar. SKkt gæti jafnframt spillt fyrir viðræðum á næsta ári um veiðar á öðrum úthafssvæðum, þar sem ýmist þarf að endurnýja samninga, sem gerðir hafa verið fyrir veiðarnar á þessu ári eða reyna að ná samkomulagi þar sem ekkert er nú í gildi. Loks getur ábyrg umgengni um auðlindina, í Smugunni jafnt og annars staðar, styrkt álit og hagsmuni íslenzks sjáv- arútvegs á alþjóðlegum vettvangi. Slíkt er ekki sízt mikil- vægt í ljósi aukinnar áherzlu ýmissa stærstu fiskkaupenda í markaðslöndum íslands á að kaupa eingöngu fisk, sem veiddur er með ábyrgum og sjálfbærum hætti. BLÖNDUÓS- HVERAGERÐI KAUPSTAÐIRNIR Blönduós og Hveragerði eiga merk afmæli um þessar mundir. Blönduósingar fagna 120 ára afmæli byggðar og verzlunar við Blönduós, sem varð kaupstaður 1988. Þar búa um 1.000 manns. Hvergerðingar fagna hálfrar aldar afmæli sveitarfélags síns, en Hveragerði varð sérstakt hreppsfélag árið 1946 og kaupstaður árið 1987. Þar búa um 1.800 manns. Blönduós er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir blómleg- ar sveitir Austur-Húnavatnssýslu og úrvinnslustaður land- búnaðarhráefna. Hefur að auki nokkrar sjávarnytjar. Þar situr sýslumaður Húnvetninga. Þar eru skólar, sjúkrahús, elliheimili og margs konar önnur þjónusta fyrir íbúa og nærsveitir. Hveragerði er „höfuðstaður ylræktar" hér á landi. Þar er Garðyrkjuskóli ríkisins. Þar er Dvalarheimilið Ás, Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélags íslands og fleiri vísar að alþjóðlegum heilsu- og ferðamannabæ, sem- byggðin stefnir í að verða. Ogþar er feiknmikill jarðhiti/orkaí jörðu; náttúru- auðlind, sem býður upp á margs konar atvinnu- og virkjunar- möguleika. Blönduós og Hveragerði eiga það sammerkt að búa að góðu og framsæknu fólki, margs konar atvinnu- og menning- arstarfsemi og miklum framtíðarmöguleikum. Blönduós er dæmigert landbúnaðarþéttbýli með góða ferðaþjónustu- og nokkra sjávarnytjamöguleika. Blómabærinn Hveragerði á mikla möguleika á sviði heilsu- og ferðaþjónustu. Og máski enn stærri möguleika á sviði ýmiss konar orkunýtingar. Hann nýtur og nálægðar við þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið sendir Blönduósingum og Hvergerðingum beztu afmæliskveðjur og óskir um farsæla framtíð. Sjúklingur sem tekur þátt í ákveðnu kerfi með því að merkja í þar til gerðan reit í skattaskýrslu. i--------- árleg greiðsla kr. 1.500-2.000 ^ 1 Sjúklingur fer til heimilislæknis VALFRJALST STYRIKERFI t Sjúklingur fer til heimilislæknis Sjúklingur utan kerfisins ber ^ svipaðan kosnað og áður Beiðni um rannsóknir ef þörf er Heimilis- læknir Ókeypis Trygginga- stofnun greiðir fyrir rannsóknir Beiðni um rannsóknir ef þörf er Heimilis- iæknir, kr. 200/600 Trygginga- stofnun greiðir fyrir rannsóknir Sjúklingur fer til heimilislæknis og fær tilvísun á sérfræðing Sjúklingur fer til heimilislæknis og fær tilvísun á sérfræðing Heimilis- læknir, kr. 200/600 Ov Svar berst til\ heimlislæknis Sérfræðingur, kr. 1.200 og 40% af kostnaði Heimilis- Svar Sérfræðingur, Trygginga- læknir, berst tilV—— lægragjald og stofnun greiðir Ókeypis heimlislæknis 40% af kostnaði fyrir rannsóknir Sérfræðingur sem samþykkir að starfa innan kerfisins fær einnig bónus fyrir hvern sjúkling. Sjúklingur getur sem áður farið fram hjá þessu kerfi en missir þá rétt á kostnaðarlækkun. Sérfræðingur missir jafnframt uppbótina. Trygginga- stofnun greiðir fyrir rannsóknir Valfrjálst stýrikerfi í heilsugæslunni Heilbrígðisráðuneytið stefnir að því að efla heilsugæsluna hér á landi meðal annars með því að taka upp valfrjálst stýrikerfí, sem hvorki á að auka kostnað ríkis né sjúklinga. Það á hins vegar að hvetja til þess að fólk leiti fyrst til heilsugæslulækna en ekki sérfræðinga. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér hugmynd- ir og tillögur ráðuneytisins. LEITA á leiða til enn frekari verðstýringar en nú er til að hafa áhrif á verkaskipt- ingu innan heilbrigðisþjón- ustunnar þannig að það borgi sig að leita til heilsugæslulækna en ekki sérfræðinga. Þetta er eitt af þeim markmiðum, sem heilbrigðisráðuneyt- ið hefur sett sér í tengslum við sam- komulag, sem gert hefur verið við Félag íslenskra heimilislækna og felur m.a. í sér þó nokkrar breytingar á skipulagi heilsugæslunnar hér á landi. Astæður fyrir uppsögnum heilsu- gæslulækna á dögunum eru ýmsar, skv. mati ráðuneytisins, sumar eiga sér langa forsögu, aðrar styttri. „Stefna heilbrigðisyfirvalda, einkum er varðar stjórnskipulag og verka- skiptingu, er sögð óljós og þeirri stefnu og þeim lögum, sem þó eru til, að sögn, ekki fylgt. Ástandið er talið verst í Reykjavík þar sem sjálf- stæð starfsemi sérfræðinga er talin ógna uppbyggingu heilsugæslunnar og taka frá henni verkefni. Því er haldið fram að sérfræðingar fari gjarnan inn á verksvið heilsugæslunn- ar og gangi jafnvel á rekstrarmögu- leika ákveðinnar starfsemi, s.s. lög- bundinnar vaktgæslu, sbr. vaktstarf- semi barnalækna í Reykjavík. Auk þessa telja heilsugæslulæknar til ýmis önnur mál, sem ekki hafa verið leyst varanlega, s.s. vaktafyrirkomulag í Garðabæ og Hafnarfirði, símsvörun og vaktaálag um land allt. Svo langt er gengið að fullyrt er að heilbrigðis- yfirvöld séu með afskiptaleysi sínu að leggja heilsugæslukerfið og þar með heilbrigðiskerfið allt í rúst,“ seg- ir í túlkun ráðuneytisins. Danskt tilraunakerfi Samkvæmt nýgerðu samkomulagi ráðuneytis og Félags íslenskra heimil- islækna á að stefna að því að hrinda í framkvæmd frá og með næsta ári fimm ára tilraun með svokallað val- fijálst stýrikerfi í samvinnu við heild- arsamtök lækna. Leitað verður eftir samvinnu við Hagfræðistofnun Há- skólans eða annan óháðan aðila um eftirlit og mat á niðurstöðum. Heilbrigðis- ráðuneytið og Félag ís- lenskra heimilislækna kynntu þetta nýja kerfi á fundi í fyrradag, en fyrirmyndin mun vera sótt til Danmerkur. Gert er ráð fyrir að í nýja kerfinu verði læknis- heimsóknir til heimilislækna ókeypis og einhver afsláttur af sérfræðinga- heimsóknum gegn 1.500-2.000 króna árlegri eingreiðslu á mann. í þessari tilraun velur einstaklingur með krossi á skattskýrslu hvort hann vill t.d. fyrir ákveðið gjald verða þátttakandi í þessu kerfi, sem tryggja á honum gjaldlausar komur á heilsugæslustöð og afslátt hjá sérfræðingi eða verði utan slíks kerfis og beri þá svipaðan kostnað og nú er. Sérfræðingar geti líka valið hvort þeir vilja taka þátt í tilvísunarkerfi og fá þá uppbót fyrir að sjá sjúkling innan þess eða vera utan og fá þá ekki uppbót. Sjúkling- ur, sem valið hefur þetta kerfí, getur samt sem áður farið framhjá því en missir þá rétt á kostnaðarlækkun vegna þeirra samskipta. Sérfræðing- urinn missir jafnframt uppbótina. Skipuð verður nefnd til að útfæra þessar tillögur strax að loknum sum- arfríum og að því stefnt að fyrsti þáttur tilraunarinnar geti hafist um áramót með vali sjúklings á skatt- skýrslu. Áður en þessi leið er farin, þarf að gera áætlun um áhrif á heild- arkostnað, þ.m.t. áætlaðar breytingar vegna kostnaðar lækningarannsókna. Fylgst verður með kostnaðarþróun þessarar tilraunar á sex mánaða fresti og tilraunin stöðvuð ef niðurstöður þeirra athuguna verða ekki í samræmi við heildarmarkmið um gæði og hag- kvæmni hins breytta skipulags. Til- raunin verður þó að standa í það minnsta átján mánuði til að einhver reynsla fáist. Valfrelsi sjúklinga sem og sérfræðinga Kristján Erlendsson, sem lengst af hefur starfað sem sérfræðilæknir en er nýlega tekinn við sem skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir þetta kerfi vera afbrigði af danska „módelinu". Danska kerfið sé þó stífara og nær tilvís- anaskyldu. -Hjá okkur yrði þetta kerfi valfijálst, bæði hvað varð- aði sjúklinga og sérfræðinga. „Það er reynt að auka verðstýring- una og hvatt til að fólk leiti til heilsu- gæslunnar fyrst. Það gerist þannig að fólk getur valið á skattskýrslu að greiða jafnaðargjald, sem myndi tryggja því ókeypis komu á heilsu- gæslustöð og afslátt ef heilsugæslu- læknirinn ákveður síðan að vísa sjúkl- ingnum áfram til sérfræðings. Jafn- framt fengi sérfræðingurinn ábót eða bónus fyrir að vera innan kerfisins og sjá sjúklinga skv. tilvísun. Það breytir híns vegar ekki því að sjúkl- ingur, sem velur að vera utan þessa kerfis, hefur eftir sem áður fullan rétt á sinni heilsugæslustöð og þarf að greiða komugjald, eins og nú, og ef hann ákveður að fara beint til sér- fræðings reikna ég með að gjaldtakan verði svipuð því sem nú er. Stærsta breytingin er því sú að það verður gjaldfijálst á heilsugæslustöðvum og lækkun kostnaðar við að fara til sér- fræðings ef heimilislæknir vísar á hann,“ segir Kristján. Ýmsir hnútar eru enn óleystir varð- andi framkvæmd þessa nýja kerfis, að sögn Kristjáns, m.a. hvernig börn upp að 16 ára aldri komast inn í kerf- ið þar sem þau gera ekki skattskýrsl- ur, en að afloknum sumarleyfum verð- ur skipuð nefnd, sem fullmóta á út- færslu þess. Nauðsynlegt sé að vanda vel til verksins þar sem um tilraun er að ræða. Kristján segir að endan- legir útreikningar liggi ekki fyrir að svo stöddu, en ljóst sé að nýja kerfið megi ekki kosta ríkissjóð neitt. Sömu- leiðis sé ekki ætlunin að auka kostnað sjúklinga. Nýja kerfið sé spurning um tilfærslur. í þeim útreikningum, sem gerðir hafa verið, hafi verið gengið út frá því hvaða kostnað ríkissjóður myndi bera við að komugjöld á heilsu- gæslustöðvar falli niður. Einnig hver afsláttur til sjúklinga gæti orðið og bónus til sérfræðinga. „Eins og gefur að skilja eru fjöl- margir óvissuþættir í svona dæmum og þá þarf að reikna upp aftur og aftur út frá mismunandi forsendum. í stað komugjalda nú þurfum við tekj- ur, sem við reiknum með að skili sér í umræddum jafnaðargjöldum og krossum á skattaskýrslur. Það yrði síðan hrein viðbót ef það tekst að spara í lyfjanotkun og rannsóknar- kostnaði. Það eru uppi ákveðnar hug- myndir um hveiju þetta gæti skilað, en erfitt er að yfirfæra upplýsingar um beinan sparnað erlendis frá yfir á ísland þar sem við búum í rauninni við mjög sérstakt kerfi hér.“ Kristján segir að með þessu sé ver- ið að beina fólki til heilsugæslulækna fyrst. „Það er stefna, sem allir eru í rauninni sammála um, að heilsugæslan skuli vera hornsteinninn í þessu kerfi okkar og alla jafna skuii sjúklingar hefja feril sinn um kerfíð þar, en hafi hins vegar fijálst val til að gera annað ef svo vill.“ Hann segir að ráðuneytið hafi ekki haft formlegt samráð við sérfræðinga við undirbúning þessa máls. Talið hafi verið eðlilegt að kynna heilsugæslunni þetta fyrst. Síðar verð- ur farið í að hafa samráð við sérfræð- inga. „Það er mjög mikilvægt að það sé samstaða um kerfið milli heilbrigðis- yfirvalda og allra lækna því ég held að það sé löngu kominn tími til að við náum upp einu samvirku kerfi í stað þess að vera með læknahópa, sem telja sig þurfa að vera í vamarbaráttu hver við annan.“ Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu mun tilraun af þessu tagi skera úr um vilja almenn- ings og vilja sérfræðinga hvað varðar flæðistýringu með tilvísunum. Hún mun einnig geta veitt mikilvægar upplýsingar um tilvísanavenjur ein- stakra heilsugæslulækna og gefið tækifæri til aðhalds og eftirlits. Óskað verður eftir hugmyndum, m.a. heilsu- gæslunnar, um það hvernig staðið skuli að eftirliti með tilvísanavenjum heilsugæslulækna. Leitað verður eftir frekari samvinnu við heildarsamtök lækna til að stuðla að opinskárri fagumræðu um verkaskiptingu, hvar mörk liggja milli sérfræðiverkefna og frumþjónustu og á hvern hátt fara skal með þau verk, sem liggja á þeim mörkum. Heilsugæslan hornsteinninn Samkomulagið felur ennfremur í sér eflingu heilsugæslunnar um allt land sem hornsteins heilbrigðisþjón- ustunnar sem aftur kallar á aðgerðir til að hafa áhrif á verkaskiptinu innan heilbrigðisþjónustunnar. Stefna ráðu- neytisins er að tryggja eðlilega verka- skiptingu lækna starfandi utan sjúkrahúsa í samræmi við það megin- sjónarmið að eðlilegt sé að sjúklingur leiti fyrst til heilsugæslu þegar hann þarfnast þjón- ustu heilbrigðiskerfisins. Sú viðleitni mun á hvetjum tíma mótast af því megin- markmiði að veita sjúkl- ingum' bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, því hlutverki ráðuneytisins að gæta ítrustu hagkvæmni í meðferð á sameiginlegum sjóðum landsmanna og þess sjónarmiðs að sjúklingar hafi ákveðið frelsi til að velja innan heil- brigðiskerfisins. Stefnt verður að því að leggja leiðir, sem beina sjúklingum á þann stað í heilbrigðiskerfinu er hæfir þeirra vandamáli hverju sinni og sá ferill hefjist I flestum tilfellum hjá heilsugæslunni. Jafnframt verður stefnt að því að fá fram hreinskilna fagumræðu um „eðlilega" verkaskipt- Tilraun í minnst átján mánuði Ekkert gjald á heilsugæslu- stöðvum ingu, eins og segir í tillögum ráðu- neytisins. Þessu tii framdráttar er talið nauðsynlegt að hraða byggingu heilsugæslustöðva og fjölga stöðum heilsugæslulækna um 25 á höfuð- borgarsvæðinu til ársins 2005 svo auka megi aðgengi sjúklinga að þjón- ustunni, en miðað við núverandi stöðu, er talið nauðsynlegt að Reykjavíkur- svæðið gangi fyrir öðrum landsvæð- um næstu árin. Áætlanir ná til ársins 2005 í ráðuneytinu liggja nú fyrir áætl- anir um byggingu heilsugæslustöðva til ársins 2005. Hraði og umfang slíkr- ar uppbyggingar er vissulega háð fjárveitingum hveiju sinni og þar með samþykktum ríkisstjórnar og Alþing- is. Samkvæmt þeirri áætlun, sem nú liggur fyrir, er hafin bygging heilsu- gæslustöðvar í Kópavogi og ný stöð er á hönnunarstigi í Fossvogi. Þá er augljós þörf nýrrar stöðvar í Grafar- vogi. Þessar stöðvar eru efstar á for- gangslista, en jafnvel hefur komið til umræðu að semja við hóp heilsu- gæslulækna um að þeir reisi og reki heilsugæslustöð sem einkafyrirtæki eða hlutafélag og gerður verði þjón- ustusamningur um fjármögnun hús- næðis, rekstur og þjónustu. Fleiri hættir á fyrirkomulagi geta þannig komið til greina sem tilraun fyrir rekstur heilsugæslunnar og byggingu heilsugæslustöðva. Vandamál Mosfellsbæjar eru aðkal- landi og er gert ráð fyrir úrlausn á næstu árum. Þar er um að ræða leigu- húsnæði, sem er of lítið og ekki til frambúðar. Heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi hefur lengi verið í umræðunni. Að hluta verður málið leyst í byijun með fjölgun lækna á Lágmúlastöðinni, annars áftar í for- gangsröð. Haldið verður opnum möguleikum á að stækka Árbæjar- stöðina þegar húsnæði losnar við flutning Pósts og síma. Taka þarf ákvarðanir sameiginlega fyrir Hlíða- stöð, Heilsuverndarstöð og Miðbæjar- stöð þegar séð verður hvað verður með starfsemi Heilsuverndarstöðvar. Stækka þarf heilsugæslustöð í Hafn- arfirði en þar eru nú sjö læknar með 18 þúsund manns. Stækka þarf heilsugæslustöð í Garðabæ þegar hús- næði gefst. Heilsugæslan í Reykja- nesbæ verður skoðuð í tengslum við nýbyggingu D-álmu sjúkrahússins og kveðið er á um breytingar á hlutverki Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Stjórnskipan heim í hérað Stefnt er að því að koma á breyttri skipan stjórnar heilbrigðisþjónustu sem byggir í meginatriðum á niður- stöðum starfshóps um heilsugæsluna, stofnanir og stjórnsýslu sem skilað var til ráðherra í fyrrasumar og hafa nú verið endurskoðaðar. í tillögunum er gert ráð fyrir skýrari verkaskipt- ingu en nú er, stærri stjórnunarein- ingum og flutningi ákvarðanatöku heim í hérað. Stjórnir heilbrigðismála sitji kjörtímabil ríkisstjórna og þær annist skipulag og rekstur heilsu- gæslu hvers svæðis. Til dæmis er tal- ið eðlilegt að slíkar stjórnir hefðu frumkvæði að framkvæmd tillagna. Heilsugæslustöðvar og aðrar stofnan- ir verða þjónustueiningar, sem heyra undir stjórn heilbrigðismála á hveiju svæði og fyrirhugað er að breyta og auka verksviði héraðslækna og hér- aðshjúkrunarfræðinga frá því sem nú er. Stjórn heilbrigðismála ber ábyrgð á að veita íbúum á starfssvæði sínu alla almenna heilsugæslu. Hún felur tilteknum heilsugæslustöðvum eða semur við ákveðna aðila um að sinna ákveðnum grunnþáttum heilsugæslu. Meginverkefni heilsugæslustöðva verða skilgreind víðar en í tillögum starfshópsins frá því í fyrrasumar. Einstaklingar sækja að jafnaði þjón- ustu til þeirrar heilsugæslustöðvar, sem þeir eru skráðir hjá, almennt næst lögheimili. Gert er ráð fyrir að greiðslur til öldrunarstofnana og sjálf- stætt starfandi aðila á hveiju svæði fari í gegnum stjórnir heilbrigðismála. Þau sjúkrahús, sem veita þjónustu á landsvísu, verði til að byija með utan við þetta kerfi og fái sérstaka fjárveit- ingu. Fallist Alþingi á þær leiðir, sem lagðar eru til, ættu framkvæmdir að geta hafist árið 1997. En komi tillög- ur ráðuneytisins til framkvæmda mun þurfa að endurskoða lög um heilbrigð- isþjónustu, lög um almannatrygging- ar auk ýmissa reglugerða og stjórn- sýsluákvæða. Ríkisstjórnin marki stefnu í ávana- og fíkniefnavörnum Hærri sjálfræðisaldur og þyngri refsingar Nefnd á vegum dóms- málaráðherra hefur skil- að tillögum vegna átaks í ávana- og fíkniefna- vömum. Þar er m.a. lagt til að hækka sjálfræðis- aldur, þyngja refsingar og að hald verði lagt á ágóða af sölu ólöglegra efna. Þá þurfi lögregla að fá skýra heimild til að beita „óhefðbundn- um“ rannsóknaraðferð- um, svo sem að kaupa upplýsingar. HÆKKA ber sjálfræðisaldur ungmenna í áiján ár úr sext- án árum, í samræmi við sjálf- ræðisaldurinn í mörgum nágrannaríkj- um okkar, segir í nýrri skýrslu verk- efnisstjómar dómsmálaráðherra, vegna átaks í ávana- og fíkniefnavöm- um. Verkefnisstjómin styður tillögu sína um hækkun sjálfræðisaldurs, með þeim rökum að erfiðlega hafi gengið að fá 16-18 ára ungmenni til að gang- ast undir fíkniefnameðferð nema með þvingunaraðgerðum. 8 tillögfur gerðar í skýrslunni er ljallað um þessi mál og lagðar fram átta tillögur um aðgerðir í þeim til ráðherra, sem ákvað í byrjun þessa árs að hrinda af stað átaki í ávana- og fíkniefna- vörnum. Tilgangur þess var m.a. að athuga hvort herða bæri viðurlög við dreifingu ávana- og fíkniefna, hvort endurskoða þurfi meðferð ákæm- valds og dómstóla á brotum vegna ávana- og fíkniefna og efla löggæslu og önnur úrræði gegn dreifingu og neyslu ávana- og fíkniefna. í átakinu átti einnig að efla for- vamir á sviði ávana- og fíkniefna, þar á meðal með fræðslu í skólurri, bæta úrræði og leita nýrra leiða til að endurhæfa ungmenni sem leiðst hafa út í neyslu ávana- og fíkniefna og skoða meðferðarúrræði fyrir ung- menni sem hafa leiðst út í afbrot í tengslum við ávana- og fíkniefna- neyslu, og fengið refsidóma þeirra vegna. Dögg Pálsdóttur hæstaréttar- lögmanni var falið að vera verkefnis- stjóri en jafnframt var skipuð sérstök verkefnisstjórn með fulltrúum ávana- og fíkniefna- og forvamadeildar lög- reglunnar í Reykjavík, fulltrúa for- eldra ungmenna sem leiðst hafa út í neyslu ávana- og fíkniefna og fulltrú- um ungmenna. Verkefnisstjórnin telur m.a. að tryggja beri þyngri refsingu við ávana- og fíkniefnabrotum í þeim til- vikum þegar börnum og ungmennum undir lögaldri hafa verið látin í té ávana- og fíkniefni, börn eða ung- menni notuð til að fremja slík brot eða ef brotið er framið í skólum eða öðmm menntastofnunum, stofnunum félagslegrar þjónustu eða á stöðum þar sem skólabörn og nemendur stunda nám, íþróttir eða félagslíf. Meðal þess sem verkefnisstjórnin telur nauðsynlegt er að í áfengislög verði sett ákvæði sem tryggi að tekið verði tillit til eðlis brota við ákvörðun refsingar. Hún bendir á í þessu sam- bandi að viðurlög við brotum á áfeng- islögum hjá vínveitingaleyfishöfum sé nú aðallega áminning eða tíma- bundin svipting vínveitingaleyfis í t.d. í SKÝRSLU verkefnisstjórnar dómsmálaráðuneytis er lögð áhersla á mikilvægi þess að meðferð ákæruvalds og dómstóla á brotum vegna ávana- og fíkniefna sé hraðað svo sem kostur er. eitt kvöld. Æskilegt sé að mati verk- efnisstjórnar að herða refsingar vegna þessara brota, enda sýni reynslan að oftast séu sömu aðilarnir brotlegir við lögin. Vantar heimild til að „frysta" Verkefnisstjórnin bendir einnig á að í ljós hafi komið að ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar telji sig skorta nægjanlegar heimildir í lög til að „frysta" fjármuni sem fínnast á sak- borningum í ávana- og fíkniefnamál- um. Vinnureglan sé sú að skila þess- um peningum, liggi ekki fyrir játning viðkomandi aðila að þeir séu gróði af ólöglegri sölu ávana- og fíkniefna. Verkefnastjómin kveðst telja eðli- legra að lagt sé hald á alla slika fjár- muni og ákæruvaldið Iáti síðan dóm- stóla um að skera úr um hvort gera megi þá upptæka sem ávinning af sölu, m.a. í samræmi við framkvæmd þessara mála í Danmörku. Þá kveðst verkefnastjórnin telja ýmislegt mæla með því að setja í lög viðbótarheimild til dómstóla um að ákveða hver ávinn- ingurinn sé, í þeim tilvikum sem erf- itt reynist að segja til um hver hann er. Jafnframt sýnist rétt að hennar mati, að kveða á um að með dómi sé unnt að gera upptækar eignir sem sannanlega hafi verið greitt fyrir með söluhagnaði af ólöglegum ávana- og fíkniefnum. Jafnframt er bent á að í áfengislög- um er kveðið á um að heim- --------- ilt sé að kyrrsetja farartæki sem flytji ólöglega til landsins áfengi, svo sem skip, flugvélar eða bíla, og setja þau að veði til trygg- ingar greiðslu á sektum og máls- kostnaði. Engar sambærilegar heim- ildir séu hins vegar til varðandi farar- tæki sem notuð eru til ólöglegs inn- flutnings ávana- og fíkniefna. Stóraukin misnotkun steralyfja Verkefnastjórnin segir ennfremur að misnotkun steralyfja hafi færst stórlega í vöxt á undanförnum árum, sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamlegt sem andlegt heilsufar manna. Einnig sé algengt að þeir sem noti steralyf, misnoti einnig önnur lyf eða fíkniefni og eru örvandi efni á borð við amfetamín og efedrín nefnd í því sambandi. Nauðsynlegt sé því að mati verkefnisstjórnar að endur- skoða lagaákvæði þánnig að steralyf falli undir lög um ávana- og fíkniefni. Þá ieggur verkefnisstjórnin áherslu á mikilvægi þess að meðferð ákæruvalds og dómstóla á brotum vegna ávana- og fíkniefna sé hraðað svo sem kostur er. Telur verkefnis- stjórnin þau mál í sæmilegu horfi hjá lögreglu og dómskerfi, og líku máli gegni hvað varðar fullnustu dóma samkvæmt athugun sem gerð var og leiddi í ljós að Fangelsismála- stofnun ríkisins hefur á undanförn- um árum hagað málum þannig að tíminn frá dómsuppkvaðningu og til fullnustu sé ætíð sem skemmstur. Þessu beri að fagna. Verkefnisstjórnin segist jafnframt telja nauðsynlegt að efla starfsemi ávana- og fíkniefnadeildar við emb- ætti Lögreglustjórans í Reykjavík og að skerpa landsumboð deildarinnar í ávana- og fíkniefnamálum. Heimild fyrir „óhefðbundnar“ aðferðir „Við rannsókn ávana- og fíkniefna- brota þarf oft að beita því sem kallað er óhefðbundnar rannsóknaraðferðir. Ávana- og fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík þarf á hveijum tíma að hafa yfir að ráða mannafla og tækjabúnaði til að geta sinnt sem best rannsóknum þessara mála. Þá þarf deildin að hafa skýrar heimildir til að beita óhefðbundnum rannsókn- araðferðum þegar slíkt á við. Verk- efnisstjórnin telur til greina koma að deildin hafi heimild til að kaupa upp- lýsingar til að upplýsa stærri ávana- og fíkniefnabrot," segir í skýrslu hennar. Jafnframt er lögð áhersla á eflingu forvarna á sviði ávana- og fíkniefna, og þurfi að beina sjónum sérstaklega að brotthvarfi ungmenna úr skóla annars vegar og atvinnuleysi með- al ungs fólks hins vegar að mati verkefnisstjórnar, þar sem báðir þessir þættir skipti máli í forvarnastarfi í þessum efnum. Talið er að samræma þurfi með markvissari hætti en nú er gert for- varnastarf allra þeirra opinberu aðila sem að þessum málum koma. Verk- efnisstjómin telur sömuleiðis nauðsyn á að ríkisstjórnin marki sér nú þegar stefnu í ávana- og fíkniefnavörnum, og væri mikilvægur liður, í slíkri stefnumörkun að setja á stofn sér- stajct afbrota- og vímuvarnaráð. • í framhaldi af stefnumörkun ríkis- stjómarinnar í ávana- og fíkniefna- vömum þyrfti dómsmálaráðuneytið, að mati verkefnisstjórnar, að marka sér eigin stefnu í afbrota-, ávana- og fíkniefnavörnum, til dæmis til þriggja ára. Stofnanir sem nú heyri undir ráðuneytið, svo sem löggæsla, sýslu- menn, dómstólar og Fangelsismála- stofnun ríkisins, verði síðan falið að útfæra þá stefnu með verkáætlun sem liggi fyrir innan tiltekins tíma, og er bent á dagsetninguna 1. janúar 1997 í því sambandi. Sömu aðilar brjóta áfeng- islög ítrekað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.