Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÖ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ1996 31 AÐSENDAR GREIIMAR Eru íslendingar aflögufærir? RAUÐI kross íslands kynnti ný- lega skýrslu Alþjóðasambands lands- félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um hamfarir í heiminum árið 1995. Af því tilefni var boðið til fundar- ins fulltrúum íslenskra félagasam- taka og stofnana er veita þróunar- aðstoð og erlenda neyðarhjálp auk blaða- og fréttamanna. Þannig var ekki um að ræða hefðbundinn blaða- mannafund heldur miklu fremur umræðufund um nýútkomna skýrslu og þýðingu hennar fyrir ísland. Á fundinum var farið yfir helstu niðurstöður skýrslunnar: ★ Fórnarlömb náttúruhamfara ár hvert eru yfir 130 milljónir, þar af látast yfir 140 þúsund en nær 5 milljónir missa heimili sín. ★ Styijaldir hafa áhrif á afdrif æ fleiri. Tala flóttamanna hefur aukist úr 22 milljónum árið 1985 í 37 millj- ónir 1995. Fjöldinn heldur áfram að aukast. ★ Æ erfiðara er að veita hjáip vegna ótryggs ástands þar sem fómarlömb vopnaðra átaka eru á vergangi í eig- in landi og æ erfiðara er að útvega flóttamönnum hæli á öruggum stað. ★ Samtímis því að neyðin eykst dregur úr framlögum ríkisstjórna. Umræður urðu almennar m.a. með þátttöku fulltrúa þeirra íslensku að- ila er veita þróunar- og neyðarað- stoð. Að sjálfsögðu bar hátt í þeim umræðum hvað opinber framlög Is- lendinga til þessara mála eru lág samanborið við önnur Norðurlönd og OECD-ríki. Þannig leggur íslenska ríkið og þar með íslenska þjóðin af sköttum sínum aðeins 1/10 hluta þess sem að Danir gera. Jafnframt var bent á þá staðreynd að þegar Danir fóru í gegnum sína efnahagskreppu um miðjan sjöunda áratuginn undir stjórn Paul Schliiters forsætisráð- herra, þá jukust framlög til þrónun- araðstoðar sem hlutfall af þjóðartekj- um. Pólitískt var þetta sterkt til að undirstrika að enda þótt danskur almenningur yrði að herða ólina þá væri það engin sultaról samanborið Guðjón Magnússon við þorra jarðarbúa. Þar væri þörfin brýnni. Bent var á önnur dæmi. Ef að opinber aðstoð við þróunarríki væri sú sama og hjá Spánveijum þarf að tvöfalda framlög okkar og ef miðað er við Finna sem ganga nú í gegnum mikla efnahagskreppu þyrfti að fjórfalda okk- ar framlög. Morgunblaðið hefur í leiðara 23. júní gert skýrslu Alþjóðasam- bands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans ágæt skil og vakið athygli á þeim vanda sem við er að etja ef þeir sem hafa mest af öllu eru ekki reiðubún- ir að leggja neitt af mörkum til þeirra Fórnarlömb náttúru- hamfara árið 1995 voru um 130 milljónir, segir Guðjón Magnússon, fimm milljónir misstu heimili sitt - og 140 þúsundir líf sitt. er ekkert hafa. Gleggstu menn í al- þjóðastjórnmálum eru sammála um að án meiri jöfnuðar vex ólga og óöld. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á sínum tíma að þróaðar þjóðir leggðu fram samtals 1% af þjóðartekjum til þróunaraðstoðar, þar af væru 0,7% opinber framlög en afgangurinn 0,3% framlög fyrirtækja, einstakl- inga og félagasamtaka og annarra. Þessu marki hafa Islendingar aldrei náð. Það sem verra er þeir hafa ekk- ert sér til afsökunar! Hér er því ekki eingöngu við rík- isstjórnina að sakast heldur Alþingi og aiþingismenn að minnsta kosti aftur til 1985. Þá var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga frá utanríkisnefnd er hijóðar svo: Alþingi ályktar að á næstu sjö árum skuli með reglubundinni aukningu framlaga náð því marki að opinber framlög íslands til upp- byggingar í þróunar- ríkjum verði 0,7% aí þjóðarframleiðslu. í greinargerð með til- lögunni segir m.a.: Utanríkisnefnd er eindregið þeirrar skoð- unar að ísland sem vel- megunarríki eigi að taka vaxandi þátt í stuðningi við þróunarríki en framlög íslands hafa lítið aukist sein- ustu ár. (Tilvitnun lýkur.) Lítið var um efndir og hafa opin- ber framlög íslands verið hæst 0,13% eða fimmti hluti þessa markmiðs árið 1991 en lægst 0,05% árin 1987 og 1988. Ekki virðist hafa skipt miklu máli hvort vel eða illa hefur árað á Islandi. Eftir Umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janero hlustaði ég á þáverandi um- hverfisráðherra Eið Guðnason halda erindi. Hann sagði að sendinefnd íslands, sem hafði mikilvægra hags- muna að gæta á ráðstefnunni til verndar lífríki sjávar, hefði nánast orðið fýrir aðkasti frá fulltrúum sem kröfðust skýringa á af hveiju ísland legði ekki meira af mörkum til þró- unarmála en raun ber vitni. Við erum fullvalda velferðarríki sem gerum réttmæta kröfu til þess á alþjóðavettvangi að á okkar mál- stað og okkar rök sé hlustað. Þá verðum við einnig að axla okkar ábyrgð í heimi þjóðanna. Getum við ætlast til að aðrar þjóð- ir trúi því að ísland sem er meðal tuttugu tekjuhæstu þjóða heims sé ekki aflögufært? Höfundur er formaður Rauða kross Islands. SUMARTILBOÐ! afsláttartilboð á úrvals frönskum stálpottum frá Aubecq. % Bjóðum nú þessa þekktu og glæsilegu stálpotta á einstöku verði. Pottasett er glæsileg brúðkaupsgjöf. Sumartilboðið gildir út júlí ///' Einar Farestveit&Cohf Borgartuni 28 S 562 2901 1« Opm Landsbrtfamótið tgolfi fer fram í Grafarholti 13.-14. júlí Leiknar verða 36 holur í karlaflokki án forgjafar (fgj. 8 og lægra) á laugardag og sunnudag. Á laugardag verður ræst út frá kl. 9.00. Skráningu lýkur miðvikudaginn 10. júlí kl. 20.00. í opnum flokki verða leiknar 18 holur, punktakeppni, stableford 7/8 forgjöf. Ræst verður út frá kl. 8.00. Skráningu lýkur laugardaginn 13. júlí kl. 16.00. Vegleg verðlaun eru í boði: Opinn flokkur: 1. verðlaun að verðmæti 20.000 kr. 2. verðlaun að verðmæti 15.000 kr. 3. verðlaun að verðmæti 10.000 kr. Karlaflokkur: 1. verðlaun að verðmæti 25.000 kr. 2. verðlaun að verðmæti 20.000 kr. 3. verðlaun að verðmæti 15.000 kr. Nándarverðlaun á 2., 6. og 17. braut. Allir keppendur fd glœsilega gjafapakka. Skráning fer fram í Golfverslun Sigurðar Péturssonar í síma 587 2215. LANDSBREF HF. hv — Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUDURLANDSBRAUT 108 REYKJAVIK, S I M I 588 9200, BREFASIMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.