Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 35 hjónin bjuggum í Danmörku að Katrín tæki son okkar inn á heimili sitt meðan hann var að ljúka skóla- göngu hér og var hann þar í tvö ár við gott atlæti. Árin liðu og margar urðu férðirn- ar í Kópavoginn, ekki bara hjá mér og mínum börnum, heldur líka son- arsyninum Grétari Inga, sem fylgd- ist af áhuga með vexti tómatanna á tómatatrénu hjá Katrínu. í maí sl. fluttu Grétar Ingi og fjölskylda til Danmerkur, og það fyrsta sem hann spurði alltaf um var hvort Katrín frænka væri hætt að vera veik. Ekki er hægt að kveðja Katrínu án þess að minnast þess hve mikinn styrk hún veitti mér þegar maðurinn minn lá banalegu sína. Sú aðstoð og umhyggjusemi sem hún veitti mér þá verður aldrei þökkuð. Elsku Oddur, Herdfs og börn. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Megi Guðs blessun fylgja þér, kæra frænka. Með þakklæti. Þín frænka, Ingibjörg. Amma leikskólans. Hún var að hlúa að blómunum í garðinum hjá sér, tala við þau og undirbúa fyrir veturinn. Seinna áttaði ég mig á því að þetta var Katrín vinkona mín sem bauð mér forðum á fyrsta jólafund- inn hér í bæ. Lóð hennar og leikskól- ans, sem var opnaður sl. haust, lágu saman. í vetur hittumst við í Nóat- úni og þá spratt fram sú hugmynd að fá Katrínu til þess að vera „amma leikskólans“. „Eg held að ég sé ekki nógu gömul til þess að verða amma leikskólans hjá þér Unnur mín,“ sagði Katrín og síðan liðu nokkrar vikur. Þessi hugmynd vár síðar rædd á starfsmannafundi og þótti öllum þetta mjög áhugavert, þannig að við fyrsta tækifæri hringdi ég í Katrínu og sagði henni að hér væri alvara á ferðinni. Gleðihlátur heyrðist á lín- unni hinum megin og ég fann að hún var til í að uppfylla óskir okk- ar. „Ég get komið ef þið viljið, en hvað á ég að gera?“ Ég sagði henni að okkur langaði að fá hana í heim- sókn og lofa börnunum að tala við hana, aðaltilgangurinn væri að fá hana í húsið og fá að kalla hana ömmu. Þegar Katrín kom í fyrsta skiptið í Skólatröð stóð yfir danskennsla hjá Dagnýju danskennara, Katrín tók sporið og börnin tóku því vel að nú væri amma leikskólans komin. Einn strákurinn þekkti Katrínu og milli þeirra urðu fagnaðarfundir og hann sagði „amma mín“ um leið og hann lagðist í kjöltu hennar. Á öskudag mætti Katrín á náttfataballið í sínum náttkjól og hafði þá meðferðis ösku- poka handa hveiju barni, sem voru afhentir með viðeigandi hátíðleik. Það fréttist af ferðum Katrínar í leikskólann og DV og Stöð 2 sáu ástæðu til að fjalla um þetta uppá- tæki og Katrín var jafnvirðuleg og glaðleg í þeim samskiptum og henni einni var lagið. Hún var búin að segja mér að þegar hún klippti gljávíðinn hjá sér I vor, stakk hún sprotunum í vatn og ættu öll börnin sín í leikskólanum að fá einn græðling hvert. Þegar heilsu hennar fór að hraka var ekki fyrirséð hvenær hægt væri að fara út í þær framkvæmdir. í millitíðinni gerðist það að við þurftum að finna okkur smíðaefni og sagði Katrín okkur að koma í bílskúrinn hjá sér, þar væri timbur sem við mættum eiga. Með ánægju var það borið af litlum höndum milli lóða og hamars- höggin dundu dag eftir dag. Enn voru græðlingarnar í vatni heima á lóð Katrínar og viku áður en hún kvaddi okkur kom hún heim af spít- alanum og fimm börn komu með mér yfir á lóð Katrínar og þar með voru græðlingarnir komnir á réttan stað. Börn og starfsmenn í Heilsuleik- skólanum Skólatröð þakka ömmu leikskólans fyrir ómetaniegar sam- verustundir. Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kær vinkona er lögð áf stað í hinstu ferð. Andlát Katrínar Odds- dóttur kom engum á óvart sem til þekkti, því maðurinn með ljáinn MINNINGAR hafði lengi leitað lags, en meðfædd hreysti hennar og lífsgleði hjálpuðu henni lengi að veijast honum. Við hjónin kynntumst Katrínu og Grími þegar við fluttumst í Kópavog- inn fyrir hartnær þtjátíu árum. Nöfn þeirra voru oftast nefnd í sömu andrá, svo samhent voru þau í öllum sínum störfum. Raunar höfðu leiðir okkar Gríms legið saman áður er ég starfaði á Tímanum, en kynnin urðu fyrst náin þegar við hjónin fór- um að koma okkur þaki yfir höfuðið í Lundarbrekkunni með öðru fólki, í húsi sem Byggingarsamvinnufélag Kópavogs byggði. Þá var Grímur þar formaður og síðar framkvæmda- stjóri. Kynnin við Katrínu hófust svo að ráði þegar leiðir okkar lágu saman í starfi að bæjarmálum í Kópavogi fyrir Framsóknarflokkinn. Þar var margt gott fólk að störfum, en ég hygg að á engan sé kastað rýrð þótt sagt sé að hlutur þeirra hjóna hafi verið stærstur. Og svo samhent voru þau í öllu sínu starfi að eigin- lega renna hlutverk þeirra meira og minna saman í minningunni. Ég hygg að engum málum sem nokkru skipti hafi verið til lykta ráðið án þess að þeirra álits væri leitað. Ekki vegna þess að þau ætluðust til þess, þaðan af síður vegna þess að menn efuðust um stuðning þeirra er á reyndi, heldur einfaldlega vegna þess að þau bættu öll mál er þau komu að. Bæði gegndu miklum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn okkar hér í bænum, en þar átti hið sama við: Hvorugt þeirra sóttist eftir þeim, um þau var hins vegar alltaf sátt, þótt víða gustaði, og því voru þau oft beðin um að taka að sér forystu- störf í félögum okkar. Bæði gegndu þau starfi kosninga- stjóra fyrir flokkinn í bæjarstjórnar- kosningum og lögðu þá nótt við dag, en hvorugt sóttist eftir vegtyll- um að launum. Kosningarnar gengu upp og ofan og þau tóku heils hugar þátt í gleði okkar sem í eldlínunni stóðum, þegar vel gekk, og sorgum, þegar verr áraði. Katrín var forkur til vinnu og lífs- gleði hennar var mikil. Þegar erfið- leikar steðjuðu að lýsti hún upp umhverfi sitt með bjartsýni og trú á málstaðinn. Hún var ekiri sítalandi á fundum, en þegar hún tók til máls var á hana hlustað, enda rök- föst og sagði sína meiningu umbúða- laust, en ávallt án þess að meiða nokkurn mann. Það var Katrínu mikið áfall, þegar í ljós kom að Grímur gekk með ólæknandi sjúkdóm. Hann barðist hetjulega og gekk að störfum sínum á meðan hann mátti, og raunar leng- ur, og hún stóð eins og klettur við hlið hans uns hann lést fyrir tæpum þremur árum. Um líkt leyti kom í ljós að hún var haldin sama sjúk- dómnum. Eftir lát hans fylgdi hún fordæmi hans sem vænta mátti, tók þátt í félagsstarfi og vann, á meðan kraftar hennar leyfðu. Hún var allt- af boðin og búin til að leggja lið sitt af mörkum, og fyrir síðustu al- þingiskosningar bauð hún til dæmis fram hús sitt, til að þar mætti nokk- uð leiðbeina konum sem í eldlínun- inni stóðu í kjördæminu. Þá leiftraði hún af áhuga og gleði yfir því að geta enn einu sinni orðið að liði. Nú eru þau Grímur og Katrín saman að nýju. Þangað til við hittum þau aftur eigum við minninguna um fólk sem ávallt spurði hvernig það gæti orðið að liði, en aldrei hvað það fengi að launum, einlæga vini sem kunnu þá list að segja til vamms ef þeim þótti svo henta; ávallt til að byggja upp, en aldrei til að rífa niður. Ástvinum þeirra sendum við í Lundarbrekkunni innilegar samúð- arkveðjur. Magnús Bjarnfreðsson. í dag er til grafar borin vinkona okkar til margra ára, Katrín Odds- dóttir. Hún andaðist á Borgarsjúkra- húsinu þann 28. júní sl. eftir langa og stranga sjúkdómsbaráttu. Flestar í hópi undirritaðra kynnt- ust Katrínu fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum þegar stofnuð var sveit kvenna „Urt- urnar“ til að efla og styrkja skáta- starf í Kópavogi. Við sem tókum þar höndum saman vorum allar mæður skáta og því mikill sameiginlegur áhugi að hlúa að þessari starfsemi. Þar reyndist Katrín góður liðsmað- ur, svo ötul og ósérhlífin sem hún. alla tíð var. Við áttum saman ógleymanlegar stundir í starfi og leik. Katrin var eins og sagt var um Bergþóru á Bergþórshvoli, drengur góður, hún var ákveðin en hrein- skiptin í hvívetna. Að leiðarlokum þökkum við þér, Katrín, samfylgdina og biðjum Guð að blessa fjölskyldu þína. Urturnar. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS KRISTINN HANSSON fyrrv. vörubifreiðastjóri, Dalbraut 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlega bent á Styrktarfélag vangef- inna. Þuríður Björnsdóttir, Erna Andrésd. Hansen, Valdemar Hansen, Sigrún Andrésdóttir, Sigurður Þórðarson, Kristín G. Andrésdóttir, Gunnar Árnason, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Erla Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t MAGNÚS SNORRASON frá Laxfossi, siðast bóndi i' Árbæ, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 14.00. Aðstandendur. t Hjartkaer sonur minn, bróðir og mágur, HÖRÐUR GRÍMKELL GUÐLEIFSSON, Eskihlíð 26, andaðist á heimili sínu mánudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg S. Hallgrímsdóttir, Helgi John Fortescue. t Elskuleg móðir okkar og systir, MÁNEY KRISTJÁNSDÓTTIR, Auðbrekku 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júlí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samtök flogaveikra (Lauf). Rósa Kristín Garðarsdóttir, Sigmundur Bjarki Garðarsson, Björk Kristjánsdóttir, Stefania Kristjánsdóttir. t Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNHEIÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR LÍNDAL, Bólstaðarhlið 45, Reykjavík, sem andaðist á öldrunardeild Sjúkra- húss Reykjavíkur þriðjudaginn 2. júlí sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstu- daginn 12. júlí nk. kl. 13.30. Eiríkur Elí Stefánsson, Grétar H. Óskarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HULDA JÓNSDÓTTIR, Langagerði 70, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30. Kr. Arnór Kristjánsson, Kristján A. Kristjánsson, S. Margrét Kristjánsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR hússtjórnarkennari, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem lést þann 1. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 10. júlí, kl. 13.30. Guðrún Kristinsdóttir, Þráinn Kristinsson, Þóra Björk Kristinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Stefán Reynir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Haukur Sigurðsson, Björg Helgadóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Guðrún Sveinsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, t Bróðir okkar, HALLDÓR EMIL HALLDÓRSSON skipstjóri, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 13.30. Gunnar Halldórsson, Ásgeir Halldórsson, Unnur Bjarnadóttir. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.