Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 37 samningi síðastliðin fjögur ár. Noel var fæddur leiðtogi, ekki bara bræðra sinna heldur og ann- arra unglinga. Hann starfaði mikið innan kirkjunnar og þar fann hann sig í leiðtogahlutverki. Útgeislun og persónuleiki hans höfðuðu til unga fólksins og hann náði góðum árangri með unglinga bandarískra hermanna í Darmstadt, sem áttu við fíkniefnavandamál að stríða. Það standa margir í þakkarskuld við Noel. Margir sem hafa tjáð í orði og verki þakklæti sitt fyrir störf hans. Síðastliðið sumar var ég hjá Dísu og fjölskyldu, þar voru allir nema Noel og Jill sem voru í Þýskalandi. Við Dísa spjölluðum mikið um fyrir- hugaða íslandsferð í sumar og gæld- um við þá tilhugsun ef Noel og Jill gætu komið frá Þýskalandi. I vor var þó ekki búist við að þau kæmu þar sem Jill gengur með barn þeirra sem von er á í nóvember. Lífið tekur enda, en það er erfitt að sætta sig við þegar ungur maður er kvaddur frá konu og ófæddu barni. Það er sárt fyrir foreldra og bræður að sjá á eftir ungum, efni- legum manni. En minningarnar hjálpa og trúin og þakklætið fyrir þær samverustundir sem Noel gaf okkur öllum. Ég bið algóðan Guð að styrkja Jill, foreldrana, bræðurna, ömmu Dúdú, Roger frænda, föðurömmu og afa, sem og aðra aðstandendur. Ég kveð hann litla frænda minn með þakklæti fyrir stundirnar sem við áttum. Fyrir hönd ættingja hér heima á íslandi, Kolbrún frænka. SMGauglýsingctr Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 10. júlí kl. 20.00: Selgjá - Smyrlabúð. Skemmtileg og auðveld kvöld- ganga sunnan Hafnarfjarðar. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Spennandi helgarferðir fram- undan 12.-14/7. Brottför föstudag kl. 20.00: 1. Hveravellir - Kerlingarfjöll - Leppistungur. Oku- og göngu- ferð m.a. á Árbókarslóðir. 2. Dalakofi - Hrafntinnusker - Laugar, gönguferð. Gist í hús- um. 3. Þórsmörk - Langidalur. Gist í húsi og tjöldum. 4. Brottför laugard. kl. 08.00 13.-14/7: Yfir Fimmvörðuháls. Munið sumarleyfisferðirnar, m.a. Þingeyjarsýslur 13.-18. júlí og Strandir - Norðurfjörður 12.-15. júlí. Ferðafélag Islands. /ffÞi SAMBAND ÍSLENZKRA ■$5$ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20:30 í Kristniboðssalnum. Margrét Jóhannsdóttir flytur kristniboðsþátt. Hugleiðing: Friðrik Hilmarsson. Allir velkomnir. *t JBÍÆÞAUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Barnapössun Óskum eftir „ömmu" til að gæta 18 mánaða stúlku í 4 tíma á dag, eftir hádegi. Reyklaus. Búum í póstnúmeri 108. Upplýsingar í síma 553 4515 milli kl. 9 og 12 tvo næstu daga. Atvinna Bifvélavirki og bifreiðasmiðir eða menn, van- ir viðgerðum á stórum bílum, óskast. Upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 565 4566. Hagvagnarhf., Melabraut 18, Hafnarfirði. Staða löglærðs fulltrúa í dóms- og kirkjumálaráðuneyti Staða löglærðs fulltrúa á löggæslu og dóms- málaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum við dómstóla, sýslumannsembætti eða lögregluembætti. Ráðið verður í starfið til tveggja ára. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Arnarhváli, fyrir 31. júlí 1996. Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar, verða ekki teknar gildar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 8.júlí 1996. TIL SÖLU N0RDIC SCKEEN Lítið notað, en þarfnast lagfæringar. Lengdábandi: 16 m Breidd á bandi: 1 m Lyftihæð: 6 m Riffluð reim, mótor: 3 X 380 V, 7,5 kW. Skútuvogi 12A, s. 581-2530. TILKYNNINGAR (D Auglýsing um starfsleyfirtillögur skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 Dagana 11. júlí til 8. ágúst næstkomandi munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrir- tækja liggja frammi hjá Upplýsingaþjón- ustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur og á heima- síðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (http: //www.rvk.is/www/stofnan/he/he.htm): Skipabrot ehf., á jarðvegsfyllingu, Kletta- görðum, 104 Rvík. Bernharð Petersen ehf., Sólvallagötu 80, 101 Rvík. Sögin hf., Höfðatúni 2, 105 Rvík. Sorpa, gámastöð, Jafnaseli, 109 Rvík. Sorpa, gámastöð, Sævarhöfða, 112 Rvík. Sorpa, gámastöð, Ánanaustum, 101 Rvík. Sorpa, gámastöð, Bæjarflöt, 112 Rvík. Súperbón, Súðarvogi 48, 104 Rvík. M-12, tannlæknastofa, Arni Þórðarson, Miðstræti 12, 101 Rvík. Tannlæknastofa Halldórs Fannars, Austurstræti 6, 101 Rvík. Tannlæknastofa Svends Richter, Skólavörðustíg 1a, 101 Rvík. Tannlæknastofa Ólafs G. Karlssonar, Síðumúla 25, 108 Rvík. Tannlæknastofa Barkar Thoroddsens, Borgartúni 33, 105 Rvík. Nýsmíði-Trélakk ehf., Lynghálsi 3, 110 Rvík. Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar sf., Einholti 2, 105 Rvík. Regnbogaframköllun, Laugavegi 53b, 101 Rvík. Radíóvirkinn, framköllun, Borgartúni 22, 105 Rvík. Sæsteinn ehf., fiskþurrkun, Eyjaslóð 1, 101 Rvík. Gámaþjónustan hf., Súðarvogi 2, 104 Rvík. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir, sem mál- ið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápu- hlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 9. ágúst nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins ■ Miðstræti 18, Nes- kaupstað, mánudaginn 15. júlí 1996 kl. 14.00, á eftirfarandi eignum: Þiljuvellir 21, miðhæð, Neskaupstað, þingl. eig. Lúther Harðarson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóöur Norður- lands. Þiljuvellir 27, neðri hæð, Neskaupstað, þingl. eig. Bára Guðmanns- dóttir og Karl Ólafsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands, Rafmagnsveitur ríkisins og Sparisjóður Norðfjarðar. Þiljuvellir 6, Neskaupstað, þingl. eig. Sigfús Guðmundsson, gerðar- beiöandi Lífeyrissjóður Austurlands. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, 9. júli 1996. Forval Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarliðs- eigna, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs um eftirfarandi þjónustuverkefni fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli: 1. Rekstur bókunarskrifstofu vegna gisti- rýmis (Central Billeting Front Desk Operation). Verkefnið felur í sér rekstur bókunarskrif- stofunnar á tímabilinu 1. október 1996 - 30. september 1997. Tilboð verða opnuð í viðurvist tilbjóðenda 20. ágúst 1996. 2. Gámaflutningur. Verkið felur í sér að flytja 20 og 40 feta gáma um varnarsvæðið og milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Samningstímabil er frá 1. október 1996 - 30. september 1997. Áætlað umfang verkefnisins er eftir- farandi: 300 klst. fyrir dráttarbíl með hliðar- losunarvagni (side loader). 30 klst. fyrir dráttarbíl með dráttarvagni. 96 ferðir fyrir 4.0-5.5 tonna vörubíl með lausavarning. Tilboð verða opnuð í viðurvist tilbjóðenda 20. ágúst nk. Forvalsgögn ber að fylia samviskusamlega út. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins áskil- ur sér rétt til að hafna forvalsumsóknum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við viðbótarupplýsingum frá umsækjendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Forvalsfrestur er til 22. júlí 1996. Forvals- gögn fást á varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, og ber að skila forvalsgögnum útfylltum þangað. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.