Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 39 FRÉTTIR Þjófar fóru inn í skúr við Rafveituveg Skemmt þegar engu var að stela ÞAÐ virðist litlu máli skipta fyr- ir suma innbrotsþjófa hvort ein- hverra verðmæta er von þar sem þeir fara inn. Þannig var brotist inn í lítinn skúr við skíðalyftuna við Rafstöðvarveg í gær. I skúrn- um er afdrep fyrir umsjónar- mann og þar hafa eldri borgar- ar, sem stunda púttvöll í ná- grenninu, fengið að fara inn til að hita sér kaffi. Innbrotsþjóf- arnir stálu hins vegar kaffikönn- unni, en þegar þeir fundu ekkert annað sem þeir töldu nýtilegt ákváðu þeir að rusla rækilega Morgunblaðið/Jón Svavarsson til, tæma skúffur og strá kaffi- dufti á gólfið. Sigurðar Haf- steinssonar, umsjónarmanns, beið því töluverð hreingerning. Heilunarhelgi með Þórhalli miðli MANNRÆKTARMIÐSTÖÐ Snæ- fellsáss samfélagsins að Brekkubæ, Hellnum, stendur fyrir heilunar- helgi 19.-21. júlí og er Þórhallur Guðmundsson miðill aðalgestur helgarinnar. Þórhallur leiðir hugleiðslur, held- ur fyrirlestra um árulitina og heilun með litum, auk þess sem hann veit- ir þjálfun í heilun með litum og með tónlist og kynnir aðrar heilun- araðferðir, sem hann hefur notað við vinnu sína. Á laugardagskvöldinu kl. 20.30 verður Þórhallur með skyggnilýs- ingu eins og honum er einum lagið. Skyggnilýsingin er öllum opin og greiða aðrir en helgargestir fyrir aðgang að henni. Auk Þórhalls verða Inga Magn- úsdóttir, Sigríður Guðbergsdóttir, Guðrún G. Bergmann og Guðríður Hannesdóttir með fyrirlestra um heilun og heilunaraðferðir. Dagskrá helgarinnar er skipulögð og hefst hún kl. 21 á föstudagskvöld- inu og kl. 10 að morgni laugar- dags og sunnu- dags. Tímasetn- ing er þó ekki bindandi þar sem fylgt verður fiæði augna- bliksins. Hægt verður að fá einkatíma í heilun og spilnalestri, sem bókað er á staðnum. Aðgöngumiði á heil- unarhelgina kostar 3900 kr. og er allt innifalið nema einkatímar sem greiða þarf sérstaklega. Reiknað er með að þátttakendur búi í tjöldum en þeir sem vilja geta pantað svefnpokapláss sem þarf að greiða sérstaklega. Ákveðið er að taka aðeins á móti takmörkuðum fjölda fólks svo ráðlegt er að bóka þátttöku. Námsstyrkir Námsmannaþjón- ustu Sparisjóðsins í Keflavik Norrænt vinabæjamót í Ólafsfirði ÁRLEGUM námsstyrkjum í Náms- mannaþjónustu Sparisjóðsins í Kefla- vík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrkinn í ár: 100.000 kr. styrk fengu Gestur Pálsson, en hann er að ljúka B.S. námi í tæknifræði frá Oklahoma State University, Þórdís G. Þórðardóttir, sem er að ljúka B.A. námi í sálfræði frá Indiana University og Unnur B. Þórhallsdóttir, sem lýkur B. Ed. námi frá Kennaraháskóla íslands. 50.000 kr. styrk fá Hulda María Stefánsdóttir og Karlotta Sigur- björnsdóttur en þær voru báðar að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum var skipuð eftirtöldum aðilum: Ólafur Arnbjörnsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja, formaður dómnefndar, Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, Friðjón Einarsson, Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Námsmannaþjónusta Sparisjóðs- ins er fjölþætt fjármálaþjónusta sem opin er öllum námsmönnum og það FRÁ vinstri: Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri, Bjarney Hallmanns- dóttir með son sinn Hallmann Óskar Gestsson, en hún tók við styrknum f.h. eiginmanns síns Gests Péturssonar, Hulda María Stefánsdóttir, Unnur B. Þórhallsdóttir, Þórður Björnsson, sem tók við styrknum f.h. dóttur sinnar Þórdísar G. Þórðardóttur, og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðssljóri. Á myndina vantar einn styrkþegann, Karlottu Sigurbjörnsdóttur. kostar ekki neitt að vera í henni. námsfólki frá Suðurnesjum og er Sparisjóðurinn í Keflavík hefur í þetta fimmta árið sem Námsmanna- gegnum tíðina stutt við bakið á styrkirnir eru veittir. Um 260 manns frá norræn- um vinabæjum sækja mótið NORRÆNT vinabæjamót verður haldið í annað sinn i Ólafsfirði dag- ana 11.-14. júlí nk. Um 260 manns frá norrænu vinabæjunum sækja mótið, en þeir eru frá Hillerod í Dan- mörku, Horten/Borre í Noregi, Karls- krona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi. Meðal þátttakenda er 70 manna skólalúðrasveit frá Noregi og 25 manna kór frá Lovisa sem taka munu þátt í dagskrá mótsins og væntanlega setja mikinn svip á það. Lúðrasveitin mun m.a. ganga í broddi fylkingar sem fer um götur bæjarins er mótið verður sett og Lovisa-kórinn heldur sérstaka tónleika. Þegar fyrsta vinabæjamótið var haldið í Ólafsfirði fyrir 10 árum, sóttu það um 100 gestir frá Norður- löndunum, en mótin eru nú haldin annað hvert ár og til skiptis í bæjun- um fimm. Ólafsfirðingar hófu þátt- töku í samstarfinu árið 1977 og hafa fjölmennt á vinabæjamót í hin- um bæjunum alla tíð síðan og skipta þeir Ólafsfirðingar og reyndar aðrir sem þar hafa komið við sögu nú hundruðum. Þá hafa samskipti verið nokkur á íþróttasviðinu og á sviði unglingaskipta. Að þessu sinni er lögð áhersla á þátttöku alls almennings í dagskrár- atriðum, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá undirbúningsnefnd. Vonast er til að bæjarbúar og gestir þeirra kunni vel að meta það sem boðið verður upp á. Ólafsfjarðarbær er nú að taka á sig hátíðarsvip og virðist tilefni sem þetta vera hvati til átaks í fegrunar- og umhverfismálum. Hátíðin verður sett kl. 10 á föstu- dagsmorgun við Tjarnarborg en hálftíma áður verður gengið fylktu liði frá upplýsingamiðstöðinni við gagnfræðaskólann og að Tjarnar- borg. í framhaldinu verður boðið upp á veglega dagskrá við allra hæfí fram á sunnudag. Fjórar norskar flugsveitir senda F-16 flugvélar til Islands Morgunblaðið/Baldur Sveinsson NORSKAR herflugvélar yfir Keflavíkurflugvelli. Borgarráð Flutt án rök- stuðnings BORGARRÁÐ lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja Landmælingar til Akraness, án sýnilegs rökstuðnings. 1 samþykkt borgarráðs segir að flutningurinn hafí ekki aðeins í för með sér röskun á högum tuga starfs- manna og fjölskyldna heldur feli í sér atlögu að atvinnulífi borgarinnar, sem eigi undir högg að sækja. Hvet- ur borgarráð ríkisstjóm til að standa betur að undirbúningi slíkra mála. ♦ ♦ ♦---- Dorgveiði- keppni frestað DORGVEIÐIKEPPNI sem vera átti á vegum Æskulýðs- og tómstunda- ráðs Hafnarfjarðar í gær var frestað til þriðjudagsins 16. júlí vegna veð- urs. -----♦ ♦ ♦---- LEIÐRÉTT Þorsteinsætt í Staðarsveit ÞAU leiðu mistök urðu í Mbl. í gær að í fréttatilkynningu um nýútkomin ættfræðirit um Þorsteinsætt í Stað- arsveit kom orðið Tímarit fyrir í yfir- skrift fréttarinnar í staðinn fyrir Nýjar bækur. Ritið er langt frá því að vera í tímaritsformi heldur er það um 650 bls. í tveimur bindum. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. ÁTTA F-16 þotur úr norska flug- hernum lentu um helgina á Keflavik- urflugvelli. Þessar flugvélar tilheyra fjórum flugsveitum norska flughers- ins, 331., 332., 334. og 338. flug- sveit. Norskar herflugvélar eru ekki með öllu ókunnar á íslandi. í síðari heimstyijöldinni flugu norskir flug- menn m.a. Northrop N-3PB könn- unar og sprengjuflugvélum frá Nauthólsvík, Akureyri og Reyðar- firði. Þessar flugvélar önnuðust skipa- og kafbátaeftirlit og meðlimir 330. flugsveitar sem flugu þessum flugvélum voru hinir fyrstu af ftjáls- um Norðmönnum til að taka þátt í baráttunni við Þjóðveija eftir að Noregur var hernuminn. Einni slíkri vél var einmitt bjargað úr Þjórsá sumarið 1979 með þátttöku íslenska Flugsögufélagsins, Norska flughers- ins, Northrop verksmiðjunnar og hjálp frá fjölmörgum íslenskum aðil- um m.a. Björgunarsveitinni Albert á Seltjarnarnesi og vöskum íslenskum köfurum. Þessi vél var síðan gerð upp af eftirlaunastarfsmönnum Northrop verksmiðjanna og lokið við hana haustið 1980. Síðar var hún sýnd í Reykjavík og er nú á safni Norska flughersins í Bodö. Norsku F-16 vélarnar eru ekki heldur óþekktar á Keflavíkui'flug- velli því oftsinnis hafa tvær til fjórar slíkar vélar komið hingað og dvalist einn til tvo daga við æfingar með sveitum bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli. Þessi dvöl er frá- brugðin því sem venjulegast er, því reiknað er með að vélarnar og áhafn- irnar dvelji hér í tvær vikur við æf- ingar. Eining eru 18 flugmenn með í för til að skiptast á að fljúga þess- um átta vélum. Ekki er heldur venj- an að vélarnar séu úr svo mörgum flugsveitum sem nú. Hvað hafa Norðmenn upp úr því að koma hingað til æfinga? Tækifærið til að fljúga gegn flug- vélum af öðrum tegundum er mjög mikilvægur þáttur í æfingu allra orrustuflugmanna en hún miðar að því að þjálfa þá í að beita flugvélum sínum sem vopnum. í Noregi og jafn- vel annarsstaðar á meginlandi Evr- ópu gefast ekki mörg tækifæri til þessa lengur, sérstaklega ekki gegn öflugum og vel búnum vélum eins og F-15 vélar Bandaríkjamanna eru. Sama gildir um Bandaríkjamennina sem hér eru. Þeir fá með þessu færi á að æfa betur varnir landsins og fljúga gegn léttum, öflugum og snör- um F-16 vélunum. Ekki er síður mikilvægt fyrir norsku F-16 flugmennina að fátæki- færi til að æfa eldsneytistöku í lofti úr KC-135E vélinni sem ætíð er stað- sett hér. Þetta færi gefst Norðmönn- um ekki heima því norski flugherinn á engar slíkar vélar. Einnig gefur þetta KC-135 mönnum kjörið færi á að æfa eldsneytisgjöf margra véla á stuttum tíma. Um helgina æfðu fjórar F-15 vélar og fjórar F-16 einmitt það að veija eldsneytisvél af gerðinni KC-135 fyr- ir fjórum F-16 vélum sem áttu að granda henni. Meðan á æfingunni stendur fá allar sveitirnar færi á að taka þátt í bæði sókn og vörn. Alls eru hér rúmlega 50 Norð- menn meðan á æfingunni stendur, 18 flugmenn, 30 flugvirkjar og stjórnendur ásamt nokkrum mönn- um sem æfa sig í að stjórna vélum með hjálp ratsjárstöðvanna eins og í Rockville á Sandgerðisheiði. Æfing þessi er í besta anda sam- vinnu NATO ríkjanna og eykur styrk þess liðs sem til taks er á hverjum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.