Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Ég verð taugaóstyrkur að spila - Já, maður veit aldrei hvað - Ekkert þessara mannspila er á móti Svarta Pétri, fjárhættu- hann er að hugsa um ... með hundsmynd. spilaranum fræga. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um samkynhneigð og kynskipti Frá Guðbjörgu Sigurjónsdóttur: ÉG LAS um daginn í Morgunblaðinu að það ætti að fara að framkvæma hér kynskipti á fólki pg landlæknir væri því samþykkur. I 3. Mósesbók Biblíunnar, 18. kafla, stendur svo, talað til karlmanna: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“ í 1. kafla Rómveijabréfs stendur: „Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars. Karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar." í sköpunarsögunni segir Guð: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss.“ „Og Drott- inn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins." Og áfram segir: „Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.“ Þegar ég hugsa um sköpunar- verkið sé ég að að það er fullkomið af hendi Skaparans. Maður, kona, barn. Sæði mannsins fer í konuna, það verður fóstur sem vex og verð- ur barn og þannig heldur sköpunar- verkið áfram. En þegar karlmenn fara að hafa mök saman og konur fara að brenna af girnd hver til annarrar, þá er komin meinsemd í sköpunarverkið. Þá er komið óeðli, skemmd. Það á ekki að láta skemmdina vaxa og skemma út frá sér. Það á að stoppa hana, græða. Kynskiptingur fremur ekki bara óhæfuverk á sjálfum sér, hann bak- ar fólkinu sínu þjáningu og kvöl. Hann er búinn að gera sjálfan sig að viðrini, hann er hvorki karlmað- ur né kona, hann getur aldrei feng- ið móðurlíf eða annað sem tilheyrir konunni. Það má segja það sama um konur sem fremja þessa óhæfu. Það er engu að síður óhæfa fyrir lækna að fremja þessa aðgerð, þeir komast ekkert síður undan dómi Guðs. Ég vil með þessum línum vara ykkur við, sem bíðið eftir kynskipt- ingu. Það er enn tími til að bæta ráð sitt. Guð elskar sköpun sína og vill ekki að neinir glatist, heldur að þeir komist til þekkingar á sann- leikanum. „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur oss syndirn- ar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef við viljum vera kristin þjóð áfram verðum við að hlýða Guðs orði. Megi Drottinn opna augu og eyru þjóðarinnar fyrir boðskap sín- um, því að hann er þjóðinni okkar til heilla. GUÐBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í uppiýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 -11. útdráttur 4. flokki 1994 - 4. útdráttur 2. flokki 1995 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.