Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKOLABÍÓ SIMI 552 2140 Háskólabíó Heimasíða Barb Wire http://vortex.is/pamela „EKKI SEGJA VINAN"!! TRAVOLTA kemst upp á milli hjóna. Hjóna djöfull JOHN Travolta hefur ákveðið að leika í myndinni „She’s De Lo- vely“ með hjónakornunum Sean Penn og Robin Wright. Travolta er nú búinn að vera undanfarnar tvær vikur við æfingar fyrir hlut- verkið. í myndinni leikur hann mann sem reynir að komast upp á milli drykkjuglaðra hjóna sem leikin eru af Penn og Wright. Leikstjóri myndarinnar er Nick Cassavetes en handritið er eftir föður hans heitinn, John Cassa- vetes, sem var þekktur leiksljóri, leikari og handritahöfundur. Ljósmyndir/Elín Sigurðardóttir FJALLKONAN Helga Óttars- dóttir flutti Ijóðið Þingvellir. HARALD Aspelund, Katrín Sverrisdóttir. Bryndís Pálmarsdótt- ir, Bjarni Markússon, Ragnheiður Dögg ísaksdóttir og Sólveig Ólafsdóttir fengu sér pylsur. Þjóðhátíð í Briissel ÍSLENDINGAR í Belgíu tóku for- skot á sæluna og héldu þjóðhátíð laugardaginn 15. júní í skemmti- garði rétt við Antwerpen. Veður var eins og það gerist best og að lokinni hátiðarræðu varaform- anns íslendingafélagsins, Kristj- áns Bernburg, flutti Helga Ottars- dóttir fjallkona ljóðið Þingvellir eftir Jakob Jóhannesson Smára. Þá var tekið til við pylsuát og voru pylsurnar sendar að heiman. í Belgíu búa um 200 íslending- ar, flestir í Brussel og nágrenni og, er félagslíf þeirra mjög líf- legt. I vetur var starfræktur skóli þar sem eldri börnin lærðu ís- lensku og dönsku og sunnudaga- skóli fyrir þau yngri. Einnig eru starfandi öflugt knattspyrnufé- lag, FÍFL (Félag íslenskra fótboltaleikara), kór, leshringur og kraftgönguhópur. LETTERMAN | ■St' i GESTIR í KVÖLD Áskriftarsími 533 5633 Scottie Pippen eorge Miller MISSTU EKKI AF LETTERMAN ASTÖÐ3 í KVÖLD S T Ö Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.