Morgunblaðið - 10.07.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.1996, Síða 1
HJOLREIÐAR / FRAKKLANDSKEPPNIN Reuter ÞJÓÐVERJIIMN Erik Zabel, iengst til hægri, kom fyrstur í mark í Frakklandskeppninni í gær, er hjólað var frá Tórínó á Ítaiíu til Gap í Frakklandi. Daninn Bjarne Riis, sem hefur forustu í keppninni eftir tíu áfanga, hefur trú á því að hann geti fagnað sigri í París þegar upp verður staðið. Úrslit / C2 Rúnar skipti úr Víkingi í Hauka RÚNAR Sigtryggsson gekk í gær frá félaga- skiptum úr Víldngi í Hauka. Hann sagðist hafa áður rætt við Val og Stjörnuna en Hauk- ar hefðu orðið fyrir valinu. „Ég vil spila 11. deild því 2. deildin er ekki burðug,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Haukar eru með gott lið og góða stjórn og ég var kominn á síðasta snúning með að skipta því æfingar hefjast 22. júlí.“ Haukar hafa einnig fengið Magnús Sig- mundsson frá ÍR og Sigurð Þórðarson frá Selfossi. Gunnar Gunnarsson, leikmaður og þjálfari, verður þjálfari Elverum í Noregi en Sigurður Gunnarsson var ráðinn þjálfari í staðinn. Þjálfari Grinda- víkur í leikbann SAUTJÁN meistaraflokksmenn voru úr- skurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Þar af voru þrír leikmenn í 1. deild - Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavikur- liðsins, Rútur Snorrason, IBV, og Rúnar P. Sigmundsson, Stjöra- unni, eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Einn leikmað- ur var úrskurðaður I tveggja leikja baim vegna brottvísunar, Guðmundur Hákonar- son, Þór, eins leiks bann vegna brottvísun- ar fengu Michael Pa- yne, Fram, Ólafur Öra Oddsson, Haukum, Arai Þór Eyþórsson, HK, Dragoslav Stojanovic, KVA, Sveinn H. Steingrímsson, SM, og Þórir Jónsson, Fjölni. Börkur Edvaldsson, Gróttu, Guðjón Björas- son, HK, Bjarni Már Hafþórsson og Jón Þór Eyjólfsson, ÍR, Kjartan Hjálmarsson, Leikni R., Pálmar Guðmundsson, Reynir S., og Sigur- geir Trausti Höskuldsson, Skautafélagi Reykjavíkur, fengu eins leiks bann vegna fjög- urra gulra spjalda. Þrettán leikmenn yngri flokka fengu leik- bann, tveir leikmenn 3. flokks fengu tveggja leikja bann vegna brottvísunar og tveir leik- menn 4. flokks eins leiks bann vegna brottvís- unar. MANNVIRKI/LAUGARDALUR Samið um hönnun og verkfræði þáttinn vegna nýrrar stúku Knattspyrnusamband íslands skrifaði undir samning við Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf., VST, og Teiknistofuna hf., Ármúla 6, í gær vegna verk- fræðiþáttar og allrar hönnunar við nýja stúku við Laugardalsvöll og breytingar á núverandi stúku. Fyrirtækin eiga að skila teikning- um til bygginganefndar 29. ágúst nk. og er ráðgert að bjóða út 1. áfanga verksins 9. september en framkvæmdum við hann á að vera lokið 1. júní á næsta ári. Eins og Morgunblaðið greindi frá í liðinni viku ákvað borgarráð að ganga til samninga við KSÍ um framkvæmdir og rekstur Laugar- dalsvallar í 15 ár og tekur sam- bandið við rekstrinum 1. janúar á Morgunblaðið/Ásdís FRÁ undirskrift samningsins, Frá vinstri: Bjarni Snæbjörnsson og Gísli Halldórsson frá Telkni- stofunni, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Magnús Bjarnason, byggingastjóri KSÍ, og Viðar Ólafsson og Níels Indriðason frá VST. næsta ári. Samkvæmt samning- num tekur KSÍ m.a. að sér að koma upp nýrri yfirbyggðri stúku fyrir allt að 3.500 áhorfendur og setja jafnmörg sæti í núverandi stúku auk þess að sjá um aðrar nauðsynlegar breytingar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við Morgunblaðið að samið hefði verið við fyrrnefnd fyrirtæki um að þau legðu fram teikningar með gerða kostnaðaráætlun í huga. Hann sagði að í fyrsta áfanga væri ekki aðeins gert ráð fyrir endurbótum á gömlu stúkunni heldur miklum breytingum á að- stöðu fijálsíþróttamanna í Bald- urshaga. í því sambandi nefndi hann sérstaklega að komið yrði fyrir 60 m hlaupabraut. ■ MHHH TVÆR EIGINKONUR FORMANNAIISLENSKA OLYMPIUHOPNUM / C2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.