Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 4
ímm WL®t$mnhlufaib ■ BOB Kennedy langhlaupari frá Bandaríkjunum varð fyrsti maðurinn sem ekki er ættaður frá Afríku sem hleypur 5.000 metr- ana undir 13 mínútum er hann kom annar í mark á alþjóðamótinu í Stokkhólmi í fyrradag á 12.58,75 mínútum. Kennedy varð annar í hlaupinu. ■ HICHAM E1 Guerroudj frá Marokkó sigraði í 1.500 metra hlaupi á sama móti á 3.29,59 mínútum. það er þriðji besti tími í greininni frá upphafi vega. ■ JONATHAN Edwards heims- methafinn í þrístökki sigraði í 21. skipti röð í þrístökkskeppni er hann stökk lengst allra, 17,29 metra, á Stokkhólmsmótinu. Það er einum metra styttra en heims- metið sem hann setti á HM í Gautaborg í fyrra. Að keppni lok- inni sagði Edwards prísa sig sæl- an yfir því að hvorki hinir sterku Kúbumenn né Kenny Harrison frá Bandaríkjunum hafi verið með. „Fæturnir á mér voru svo kraftlausir.“ ■ ALÞJÓÐLEGT fijálsíþrótta- mót verður í kvöld í Nice í Frakk- landi. Þar verður líklega um hörkukeppni að ræða í mörgum greinum en líklega beinast sviðsljósin einna helst að stangarstökkinu en þar mætast heimsmethafinn Sergei Bubka, ólympíumeistarinn Maksim Tar- asov frá Rússlandi og Suður- Afríkumaðurinn Okkert Brits. Hinn síðastnefndi stökk yfir 6 metra í tvígang í fyrra. FRJALSIÞROTTIR Verð að drrfa í þessu Ofsagt að Vala Flosadóttir hafi sett heimsmet unglinga í Stokkhólmi _______________________________________________________________________________________________________u ff Sögðuð þið frá því að ég hefði stokkið 4,15 metra? Eg verð þá að drífa mig í að gera það á næsta móti,“ sagði Vala Flosadóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram kom í blaðinu í gær að Vala hefði stokkið 4,15 metra á alþjóð- legu mótí í Stokkhólmi í fyrrakvöld og sett um leið heimsmet unglinga og jafnframt Norðurlanda- og Is- landsmet. Það rétta er að hún stökk 4,10 metra á mótinu sem er jöfnun á Norðurlanda- og íslandsmeti. Þetta breytir þó ekki þeirri stað- reynd að Vala sigraði í keppninni. Þessi ranga frétt var höfð eftir sjón- varpsstöðinni Eurosport sem sýndi frá mótinu í beinni útsendingu. Ekki náðist í Völu stð keppni lokinni til að fá fréttina staðfesta þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vala sigraði í stangarstökks- keppni mótsins eftir að farið hafði fram umstökk á milli hennar og bandarísku stúlkunnar Stacy Drag- illa. Umstökk er það kallað er tveir keppendur verða jafnir og eru sett- ir í aukakeppni til að knýja fram sigurvegara. Vala og Dragilla voru Reuter VALA Flosadóttlr slakar hér á eftir sigurinn á EM innan- húss f vor, en nœstu vlkur gefst lítlll tíml til að slaka á því mörg mót aru framundan. jafnai- að keppni lokinni með 4,10 metra og var því stöngin færð upp í 4,15 í fyrstu umferð umstökksins. Þær felldu báðar þá hæð og var því ráin lækkuð um 6 sentimetra í 4,10. Yfir þá hæð fór Vala í fyrsta stökki, en Dragilla felldi og hafnaði í öðru sæti. Heimsmethafínn Emma George varð þriðja með 4 metra. „Ég var mjög nálægt því að fara yfir 4,15 metra í umstökkinu, fór yfír en rétt straukst við á niðurleið. Svo það er stutt í að ég komist yfir þessa hæð,“ bætti Vala við. Hún sagði keppnina hafa verið skemmtilega og ánægjulegt hafí verið að sigra á svo stóru móti sem þetta var þar sem margir af fremstu ffjálsíþróttamönnum heims hafi ver- ið á meðal þátttakenda. „Nú kemur hvíld frá mótum um tíma vegna þess að Ólympíuleikam- ir eru að heijast og næsta mót verð- ur hjá mér í Ungveijalandi um miðj- an ágúst. Það getur verið að ég verði með á Norðurlandamóti ung- linga í fjöiþraut hér í Svíþjóð eftir tvær vikur,“ sagði Vala er hún var innt eftir hvað væri næst á dagskrá hennar. Þar keppir einnig Sunna Gestsdóttir, USAH. Þá sagðist hún koma heim og vera með í 1. deild bikarkeppni FRÍ 10. og 11. ágúst. Síðustu tíu daga hefur andstæð- ingur hennar í stangarstökkskeppn- inni í fyrrakvöld, Dragilla, æft með henni í Malmö og ætlar hún að vera í æfingabúðum þar næstu vikuna. „Það var gott að fá stúlku til að æfa með og góð tilbreyting frá að æfa eingöngu með karlmönnum," sagði Vala. ÍÞRÍMR FOLX Johnson er klár í slaginn SÍÐASTA opinbera hlaup Bandaríkjamannsins Michael Johnsons fyrir Ólympíuleikana í Atlanta var í Stokkhólmi í fyrradag er hann kom fyrstur í mark í 200 metra spretti á sjötta besta tíma sögunn- ar, 19,77 sekúndum. Næst þegarþessi 28áragamliTexasbúi kemur fram í sviðsljósið og tekur til fótanna hefur alvaran tekið við af fullum þunga með undanrásum í 400 metra hlaupi Ólympíu- leikanna í Atlanta. Sem kunnugt er, er það markmið hans að verða fyrsti maður í sögu Ólympiuleikanna að sigra í 200 og 400 metra hlaupi á sama móti og sóknin hefst föstudaginn 26. júlí. Þá byrjar riðlakeppni 400 metra hlaupsins. Reutcr MICHAEL Johnson kemur í mark sem sigurvegari í 200 m hlaupl í Stokkhólml á 19,77 sek. Nú um stundir er talið að enginn hlaupari geti ógnað Johnson í 400 metra hlaupi. Hann hefur á síð- ustu árum margoft hlaupið vega- lengdina undir 44 sekúndum, nokkuð sem aðeins landi hans Butch Reynolds hefur leikið eftir. Reynolds á heims- metið, 43,29 sekúndur, en hefur stað- ið í skugga Johnsons síðustu ár eftir að sá fyrrnefndi sneri á ný til keppni að loknu banni vegna lyfjanotkunar. I 200 metra hlaupinu gæti hann fengið meiri samkeppni um gullverð- launin þrátt fyrir að úrslit síðustu ára og tímar gefí það ekki til kynna frek- ar en í 400 metra hlaupi. Namibíu- maðurinn Frankie Fredericks er í góðri æfíngu nú um stundir og hafði m.a. betur í einvígi þeirra á Bislett- leikvanginum í Ósló á síðasta föstu- dag. Þriðja greinin sem Johnson kepp- ir í á leikunum er ein af síðustu keppn- isgreinum frjálsíþróttadagskrárinnar í Atlanta, en þá hleypur hann ásamt félögum sínum í 4x400 metra boð- hlaupi. Þar eru sigurlíkur Johnsons verulegar vegna þess að þrír fljótustu 400 metra hlauparar heimsins í ár skipa sveitina ásamt þeim fjórða sem er enginn aukvisi. Lokahnútana í undirbúningi sínum fyrir leikana í Atlanta hnýtti Johnson á þremur mótum sem hann tók þátt í í Evrópu, í Lausanne í Sviss, þar sem hann kom langfyrstur í mark í 400 metra hlaupi á 43,66 sekúndum, á Bislett leikunum, en þar tapaði hann fyrir Fredericks og loks í Stokkhólmi í fyrradag. Hann ætlaði sér sigur í öllum hlaupum, en það tókst ekki, sem var nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Johnson lét það ekki slá sig út af laginu og hljóp glæsilega í Stokkhólmi, var fyrstur frá fyrsta skrefí til þess síðasta. Þar sendi hann andstæðingum sínum í Atlanta, s.s. Fredericks, Ato Boldon frá Trinidad og löndum sínum Jon Drummond og Jeff Williams skýr skilaboð um að hann myndi ekkert gefa eftir þegar á hólminn verður komið. „Ég var illa einbeittur í hlaupinu á Bislettleikvanginum og var refsað fyrir vikið. Fékk slæmt viðbragð og tapaði," sagði Johnson. „En þegar litið er á hlaupið burtséð frá viðbragð- inu þá var það gott og tíminn fínn, 19,85 sekúndur." Johnson segir það af og frá að nú séu þeir Fredericks af svipuðum styrkleika í 200 metra hlaupi. „Ef skoðaðir eru tímar mínir í greininni á undanförnum tólf mán- uðum og þeir bornir saman við árang- ur hans á sama tímabili getur hvert mannsbarn séð hvor okkar hefur hlaupið hraðar. í þessu eina hlaupi gerði ég mistök og gegn jafn góðum hlaupara og Fredericks þá kosta ein mistök tap.“ Fredericks var ekki á meðal kepp- enda í Stokkhólmi en þar var Boldon og hann hefur verið í mikilli framför allt þetta ár og hljóp meðal annars á 19,85 sekúndum í Lausanne á sama móti og Johnson sigraði 400 metra hlaupi. Boldon varð annar í Stokk- hólmi á 19,94 sekúndum og sagði eftir hlaupið að ekki þyrfti að efast um að Johnson væri í góðri æfingu um þessar mundir. „En það mun eng- inn gefa honum þumlung eftir þegar í úrslitin verður komið." Johnson er ánægður með ferð sína til Evrópu og sagði hana hafa náð tilgangi sínum. „Þegar úrtökumótinu lauk heima vildi ég athuga betur hvar ég stóð líkamlega og þess vegna fór ég til Evrópu. Niðurstaðan er á svip- uðum nótum og ég reiknaði með. Þegar ég kem heim ætla ég að halda mér á því róli. Eftir leikana ætla ég að slaka á og gera ekki handtak í nokkurn tíma.“ Það er ljóst að úrslit 200 metra hlaups Ólympíuleikanna verða einn af hápunktum ef ekki hápunktur frjálsíþróttakeppninnar. Þar mun koma í ljós hvort Johnson fær nafn sitt ritað við hliðina á landa sínum Valerie Briscoe-Hooks, sem kom fyrst í mark í 200 og 400 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.