Morgunblaðið - 10.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 10.07.1996, Page 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐ VIKUDA GUR 10. JUL11996 BLAÐ Viðtal o Friðrik Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf. Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Verðlækkun á lýsi gæti haft áhrif á verð á loðnu upp úr sjó LOÐIMAN SKOÐUÐ • MIKIL loðnuveiði hefur verið frá upphafi vertíðar og hefur þurft að takmarka veiðarnar svo verksmiðjurnar hafi undan, Mikil áta i loðnunni hefur gert vinnsl- Morgunblaðið/HG unni erfitt fyrir. Hér er Reynir Amason, útgerðarstjóri Tanga hf. á Vopnafirði, að skoða loðn- una, sem Sunnubergið var að koma með í land. íslendingar frysta flök af nílarkarfa í Úganda NAFCO, Nordic African Fis- heries Company Ltd, er fisk- vinnsla við Viktoríuvatn . í Úganda í eigu nokkurra ís- lendinga. Júlíus Sólnes pró- fessor, sem er í forsvari fyrir félagið, segir að undirbúningsvinnu fyrir flakafryst- ingu fari senn að ljúka og áætlað sé að flakaframleiðslan í húsinu verði um 2-3 þúsund tonn á ári. Ráðgert að vinna úr allt að 10.000 tonnum á ári íslendingarnir festu kaup á húsnæði í borginni Jinjsa í Úganda fyrr á þessu ári og hafa undanfarna mánuði unnið að breytingum á húsinu. „Þetta er upphaflega byggt sem fiskverkunarhús með kaldreykingu á nílarkarfa í huga. Þó að það sé gríðarstórt og fullkomið þá vantaði í það öll frystitæki. Fyrsta viðfangsefni okkar var því að undirbúa og skipuleggja breytingar á húsinu. Sú vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði, frystitækin að koma á staðinn þannig að þetta er allt að smella sam- an,“ segir Júlíus. Verulegar fjárfestingar Júlíus gerir ráð fyrir því að frysting hefjist í húsinu af fullum krafti í haust. Hann segir fjárfestingar verulegar og aðeins frystitækin kosti hundruð þús- unda dollara. „Það er gert ráð fyrir 6-10 þúsund tonna hrávinnslu í húsinu á ári og þar af leiðandi yrði flakafram- leiðslan í kringum 2-3 þúsund tonn á ári. Þannig að þetta er alveg á við meðalstórt frystihús á íslandi.“ 500 þúsund tonn á árl Júlíus segir að síðan snemma í vor hafi verið í gangi tilraunaflökun í hús- inu og flökin send fersk með flugi á Evrópumarkað. Það hafi gengið mjög vel og afurðin fengið geysilega góðar móttökur enda fari eftirspurnin eftir nílarkarfaflökum vaxandi í Evrópu, bæði á Spáni og ekki síður í Mið-Evrópu. Að sögn Júlíusar er aðeins um veið- ar á tveimur fiskitegundum í Viktoríu- vatni að ræða. Nílarkarfinn sé lang- stærsti hlutinn af veiðinni en einnig sé veiddur minni fiskur, kallaður Sánkti Pétursfiskur, sem sé í raun verðmæt- ari en mun minni hluti af heildai’veið- inni. Júlíus segir veiðina í vatninu gríð- arlega mikla. „Heildarveiðin í vatninu er yfir 500 þúsund tonn á ári og það vakna óneitanlega ýmsar spurningar um það hvernig mætti nýta þann afla. Það eru þrjú lönd sem skipta vatninu með sér, það er gríðarleg veiði frá Tansaníu og Kenýamenn eru stórvirkir líka þótt þeir eigi í raun minnsta hlut- ann af vatninu en þeir kaupa samt mikinn fisk af Úgandamönnum til verkunar í eigin húsum,“ segir Júlíus. Júlíus segir bátaflotann á vatninu heldur frumstæðan þó að stærri bátar verði æ algengari. Hann segir mjög merkilegt að löndin sem eigi vatnið hafi gert sín á milli samkomulag um að veiðarnar séu einungis stundaðar á smábátum og hafa bannað togveiðar og stærri skip. Fréttir Markaðir Grænlendingar í fiskvinnslu í Þýzkalandi • ROYAL Greenland, sjáv- arútvegsfyrirtæki græn- lensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fisk- vinnslufyrirtækinu Jadekost í Wilhelmshaven í Norðaust- ur-Þýskalandi. Vinnsla til- búinna rétta og flakafryst- ing hjá RG hefur verið í Glyngöre í Danmörk, en verður nú flutt í verksmiðj- una í Wilhelmshaven. Is- lenskar sjávarafurðir könn- uðu hugsanleg kaup á þess- ari verksmiðju, en úr þeim varð ekkert./2 Mikil veiði viðEldeyna • ENNÞÁ ER mokveiði á Eldeyjarrækjunni og segir Sigurður Friðriksson, skip- stjóri á Guðfinni GK, veiðina vera mun betri en í fyrra sem hafi þó þótt góð. Frá 5. júní til 5. júlí sl. landaði Guðfinnur GK um 135 tonn- um af rækju og segir Sig- urður að ekkert lát sé á veiðinni./4 10 milljónir á sólarhring • SR-MJÖL á Seyðisfirði hefur nú tekið á móti um 10.000 tonnum af loðnu frá mánaðamótum. Unnið er úr um 1.000 tonnum á sólar- hring, en verðmæti þeirrar framleiðslu getur legið ná- lægt 10 milljónuni dag hvern. Þessi mikla loðnu- veiði nú skiptir bæði SR- Mjöl og Seyðisfjörð miklu máli, enda eru margfeldis- áhrifin af þessari verðmæta- sköpun mikil./7 Góður árangur í útflutningi • ÍSLENDINGAR ná mun betri árangri í útflutningi fiskafurða en Norðmenn. Fyrst og fremst vegna þess að á íslandi eru þrír stórir útflytjendur, sem flylja mest af freðfiski og saltfiski utan, en útflytjendur í Noregi eru smáir og skipa hundruðum. Þetta fullyrðir Torbjörn Trondsen, kennari við sjáv- arútvegsskólann í Tromsö, í samtali við Norska blaðið Fiskaren. Hann segir að ís- Iendingar fái 60 til 80 krón- um hærra verð fyrir kíló af þorskflökum í Bandaríkjun- um en Norðmenn./8 Rússa flytja mun minna inn • INNFLUTNINGUR Rússa á frystum og fersk- um fiski hefur nánast hrun- ið á nokkrum árum. Á síð- asta ári nam þessi innflutn- ingur aðeins um 20% af því, sem flutt var inn 1991. Þannig féll innflutningur- inn úr 226.500 tonnum nið- ur í 45.000 tonn á fjórum árum. Það ár var frystur og ferskur fiskur um 99,4% alls innflutnings á sjávraf- urðum, en í fyrra aðeins 56,3%. Innflutningur á nið- ursoðnum afurðum, söltuð- um, þurrkuðum og reyktum fiski og fiskimjöli hefur á hinn bóginn aukizt mikið. BRETLAND: Innflutningur á fiski frá Rússlandi 1991-95 Hátt verð á sólflúru ytra • SÓLFLÚRA selst nú á háu verði á fiskmarkaðnuin í Urk í Hollandi. Verðið um þessar mundir er um 1.042 krónur hvert kíló, en fram- boð á sólfúrunni hefur minnkað mikið. Verð á kola er miklu lægra, aðeins rúm- ar 200 krónur, en það hefur farið hækkandi þrátt yrir að framboð hafi aukizt. Loks er verð á þorski um 147 krónur og hefur það hækkað lítiIIega./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.