Morgunblaðið - 10.07.1996, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1996, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Royal Greenland hefur vinnslu á fiski í Þýskalandi Vill verða leiðandi í tilbúnum réttum ROYAL Greenland, sjávarút- vegsfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Jadekost í Wilhelmshaven í Norðaustur-Þýskalandi. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu og þar segir, að með kaupunum hafi það tryggt sér nægilega fram- leiðslugetu til að fylgja eftir áætlunum sínum um framleiðslu tilbúinna rétta. Sú starfsemi, sem verið hefur í Glyngöre í Danmörk, framleiðsla tilbúinna rétta og frystra flaka, verður nú flutt í verksmiðjuna í Wilhelms- haven. íslenskar sjávarafurðir könnuðu hugsanleg kaup á þessari verk- smiðju, en úr þeim varð ekkert. Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri ÍS, segir í samtali við Verið, að þessi verksmiðja hafi orð- ið gjaldþrota fyrir skömmu. Bank- arnir.s em eignuðust hana hafi síðan reynt að selja hana og ÍS hafi með- al annarra verið boðið að skoða þann kost. „Þeirri skoðun okkar var ekki lokið, þegar verksmiðjan var seld Royal Greenland. Við lögðum heldur ekkimikla áherzlu á þetta mál, þar sem mikið var um að vera hjá okkur á öðum vettvangi á sama tíma,“ segir benedikt Sveinsson. Umsvif Royal Greenland erlendis hafa aukist mjög á síðustu árum og helmingur af veltu fyrirtækisins, sem er um 28,5 milljarðar ísl. kr., er nú í afurðum, sem framleiddar eru utan Grænlands. Er tilgangur- inn með þessari alþjóðavæðingu að gera fyrirtækið ónæmara fyrir sveiflukenndri hráefnisöflun í Grænlandi og hafa framleiðsluna þar sem auðvelt er að nálgast hrá- efni og markaði. 422 millj. kr. Lítil frámleiðslugeta í Glyngöre hefur hingað til haldið aftur af til- raunum Royal Greenland til að hasla sér völl sem leiðandi fyrirtæki á Evrópumarkaði í tilbúnum réttum og því hefur ýmist verið um það rætt að byggja nýja verksmiðju eða kaupa stóra vinnslu. Varð síðari kosturinn loks fyrir valinu en kaup- in á Jadekost kostuðu fyrirtækið 422 millj. ísl. kr. Jadekost-verksmiðjan er afar vel búin og auk þess er hún mjög vel í sveit sett hvað varðar hráefnisút- vegun og dreifingu á enskan, þýsk- an og franskan markað. Royal Gre- enland tekur einnig við sölufyrir- tækinu Jadefood og mun því geta nýtt sér þau viðskiptasambönd og vörumerki, sem það hefur haft. Með kaupunum fær Jadekost nýtt nafn og heitir nú Royal Green- land Seafood Germany GmbH. Skipulagslega er það sett undir Royal Greenland Seafood A/S, sem er með aðalskrifstofur í Glyngöre, og forstjóri þess, Torben Jeppesen, verður stjórnarformaður í þýska fyrirtækinu. Aðalframkvæmdastjóri þess verður aftur Teis Knudsen, sem nú stjórnar urriðaframleiðslunni í Vejle. 55.000 tonn á ári Jadekost-verksmiðjan var reist á árunum 1992-’93 en varð gjaldþrota á síðasta ári vegna of mikillar fjár- festingar. Tóku þá við henni þrír bankar, sem héldu rekstrinum áfram. Verksmiðjan er 14.000 fer- metrar og árleg vinnslugeta 55.000 tonn. Hafnfirðingur HF enn óklár á veiðar ENN ER unnið að lagfæringum á Hafnfirðingi HF og skýrist líklega ekki fyrr en í næstu viku hvenær skipið verður tilbúið til veiða. Sjó- frost ehf. keypti skipið frá Kanada nú í vor og hefur skipið legið í Hafnarfjarðahöfn síðan þá. Bjarni Einarsson, stjórnarmað- ur Sjófrosts ehf., segir að tafir hafi orðið meiri en áætlað var en nú sé unnið á fullu að því að gera skipið klárt. „Við verðum eitthvað lengur að koma öllu í lag og lík- lega ætti að skýrast í næstu viku hvenær það verður. Við áætluðum að vera tilbúnir ujn miðjan júní en það hefur því miður ekki geng- ið eftir. Við misstum þar af leið- andi af úthafskarfanum en það hefur ekki verið ákveðið hvert skipið fer á veiðar. Það verður skoðað þegar þar að kemur en það er ekki úr miklu að velja eins og er,“ segir Bjarni en segir að lík- lega verði Smugan þrautalending- in. Melabraut - Hafnarfirði Vorum aö fá í einkasölu þetta atvinnuhúsnæði skammt fyrir ofan höfnina í Hafnarfirði. Um er að ræða tvær hæðir alls 1.635 fm, með innkeyrslu- möguleika beggja vegna. Húsnæðið hefur verið nýtt sem vörugeymsla, en gæti nýst undir hvers konar fiskvinnslu. Húsnæðið er í góðu ástandi, þó er lóö ekki fullfrágengin. Verð 44 milljónir. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Ás, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sími 565 2790. SKÖTUSELNUM PAKKAÐ • VINNSLUSTÖÐIN í Vest- mannaeyjum er nú að selga á markað ýmiss konar físk, sem hentar á grillið. Þorbergur Aðalsteinsson, markaðsfull- trúi Vinnslustöðvarinnar, seg- ir að fiskinum sé pakkað í þar til gerða álbakka sem siðan eru settir í lofttæmdar umbúð- ir. Nákvæmar leiðbeiningar eru á umbúðunum þannig að eidamennskan er lítið mál. „Núna erum við að setja skötusel, steinbít, búra og rauðsprettu á markað, en þar sem þetta er kæiivara ráðast tegundirnar af þvi hvaða fisk er að hafa hveiju sinni,“ segir Morgunblaðið/Sigurgeir Þorbergur. Mikil vinna hefur verið lögð í að útbúa réttina og er útkoman sérstök krydd- olía og kryddblöndur. Sem dæmi má nefna að lúðan er krydduð með hawæísku kryddi, skötuselurinn austur- lensku kryddi og steinbíturinn er í piparsósu. „Gefur öruggari keyrslu og mun betri nýtinguu Hentar best í skipum skeið í karfavinnslunni hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi hf. á Grundar- firði. Eyjólfur Lárusson, vinnslu- stjóri, segist mjög ánægður með flokkarann og hann hafi reynst vel. Hann gefi öruggari keyrslu í vinnslunni og mun betri nýtingu. „Flokkarinn lofar mjög góðu. Hann þjónar þremur flökunarvélum hjá okkur og gerir flökunina mun létt- ari og með honum verður nýtingin á vélunum mun betri og þar af leið- andi verða afköstin meiri. Hann flokkar karfann mjög vel því hann festist síður í flökunarvélunum þó að um misjafnar stærðir sé að ræða,“ segir Eyjólfur. Þráinn segir karfaflokkarann vera ákveðinn punkt í þessari þró- un. Flokkarinn sé sérstaklega ætl- aður fyrir vinnslu í skipum sem veiða fyrir markað og geti því kom- ið með fiskinn flokkaðan að landi. „Flokkarinn getur flokkað karfa en einnig annan físk eins og þorsk, ýsu og ufsa upp í allt að þrjú og hálft kíló. Ef flokkarinn er notaður um borð í skipi myndi það til dæm- is þýða að allur undirmálsfiskur kæmi að landi en það er slegist um hann á mörkuðum. Einnig hentar fiokkarinn vel um borð í frystiskipum þar sem karfinn er hausaður og flokkaður eftir hausun," segir Þráinn. Hann segir það hafa sýnt sig að flokkarinn STAVA-karfaflokkari frá Stálvinnslunni hf. STÁLVINNSLAN hf. hefur sett á markað nýjan beltaflokkara fyrir karfa. Þráinn Sigtryggsson hjá Stálvinnslunni hefur þróað flokkarann sem hann segir vera afsprengi síldarflokkara sem fyrirtækið hefur selt um áraraðir og er einkum ætlaður til fiskflokkunar um borð í skipum. Nýr karfaflokkari frá Stálvinnslunni Þráinn segir karfaflokkarann í raun framhaldsvinnslu á STAVA síldarflokkaranum sem Stálvinnsl- an hf. setti fyrst á markaðinn árið 1960 og hefur selt víða um heim. Árið 1988 hafi hann gert sér grein fyrir þörfinni fyrir flokkara fyrir stærri fisk, sérstaklega til að flokka eldisfisk og hafið þróun á nýjum flokkara og lokið þeirri smíði árið 1990. „Þessi flokkari var smíðaður til að flokka lifandi eldisfisk, þannig að ef slátra á einhverri ákveðinni stærð af fiski þá er hann flokkaður frá en smærri fiskur syndir út í kvíarnar aftur. Einnig þróuðum við út frá þessu seiðaflokkara því seið- in eru þannig að þau stækka mis- munandi hratt og stærri seiðin aféta þau minni. Því þarf helst að flokka hveija stöð á mánaðarfresti,“ segir Þráinn. flokki ekki aðeins fisk sem komi beint úr sjó heldur líka blóðgaðan og hausaðan fisk og jafnvel aðgerð- an fisk einnig. Gefur betri nýtingu Karfaflokkari frá Stálvinnslunni hf. hefur verið notaður um nokkurt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.