Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 3
+ av MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR10. JÚLÍ1996 D 3 VIÐTAL Ferskur og frystur fiskur frá Rússum tryggir fiskverkafólki á Vopnafirði næga atvinnu AFKOMA Tanga hf. á Vopnafirði hefur verið jákvæð síðustu árin eftir fjárhagslega endurskipulagningu árið 1990. Fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg og gerir það nú út tvo togara og eitt loðnuskip. Bolfisk- vinnsla Tanga byggist á rússafiski, bæði ferskum og frystum. Verið heimsötti Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóra Tanga hf til að fræðast um fyrirtækið: „Tangi og dótturfyrirtæki þess reka fiskvinnslu, sem byggist fyrst og fremst upp á aðkeyptu hráefni. Við kaupum megnið af þorski til vinnslu af Rússum, bæði heilfrystan fisk og ferskan, en kaupum einnig fisk hér innan lands. Fyrsti rúss- neski togarinn kom til Vopnafjarðar með fisk 1992. Fyrst framan af gekk það mjög vel og við græddum peinga á þessari vinnslu. Nú er þetta allmiklu erfiðara. Verðið á fiskinum hefur hækkað, afurðaverð lækkað og fleiri eru komnir í framleiðslu á tvífrystum rússafíski." 130.000 vlnnustundir í Rússaf iskinum „Við erum búnir að framleiða tvífrystan fisk fyrir um 400 milljón- ir króna frá upphafí. Það var heil- mikið írafár, þegar við vorum að byrja á þessu. Fullyrt var að það myndi draga niður verð á fiski til íslenzkra sjómanna og þetta átti að eyðileggja markaði okkar erlendis. Hvorugt hefur gerzt. Þessi fiskur hefur skapað hér um 120.000 til 130.000 vinnustundir og við erum aldrei físklausir, þó við tökum nán- ast ekkert af afla eigin skipa til vinnslu hér í fyrirtækinu. Við stopp- um um jól og áramót og svolítið yfir sumarið, en þar fyrir utan höld- um við uppi stöðugri atvinnu. í því felst mikil hagræðing og sá kostur að geta jafnframt beint skipunum annað." Tilraunir með ferskan f isk „Við gerðum tilraun til að kaupa ferskan fisk af rússneskri útgerð 1993. Þá sendum við stýrimann af Brettingi með þeim út, til að hafa eftirlit með meðferðinni á fiskinum. Þessi tilraun gekk að öllu leyti upp, nema í einu veigamiklu atriði. Verð- ið á fískinum var of hátt fyrir okk- ur. Því varð ekki meira úr þeim þreifíngum þá, en nú er svo komið að verðið hefur lækkað. Þetta sam- starf er því hafið á ný og hefur ís- físktogarinn Makyevka farið þrjá túra og landað hér úrvals fiski. Þetta verkefni gengur upp nú að öllu leyti. Fiskurinn er góður, vinnsl- an gengur vel og það er markaður fyrir afurðirnar. Þetta skip er nú að fara í slipp, en miðað er við að næst komi hingað skip með ferskan físk í ágúst. Annað hvort sama skip- ið eða annað. Þetta dæmi gengur líklega reyndar ekki upp yfir vetur- inn. Þá eru veður verri og veiðin á fjarlægari miðum en nú, en undan- farið hefur veiðin verið við Bjarna- rey og þangað er tiltölulega stutt, aðeins rúmlega þriggja sólarhringa sigling. Yfír veturinn byggist vinnsl- an því á tvífrystingu." Engin andstaða vegna Smugudellunnar „Það skiptir miklu máli að vel sé að þessu staðið, þannig að sómi sé að fyrir báða aðila. Það þarf ekki nema einn túr með ónýtan fisk, til þess að dæmið sé úr sögunni. Ég hef aldrei fundið nokkra andstöðu við þessi viðskipti okkar við Rúss- ana, hvort sem um er að ræða fryst- an fisk eða ferskan. Ég held að fullyrðingar um að Smugudeilan hamli viðskiptum af þessu tagi, séu verulega ýktar. Það sem skiptir máli er, að við fáum ekki físk, nema við borgum gangverð fyrir hann. Það koma svo þeir tímar, að við getum ekki greitt það verð, og það ræður úrslitum, ekki Smugudeilan. Menn eru bara að kenna Smugudeil- unni um, þegar þeir ráða ekki við verðið. Samstarf okkar við Rússana hefur verið mjög gott og gefandi og við munum halda því áfram, meðan við búum við hina miklu afla- skerðingu hér." Samstarfið við Rússa hefur verið mjög gott Útgerðarfélag Akureyringa er um þessar mundir að kaupa hlut í sjávarút- vegsfyrirtækinu Tanga hf. á Vopnafírði. Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga, segir í samtali við Hjört Gíslason að kaup ÚA á hlut í fyrirtækinu muni styrkja bæði rekstur þess og sjálfstæði. Hann telur einnig víst að samvinna og samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi eigi eftir að aukast, öllum til hagsbóta. Voru fyrstir til að kaupa f Isk úr Smugunni „Tangi og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar voru fyrstu fyrirtækin til að kaupa físk af Svalbarðasvæðinu og Smugunni, þegar Færeyingarnir á Atlantie Margret og Zandam komu hingað með fisk þaðan. Við urðum fyrir nokkru aðkasti þá og vorum sakaðir um að kaupa físk af sjóræn- ingjum. Þessir Færeyingar eru nú samt upphafíð að því að við fórum að sækja í Smuguna. Hvað sem sagt var þá getum við að miklu leyti þakkað þeim fyrir að opna augu okkar fyrir möguleikunum í Bar- entshafi. Þeir létu okkur síðan fá allar upplýsingar um veiði og veiði- svæði þar. Fyrir vikið erum við ís- lendingar að taka um 35.000 tonn af þorski þar á ári og erum bara anzi ánægðir með það. Líklega nem- ur heildarþorskafli okkar þar um 80.000 tonnum frá því við byrjuðum að veiða þar fyrir þremur árum. Það var í júlí 1993 sem þessi skip komu og lönduðu hér. Fyrstu íslenzku skipin fóru þarna uppeftir um 20. ágúst og gekk misvel. Menn lærðu af því og fóru því með flot- troll árið eftir og þá byrjaði veiðin strax í byrjun júlí. Þá fóru Hágang- arnir, sem við keyptum með Þórs- höfn, fyrst í Smuguna. Nú eru um 50 skip að hefja veiðar þar." Slakur flskur á innlendum mörkuAum „Við kaupum einnig fisk af inn- lendum mörkuðum, en því miður er hráefni af íslenzkum fískmörkuðum bæði misjafnt og slæmt. Það er vissulega ekki í takt við tímann. í nútíma fískvinnslu byggist allt á því að hægt sé að rekja ferlið frá veið- um til vinnslu og útflutnings til baka, komi einhverjir gallar á afurð- unum í ljós. Þegar við kaupum af nokkrum skipum í einu og flytjum fiskinn hingað til vinnslu, eru körin hvorki dagmerkt, né merkt viðkom- andi skipi. Það er hægt að kvarta við fiskmarkaðinn, þó lítið sé upp úr því að hafa, en ómögulegt er að kvarta yfir einhverju ákveðnu skipi. Þegar menn taka afla af eigin skipi, er vel með hann farið og allur fisk- ur er dagmerktur. Svo er ekki á fiskmörkuðunum og munurinn er eins og svart og hvítt." Þorski breytt í karf a og grálúöu Tangi gerir út þrjú skip, Brett- ing, Eyvind vopna og Sunnuberg og á auk þess Hágang, sem nú hef- FRIÐRIK Guðmundsson er 35 ára gamall, fæddur og uppal- inn á Breiðdalsvík. Hann stundaði lengst af störf tengd verzlun og lauk próf i frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst 1980. Síðan starfaði hann sem verzlunarstjóri hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga á Akranesi til 1984. Þvínæst varð hann kaupfélagsstjóri á Stöðvar- firði til ársins 1990 er hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Tanga hf. Eiginkona Friðriks er Alda Oddsdóttir og eiga þau synina Guðmund og Valgeir. ur verið á leigu hjá útgerðarfélagi Akureyringa til fiskflutninga frá Noregi. Loks á Tangi þriðjung í loðnuskipinu Júpíter á móti Þórs- hafnarbúum. Hvernig er útgerðinni háttað? „Eyvindur vopni er gerður út á ísfiskveiðar til útflutnings, mest karfa og grálúðu og við reynum að hámarka afkomu hans þannig. Við getum svo tekið afla af honum, þegar hagkvæmt verður að vinna hann heima. Eins og er er hag- kvæmast að skipta þorski út fyrir þessar tegundir og senda þær svo út í gámum á markaði erlendis. Brettingur er hálffrystiskip, get- ur bæði komið með frystan fisk og ísaðan að landi. Undanfarin þrjú ár hefur hann eingöngu verið gerður út á heilfrystingu á karfa og grál- úðu innan landhelginnar, en um borð er flökunarvél, sem við höfum leyfí til að nota utan landhelgi eins og í Smugunni. Við höfum skipt út þorski fyrir karfa og grálúðu, sem við tökum innan landhelginnar. Það kemur mun betur út en að vera að veiða þorskinn. Undanfarið hafa fengizt 4 tonn af grálúðu fyrir eitt tonn af þorski. Þá má segja að verð- mætin séu að fara úr 130 krónum, sem við fengjum fyrir þorskkílóið, í 800 krónur fyrir grálúðuna. Svo höfum við farið með hann í Smug- una og erum að fiska fyrir um 250 milljónir á ári með góðri afkomu." Aukin áherzla á loðnu og síld „A síðasta ári var loðnuskipið Sunnuberg keypt frá Grindavík og var það afhent nú á vordögum. Sunnubergið hér áður Gísli Árni og er þekkt aflaskip. Það hefur verið endurbyggt að miklu leyti og ber um 800 tonn af loðnu. Skipinu fylg- ir nokkur loðnukvóti og hefur hann verið aukinn með frekari kvótakaup- um. Nú fylgir skipinu um 1,1% hlut- deild af loðnukvótanum, en á þessu ári megum við veiða 1,6% sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík, en þaðan var Sunnubergið keypt. Kaupin á Sunnuberginu voru meðal annars ætluð til að styrkja rekstur fiskimjölsverksmiðjunnar Lóns, sem er að mestu í eigu Tanga og stefnt er að því að sameinist fyrirtækinu fljótlega. Verksmiðjan hefur verið endur- bætt mikið og að loknum endurbót- unum verður afkastagetan allt að 550 tonnum á sólarhring. Mjölið er gufuþurrkað, sem gefur tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar, þó ekki sé hægt að framleiða hágæða- mjöl. Kaupin á hlut í Júpíter voru einnig til að tryggja okkur loðnu og síld til vinnslu. Allt að 150 manns vinna hjá Tanga og dótturfyrirtækjum, en íbúar á Vopnafirði eru tæplega 900. Tangi er því langstærsti atvinnurek- andinn í þorpinu og hefur svo verið lengi. Velta Tanga og dótturfyrirtækja er rúmlega milljarður ári, en stefnir í nokkra aukningu á þessu ári. Reksturinn var í járnum í fyrra, en við höfum verið með ágæta afkomu samfellt í 6 ár. Útlitið er nú bjart- ara en lengi hefur verið. Ástandið í sjónum er með bezta móti. Afli á sóknareiningu fer vaxandi, loðnan er stærri og feitari en venjulega og síldin lofar góðu." Störf f Iskverkafólks í hættu „Afkoman í vinnslu í landi á hins vegar undir högg að sækja. Þrátt fyrir ótrúlega aðlögunarhæfni, hef- ur þorskskerðingin komið þungt nið- ur á vinnslunni og markaðsverð er í mörgum tilfellum lágt. Við erum líka að keppa við niðurgreidda fisk- vinnslu í Evrópusambandinu og mjög lág vinnulaun eins og til dæm- is í Póllandi og í Kína. Ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða að at- vinna þeirra 4.000 íslendinga, sem vinna við bolfiskfrystingu, séi stór- hættu. Það er nær vonlaust að keppa við þessar aðstæður._ Því getur alveg eins farið svo að íslendingar fari að setja upp fiskvinnslu erlendis, til dæmis í Póllandi eða Evrópusam- bandinu. í Póllandi fæst fiskurinn á lágu verði og vinnulaun eru lág og innan ESB eru nær allar nýfjárfest- ingar í sjávarútvegi styrktar veru- lega. Svar okkar við þessu er endalaus þróunarvinna. Við byrjuðum vel á því sviði, en síðustu árin höfum við dregizt aftur úr og erum að missa það forskot, sem áður færði okkur hærra afurðaverð á mörkuðunum en öðrum þjóðum. Undanfarin tvö ár hefur dregið úr framþróuninni og kannski hafa menn verið að eyða orkunni í eitthvað annað. Við verð- um auðvitað að halda áfram að hagræða, en það dugir bara ekki við þessar aðstæður." Ekki hræddir um aA verAa gleyptir Tangi var endurreistur fjárhags- lega árið 1990. Þá eignaðist Þróun- arsjóður sjávarútvegsins hlutafé í félaginu, 115 milljónir króna að nafnvirði sem er í dag 32,9% af hlutafé í félaginu. Þennan hlut á sjóðurinn ennþá, en hefur nú tekið tilboði hreppsins í bréfin. Að því loknu er reiknað með því að Vopna- fjarðarhreppur selji allt að 25% hlut í fyrirtækinu til Útgeðarfélags Akureyringa. Hvernig lízt þér á það? „Stjórnendur Tanga eru mjög já- kvæðir gagnvart þessu. Við erum ekki hræddir um að risinn á Akur- eyri ætli sér að gleypa okkur. Við lítum svo á að þetta verði miklu fremur til að styrkja rekstur fyrir- tækisins og jafnframt sjálfstæði þess. Það er alveg ómótað í hverju væntanleg samvinna verður fólgin, en það er ljóst að verið er að hugsa um síld og loðnu. Þeir hafa áhuga á því að ná sér í aflaheimildir í þess- um tegundum og styrkja þannig hráefnisöflun og vinnslu hér enn frekar. Illframkvæmanlegt er að vinna sfld og loðnu á Akureyri, vegna fjarlægðar frá miðunum og vegna þess að ÚA hefur ekki beinan aðgang að fiskimjölsverksmiðju eins og við. Þá eru bæði fyrirtækin að vinna bolfisk í landi og þar eiga menn möguleika á töluverðri samvinnu. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi afurðasölu fyrirtækj- anna við þetta, en menn líta á það sem styrk í framtíðinni að tengjast tvennum sölusamtökum. Við hjá Tanga seljum afurðir okkar að mestu í gegn um ÍS og svo verður væntanlega áfram." Samvinnan eykst „Aukin samvinna og samstarf milli fyrirtækja er jákvætt í mínum huga. Oft á tíðum eiga menn tiltölu- lega bágt með að vinna saman þótt stutt sé á milli þeirra. Þegar lengra er á milli virðist það ganga betur. Þetta styrkir bæði fyrirtækin sem vinna saman og ætlunin er að gera betur. Við eigum eftir að sjá þessa þróun í auknum mæli," segir Friðrik Guðmundsson. Afli til vinnslu í Tanga hf. 1988-95 5000 tonn 4000 3000 tonn - Þorskkvóti Brettings [Fyvindar V opna 1987-96 Samdrátturfrá1987: 71%, 2.020 tonn 3000 2000 1000 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Hluthafar í Tanga hf. mutafé wutfaii Vopnafjarðarhreppur kr. 135.453.720 38,57% Þróunarsjóðursjávarútvegsins 115.600.000 32,92% Vátryggingafélag íslands Tryggingamiðstöðin hf. Lífeyrissjóður Austurlands Hömlur hf. Olíufélagið hf. Útsam hf. Tryggvi Gunnarsson Samvinnulífeyrissjóðurinn 1.690.074 0,48% Aðrir 5.879.918 1,67% Vátryggingafélag íslands 15.750.000 4,49% Tryggingamiðstöðin hf. 15.152.368 4,32% Lífeyrissjóður Austurlands 15.149.900 4,31% Hömlur hí. 15.000.000 4,27% Olíufélagið hf. 14.855.000 4,23% Utsam hf. 14.800.000 4,21% Tryggvi Gunnarsson 1.810.210 0,52%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.