Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 10.JÚLÍ1996 MORGUNBLÁÐIÐ MARKAÐIR he/ma Þorskur Kr,/kg Faxamarkaður Maí Júnf____________ _ Júl( 22.v 123.v| 24.vl 25.vl 26.vl 2Avl70 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 134,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 25,0 tonn á 95,25 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 20,7 tonn á 82,99 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 88,9 tonn á 93,71 kr./kg. Af karfa voru seld alls 119,7 tonn. í Hafnarfirði á 47,6 kr./kg (8,91), á Faxagarði á 51,07 kr./kg (21,61) og á 52,84 kr. (89,1 t) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 64,5 tonn. í Hafnarfirði á 43,58 kr. (21,51), á Faxagarði á 46,61 kr. (5,61) og á 43,16 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (37,31). Af ýsu voru seld 108,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 61,92 kr./kg. Þorskurtw Karfi m—mmm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 598,5 tonn á 106,82 kr. hvertkíló. Afþorski voru seld samtals 21,9 tonná 124,55 kr./kg. Afýsuvoru seld 452,8 tonn á 93,79 kr. hvert kíló, 47,0 tonn af kola á 174,72 kr./kg og 17,8 tonn af karfa á 113,57 kr./kg. Kr./kg -180 -160 -140 4-120 100 80 60 40 Verðlækkun á lýsi gæti haft áhrif á verð á loðnu upp úr sjó mmmmammmmmmmmmmmmmmmmmi^mi útlit er fyr- Verðlækkun á lýsi frá því í desember um 10.000 krónur lækka'ldi í nanustu framtíð. Aðilar í mjöl- og lýsissölu telja að ef lýsisverð lækki mikið hafi það áhrif á hráefnisverð. Markaðshorfur fyrir loðnumjöl eru hins vegar góðar. Lýsisverð hefur verið nokkuð sveiflukennt síðasta ár og var lýsistonnið á um 400 dollara, 26.800 krónur í júní í fyrra en er nú um 390 dollarar, rúmlega 26.000. Það fór hins vegar í 550 dollara, 36.900 krónur, í desember í vetur. Mjölverð var fyrir nýhafna loðnuvertíð um 400 pund, 41.600 krónur, tonnið sem er hærra verð en á sama tíma í fyrra en þá var mjöltonnið selt á um 350 pund, 36.400. Þegar leið á vetrarvertíðina hækkaði hins vegar verðið og hélst nokkuð stöðugt og fór hæst í 450 pund, 46.800 krónur, í desember. Útflutningur hefur aukist Útflutningur á mjöli í fyrra nam um 169.839 tonnum og var þá um 5 þúsund tonnum meiri en árið 1994. Um 120 þúsund tonn voru flutt út á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, samanborið við 79 þús- und tonn fyrstu fimm mánuði árs- ins 1995 og rúm 92 þúsund tonn árið 1994. Útflutningsverðmæti loðnumjöls á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 2.338 milljarðar króna en var allt árið 1995 um 4.697 miilj- arðar króna og um 4.425 milljarðar árið 1994. Útflutningur á lýsi jókst sömu- leiðis á milli áranna 1994 og 1995, var árið 1994 um 80 þúsund tonn en árið 1995 um 87 þúsund tonn. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru flutt út 44.806 tonn af lýsi sem er 6 þúsund tonnum meira en á sama í fyrra en á fyrstu fímm mánuðum ársins 1994 voru flutt út um 37 tonn af lýsi. Útflutningsverðmæti loðnulýsis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var um 637 milljónir króna. I fyrra var flutt út lýsi fyrir 1.649 milljarð króna, samanborið við 1.680 milljarð króna árið 1994. Lýsi gæti lækkað um 20-30 dollara Nú í upphafi loðnuvertíðar og í kjölfar góðar veiði má búast við að lýsisframleiðendur sem eiga gamlar birgðir vilji losna við þær Noregur til að losa geymapláss. Sólveig Samúelsdóttir, markaðsstjóri SR Mjöls, segir að rólegt sé á lýsis- markaðnum um þessar mundir en óttast að ef einhveijir eigi óselt lýsi lendi þeir i vandræðum og þá komi verð líklega til að lækka nokk- uð, jafnvel um 20-30 dollara og það myndi þá tvímælalaust hafa áhrif á hráefnisverð. Hún segir að þessi mikli hvellur í upphafi loðnu- vertíðarinnar geti einnig leitt til einhverrar lækkunar á mjöli en yfírleitt sé lítið um að vera í mjöl- sölu á þessum árstíma og þess vegna séu horfurnar nokkuð góðar. Mikll samkeppni í lýslnu Jón Guðlaugsson hjá Fiskikaup- um segir verð á mjöli þokkalegt og er bjartsýnn á markaðinn. Búið sé að gera sölusamninga fyrir júlí og ágúst en eftir það megi þó vænta þess að kaupendur haldi að sér höndum þegar fréttist af góðri veiði. Færri samningar hafi hins vegar verið gerðir fyrir lýsi og seg- ir Jón verð á lýsi hafa verið nokkuð rokkandi undanfarið ár og átti hann von á því að lýsisverð færi lækk- andi á næstunni. Ástæður þessa sagði Jón að notkun á lýsi fari minnkandi í Evrópu, sérstaklega í kjölfar umræðu um transfitusýrur í hertu lýsi en þær þyki óhollar. Samkeppni við Perú væri sömu- leiðis mikil en Perúmenn hafi fram- leitt um 200 þúsund tonn af lýsi á tímabilinu janúar-maí á þessu ári. Þá séu lýsisframleiðendur í mikilli samkeppni við jurtaolíuframleið- endur og pálmaolía hafi lækkað mikið að undanförnu. Jón segir ennfremur að Danir og Norðmenn hafi einnig verið djúgir í lýsisfram- leiðslu en hafi hins vegar verið lítið á markaðnum á þessu ári. Margt sem hefur áhrlf á mjölverð Ólafur Gunnarsson hjá Tryggva Péturssyni & co. segist mjög bjart- sýnn á markaðinn í sumar. Mjöl- verðið sé nú frá 400-420 krónur og á ekki von á því að það breyt- ist. „Undanfarin ár hafa komið miklir hvellir í upphafi vertíðar og síðan hefur loðnan allt í einu horf- ið. Ef það verður hins vegar góð sumar- og haustvertíð núna þá er spennandi að sjá hvað gerist," seg- ir Ólafur. Hann segir margt eftir að koma ljós sem haft geti áhrif á mjölverð. Til dæmis séu Norð- menn að missa síldarkvóta í Norð- ursjó og það verði spennandi að sjá hvort það hafi áhrif. Skilyrði í sjónum séu góð og ef veiðin verði allt að 700-800 þúsund tonn á sumar- og haustvertíðinni eins og menn séu að vona þá sé erfitt að spá því hvernig markaðurinn bregðist við. mjöli og lýsi HEILDAR útflutningsverðmæti bæði loðnumjöls og lýsis var í fyrra um 6.346 miHjarðar króna samanborið við um 6.105 millj- arða króna árið 1994 samkvæmt hagstofutölum og á verðlagi við- komandi tímabila. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam útflutningsverðmæti þessara af- urða um 2.975 miiyörðum króna. Útflutningur á mjöli var mestur til Danmerkur í fyrra, alls um 64 þúsund tonn. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur hinsvegar mest verið flutt út til Bretlands, eða um 42 þúsund tonn sem er mikil aukning á mjölútflutningi þangað en allt árið 1995 voru rúm 57 þúsund tonn af mjöli seld til Bretlands. Lýsi MEST var flutt út af lýsi í nóvember í fyrra, eða um 13.700 tonn. Lýsisúflutningurinn var mestur til Hollands í fyrra en þangað voru flutt út um 32 þús- und tonn af lýsi en um 16 þús- und tonn hafa verið seld þangað á þessu ári. Lýsisútflutningur- inn var mestur í desember í fyrra, alls um 10.922 tonn. Horf- ur eru á n\jög mikilli lýsisfram- leiðslu í sumar, haldi loðnan áfram að veiðast. Hún er nú mun feitari en á sama tíma i fyrra og er nýting nú þegar um 15% í lýsisvinnslunni. Milljónir króna í yfírvigtina árlega TALIÐ er, að fiskvinnslan í Noregi gefi frá sér tugi milljóna króna árlega með því að hafa nokkra yfirvigt á ísuðum fiski til að mæta hugsanlegri rýrnun. Nú hefur það hins vegar komið í ljós við rann- sóknir í Tromsö, að þetta er óþarfi. ísaður fiskur tapar engri vigt í heila 11 daga. Það er ekki aðeins, að um nokkra yfirvigt sé að ræða á ísuðum fiski í kössum, heldur eru stórar sendingar rúnnaðar af eða nokkru bætt við til að öruggt sé, að kaupandinn fái það, sem hann greið- ir fyrir. Nú hefur það þó sýnt sig, að hvorki þorskur né lax svo dæmi séu tekin rýrna við ísun í 11 eða 12 daga og raunar á það gagnstæða fremur við. Þorskur, sem fluttur er út í gámum og settur í ís og sjó eða ís og ferskt vatn, getur þyngst á 11 dögum um allt að 10%. Yfirleitt hefur verið um að ræða þriggja eða fjögurra prósenta yfirvigt á ferskum þorski og laxi og tapið þá þeim mun meira á laxinum þar sem hann er dýrari. Fyrr á árum gat það komið fyrir, að ísaður fiskur væri lengur en 11 daga á leiðinni á erlendan markað, til dæmis til Englands, en það er löngu liðin tíð. Loðnuaflinn 1963-1996 800 þús. tonn 700 ... 600 500 400 300 SUMAR- OG ’95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.