Morgunblaðið - 10.07.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 10.07.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 D 7 FRÉTTIR „Detti veiðin niður er ævintýrið úti í bili“ SR-Mjöl á Seyðisfirði vinnur loðnu fyrir allt að 10 milljónir á dag SR-MJÖL á Seyðisfirði hefur nú tekið á móti um 10.000 tonnum af ioðnu frá mánaðamót- um. Unnið er úr um 1.000 tonnum á sólar- hring, en verðmæti þeirrar framleiðslu getur legið nálægt 10 milljónum dag hvern.- Þessi mikla loðnuveiði nú skiptir bæði SR-Mjöl og Seyðisfjörð miklu máli, enda eru margfeldisáhrifin af þessari verðmætasköpun mikil. Verið hitti Gunn- ar Sverrisson, verksmiðjustjóra SR-Mjöls á Seyðisfirði að máli. Hann sagði vertíðina fara vel af stað, en allt getur gerzt, þegar loðnan er annars vegar. „Detti veiðin niður, er ævintýrið úti í bili,“ segir Gunnar. „Við bræðum nálægt þúsund tonnum á sólarhring og út úr því fáum við rúm 300 tonn af mjöli og lýsi,“ segir Gunnar. „Því miður hefur verðið á lýsinu verið að falla veru- lega að undanförnu. Staðan er ein- faldlega þannig að þeir, sém eru ekki með nægar lýsisgeymslur, verða að losa sig við lýsið strax. Annars eru þeir sjálfkrafa stopp og þá er bara spurningin hvort betra er að vera stopp eða losa sig við lýsið á lægra verði. En kaupendur eru mjög meðvitaðir um geymslu- rými verksmiðjanna." Litlar lýsisbirgðir „Við áttum mjög lítið af Iýsi, er vertíðin hófst, vorum við búnir að selja það að mestu. Við höfum mik- ið tankarými fyrir lýsi og lendum því ekki í vandaræðum með lýsis- birgðir á næstunni og svipaða sögu er að segja af öðrum SR-verksmiðj- um. Þeir, sem voru mikið í síldar- bræðslu í vor, og hafa lítið tanka- rými hljóta hins vegar að vera að- þrengdir." Verksmiðjan er mjög fullkomin, en hún var byggð upp frá grunni 1990 til 1991 og síðan hefur stöðugt verið unnið að því að bæta fram- leiðsluna. Mjölið er þurrkað með heitloftsþurrkun og því getur verk- smiðjan framleitt hágæðamjöl, sem og aðrar tegundir mjöls. Nú setur áta hins vegar strik í reikninginn, en illmöguiegt er að framleiða hágæðamjöl úr slíku hrá- efni. Auk SR-mjöls á Seyðisfirði, framleiða Eskiljörður, Grindavík og Krossanes mjöl með heitloftsþurrk- un, slíkur búnaður er í uppsetningu í Neskaupstað og fyrirhugað að setja upp í Helguvík og á Akranesi. Aukinna gæða stöðugt krafizt Gunnar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nægur markaður sé fyrir hágæðamjölið. Hann er á því að svo muni verða, því kaupend- ur krefjist stöðugt meiri gæða. Eftir- spurn eftir slakara mjöli muni minnka. „Ég er á því að þörfin fyrir hágæðamjöl aukist í framtíðinni. Kaupendur verða stöðugt meðvitaðri um gæði og eru því í vaxandi mæli tilbúnir til að greiða hærra verð fyr- ir það. Verulegur verðmunur er á standardmjöli og hágæðamjöli en Gunnar Sverrisson verðsveiflur eru hins vegar meiri á standardmjöli." Átan tfl vandræða „Mér lízt vel á upphaf vertíðar. Loðnan er greinilega komin lengra í átinu en undanfarin ár. Hún er óvenjustór ogfeit og engin smáloðna saman við. Atan er það eina, sem er til vandræða og fyrir vikið getum við ekki geymt hráefnið eins lengi og ella 'og verðum að halda aftur af bátunum við veiðarnar. Þegar bátarnir landa hér verða þeir að bíða í sólarhring áður en þeir fara út aftur, en biðin á Raufar- höfn og Siglufirði er tveir sólarhring- ar. Illmögulegt er að framleiða há- gæðamjöl úr átuloðnu og vinnsla gengur hægar í slíku hráefni.“ Þegar unnið úr nærri 100.000 tonnum Verksmiðjan tók á móti 66.000 tonnum af loðnu á vetrarvertíð og 19.000 tonnum af síld. Nú er búið að taka á móti rúmlega 10.000 tonn- um og alls er því móttekið hráefni komið upp í um 95.000 tonn. Alla síðustu vertíð var unnið úr 120.000 tonnum af loðnu og síld, en mest hefur verið unnið úr 130.000 tonnum á einni vertíð eftir endurbyggingu verksmiðjunnar. Haldi svo fram sem horfir eru því verulegar líkur á að unnið verði úr meira hráefni á þess- ari vertíð en nokkru sinni áður. Alls vinna 25 til 28 manns hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði í fastri vinnu. Sumarloðnan gífurlega þýðingarmikil „Við erum alltaf að endurbæta verksmiðjuna. Þegar líður á sumarið verður soðeimingartækjum skipt út og ný og betri tæki verða sett upp. Svo erum við með verktaka við að steypa upp sökkla og klæða mjölhús- ið hjá okkur. Það er töluverð vinna við það. Það hefur gífurlega þýðingu fyrir SR-Mjöl að fá góða sumarloðnuver- tíð. Afkoma verksmiðjunnar verður auðvitað betri, starfsmenn fá meiri vinnu og bæjarfélagið miklar tekjur af öllum þessum umsvifum. Þá selja verzlanir kost um borð í skipin, olíu- félögin fá mikil viðskipti, mikið er að gera í viðgerðum og viðhaldi, flutningum og svo framvegis. Það er svona þó nokkurt líf þessa stund- ina og milljónirnar streyma í gegn um bæinn.“ Brothætt „Ég held að við á Seyðisfirði get- um verið sæmilega bjartsýnir, því auk þess að loðnan fer svona vel af stað, er mikið að gera í fiski hjá Dvergasteini. Því er hins vegar ekki að neita að þetta er mjög brothætt. Það þarf ekki nema að veiðin bregð- ist. Þá er þetta búið að stórum hluta. Þá ríkir mikil óvissa um síldarvertíð- ina, því Seyðfirðingar eiga engan síldarkvóta, þó hér séu söltunar- stöðvar. Mikil óvissa er um það hvort þær fái síld til vinnslu í haust. Sú þróun hefur einfaldlega orðið að Seyðfirðingar hafa ekki eignast kvóta af uppsjávarfiski, hvorki síld né loðnu. Þetta skapar töluverða óvissu, þegar líður á haustið, einkum ef loðnuveiðin verður endaslepp," segir Gunnar Sverrisson. Það sem eftir er af kvótanum í byrjun júli 1996 (17% eftir af kvótaárinu) Þorskur, veiðíheírnild, 102,0 þús. t, Ný staða, 10,8 þús. t. Ysa, veiðiheimild, 52,0 þús. t, Ný staða, 20,1 þús. t. Ufsi, veiöiheimíld, 65,4 þús. t, Ný staða, 35,9 þúsj Karfi, veiðiheimild, 71,0 þús. t, Ný staða, 6,2 þús. t. Grálúða, veiðiheimild 23,4 þús. t Ný staða, 7,9 þús. t. Skarkoli, veiðiheimild, 14,0 þús. t, Ný staða, 6,1 þús. Uthafsrækja, veiðiheimild, 67,1 þús. t, Ný staða, 11,5 þús. t, Innfjarðarækja, veiðiheimild, 11,0 þús. t, Ný staða, 436 tonn Humar, veiðiheimild 594 tonn Ný staða, 250 tonn (. Skel, veiðiheimild, 9,3 þús. t, Ný staða, 1,6 þús. t. Síld, veiðiheimild, 128,7 þús. t, Ný staða, 4,5 þús. t. Þetta yfirlit er endurbirt vegna mis- taka í vinnslu. Loðna er hér undan- skílin en nokkuð aðrar reglur gilda um loönuveiðar en veiðar á öðrum fisktegundum. Yfirvélstjóri óskast á 150 tonna dragnóta- og netabát, með 650 hestafla aðalvél, sem gerður út frá Hornafirði. Upplýsingar í símum 852 0643 og 478 1838. Þarf að geta hafið störf 1. ágúst. KVlúlTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Þorskaflahámark til sölu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Fiskiskiptil sölu Til sölu er mb. Erlingur GK 212, skipaskrár- númer 1430. Skipið er 27 brúttórúmlestir, byggt úr eik árið 1973. Aðalvél er Volvo Penta 300 ha (221 kw) frá árinu 1989. Skip- ið selst með veiðileyfi en án aflahlutdeildar. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík. Sími421 1733. Bréfasími421 4733. Fiskiskiptil sölu Til sölu er mb. Þórir SF 77, skipaskrárnúmer 1236. Skipið er 125 brúttó rúmlestir, byggt 1973 og yfirbyggt 1986. Það selst með veiði- leyfi en án aflahlutdeildar. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík. Sími421 1733. Bréfasími421 4733. Söluskrifstofa - E.E.S. Traustur aðili, sem hefur í hyggju að stofna söluskrifstofu fyrir sjávarafurðir miðsvæðis á Evrópska efnahagssvæðinu á hausti kom- andi, óskar eftir að komast í samband við: 1. Framleiðslufyrirtæki á ferskum afurðum á SV-horni landsins. 2. Framleiðendur, í öllum landshlutum, á öðrum sjávarafurðum (frystum, söltuðum, reyktum, niðurlögðum, o.s.frv.) í neyt- endaaumbúðum. 3. Fjárfesta, sem hafa áhuga á að eignast hlutafé og/eða leggja fram áhættufjár- magn gegn góðri ávöxtun. Áhugasamir gjöri svo vel að senda svar til afgreiðslu Mbl., merkt: „EES - 96“, fyrir 22. júií nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.