Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C/D 155. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR11. JÚLÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Launahækkanir brezkra þingmanna Almenn- ingsáliti ögrað Lundúnum. Reuter. ÞINGMENN neðri deildar brezka þingsins ögruðu í gærkvöldi almenn- ingsáiitinu og kölluðu yfir sig harða gagnrýni fjölmiðla með því að ákveða að skammta sér 26% launahækkun, eða sem nemur um nífaldri árlegri verðbólgu. Atvæði féllu 279-154. Árstekjur þingmanna áttu samkvæmt tillögum Yfírkjaranefndar brezka ríkisins að hækka upp í sem nemur nær 4,5 milljónum króna. John Major forsæt- isráðherra sem og leiðtogar stjórnar- andstöðuflokkanna hvöttu þingheim til að setja öðrum launþegum for- dæmi með því að láta sér nægja að hækka launin aðeins um 3%. Yfirkjaranefndin, sem hefur auk þess að leggja til ný laun handa þing- mönnum það hlutverk að fylgjast með launum hátt settra ríkisstarfs- manna, herforingja og dómara, held- ur því fram að þingmenn hafi dreg- izt verulega afturúr launaþróun sam- bærilegra starfsstétta á síðustu árum. Nefndin hefur ennfremur lagt til að laun ráðherra hækki enn meir; laun forsætisráðherrans ættu sam- kvæmt tillögunum að hækka um u.þ.b. 70% eða upp í tæpar 14,9 milljónir króna á ári. í skoðanakönnunum hefur sýnt sig að þessar áætlanir eru í hæsta máta óvinsælar hjá almenningi. -----»■ ♦----- Biðskák í Elísta Elísta. Reuter. ANATOLÍ Karpov og áskorandinn Gata Kamsky tefla í dag 18. skák sína sem fór í bið í gær eftir 57 leiki og þykir jafnteflisleg. Staðan í einvíginu er 10-7, Karpov í hag. Verði niðurstaðan í dag jafn- tefii hefur Karpov, sem er 45 ára gamall, sigrað og heldur titlinum heimsmeistari FIDE, Alþjóðaskák- sambandsins, sem hann vann fyrst árið 1975. Teflt er í borginni Elísta í Suður-Rússlandi. Blikkandi úlfaldar Sydney. Reuter. YFIRVÖLD í ástralska smá- bænum Broome hafa ákveðið að rauð „afturljós“ skuli sett á úlfalda á kvöldin og nóttunni, til þess að minnka hættuna á þvi að bílar og gangandi vegfar- endur lendi í árekstri við dýrin. Broome er afskekktur ferða- mannastaður á norðvestur- strönd Ástralíu, og á hveiju kvöldi er mikill mannfjöldi sam- ankominn á ströndinni til þess að horfa á sólsetrið. Ferðamönnum er boðið að fara á bak úlföldum en þeir geta valdið slysahættu. Því var ákveðið að á dýrin skyldu sett rauð, rafhlöðuknúin blikkljós, eftir að oft hafði legið nærri slysi á ströndinni. Boðið upp í dans NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, tók annan dag heimsóknar sinnar til Bretlands snemma, og gróðursetti í gær tré í St. James- garði í London, skammt frá Buck- inghamhöll, þar sem hann gistir, í boði drottningar. Að gróðursetn- ingunni lokinni dansaði Mandela með suður-afriskum tónlistarmönn- um í morgunsólinni. Nokkur hundr- uð manns fylgdust með, þeirra á meðal opinberir starfsmenn í tein- óttum jakkafötum á leið til vinnu. Mandela sagði að gestrisni Breta væri meiri en orð fengju lýst. „Ég bjóst við hlýjum viðtökum, en mig skortir orð til að lýsa því sem raun varð á,“ sagði hann. Síðdegis átti Mandela fund með John Major, forsætisráðherra, og öðrum ráðherrum, að Downing- stræti 10. Einnig sæmdu 8 háskól- ar, þar á meðal Oxford, forsetann heiðursdoktorsnafnbótum. Borís Jeltsín forseti Rússlands í sjónvarpsávarpi Boðar „leiðréttingar“ í efnahagsmálum Áhersla lögð á aukna fram- leiðslu og bætt kjör almennings Moskvu. Reuter. UMBÓTASTARFINU verður haldið áfram en nokkrar „verulegar leiðréttingar“ verða gerðar á efnahagsstefnunni. Kom þetta fram í sjónvarpsávarpi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í gær þar sem hann þakkaði kjósendum stuðning við sig í forsetakosningunum og tilkynnti, að Víktor Tsjernomyrdín yrði áfram forsætisráðherra. Sagði forsetinn meginverkefni nýrrar stjórnar að bæta hag almenn- ings og brá oft fyrir í ræðu hans sömu slagorðum og andstæðing- ar hans notuðu í kosningabaráttunni fyrir skemmstu. Reuter Jeltsín gleymdi ekki slagorðunum um lög og reglu, sem lyftu hershöfð- ingjanum Alexander Lebed og nýskip- uðum yfirmanni rússneska öryggis- ráðsins upp í þriðja sæti í forsetakosn- ingunum, og sagði, að baráttan gegn glæpum hefði verið hert verulega. „Eitt mikilvægasta málið í stefnu minni verður að beijast gegn spillingu á öllum sviðum,“ sagði forsetinn. Blaðafulltrúi Jeltsíns sagði í gær, að hann hefði átt fund með Lebed og fallist á tillögur hans um endur- skipulagningu öryggisráðsins. Jafn- framt yrði Lebed falið að stýra nýrri herferð gegn glæpum í höfuðborginni. í máli sínu lagði Jeltsín mikla áherslu á, að gera yrði „verulegar leiðréttingar" á efnahagsstefnunni í því skyni að auka framleiðslu í land- inu og bæta hag almennings. Þóttu þau orð hans og yfirlýsingar um fé- lagslegt öryggi minna á yfirlýsingar helstu andstæðinga hans í forseta- kosningunum, Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda kommúnista, og um- bótasinnans Grígorís Javlínskís. Hafnaði samsteypustjórn Ekkert kom fram í ræðu Jeltsíns um það hvernig ríkisstjómin yrði skip- uð, en hann sagði, að hann vildi fá „reynda menn“ með nýjar hugmyndir til starfa, fólk úr ýmsum flokkum, sem yrði þó að skilja flokkspólitíkina eftir heima. Með þeim orðum var hann augljóslega að hafna tillögu kommúnista um formlega samsteypu- stjóm. í ræðu sinni minntist Jeltsín ekki orði á Tsjetsjníju, þótt þar hafi geisað harðir bardagar síðustu tvo daga. Tsjemomyrdín forsætisráðherra sagði að stjórnin hefði fulla stjórn á ástand- inu í Kákasushéraðinu; deilan yrði til lykta leidd með samningum. ■ Fyrirskipa handtöku/24 Netanyahu ávarpar Bandaríkjaþing Segir Jerúsalem aldrei verða skipt Washington. Reuter. Reuter BENJAMIN Netanyahu veifar til áheyrenda í þinghúsinu í Washington í gær. Að baki honum er A1 Gore varafor- seti, sem klappar fyrir gestin- um en Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar, hallar sér að Netanyahu. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði í ávarpi sem hann hélt á fundi sameinaðs þings Bandaríkjanna í Washington í gær að Ísraelar legðu áfram mikla áherslu á frið, en tók jafnframt skýrt fram að arabar yrðu að stöðva allt ofbeldi sem beint væri gegn ísrael. Forsætisráðherrann sagði að hug- myndir hefðu komið upp um að skipta Jerúsalem á ný milli Palestínu- manna og Ísraela, þannig að þar yrðu nokkur stjórnkerfi samtímis. „Það mun aldrei koma til slíkrar skiptingar. Aldrei!", sagði Netanyahu og fögnuðu þingmenn ákaft orðum hans. Talsmaður Yassers Arafats, for- seta Palestínumanna, sagði í yfirlýs- ingu vegna þessara orða ráðherrans að það væri slæmt að Netanyahu reyndi að öðlast samúð þingmann- anna með því að skrökva um stefnu Palestínumanna í málum Jerúsalem. Arafat vildi að Jerúsalem yrði „óskipt borg, höfuðstaður tveggja þjóða“. ísraelar hernámu Austur-Jerúsalem, sem aðallega er byggð Palestínu- mönnum, árið 1967. Netanyahu varaði Bandaríkja- menn við því að írakar og íranar gætu komist yfir kjarnorkuvopn og ógnað ekki aðeins ísrael heldur heimsfriðinum. Hann hét því að stefna að því að draga úr þörfinni á efnahagsaðstoð sem Bandaríkin veita ísraelsríki. Aðstoð Bandaríkj- anna nemur nú um 200 milljörðum króna árlega og sagði ráðherrann að ísraelar yrðu að fara að standa á eigin fótum efnahagslega. Slæm byrjun? ísraelsk dagblöð fullyrða að sam- skipti Netanyahus og Bills Clintons Bandaríkjaforseta byiji illa þótt þeir brosi fyrir framan myndavélamar. Ljóst sé að harðlínustefna Netanya- hus og skilyrði fyrir að halda áfram friðarviðræðum við araba fari mjög fyrir brjóstið á ráðamönnum í Wash- ington. „Kuldaleg faðmlög“ var aðalfyrir- sögn Yedioth Ahronoth, stærsta blaðs landsins, er birti mynd af mönnunum tveimur á leið af frétta- mannafundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.