Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MUNDU svo að það verða vandræði ef þú heldur þig ekki á mottunni, góði . . .
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal
Sam-
keppni
um nafn á
kópinn
SELKÓPURINN í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum í Laugar-
dal var settur inn í fyrrakvöld
í síðasta skipti og segir Tómas
Óskar Guðjónsson forstöðu-
maður garðsins, gert ráð fyrir
að hann fái að leika lausum
hala með hinum selunum hér
eftir. I gær voru tekin niður
skilrúm í tjörninni á milli hans
og hinna selanna.
Selurinn hefur braggast
betur en á horfðist, eins og
fram hefur komið, og segir
Tómas gesti garðsins hafa
spurt mikið um líðan hans.
Mikið spurt um kópinn
^Rúmlega þúsund manns
koma hvern virkan dag í garð-
inn og flestir sem þangað
koma forvitnast um kópinn,
vilja sjá hann og fylgjast með
honum og eru aðstæðum hans
kunnugir eftir að hafa lesið
um lífsbaráttu hans í fjölmiðl-
um. Hann er orðinn fjölskyldu-
eign ef svo má segja,“ segir
hann.
Tómas segir Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn hafa ákveðið
að efna til samkeppni á meðal
almennings um nafn á kópinn,
sem er urta, og fái sá sem er
hlutskarpastur árskort í garð-
inn til að fylgjast með kópnum.
„Mig langar að leyfa almenn-
ingi að ljúka sögunni fyrst hún
hefur farið eins vel og raun
ber vitni. Eg er viss um að
mörgum dettur eitthvert snið-
ugt og gott íslenskt nafn í hug
Mórgunblaðið/Ásdís
HEBA Sigurðardóttur gefur selkópnum.
sem má gjarnan tengjast lífs-
baráttu kópsins, og ekki sakar
að hafa í huga að hann á örlít-
ið eldri hálfsystur sem hefur
heldur ekki hlotið nafn. Urtan
er skaprík og lætur hvorki
hina selina vaða yfir sig né
okkur, mislíki henni eitthvað,“
segir hann.
Þeir sem eru áhugasamir
um nafngiftina geta að sögn
Tómasar sent tillögur sínar
fyrir 20. júlí með pósti eða sím-
bréfi til Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins við Holtaveg,
eða komið þeim þangað á ann-
an hátt.
Sólstöðuhópurinn
Sumarhátíð
í hjartans
einlægni
Ingi Bæringsson
SUMARHÁTÍÐIN „í
hjartans einlægni",
sem Sólstöðuhóp-
urinn gengst fyrir, verður
haldin helgina 19. til 21.
júlí næstkomandi á
Laugalandi í Holtum. í
boði verður mikill flöldi
námskeiða af ýmsum toga
fyrir börn, unglinga og
fullorðna.
Ingi Bæringsson vímu-
efnaráðgjafi er í fram-
kvæmdanefnd _ Sólstöðu-
hópsins ásamt Ásu Helgu
Ragnarsdóttur, leikara og
kennara, og hjónunum
Ingu Stefánsdóttur sál-
fræðingi og Sigurði Ragn-
arssyni sálfræðingi. Hann
var spurður að því hver
væri hugmyndin með hátíðinni.
„Upphafiega kom hugmyndin
frá Ingu og Sigurði, sem langaði
til að fara á útihátíð með börnin
en fundu ekkert sem þeim fannst
freistandi fyrir fjölskylduna. Þessi
hefðbundna útihátíðarstemmning
á sumrin á íslandi er ekki mjög
spennandi þannig að þau ákváðu
að halda sína eigin útihátíð. I
framhaldi af því höfðu þau sam-
band við mig og Ásu Helgu og
skriðan fór af stað.“
- Hvernig gekk hátíðin í fyrra?
„Hún gekk mjög vel. Að vísu var
ekki alveg fullt hjá okkur en
stemmningin var frábær og allir
sem voru þarna nutu þess alveg í
botn.
Hátíðin byggir á virkni þátttak-
enda. Enginn kemur og skemmtir
fólki heldur tekur fólk þátt í starfi
og ieik sem það hefur gaman af.
í boði eru 25 námskeið fyrir full-
orðna, þijú unglinganámskeið og
níu barnasmiðjur.
Allir sem að þessu koma gefa
vinnu sína. Það á einnig við um
framkvæmdanefndina og nám-
skeiðshaldara. Þannig að það eru
allir þarna í sama tilgangi - að
skemmta sér og öðrum. Bæði þeir
sem halda námskeiðin og hinir sem
sitja þau.“
- Hvaða námskeið verða í boði?
„Það er langt mál. Ég get nefnt
sem dæmi „Fyrirgefninguna og
ástina", þar sem Pálmi Matthías-
son prestur er fyrirlesari, „Þú og
Bítlarnir - að skoða sjálfan sig
og aðra í gegnum tónlist og texta
. Bítlanna“ með Vilhelm Norðljörð
sálfræðingi, „Hagnýt leiklist" með
Eddu Björgvinsdóttur og Gísla
Rúnari Jónssyni, „Nýr
karlmaður á 21. öld“
sem eingöngu er ætlað
karlmönnum eldri en
átján ára og fyrirlesari
er Bragi Skúlason
prestur. Svona gæti ég haldið
áfram í allan dag.
Það verða níu barnasmiðjur, þ.e.
vísindasmiðja, leiksmiðja, tón-
smiðja, trésmiðja, íþróttasmiðja,
sköpunarsmiðja, litla leiksmiðjan
fyrir 0-4 ára, þrautasmiðja og
föndursmiðja.
Svo er unglingadagskrá. Þeir
eru með sérstakt samkomutjald
og tjaldsvæði út af fyrir sig. Tvö
námskeið eru sérmerkt ungling-
um, þ.e. trumbusláttur af lífi og
sál, sem Hafþór Gestsson heldur,
„Ævintýraförðun - leikhúsförðun
og fleira“, með Önnu Tohr og
Pétri Steini og „Námskeið í kvik-
myndagerð", með Sigurbimi Aðal-
steinssyni."
- Verða fleirí uppákomur?
„Já, þegar námskeiðunum lýkur
verða kvöldvökur og sameiginleg-
ar stundir, þar sem verður sungið
► INGI Bæringsson er fæddur
árið 1955. Hann hefur fengist
við ýmis störf til sjávar og
sveita. Hann vann m.a. hjá Sól
hf. um árabil, stundaði sjó-
mennsku og vann við verksmið-
justörf í Noregi.
Hann hefur unnið sem vímu-
efnaráðgjafi á Tindum, með-
ferðarheimili fyrir unga vímu-
efnaneytendur, síðastliðin sex
ár. Á þessu ári var hann skipað-
ur deildarstjóri á Tindum.
Ingi byrjaði að starfa með
Sólstöðuhópnum fyrir tveimur
árum. Hann hefur m.a. tekið
þátt í að skipuleggja fyrirlestra
og undirbúa og sjá um sumar-
hátíðirnar.
og dansað. Einnig verður sett upp
félagslegt markaðstorg, heilsubar
o.fl.
Unglingarnir munu halda sund-
laugarpartí og einnig munu þeir
fara upp að Heklu til að dansa,
syngja og skemmta sér við varðeld
fram eftir nóttu.“
- Verður þetta í fylgd fullorð-
inna?
„Já, það verður a.m.k. undir um-
sjá. Ánnars er engin ástæða til að
hafa áhyggjur, enda er þetta vímu-
laus hátíð.
Hvaða hópur er Sólstöðuhópurinn?
Sólstöðuhópurinn hefur staðið fyr-
ir fyrirlestraröð í Norræna húsinu
síðastliðna tvo vetur og á sér það
markmið að koma af stað hreyf-
ingu í átt að betra lífi.
Einnig á að stuðla að því, í hjart-
ans einlægni, að hvetja til að við
lifum saman í sátt og sýnum hvert
öðru virðingu, traust
og ábyrgð. Gildi eins
og nánd, sameining,
virðing og friður eru
hugmyndir sem við
viljum ýta á eftir í sam-
félaginu.
Við viljum líka hækka gildismat
gleðinnar, samstöðunnar og sam-
heldninnar og annarra þeirra gilda
sem stuðla að fegurra mannlífi.
Sumarhátíðin „í hjartans ein-
lægni“ er liður í þessu. Það er
hátíð þar sem kynslóðirnar mæt-
ast, starfa og leika saman án vímu-
efna.“
- Hversu margir koma að und-
irbúningi hátíðarinnar?
„Þetta er erfið spuming. Við erum
fjögur sem erum í forsvari. Síðan
eru nefndir sem sinna ýmsum þátt-
um. Til dæmis er unglingahópur
sem skipuleggur unglingadagskrá,
dagskrámefnd sem skipuleggur
kvöldvökur og sameiginlegar
uppákomur, o.s.frv.
- Verður þetta árlegur viðburð-
ur?
„Já, ef vel tekst til núna.“
Dansað og
sungið upp við
Heklu