Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996
FRÉTTIR
Formaður Sérfræðingafélags íslenskra lækna um
samning heimilislækna og heilbrigðisráðuneytisins
„Hafa engan rétt á að
semja um okkar kjör“
„ÞAÐ þarf ekkert að fara í graf-
götur með það að sérfræðingar
eru almennt á móti tilvísunum
sem einhvers konar skyldu. Mörg-
um finnst að hér sé á ferðinni
dulbúið tilvísunarkerfi, sem á að
laða fólk til sín gegn lágum nef-
skatti og loforði um fría heilsu-
gæslu,“ segir Sigurður Björnsson,
formaður Sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna, aðspurður um
hvort sérfræðingar muni grípa til
einhverra aðgerða vegna sam-
komulags heilbrigðisráðuneytis
og Félags íslenskra heimilislækna
sem m.a. felur í sér svokallað
valfrjálst stýrikerfi í heilsugæsl-
unni og hvetur fólk til þess að
leita fyrst til heilsugæslulækna
en ekki sérfræðinga.
„Það er af og frá að heimilis-
læknar geti samið um launakjör
sérfræðinga við ríkið. Ljóst er að
mikið er ógert í þessu máli öllu
ennþá og ég álít að það sé á al-
gjörum byijunarreit. Aftur á móti
erum við alltaf til viðræðu um að
ná sameiginlegri lendingu. Sér-
fræðingar hafa engan áhuga á
því að sjá heimilislækna sitja uppi
óánægða með kjör sín eða sitt
hlutskipti. Við viljum endilega að
hér ríki einhvers konar friður
milli fólksins í landinu og lækn-
anna og einnig á milli lækna inn-
byrðis. Eg tel okkur sérfræðinga
ekki hafa farið af stað með neinn
ófrið. Við hljótum þó að mega
verja okkur ef að okkur er sótt.
Við erum aðeins að verja það
kerfi, sem hér er við lýði og við
teljum vera mjög gott, frjálst og
aðgengilegt, og skilar mjög góðri
heilbrigðisþjónustu fyrir fólkið í
landinu með mjög hóflegum
kostnaði,“ segir Sigurður.
Persónulega segist Sigurður
ekki telja að sérfræðingar muni
taka þátt í tilvísunarkerfi af neinu
tagi eða að þeir muni láta borga
sér einhvern bónus fyrir að sjá
sjúklinga frá einum lækni fremur
en öðrum. Hann segir að ríkið
verði að axla þá ábyrgð, sem fylg-
ir frírri heilsugæslu. Hinsvegar
þegar komi að störfum og kjörum
sérfræðinga, hljóti að þurfa að
ræða það við hlutaðeigandi aðila,
það er sérfræðinga.
„Mér finnst í raun mjög eðlilegt
að fólk leiti til heimilislækna þeg-
ar eitthvað er að, en mér finnst
það líka jafn sjálfsagt að ef ein-
staklingur treystir einhverjum
öðrum betur til þess að sinna sínu
vandamáli, þá geti hann leitað
annað ef honum býður svo við,
án þess að til mismununar komi
í tryggingakerfinu. Ef bíllinn
manns bilar, ákveður trygginga-
félag bílsins ekki hvaða verkstæði
skal leita til.“
Fremur ógeðfelldar
stj órnvaldsaðgerðir
„Fólk á að fara til heimilislækn-
is síns vegna þess að hann veitir
góða þjónustu, en ekki af því að
þjónustan kostar ekkert. í nú-
tímaþjóðfélagi er eðlilegt að fólk
leiti þangað sem það fær besta
þjónustu. Það á ekki að laða fólk
með stjórnvaldsaðgerðum og pen-
ingum skattborgara til þess að
fara frekar til þessa læknis en
hins. Það á enginn sjúklingana.
Þeir eiga sig sjálfir. Mér finnast
svona aðferðir frekar ógeðfelldar
í ljósi þess að þjónusta heimilis-
lækna og þjónusta sérfræðinga
er nákvæmlega jafndýr."
Sigurður gerir fastlega ráð fyr-
ir að sérfræðingar muni funda
um nýjustu tillögur heilbrigðis-
ráðuneytisins og taka þátt í við-
ræðum við ráðuneytið ef þess
verður óskað. Ennþá hafi sér-
fræðingar ekki verið beðnir um
að koma að málum eða veita
umsagnir um eitt eða neitt í þessu
sambandi.
2kt
afsláttur af hverjum
eldsneytislítra. Að auki
er 2. kr. sjálfsafgreiðslu
afsláttur.
Kynning á Char-Broil, amerísku
gæðagasgrillunum kl 13-19 alla daga.
Við setjum grillið saman
og sendum það heim til þín.
Fullur gaskútur fylgir með.
Vönduð grillsvunta
fylgir hverju gasgrilli.
„Villt og grænt“ fræpoki* fylgir hverri áfyllingu. Fylltu tankinn
á Sæbrautinni, taktu fræpoka með þér í fríið og leggðu landinu lið.
Börnin fá nýju Ollabókina*. Full bók af fróðleik
og skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
*Á meðantrirgðlr endast;
léttir þér Itfið
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
FRÖNSKU þingmennirnir skoðuðu Árbæjarsafn í gær. Frá vinstri:
M. Rémy Auchedé, M. Jean-Pierre Gousseau, M. Georges Colombi-
er og M. Gérard Jeffray. Á myndina vantar M. Roland Nungesser.
Franskir þingmenn
í heimsókn
SENDINEFND frá Franska þjóð-
þinginu hefur verið í heimsókn
á íslandi i boði Alþingis að und-
anförnu, og heldur hún af landi
brott í dag.
Strax fyrsta daginn, 5. júlí
hittu þingmennirnir Ólaf G. Ein-
arsson, forseta Alþingis, og utan-
ríkismálanefnd, í Alþingishúsinu,
áttu fund með Halldóri Asgríms-
syni utanríkisráðherra, Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra
og hittuVigdísi Finnbogadóttur,
forseta íslaiids, á Bessastöðum.
Kváðust þeir hafa átt gagnlegar
og ánægjulegar viðræður við ís-
Iensk stjórnvöld.
Frönsku þingmennirnir eru
M. Georges Colombier, þingmað-
ur fyrir Isérehérað og forseti
vináttusambandsins Frakkland-
Island í þinginu, M. Gérard
Jeffray, þingmaður fyrir Seine-
et-Marne og varaformaður sam-
bandsins, M. Roland Nungesser,
þingmaður fyrir Val-de-Marne,
M. Rémy Auchede, þingmaður í
Pas-de-Calais og M. Jean-Pierre
Gousseau, fulltrúi og ritari
tengslahópsins við Island í
franska þinginu.
Meðan á Islandsheimsókninni
stóð ferðuðust þingmennirnir um
landið, um Suðurland og norður
til Akureyrar og í Mývatnssveit.
Á þriðjudaginn hittu þeir Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Þing-
mennirnir halda heim í dag eftir
mjög ánægjulega ferð að því er
þeir sögðu.
Stöðvarhreppur neitar að greiða með-
lög til Tryggingastofnunar
Fjáinám gert
í leikskóla
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur látið gera fjárnám í leikskól-
anum á Stöðvarfirði vegna skuldar
hreppsins við stofnunina. Stöðvar-
hreppur hefur í mörg ár neitað
að endurgreiða Tryggingastofnun
barnalífeyri vegna barna sem
barnaverndarnefnd staðarins hafði
á sínum tíma afskipti af vegna
erfiðra heimilisaðstæðna en faðir
og börn eru flutt af staðnum.
Með dómi Héraðsdóms Austur-
lands var hreppurinn dæmdur til
að greiða meðlögin og þegar ekki
var við því orðið krafðist Trygg-
ingastofnun fjárnáms.
Barnaverndarnefnd Stöðvar-
hrepps hafði afskipti af þremur
börnum vegna óreglu á heimilinu.
í árslok 1989 kom nefndin þeim
fyrir hjá venslafólki sem býr í öðr-
um sveitarfélögum, og var sú ráð-
stöfun til bráðabirgða að því er
haldið er fram að hálfu hreppsyfir-
valda. Faðirinn flutti einnig fljót-
lega í burtu og ekkert þeirra hefur
síðan átt heima á Stöðvarfirði.
Samkvæmt upplýsingum Alberts
Geirssonar, sveitarstjóra, var
barnaverndarnefnd í heimilissveit-
arfélagi föðursins einnig komin að
málinu á árinu 1990 og síðar það
ár ákvað Barnaverndarráð íslands
að barnaverndarnefndin á Stöðv-
arfírði færi áfram með málið og
leiddi það til lykta.
Greiðsluskylda samkvæmt
héraðsdómi
Stöðvarhreppur neitaði alla tíð
að endurgreiða Tryggingastofnun
lífeyri með börnunum, eftir að
faðirinn hafði flutt af staðnum.
Fór stofnunin í mál við hreppinn
til að fá greiðsluskyldu hans viður-
kennda. Féllst dómarinn á að
greiðsluskyldan væri Stöðvar-
hrepps með dómi í lok mars sl.
í niðurstöðu dómarans kemur
fram að ákvörðun barnaverndar-
nefndar Stöðvarhrepps að ráðstafa
börnunum til fósturforeldra og
óska síðar eftir því að Trygginga-
stofnun greiði lífeyri með börnun-
um frá þeim tíma hafi bakað
hreppnum greiðsluskyldu. Þá telur
dómarinn að hreppurinn hafi ekki
sýnt fram á að greiðsluskyldan
hafi verið tímabundin, hann hafi
af einhveijum ástæðum losnað
undan henni eða hún flust á aðra.
Stöðvarhreppur hefur enn ekki
greitt og er krafan nú komin í
tæpar 3 milljónir kr. samkvæmt
fjámámsbeiðni Tryggingastofnun-
ar. Samkvæmt ábendingu fulltrúa
Stöðvarhrepps sem fulltrúi Trygg-
ingastofnunar gerði ekki athuga-
semdir við var fjárnám tekið í fast-
eigninni Skólabraut 11 en það er
leikskóli Stöðvarhrepps. Albert
segir að umrædd útgjöld hafi veru-
leg áhrif á fjárhag sveitarfélags-
ins, reikna megi með hreppurinn
þurfi að greiða 8 milljónir kr. þeg-
ar upp verður staðið. „Það er
kannski ekki verst, heldur þau
áhrif sem þetta hefur á störf
barnaverndarnefnda. Hætt er við
að þær veigri sér við að taka besta
kostinn fyrir börnin ef það hefur
þessar afleiðingar," segir hann.