Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 1
• '.«-7'?.^í.!•' í'i'IW™• ►'M1'' ' fltorjpmldaMfc 1996 FIMMTUDAGUR 11. JULI BLAÐ KNATTSPYRNA GOLF Marseille lagt niður Geir Sveinsson og félagar í Evrópukeppnina HANDKNATTLEIKSLIÐ Marseille, sem var franskur meistari á síðustu leiktíð, hefur verið lagt niður. Ástæðan er fjármálaóreiða. Félagið gat ekki sýnt fram á að geta staðið við þær skuldbindingar sem það hafði gert var fyrst dæmt niður í 2. deild og gefinn ákveðinn frestur til að koma fjármálunum í lag. Sá frestur er útrunninn, án þess að nokkuð væri gert, og þá var félaginu vísað úr deildarkeppninni og lagt niður í kjölfarið. Þetta þýðir að PSG, sem hafnaði í öðru sæti í deildinni, tekur þátt í Evrópukeppni meistara- liða, en Montpellier, lið Geirs Sveinssonar, fær- ist upp um eitt sæti og fær þátttökurétt í borga- keppni Evrópu á næstu leiktíð. Wolde áfram í svartholinu STJÓRNVÖLD í Eþíópíu lýstu þvi yfir í gær að þau hefðu tekið endanlega ákvörðun þess efnis að fyrrum Ólympiumeistarinn í maraþonhlaupi, Mamo Wolde, yrði ekki látinn laus úr fangelsi í því skyni að hann geti verið heiðursgestur á Ólympíuleikunum í Atlanta, sem hejast síðar í þessum mánuði. Wolde hefur mátt dúsa í svart- holinu í fjögur ár ákærður fyrir að hafa verið viðriðinn aftökur á þúsundum ungra andstæð- inga einræðisherrans fyrrverandi í Eþíópíu, Mengistu Haile Mariam, á árunum 1978-79. Alþjóða ólympíunefndin hefur nú um nokkurt skeið reynt að fá Wolde lausan úr fangelsinu svo hann geti mætt á Atlanta-leikana en hann sigr- aði i maraþonhlaupi á leikunum í Mexíkó 1968 og hlaut svo bronsverðlaun í Mtinchen fjórum árum síðar. Wolde er einn af aðeins fjórum Eþíópíubúum sem hlotið hafa gullverðlaun á Ólympíuleikum. Ein kona frá íran á ÓL í FYRST A skipti síðan byltingin var gerð í íran árið 1979 senda þeir konu til keppni á Ólympíu- leikum. Sú heitir Lida Fariman og keppir í skot- fimi. Þetta tilkynnti Mohammad Ali Fereydouni aðalþjálfari iranska landsliðsins í skotfimi fullur stolts í vikunni. Einnig var tilkynnt að irönskum konum væri aðeins leyft að keppa í hestaíþrótt- um, skiðaiþróttum, skotfimi, skák og nokkrum íþróttagreinum fatlaðra heima sem að heiman. Astæðan er sú að í þessum greinum geta konurn- ar haldið sig við venjubundinn klæðaburð íslam- skra kvenna. Morgunblaðið/Golli Ég á mér lítinn, skrýtinn .., „ÉG á mér lítinn, skrýtinn skugga ...“ getur Zoran Ljubicic, leikmaður Grindavíkurliðs- ins, verið að segja, þegar hann lék gegn Keflvíkingum í Keflavík í gærkvöldi. Karl Finnbogason, varnarleikmaður Keflavíkurliðsins, hafði góðar gætur á Zoran og elti hann eins og skuggi út um allan völl. Keflvíkingar fögnuðu sigri í Suðurnesjaslagnum, 2:1. ■ Leikurinn / C5 skammt ÍSLENSKA drengjalandsliðið í golfi er í 13. sæti að loknum fyrsta degi Evrópumótsms sem nú fer fram í Austurríki. í gær lék liðið á 362 höggum og er sveitin tveimur högg- um á undan Frökkum sem eru í fjórtánda sæti og einu höggi á eftir heimamönnum sem eru í tólfta sæti. Englendingar og írar eru efst- ir og jafnir með 347 högg. Friðbjörn Oddsson lék best ís- lendinganna á. 69 höggum, þremur undir pari en Örn Ævar Hjartarson kom honum næstur á pari. Ómar Halldórsson og Þorkell Sigurðsson léku á einu yfir pari, Birgir Haralds- son á 75 og Ottó Sigurðsson 77. Ágæt spilamennska íslenska liðsins dugði aðeins til þrettánda sætis því að sögn fararstjóra var spila- mennska liðanna almennt mjög góð. Sá sem lék best allra í gær var Walesbúi en hann fór hringinn á 66 höggum, 6 undir pari. Góð spila- mennska dugði KORFUKNATTLEIKUR Grikkimir sendir heim frá Atlanta? Eftir ólæti og dónalega fram- komu gríska Ólympíuliðsins í körfuknattleik í flugvélinni, sem flutti leikmenn frá Aþenu til New York í gær, hafa stjórnmála- menn í Grikklandi nú krafist þess að liðið verði kallað heim frá Atlanta í snarhasti og því meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum. Orsök vandræðanna mun vera sú að leikmönnum var bannað að reykja um borð í flugvélinni en virtu þeir bannið að vettugi og sýndu flugfreyjum ruddaskap og böfðu í frammi ofsafengna hegðun. Flugstjóri vélarinnar brá þá á það ráð að biðja um að öryggisverðir tæku á móti gríska liðinu við komuna til New York og var það aðeins fyrir tilstuðlan gríska sendiherrans þar í borg að ieikmenn sluppu við hand- töku. Iþróttamálaráðherra Grikk- lands lítur málið mjög alvarleg- um augum og krefst þess að lið- ið verði kallað heim undir eins þannig að nú gæti farið svo að Grikkir verði fjarri góðu gamni í körfuknattleikskeppni Ólymp- íuleikanna, sem hefjast síðar í þessum mánuði. KNATTSPYRNA: ERTÍMIKR-INGA KOMINN? / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.