Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 8
 Ferill Olaza- bal á enda? JOSE Maria Olazabal verður ekki meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu eins og hann hafði vonast til. Olazabal sem er þrítugur og sigraði meðal aunars í banda- rísku meistarakeppninni árið 1994 hefur ekkert getað keppt síðan í september og er ástæðan liðagigt í fótunum. Líklegt er að ferill þessa snjalla kylfings sé nú á enda runninn. Hann hefur gert sér vonir um að geta hafið keppni á ný undanfarna mánuði og skráð sig í nokkur mót en ekkert getað leikið. „Þegar hann hefur leikið tólf til þrett- án holur fer þreytan að segja til sín,“ var haft eftir umboðs- manni hans Sergio Gomez. Fleiri útlend- ingar löglegir á Spáni KNATTSPYRNUSAMBAND Spánar og Samtök félaga komust að samkomulagi í gær um að leyfa hverju félagi að vera með sex erlenda leik- menn frá þjóðum utan Evr- ópusambandsins á samningi og heimila allt að fjórum þeirra að leika hverju sinni. Þetta gildir á komandi tíma- bili en verður síðan endur- skoðað að ári. Jafnframt var samþykkt að heimila félögum að vera með 25 leikmenn á samningi í stað 22 áður. George til Real Betis NÍGERÍUMAÐPURINN Fi- nidi George, miðheiji Ajax, gekk til liðs við Real Betis á Spáni í gær - kostnaðarverð 509 miiy. ísl. kr. Hann skrif- aði undir fimm ára samning. Ajax hefur fengið til liðs við sig landa hans - Tjjjani Babangida frá Roda JC Kerkrade. Rizzitelli til Bayern BAYERN Miinchen festi kaup á ítalska landsliðsmanninum Ruggiero Rizzitelli, miðheija Tórínó, í gær. Rizzitelli sem er 28 ára, skrifaði undir tveggja ára samning við Bay- ern, sem borgaði 174 millj. ísl. kr. fyrir hann. „Hann er kjörinn leikmaður til að leika við hlið Jiiergens Klinsmann,“ sagði Giovanni Trapattoni, ít- alski þjálfarinn, sem hefur tekið við Bayern á ný. Rizzit- elli, sem hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu, var settur út úr landsliðshópnum rétt fyrir EM í Englandi. Mark Wright á ferðina MARK Wright, miðvörður Liverpool og enska landsliðs- ins, sem missti af EM í Eng- landi vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í vináttuleik gegn Ungvetjalandi í mai, er kom- inn á ferðina. „Ég er ánægður með hvað ég hef náð mér fjjótt, finn ekki til,“ sagði Wright, sem skrifaði undir tveggja ára samning við Liverpool eftir sl. keppnis- tímabil. Rúnar kvaddur RÚNAR Alexandersson fimleikamaður úr Gerplu hélt í gær til Atlanta, þar sem hann mun taka þátt í fimleikakeppni Ólympíuleikanna. Er hann fyrsti íslenski fimleikamaðurinn sem keppir Ólympíuleik- um. Rúnar mun ríða á vaðið strax á fyrsta kepjmisdegi leikanna, 20. júlí. A myndinni kveður Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Rúnar við brottförina í gær og óskaði honum um leið velfarnaðar. Hópur ungra fimleikakrakka úr Gerplu kom einnig til að kveðja Rúnar áður en hann fór áleiðisyestur um haf til keppni á sínum fyrstu Olympíuleikum, en hann er aðeins átján ára gamall. BRESKI ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Linford Christie, varð að lúta ílægra haldi fyrir heimsmeistaranum í 100 metra hlaupi með sjónar- mun er þeir áttust við í 100 metra hlaupi á Stigamóti Al- þjóða frjálsíþróttasambands- ins í Nice í Frakklandi í gær. Báðir komu í mark á 10,17 sek- úndum. Wilson Kipketer frá Kenýju, sem keppir nú fyrir Danmörku, náði besta tíma sem náðst hefur í 800 metra hlaupi í 11 ár á sama móti og írska hlaupadrottningin Sonia O’Sullivan bar sigur úr býtum á mjög góðum tíma í 3.000 metra hlaupi. Bæði eru greini- lega í góðri æfingu um þessar mundir en það breytir litlu fyrir Kipketer því hann hefur ekki keppnisrétt á ólympiuleikunum í Atlanta. ehristie náði mun betra viðbragði í einvígi sínu við Bailey og hafði forystu þegar hlaupið var hálfnað, en kanadíski heimsmeistar- inn gaf ekkert eftir á lokasprettinum og náði að mjaka sér upp að hlið hins 36 ára gamla Breta. Erfitt var að greina hvor kom fyrr yfir línuna en eftir að upptökur frá marklínunni höfðu verið skoðaðar, var Bailey úr- skurðaður sigur. Tíminn var ekkert sérstakur - 10,17 sekúndur. Christie á eftir að taka þátt í einu móti áður en hann heldur yfir hafið á Ólympíu- leikana en það er mót í London á föstudagskvöldið. Þá verða andstæð- ingar hans minni spámenn í greininni. ■ Christie hefur átt í meiðslum síð- ustu vikuna og ekkert æft. Hann bar sig mannalega þrátt fyrir tapið. „Ég hef ekkert æft í eina viku og er þess vegna sáttur við að hlaupa á 10,17 sekúndum. Noureddine Morceli heimsmethafi í 1.500 og 2.000 metra hlaupi ætlaði sér að slá heimsmetið í 2.000 metra hlaupi en tókst ekki. Irska hlaupa- konan Sonia O’Sullivan kom fyrst í mark í 3.000 metra hlaupi á besta tíma ársins, 8.35,42 mínútum og bætti árstímann um tæpar fjórar Morgunblaðið/Ásdís Reuter ÞAÐ var ekki hægt að úrskurða hvor þeirra Linford Christie t.v., eða Donovan Bailey hefði komið á undan í mark í 100 metra hlaupinu í Nice í gær fyrr en myndir höfðu verið grandskoð- aðar. Þar kom í Ijós að Bailey hafði veríð aðeins á undan. sekúndur. Hún var að vonum glað- beitt er hún kom í mark og sagði greinilegt að undirbúningur sinn væri á réttri leið. Hún er heimsmeist- •ari í 5.000 metra hlaupi og ætlar að reyna að bæta Ólympíumeistaratitli í safn sitt í Atlanta. Ekki fer á milli mála að Wilson Kipketer sem eitt sinn keppti fyrir föðurland sitt Kenýju en hefur nú flutt sig um set til frænda vorra Dana er besti 800 metra hlaupari heimsins um þessar mundir. I gær hljóp hann vegalengdina á 1.42,51 mínútu. Það er besti tími sem náðst hefur síðastliðin ellefu ár en ekki eru nema fimm dagar síðan hann hljóp sömu vegalengd á 1.42,76 á Bislett leikunum. Það verður þess vegna skarð fyrir skildi í þessari grein á Ólympíuleikunum þar sem Kipketer verður ekki meðal þátttakenda. Það er sökum þess að hann hefur ekki fengið danskt ríkisfang enn og ken- ýsk íþróttayfirvöld neita honum um undanþágu til að keppa fyrir Dan- mörku þess vegna, en slíka undan- þágu veittu þeir honum í fyrra á HM. Um miðbik 800 metra hlaupsins leit út fyrir að Kipketer myndi slá 15 ára gamalt heimsmet Bretans Sebastian Coe, 1.41,73 mínútur. En þegar síga tók á síðari hlutann missti Kipketer dampinn. í sleggjukasti karla náði Ungveij- inn Balazs Kiss lengsta kasti ársins á mótinu í gær er hann þeytti sleggj- unni 81,76 metra. Óvænt úrslit urðu í stangarstökki karla. Þar hafnaði heimsmethafinn Sergei Bubka aðeins í sjöunda sæti, stökk 5,70 metra en reiknað hafði verið með hörku ein- vígi milli hans og S-Afríkumannsins Okkert Brits. Úr því varð ekki og Brits varð fimmti með 5,80 metra og ólympíumeistarinn Maksim Tara- son frá Rússlandi varð annar, stökk 5,90 metra, sömu hæð og Igor Potapovitch frá Kasakstan er sigraði. Urslit / C4 FRJALSIÞROTTIR Christie tapaði med sjónarmun í Nice j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.