Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 1

Morgunblaðið - 11.07.1996, Side 1
FERÐAIVIÁL Flugleiöir hefja nýja sókn /4 FYRIRTÆKI Hugbúnaöarsala E]S tekur flugið /6 SJÁVARLEÐUR Hafin þróun á þorskleöri /8 VIDSKIFn MVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 BLAÐ U Ríkisbréf í útboði Lánasýslu ríkisins á rík- isbréfum í gær bárust 37 tilboð, alls að fjárhæð 1.107 miHjónir króna, í óverðtryggð bréf til 3 til 5 ára. Tilboðum var tekið í ríkisbréf til 5 ára fyrir 417 millj- ónir króna að nafnverði og 3 ára bréf fyrir 30 milljónir. Meðal- ávöxtun samþykktra tilboða í 5 ára ríkisbréf er 8,84% og í 3 ára bréf 7,49%. Kjötkaup Kjötumboðið hf. hefur keypt AM kjöt á Reyðarfirði ásamt slátur- leyfishöfum á Austurlandi, Líf- eyrissjóði Austurlands og Reyð- arfjarðarhreppi. Nýir eigendur AM lgöts hafa gefið fyrirtækinu nafnið Kjötkaup. Hugbúnaður Skrá um íslensk fyrirtæki í hug- búnaðargeiranum er komin út á ensku. Fjárfestingarskrifstofa íslands, Samtök iðnaðarins, Sam- tök íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, Aflvaki hf. og Utflutnings- ráð stóðu saman að útgáfunni og er hægt að fá eintök hjá Ut- flutningsráði. SÖLUGENGIDOLLARS GRIKKLAND <<> 9,1% ITALiA 4,4% SPANN 3,8% PORTUGAL | | ESB-ríki Önnur ríki 1,0% NOREGUR 1,0% SVlÞJÓÐ 0,8% FINNLAND 0,7% SVISS 0 0,2% JAPAN Meðaltal ESB-ríkja 2,7% Viðskiptalönd íslands*] 2,0% Verðbólga í nokkrum ríkjum Hækkun neysluverðsvísitölu frá maí 1995 til maí 1996 Sjá nánar frétt bls. 2D ' Mæld með gengisvog Seðlabankans 3 mánaða breyting - -12 mánaða breyting a—-ji.—, 1 II Verðbólgan á íslandi 1994-júlí 1996 Vísitala neysluverðs l’94 ' H'94 ' lll'94 ' IV'94 l’95 ' ll’95 ' lll'95 ' IV’95 l’96 ' H'96 ' Marel inn á hanclarískan kjötmarkað NÝTT dótturfyrirtæki Marels hf. tekur til starfa um næstu mánaða- mót. í árslok 1995 stofnaði Marel dótturfyrirtækið Marel USA í Bandaríkjunum. Sigurpáll Jónsson, deildarstjóri tæknideildar Marels, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Marels USA. Helstu verkefni nýja fyrirtækis- ins er markaðssetning á búnaði frá Marel fyrir bandarískan kjötiðnað. Þar á meðal eru vogir, flokkunar- búnaður, skurðarvélar og fram- leiðslueftirlitskerfi. Marel USA mun auk þess veita Johnson Food Equipment, banda- rísku umboðsfyrirtæki Marels í búnaði fyrir kjúklingaiðnað, tækni- legan stuðning bæði hvað varðar sölumál og þjónustu við notendur tækja í kjúklingaiðnaði. Pétur Rafn Pétursson hefur starfað hjá þeim frá síðasta ári og haft umsjón með tæknilegum stuðningi við neytend- ur en kemur til starfa hjá Marel USA um næstu mánaðamót. Kansas miðsvæðis fyrir kj ötmarkaðinn Nýja starfið leggst vel í Sigur- pál, „Markaðurinn lítur vel út og við höfum náð góðri fótfestu í kjúklingaiðnaðinum þessi þrjú ár sem við höfum selt til Bandaríkj- anna í gegnum umboðsaðila okkar á þeim markaði. Með Marel USA styrkjum við þá starfsemi og bætum kjötiðnaðin- um við, sem er mjög frábrugðinn kjúklingaiðnaðinum. Okkar fram- leiðsla á að henta vel þrátt fyrir að vera upprunalega hönnuð fyrir fiskiðnað, því henni hefur verið breytt þannig að hún nýtist kjötiðn- aðinum. „Höfuðvígi kjötiðnaðarins er í fylkjunum í kringum Kansas. Þess vegna verður Marel USA með skrif- stofu þar. Auk þess eru höfuðstöðv- ar umboðsfyrirtækis okkar á svip- uðum slóðum. Bandarískur kjötiðnaðurinn er að mörgu leyti þægilegri til mark- aðssetningar en sá evrópski. Hann er mjög stór, svipaðar fram- leiðsluaðferðir og neysluvenjur og eitt tungumál sem allir skilja. Ef vel gengur á þeim bandaríska þá bætum við Evrópumarkaði við.“ Þriðja dótturfyrirtækið Marel USA er þriðja dótturfyrirtæki Marels hf. Hin selja framleiðslu Marels í fiskiðnaði. „Stofnun Marels USA kemur til vegna þess að við hjá Marel teljum hagsmunum okkar best borgið með eigin fyrirtækjum í stað umboðs- aðila. Slík fyrirtæki einbeita sér að sölu á eigin framleiðslu í stað þess að hjá umboðsaðilum dreifist at- hyglin á fleiri framleiðendur. Auk þess er miklu frekar hægt að virkja þau til þess að aðlaga sig að vöru- þróun en umboðsaðila,“ segir Sigurpáll að lokum. ■ Útflutningur/B2 kir og þarfir sparii} áreigenda eru mismunar Það sem hentar einum lientar ekki öðrum. Við leggium metnað okkar í að finna réttu leiðina fyrir þig Verðbréfafulltrúar VIB eru starfandi i útibúum lslandsbanka við Lœkjargötu, Háaleitisbraut og Suðurlands- braut, i Kringlunni, og á Kirkjusandi, og utan Reykjavíkur í Keflavík, Vestmanna- eyjum, Hafnarfirði, á Akureyri og á Selfossi. Á myndinni er Guðný Eysteinsdóttir, verðbréfafulltrúi í útibúi íslandsbanka við Suðurlandsbraut. VERÐBREFAMARKAÐURISLANDSBANKA HE. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.