Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 D 3 Rússneskt fyrirtæki hyggst kaupa Fokker ;uter. Flugvélaverksmiðja Fokker í Hollandi. JAKOVLEV flugvélaverksmiðjumar í Rússlandi segjast hafa í hyggju að kaupa hinar gjaldþrota Fokker flugvélaverksmiðjur í Hollandi fyrir 370 milljónir gyllina eða 216 milljónir dollara. Arkadíj Gurtovoi varaforstjóri sagði Reuter að Jakovlev mundi afla lána í vestrænum bönk- um til að kaupa Fokker og rússneska stjómin mundi ábyrgjast þau. „Við emm alvarlega að hugleiða að kaupa Fokker fyrir lok þessa árs,“ sagði Gurtovoi, en bætti því við að en enn ætti eftir að yfirstíga nokkrar „hindranir í kerfinu.“ í Amsterdam sagði undrandi talsmaður skiptastjóra . Fokkers að samkomulag við Jakovlev væri ekki í augsýn og mörg mál þyrfti að skýra. Jakovlev og Tupolev-flugvélaverksmiðjumar áttu árangurslausar viðræður við Fokker í apríl, nokkmm vikum eftir að hollenzku verksmiðjum- ar urðu gjaldþrota. Jakovlev framleiðir ýmsar tegundir her- og farþegaflugvéla, þar á meðal ormstuþotu, sem hefur sig lóðrétt til flugs, Yak-142 farþegaflug- vél til flugs á meðallöngum leiðum og Yak-40 til flugs á stuttum leiðum. Niðurskurður herút- gjalda hefur bitnað á fyrirtækinu. Itar-Tass fréttastofan segir að rússneska stjómin hafí samþykkt Fokker fyrirætlanir Jakovlevs og falið fjármálaráðuneytinu að kanna tillögur Jakovlevs Á næstu dögum mun nefnd rússneskra og hollenzkra embættismanna taka áætlunina til athugunar og ef hún verður samþykkt verður hún send rússnesku stjóminni að sögn Gurtovo- is. Hann sagði að afstaða hollenzku stjórnarinn- ar til Jakovlevs væri jákvæð. Kirch villhlut íBSkyBtílað efla bandalag Sjónvarpsstríð á þýzkum markaði fer harðnandi London. Reuter. KIRCH fyrirtækið í Þýzkalanmdi kveðst stefna að því að eignast hlut í brezka gervihnattasjónvarp- inu BSkyB til að efla bandalag fýrirtækjanna á stærsta markaði stafræns áskriftasjónvarps í Evr- ópu. BSkyB staðfesti að fjölskyldu- fyrirtæki bæverska fjölmiðlajöf- ursins Leo Kirch hefði áhuga á hlut í gervihnattasjónvarpinu og kvaðst fagna því. Hlutabréf í BSkyB hækkuðu um 10 pens í 478 og höfðu áður hækk- að um 14 pens vegna ánægju með bandalagið, sem veita mun BSkyB aðgang að þýzka markaðnum. Sérfræðingar fögnuðu banda- lagi BSkyB og Kirch, en lögðu áherzlu á að ástandið í sjónvarps- málum Evrópu væri óljóst og óvíst væri hvernig bandalagið mundi þróast á næstu mánuðum. Fjölmiðlasérfræðingur Pan- mure Gordon sagði að svo gæti farið að bandalag BSkyB and Kirch stækkaði á næstu mánuð- um. Samningurinn væri hagstæð- ur BSkyB í núverandi mynd og gæti orðið ennþá hagstæðari þeg- ar frá liði. News Corp, fyrirtæki Ruperts Murdochs, er stærsti hluthafí BSkyB, sem hefur samþykkt að kaupa allt að 49% hlut í DFl, staf- rænni áskriftarsjónvarpsdeild Kirchs. DFl hyggst koma á fót 17 stafrænum rásum síðar í þess- um mánuði. Upphaflega samdi BSkyB í marz við fjölmiðlafyrirtækið Bert- elsmann AG og frönsku fyrirtækin Canal Plus og Havas um stafrænt sjónvarp í Þýzkalandi. Ákveðið var að taka upp samvinnu við Kirch vegna seinagangs í samvinnunni við hina aðilana. Sérfræðingur Panmure Gordons telur að Canal Plus kunni að freist- ast til samvinnu við BSkyB og Kirch. Franska fyrirtækið er einangrað vegna samruna sjónvarpsdeildar Bertelsmanns og CLT í Lúxem- borg. Sú samvinna gæti orðið Canal Plus hættuleg á heimamark- aði. Deutsche kaupir hlut í öðrum banka Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI risinn Deutsche Bank hef- ur keypt rúmlega 5% í keppinaut sínum Bayerische Vereinsbank, og er það talinn fyrirboði hægfara samruna í þýzka bankakerfinu. Deutsche kveðst smám saman hafa komið sér upp 5,21% hlut í bankanum á opnum markaði og segir að um langtíma íjárfestingu sé að ræða. Vereinsbank sagði að nýi hluthafinn ætlaði ekki að nota atkvæðisrétt sinn til að hafa áhrif á stjóm bankans. Deutsche er eini bankinn sem á stóran hlut í Vereinsbank, einum af fimm stærstu bönkum Þýzka- lands.- Ekki er ljóst hve lengi Deutsche hefur átt hlut sinn í Vereinsbank því að samkvæmt þýzkum lögum þarf aðeins að segja frá hlutabréfa- eign sem er meiri en 5 af hundraði. Mercedes SLK uppseldur tílloka 1998 FLórens. Reuter. EFTIRSPURN eftir hinum nýja Mercedes SLK hefur verið mikil og framleiðslan til ársloka 1989 er uppseld að sögn Dieter Zetsche sölustjóra. Zetsche segir Mercedes hugleiða hvort auka skuli framleiðsluna. Gerðin SLK var kynnt í septem- ber og verðið var um 53.000 mörk. Zetsche sagði að um tveir þriðju þeirra SLK bíla, sem pantaðir hefðu verið til þessa, hefðu verið handa viðskiptavinum, sem hefðu ekki áður átt Mercedes. Vonað er að SLK auðveldi Merce- des að bijótast inn á nýja markað, einkum með því að ná til yngri kaupenda. hlaut gullverðlaun Hió virta tímarit PC-User Hvers vegna: veitti fjármálastjórnunar- kerfinu AGRESSO gullverðlaun og segir að kerfió henti sérstaklega vel millistórum og stórum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. PC-User* veitti AGRESSO X , gullverðlaunin X Yfirstjórnendur eiga auðvelt með að fá þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda og hafa heildarsýn yfir stór deildaskipt fyrirtæki eða stofnanir. Fjármálastjórar AGRESSO uppfyllir allar kröfur fjármálamanna um samtengda kerfishluta, fjármála-, launa- og starfsmannahluta, verkbókhald, innkaupa- og birgðakerfi. Áhersla á innra reikningshald með góðum fyrirspurnar- og skýrslumöguleikum. Auðvelt er að tengja AGRESSO við ABC kerfi og önnur Windows kerfi, t.d. Excel. Tæknimenn AGRESSO uppfyllir allar kröfur tæknimanna um biðlara/miðlarakerfi undir Windows. Agresso gengur á Oracle, SQL miðlara, Watcom, Sybase, Informix og Ingres. Auðvelt er að flytja gögn yfir í önnur Windows kerfi. Allir eiga auðvelt með að læra á kerfið og notfæra sér það hver í sínu starfi. AGRESSO er staðlað og sveigjanlegt kerfi og kallar ekki á sífellda forritun. Skýrr hf. er öflugt þjónustufyrirtæki sérhæft í aö beita upplýsingatækni viðskiptavinum sínum í hag. Við bjóðum ráógjöf vió uppsetningu, námskeið í notkun og aðstoð vió rekstur AGRESSO. Skýrr hefur áratuga reynslu í að framleióa, þjónusta og reka stærstu fjármálastjórnunarkerfi á íslandi. Öll þessi reynsla stendur kaupendum AGRESSO til boða. Allt þetta gerir AGRESSO aó spennandi valkosti fyrir stjórnendur þegar þeir ákveða hvaða fjármálastjórnunarkerfi og hvaða þjónustuaðili fullnægi best kröfum þeirra. Talaðu vió AGRESSO ráógjafana hjá Skýrr hf. Þeir eru vióskiptafræðingar með margra ára reynslu í fjármálastjórnun. Síminn er 569 5100. Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri AGRESSO ÐBRAUT UPPLÝSINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.