Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hugbúnaðarsala EJS tekur flugið EJS hf. hefur gengið frá samningí um sölu á hugbúnaðarkerfí fyrír verslanir til alþjóðlegs iyrírtækis sem rekur 20 verslana- keðjur með yfír 3.000 verslanir víða um heim. Þorsteinn Víglundsson ræddi af þessu tilefni við Olgeir Kristjónsson, fram- kvæmdastjóra EJS, um þennan samning, útflutning fyrirtækisins á hugbúnaði og þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa á fyrirtækinu á undanfömum árum. frá samningum við þá um að selja þeim kerfi fyrir allar keðjurnar 20 víðs vegar um heim. Það getur orð- ið gríðarlega stórt verkefni því auk þeirra 3.000 verslana sem þessar keðjur reka í dag er fyrirtækið að koma á fót verslunarkeðjum í Kína og á Indlandi. í dag eru þar einung- is um 20-30 verslanir en áætlanir þeirra gera ráð fyrir því að þær geti orðið um 1.000 í hvoru landi fyrir sig áður en þessari öld er lok- ið.“ Olgeir segir að samningurinn sé í raun rammasamningur og því geti fyrirtækið nýtt sér hann í eins miklum mæli og það kjósi. Hann segir hins vegar enn of snemmt að segja til um hvaða þýðingu samn- ingurinn komi til með að hafa fyrir LYKILTOLUR UR REKSTRI VELTA 1.400 M.kr. 842 Veltufé frá rekstri Eigið fé Hagnaður eftir skatta 28,9 mkr- 16,7 17,5 1993 1994 1995 1996 5,7 m.kr. 1993 1994 1995 1993 1994 1995 1993 1994 1995 Eiginfjárhlutfall 30%-------------- 28 26 24,2 24 27,1 25,9 22 20-*-------->-------*■ 1993 1994 1995 Morgunblaðið/Ásdís. ÍSLENSK hugbúnaðarfyrirtæki eru fullkomlega samkeppnishæf á erlendum mörkuðum og þær kröfur eru, ef eitthvað er, meiri en þær kröfur, sem gerðar eru erlendis að sögn Olgeirs Kris- tjónssonar, framkvæmdastjóra EJS. EJS-Intemational, dóttur- fyrirtæki EJS hf. hefur gengið frá samningum um sölu á vörustýringar- hugbúnaðinum MMDS (Merchand- ise Management Database System) til alþjóðafyrirtækisins Dairy Farms. ífyrirtæki þetta rekur í dag um 20 verslunarkeðjur víðsvegar í Suð-austur Asíu, Ástralíu og Evr- ópu. í dag reka þessar keðjur um 3.000 verslanir og fer þeim ört fjölgandi þar sem sumar af þessum keðjum hafa verið að ná fótfestu í Kína og á Indlandi og er gert ráð fyrir að verslunum þar muni fjölga verulega á næstu árum. Að sögn Olgeirs Kristjónssonar, forstjóra EJS, er um gríðarlega verðmætan samning fyrir fyrirtæk- ið að ræða sem mun skapa því mikil verkefni á næstu ámm við uppsetningu kerfisins. Hann vill hins vegar ekki nefna neinar tölur í því sambandi, enda sé enn óljóst hversu háar fjárhæðir um verði að tefla þegar upp verður staðið. „Samningurinn er hins vegar ekki síður mikils virði fyrir okkur því að hann staðfestir að við emm með vöm sem er fullkomlega frambæri- leg á alþjóðamarkaði." Mikill uppgangur á skömmum tíma Hugbúnaðurinn sem hér um ræð- ir á sér stutta sögu hjá EJS og hefur þróunin gengið nokkuð hratt fyrir sig. Búnaðurinn er afsprengi þróunarvinnu EJS á kassahugbún- aði frá bandaríska fyrirtækinu NCR, sem fór af stað árið 1990 í tengslum við uppsetningu á nýju hugbúnaðar-, vélbúnaðar- og kassakerfi fyrir Hagkaup. Búðar- kassarnir komu frá NCR og hafði fyrirtækið einnig látið EJS í té ákveðinn gmnn að hugbúnaðarkerfí fyrir kassana sem fyrirtækið tók síðan og þróaði í takt við þarfír Hagkaups. í kjölfarið gerði EJS síðan samning við NCR um að taka við þessu hugbúnaðarkerfí, þróa það og selja sem sitt eigið. Hugbúnaðurinn gerir fyrirtækj- um kleift að vera með miðstýrt tölvukerfi með tengsl til allra versl- ana þeirra. Kerfið sér um öll sam- skipti við verslanimar, svo sem verðlagningu, vömstýringu o.s.frv., auk þess sem það sækir allar sölu- upplýsingar til verslananna og hef- ur samskipti við bókhaldskerfi. Þá getur kerfíð einnig séð um tengsl við birgja „Við stofnuðum í kringum þetta kerfi fyrirtæki sem heitir EJS Inter- national og tók til starfa í ársbyijun 1993. Fyrirtækið réði til sín erlend- an sölumann sem hefur verið á þeytingi um heiminn síðan við að reyna að afla erlendra viðskipta- vina. Sú vinna hefur tekist nokkuð vel og seint á árinu 1993 gerðum við samninga við dönsku kaupfélögin um kaup þeirra á þessu kerfi frá okkur. Að vísu var salan þannig að þeir sáu um uppsetnmgu á kerf- inu fyrir sig enda reka þeir mjög stóra tölvudeild, en við seldum þeim ráðgjöf með þessu og hafa menn frá okkur verið reglulega þar úti við vinnu.“ Eigin markaðssetning heppilegasta leiðin Olgeir segir að við svo búið hafí hins vegar ekki mátt standa. Samn- ingurinn við dönsku kaupfélögin hafí verið mjög góður fyrir fyrir- tækið og styrkt það mjög í því markaðsstarfi sem framundan hafí verið. „Við leituðum víða fanga. Við erum lítið fyrirtæki og þá fannst okkur við vera langt frá mörkuðun- um, en það hefur hins vegar breyst nú. Við vorum því með smávægi- lega minnimáttarkennd og leituðum skjóls undir verndarvæng stóru fyr- irtækjanna. Við gerðum nokkra samstarfs- samninga við framleiðendur vélbún- aðar og hugbúnaðar sem og við stórt og alþjóðlegt ráðgjafarfyrir- tæki sem hafði verslun sem sitt sérfag. Út úr þessu komu ýmis sambönd, við buðum í ýmis verk og komumst í gegnum fyrstu síur en það náði yfirleitt ekkert lengra. Við fórum því að velta því fyrir okkur hvað það væri sem við værum að gera vitiaust og töldum kannski að við næðum betri árangri með því að stunda beina sölu í stað þess að gera það í gegnum milliliði eins og við höfðum verið að gera. Við sáum það einnig að evrópski markaðurinn gat verið svolítið vandamál vegna þess að stór og þróuð fyrirtæki, eins og er að finna í Evrópu, vilja að stór og þróuð fyrirtæki þjónusti sig og það var ekki um það að ræða í okkar til- felli. Við erum kannski þróað fyrir- tæki en ekki stórt. Við ákváðum því að leita á Asíu- markað og fórum þangað á ráð- stefnu snemma árs 1994 með kerf- ið og sölumanninn okkar. Þar náð- um við strax mörgum mjög góðum samböndum við verslunarkeðjur í Suð-Austur Asíu og það lá við að við gætum valið okkur viðskipta- vini. Okkur leist best á og einbeitt- um okkur að einum viðskiptavini sem sýndi þessu kerfí verulegan áhuga, en það var 7/11 keðja í Hong Kong, sem rekin er undir heitinu Dairy Farms. Við skrifuðum undir samning við þá vorið 1995 og tókum að okkur að setja upp kerfíð fyrir þá í um 340 verslunum fyrirtækisins. Þessu verkefni er nú nánast lokið og hef- ur gengið mjög vel.“ Mikíl vinna framundan Olgeir segir að í kjölfar þessa samnings hafí móðurfyrirtækið leit- að til EJS um uppsetningu á sam- bærilegum kerfum í öðrum verslun- arkeðjum fyrirtækisins. í fyrstu hafi verið rætt um að afmarka tölvuvæðinguna við Hong Kong svæðið en síðan hafí verið ákveðið að láta það ná til allra verslunar- keðja fyrirtækisins. „Við erum núna búnir að ganga EJS-Intemational. Velta þess hafí aukist talsvert frá stofnun og á síð- asta ári hafí hún verið 84 milljónir króna. Hins vegar sé það enn aðeins lít- ill hluti af heildarveltu EJS, sem var um 1.100 milljónir króna á síð- asta ári og stefnir í um 1.400 millj- ónir á þessu. „Þessi samningur veit- ir okkur hins vegar alveg gríðarlega gott tækifæri ef við höldum rétt á spilunum." Að sögn Olgeirs verður ekki gengið endanlega frá vinnutilhögun við samninginn við Dairy Farms fyrr en í haust og þá skýrist endan- lega hversu lengi vinna við hann muni standa yfír. „Þetta er hins vegar ekki verkefni sem við ljúkum á einu, tveimur eða þremur árum því það mun taka mun lengri tíma en það. Hröð þróun hjá EJS EJS, eða Einar J. Skúlason, eins og fyrirtækið hét áður, hefur breyst mikið á undanförnum árum. Aðeins er liðinn rétt rúmur áratug- ur frá því að fyrirtækið sérhæfði sig í viðgerðum á ýmis konar skrif- stofubúnaði af flóknari gerðinni svo sem rafmagnsritvélum, gjald- keravélum o.s.frv. Segja má að það hafi hafið sitt annað lífsskeið þegar það gerði samning við bankanna um bein- tengingu um 120 útibúa víðs vegar um land við Reiknistofu bankanna árið 1983. í kjölfarið voru fyrstu hugbúnaðarsérfræðingarnir ráðnir til fyrirtækisins og vinna við tölvur og hugbúnað varð sífellt viðameiri þáttur af starfsemi þess. Olgeir segir að fyrstu hugmynd- ir að útflutningi hafi raunar kvikn- að strax á þessum tíma því fyrir- tækið hafi komist að raun um það í samskiptum sínum við þýskan framleiðanda búnaðarins sem not- aður var við tölvuvæðingu bank- anna að íslenskir tölvusérfræðing- ar stæðu erlendum sérfræðingum ekkert að baki. Hins vegar hafi ekkert orðið af útrásinni þá. Hann segir að starfsemi fyrir- tækisins hafi í raun alla tíð byggst á þjónustu. Annars vegar þjónustu við vélbúnað og hins vegar þjón- ustu við hugbúnað. „Það sem er að gerast þessi misserin er hins vegar að þessi þjónusta er að renna meira í sama farvegi en áður.“ Islensk fyrirtæki fullkomlega samkeppnishæf Að sögn Olgeirs hefur tilkoma alnetsins breytt miklu fyrir EJS- International. Starfsemi þess hefur alltaf verið staðsett hér á landi og í dag fer megnið af allri hugbúnað- arvinnu fyrir viðskiptavinina fram í gegnum alnetið. Því skipti fjar- lægðir miklu minna máli en áður. Hann segir íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki því vera fullkomlega samkeppnishæf á erlendum mörk- uðum. „Mín reynsla er sú að þær kröfur sem að íslenski markaður- inn gerir til fyrirtækja af þessu tagi eru, ef eitthvað er, meiri en þær kröfur sem gerðar eru erlend- is. Við höfum því síðustu misserin verið að byggja fyrirtækið upp til að styrkja það fyrir innlendan markað." Hins vegar hafa orðið fleiri breyt- ingar á fyrirtækinu á þessum árum, því árið 1985 seldi Einar J. Skúla- son heitinn hlut sinn í félaginu til fjögurra stjómenda þess. Síðar bættust nokkrir starfsmenn í hóp hluthafa í hlutafjárútboði og er heildarjjöldi hluthafa nú. 28. Olgeir segir að engar hömlur séu á með- ferð hlutabréfa í dag en hins vegar hafí engin stefna verið sett á hluta- bréfamarkað. íslenski markaðurinn ekkert síður mikilvægur Að sögn Olgeirs hefur mikilvægi íslenska markaðarins ekkert minnkað með vaxandi útflutningi, nema síður sé. Sá markaður sé hins vegar mjög harður og samkeppni gríðarlega mikil. „Þetta er hins veg- ar ekkert meiri samkeppni í tölvu- geiranum heldur en í öðrum grein- um. Hins vegar búum við í mjög litlu þjóðfélagi þar sem menn þekkja hver annan vel og því eru viðskiptaákvarðanir ekki alltaf byggðar á faglegum grundvelli. Hins vegar held ég að þegar upp er staðið þá séu það verkin sem lofi meistarann." Hann segir að velta fyrirtækisins hafí verið að aukast jafnt og þétt, þó án þess að hafa valdið neinum verulegum óþægindum þar sem tek- ist hafí að hafa taumhald á vextin- um. Því sé nú komin ákveðin festa í reksturinn sem hafí ekki verið áður þegar vöxturinn hafí verið hvað mestur. „Við höfum nú um nokkurn tíma verið að koma okkur upp að segja má breiðfylkingu hugbúnaðar- manna og vélbúnaðarmanna. Þessi vinna snýr fyrst og fremst að því að hagnýta sér Microsoft-hugbún- aðinn, Internetið og það sem því viðkemur, til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum við að nýta sér mögu- leika upplýsingatækninnar. Þessi tækni verður æ flóknari eftir því sem fleiri möguleikar eru í boði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.