Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 ¦ MINNINGAR ÞINGSVElNA/2 ¦ LÆRA BUTASAUM A ISLANDI/3 ¦ VELLÍÐAN í STEIKJANDI HlTA/6 ¦ ERU GLÆSIMENNIN EFTIR- SÓKNARVERÐ7/6 ¦ UMDEILDAR AUGLÝSINGAR UM TÖLVULEIKI/8 !i Morgunblaðið/Ásdís SYSTURNAR og flugfreyjurnar Lilja, Berglind og Erna Sigurðardætur. Systkina- tríó í sömu atvinnu- grein ÞEGAR kemur að því að ve(ja sér starfsvettvang eru mðguleik- arnir nær óþrjótandi. Það er því líklega fremur sjaldgæft að systkini velji sér sams konar ævistarf. Slíkt gerist þó og Hulda Arnljótsdóttir, námsráðgjafi, segir það bera vott um mikla samstöðu og sam- hygð innan fjðlskyldu þegar systkini ráðast til samskonar starfa. Daglegt /iThafði spurnir af þremur systrum sem allar starfa sem flugfreyjur, þremur bræðrum sem eru vörubílsljórar og þremur bræðrum sem eru læknar. Hvítar tennur með öllum mögulegum ráðum UNDANFARIN ár hefur það færst í vöxt að fólk láti lýsa tennurnar sínar svo þær verði hvítari. Kristfn Heimisdóttir, tannlæknir, segir ástæðuna kannski fyrst og fremst þá að yfir heildina séð sé tannástand fólks mun betra nú á tímum, en oft áður, og því sé fólk farið að líta á heilbrigðar tenn- ur sem sjálfsagðan hlut. Það velti því meira fyrir sér hvernig tennurnar líti út, til dæmis hvort þær séu nógu hvítar. Kristín nefnir einnig að fyrir nokkrum árum hafi komið ný og betri efni á mark- aðinn til að lýsa tennur og hafi það ekki síður áhrif á það hve margir sækist eftir hvítari tönnum. Kristín upplýsir að algengast sé að lýsa tennur með því að smíða eins konar plasthlíf eða svokall- aða skinnu yfir tennur í efri og neðri góm, sem fólk sofi síðan með á næturnar. „Á hverju kvöldi áður en farið er að sofa er sett ákveðið efni í skinn- una sem veldur því að tennurnar lýsast. Þetta er endurtekið í viku og jafnvel lengur ef þess gerist þörf. Meðferðin gefur hins vegar ekki alltaf varan- legan árangur og gæti þurft að endurtaka hana öðru hverju," segir Kristín. Hún bætir því við að lýsing tanna geti stundum haft aukaverkanir í för með sér, til dæmis geti tennur orðið viðkvæmari fyrir hitabreytingum, en það vari yfirleitt ekki nema í nokkra daga eftir lýsingu. Frá 10 þúsund krónum Kristín segir að margar ástæður séu fyrir því að tennur dökkni í fólki. „Fyrst og fremst dökkna tennur með aldrinum, en einnig geta allir dökkir drykkir, eins og til dæmis kaffi eða te valdið því að tennur verða brúnni. Þá hafa reykingar mjög slæm áhrif á tennur og lit þeirra," segir Kristín. Það er misjafnt hvað kostar að láta lýsa á sér tennurnar, en hjá tannlæknastofum fengust þær upplýsingar að meðferðin kosti frá tíu þúsund krón- V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.