Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞINGSVEINAR Það getur verið góður lífsins skóli fyrir unga drengi að fylgjast með og taka virkan þátt í störfum löggjafa- þings þjóðarinnar. Ekki síst fyrr á tímum þegar meiri leynd hvíldi yfir störfum þingsins. Þá voru engar bein- ar útsendingar í sjónvarpi og fjölmiðlar ekki eins beinskeyttir. Pétur Blöndal talaði við prest, kennara, náms- mann og hagfræðing, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa séð starf þingsins með augum þingsveina og upplifðu það hver á sinn hátt. Árni Waao filafur Islelfsson Þingmenn voru meiri persónur Heill ævintýra- heimur „STARFIÐ fólst í því að vera á verði og þeg- ar bent var áttum við að sendast," segir Árni Waag, sem var þingsveinn þrettán og fjórtán ára. Eftir stundar umhugsun verður hann hálf hissa og hlær. „Það er hálf öld síðan.“ Ragnheiður Ása Helgadóttir, eiginkona Árna, fylgir okkur út í gróðursælan garð þejrra hjóna og ber á borð mjólk og bakkelsi. Árni lætur það ekki trufla sig og heldur áfram. „Þingmennirnir eru mér efst í huga,“ segir hann. „Það getur vel verið að það sé aðeins æsku- minning, en fyrir en mér voru þing- menn þess tíma meiri persónur. Sumir þeirra skör- uðu óendanlega fram úr. Þá skír- skota ég fyrst og fremst til Ólafs Thors, þótt ég hafi ekki verið sam- mála honum í póli- tík. Bunaðiút úr honum Ólafur var svo mikill persónuleiki að þegar hann kom inn, án þess að segja nokkuð nema góðan daginn, datt allt í dúnalogn. Hann var með gott skopskyn og mér fannst hann vera sannur í því sem hann sagði." Ámi þagnar um stund, lítur með áhyggjusvip á ungæðislegan blaða- manninn og spyr: „Þú kannast við Ólaf Thors, er það ekki?“ Oðrum sjálfstæðismanni, Pétri Ottesen frá Ytra Hólmi, skýtur upp í hugann á Árna: „Það var stórkostlegur maður, sjálfsagt sjálf- menntaður, mikill ræðumaður og ósmeykur við að láta persónulegar skoðanir í ljós, óháð flokkadráttum.“ Ekki má gleyma Einari Olgeirssyni og Brynjólfi Bjarnasyni. „Þeir eru geysilega eft- irminniiegir og virtust vera hugsjónamenn," segir Árni. Án þess að velta því fyrir sér frek- ar bætir hann við: „Þeir misskildu þetta allt.“ Einar var óhemju mikill ræðumaður og svo hraðmæltur að sögn Árna að það bunaði út úr honum. „Mér var sagt að hann kynni hvert einasta kvæði Þorsteins Erlingssonar og Step- hans G. Stephanssonar. Hann var laginn við að vísa til þeirra til áréttingar málefnum." Árni minnist einnig Haraldar Guðmunds- sonar krata sem sendi hann oft fyrir sig í tóbaksverslunina London eftir Teofani og De Reske, flötum tyrkneskum sígarettum. „Það var voðalega skrýtin lykt af þeim og vond.“ Annars kynntist Árni þingmönnunum lítið, enda strákpatti _ á þessum árum. „Ég man þó eftir því að einu sinni þurfti Ólafur á mér að halda," _ segir hann. „Ólafur vildi láta ganga, en ég var eitthvað í öðr- um þönkum' eins og stundum kom fyrir. Þá heyri ég sagt dimmum rómi í miðjum umræð- um: „Þingsveinn!" Ég var eins og blátt strik þegar ég þaut til hans.“ Garður letingjans Árni vendir kvæði sínu í kross á meðan blaða- maðurinn klárar úr mjólkurglasinu. Hann horfir yfír garðinn og segir ákveðinn: „Minn garður er eins og frumskógur. Ég vil ekki réttar línur heldur leyfi öllu að vaxa, jafnvel illgresi." Hann bætir við með ánægjusvip: „Þetta er garður letingjans." Allt í einu birtir yfir honum og hann bend- ir mér á skógarþröst innan um gróðurinn. „Þetta er vinur okkar,“ segir hann. „Þarna fékk hann einn stóran sem hann fer með til unganna sinna.“ Skógarþrösturinn flögrar burtu með ána- maðk í gogginum, en blaðamaðurinn ákveður að baða sig í sólinni aðeins lengur. „Þetta er alveg eins og Mallorca," segir Árni, „nema bara aðeins ódýrara." p Morgunblaðið/Golli ÁRNA Waag líður vel úti í náttúrunni. „STARFIÐ fólst í að sendast um bæinn og lögðu menn til sín eigin farartæki, - reiðhjól," segir Ólafur ísleifsson, hagfræðingur. Hann var ellefu ára þegar hann hóf störf sem þing- sveinn haustið 1966. „Ég held ég hafi verið yngstur í hópi þingsveina það ár.“ Það var heillandi að vinna í þinginu, að sögn Ólafs, spennandi og skemmtilegt: „Mér fannst gaman að komast í tæri við þingmenn og ráðherra viðreisnarstjórnarinnar. Þar fór fremstur Bjarni Benediktsson sem er mér minnisstæður fyrir persónuleika sinn og fas - og svo var röddin mörgum eftir- minnileg." Á hvörfum tveggja tíma Fyrri vetur Ól- afs sem þingsveins var kosningaárið 1967. „Ég stóð að sumu leyti á hvörf- um tveggja tíma. Gömul kynslóð þingmanna var að kveðja og yngri menn að fylla í skörðin.“ Þótt Ólafur hafi verið farinn að skilgreina sig sem sjálfstæðismann þegar hann var ungur að árum hreifst 'hann mjög af Einari Olgeirssyni: „Hann var sá þingmað- ur sem var einna elskulegastur við okkur þing- sveinana. Hann gerði sér t.d. sérstaka ferð til að óska okkur gleðilegra jóla. Það var líka ógleymanlegt að hlýða á hann tala úr ræðu- stól. Hann var magnaður ræðumaður og flutti mál sitt af eldmóði." Það var ekki aðeins mannlífið á þingi sem Ólafur hreifst af heldur líka þinghúsið. „Það var heill ævintýraheimur," segir hann, „með glæstum þingsölum og virðulegum hliðarher- bergjum. í ráðherraherberginu héngu myndir af ráðherrum. Ég var stoltur af því að afi minn var þar á meðal, Jóhann Þ. Jósefsson, en hann var einn af stofnendum Sjálfstæðis- flokksins." Ólafi er efst í huga hversu góður andi var í þinghúsinu, sem hann þakkar ekki síst litríku og yndislegu starfsfólki. Hann nefnir m.a. Jak- ob Jónsson, yfirþingvörð og yfírlögregluþjón, sem veitti íslensku handritunum viðtöku, Frið- jón Sigurðsson, skrifstofustjóra, „sem var ákaf- lega formlegur og ekki kom annað til greina en að þéra hann“, Jóhannes Halldórsson, sem annaðist útgáfu Alþingistíðinda, Þórdísi Valdi- marsdóttur, sem nú stýrir eldhúsi alþingis „en þar er besta kaffibakkelsi sem völ er á og hvergi fást betri pönnukökur", og Kjartan Bergmann Guð- jónsson, skjalavörð og frægan glímu- kappa. „Kjartan sýndi mér þann heiður að bjóða mér að ganga í glímufé- lagið _ Víkveija," segir Ólafur, „en það varð nú ekkert úr því.“ Ölafur heldur áfram að ræða við blaðamann um mannlífið á þingi, jafnt þingsveina sem ráðherra, en ekki gefst tóm til að gera því öllu skil í stuttu viðtali. Að lokum segist hann þakklátur fyrir þær skemmti- sem hann eigi frá Morgunblaðið/Ásdís OLAFUR á skemmtilegar minningar af þingi. legu og góðu minningar þessum tíma. „Hvern hef Al órað fyrlr..." Þegar blaðamaður býr sig undir að kveðja hrósar hann Ólafi fyrir fallegar myndir sem hanga upp um alla veggi. „Já, komdu með mér,“ segir Ólafur og lifnar við. Hann leiðir blaðamann um húsið og sýnir honum myndir, m.a. eftir Ásgrím Jónsson af Hrafnabjörgum, Karóiínu Lárusdóttur úr Heiðmörk og báta- mynd eftir Valtý Pétursson. Einnig myndir eftir Gretu Björnsson frá sumrinu 1939 - síð- asta sumri friðar. „Myndirnar sýna vel hversu heitt, stillt og gróðursælt sumar þetta var. Hvern hefði getað órað fyrir ..." ■ „UM ÞESSAR mundir fór að nálgast setning alþingis. Ég var atvinnulaus og nú datt mömmu í hug, hvort ég gæti ekki orðið svo mikill maður, að ég fengi að vera þing- sveinn. Hún lét mig skrifa umsókn til forseta alþingis eftir uppkasti, sem Magnús Andrés- son frændi minn hafði gert. Hann var þá að ljúka námi í prestaskólanum. Umsóknin var stíluð á þessa leið: Ég undirritaður, sem er sonur fátækrar ekkju, leyfi mér auðmjúklegast að biðja um að ég fái að vera þingsveinn á alþingi í sumar. Melshúsum, 27. júní 1877. Árni Þórarinsson. Til alþingisforseta. Síðan var umsóknin sett í umslag og um- slaginu lokað og ritað utan á það til forseta alþingis.“ Þannig hefst kaflinn „Neðan úr fjósi - upp á alþing" í ævisögu Árna prófasts Þórar- inssonar, sem Þórbergur Þórðarson færði í letur. Kvöldið eftir fara mæðginin á fund Jóns Sigurðssonar forseta. Hún afhendir Jóni Neðan úr fjósi - upp á þing umsóknina og lætur þau orð fylgja að sonur hennar sé heilsuveill og þoli ekki erfiðisvinnu, en þingsveins- störf verði honum ekki um megn. Á fund Jóns forseta Tveimur dögum síðar bar fundum Jóns forseta og móður Árna saman. Jón var á daglegri morgungöngu, en hún var að reyta arfa úr garðinum fyrir framan bæjarhúsin. Hann heils- ar henni og biður um að fá að eiga við hana nokkur orð. „Ég er nú varla tilkippileg að tala við for- setann núna,“ svarar hún. „Ég skil það vel, að þérþurfíð að nota tímann, og ég hef aldrei fyrirlitið starfann. Ámi Þórarínsson Mig langar aðeins að segja yður, að hann hefur fengið þingsveinsstöð- una, hann sonur yðar. Það er nú ekki mikil staða, en hann fékk hana á þann hátt, að ég hugsað töluvert um það. Það heíur aldrei komið svona fyrir mig áður, þó að lítill sé atburður. Ég hef verið að hugsa um þetta í tvær nætur, áður en ég hef sofnað. Það voru nú ekki nema þrír piltar sem gátu komizt að, en marg- ir sóttu. Þeir höfðu margir með- mæli, en sonur yðar engin. Dreglð um þlngsvelnsstarfið Embættismenn þingsins fóru nú að ræða um þessar veitingar og gekk í allmiklu þófi milli þeirra um það, hverjum skyldi veita þessar stöður, einn hélt þessum fram og annar hinum. í þessu stóð, þar til einn sagði: „Það gengur ekki að eyða tímanum í þetta. Það er bezt að draga um þá.“ Það var sam- þykkt. Nöfnin Voru skrifuð á miða og mið- arnir síðan brotnir saman og látnir í hatt og þeim ruglað í hattinum. Eg stóð úti við gluggann, á meðan þetta var gert. Svo var kallað á mig og ég beðinn að draga. Ég leit aldrei niður í hattinn, en þuklaði fyrir mér og dró son yðar fyrstan. En einn af ráðamönnum þingsins, sem þarna voru staddir, var óánægður með, hverjir dregnir voru, og segir: „Það er bezt að láta það gilda í þriðja sinn.“ Þá dró ég aftur og ennþá son yðar fyrstan. Og svo dró ég í þriðja sinn og enn var það sonur yðar, sem fyrst kom milli fingra minna. Ég skil ekki annað en hann verði yður til gagns og ánægju. Það hefur aldrei fyrr á æfinni komið fyrir mig svona“. Síðan kvaddi Jón forseti móður Árna og hélt áfram göngu sinni suður á Mela. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.