Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGU NBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF systkinatríó í sömu starfsgreinum SYSTUR OG FLUGFREYJUR BERGLIND, Lilja og Erna Sig’urðardætur. Morgunblaðið Ásdís A ferð og flugi um heiminn ALGENGT var hér áður fyrr að börn gengju í störf foreldra sinna, sérstaklega þar sem atvinnan var svæðisbundin. Til að mynda gerð- ust sjómannssynir oft á tíðum sjó- menn og bændabörn tóku sjaldnar en ekki við búi foreldra sinna. Möguleikar á starfsvali í dag eru hins vegar næstum óendanleg- ir og því reynist mörgum erfitt að taka ákvörðun. En skólaganga, fjölskylda og félagar móta skoðan- ir flestra á því hvað þeir vilja gera í framtíðinni. Sjaldgæft er nú til dags að systkini velji sér sams konar ævistarf en við eftirgrennslan kom í ljós að þess eru þó nokk- ur dæmi. Blaðamaður Daglegs lífs komst á snoðir um þrjár systur sem allar starfa sem flugfreyjur, þijá bræður sem eru vörubílstjórar og þijá lækna sem einnig eru bræður og lék forvitni á að vita hvernig það hefði atvikast. Námsráðgjafar kynna sér yfirleitt fjöl- skyldusögu þeirra ein- staklinga sem leita til þeirra. Því var leitað til Huldu Arnljóts- dóttur námsráðgjafa og hún spurð hvort systkinahópur sem velur sér sama starfssvið, skeri sig á einhvern hátt úr öðrum systkinahópum. Samstaða og samhygð Hulda segir það bera vott um mikla samstöðu og samhygð innan fjölskyldu þegar systkini ráðast til sams konar starfa. „Mjög líklega ríkir ekki samkeppni milli systkin- anna heldur gagnkvæm virðing," segir hún. Einnig segir Hulda lík- legt að í slíkum tilfellum sé fjöl- skyldan nyög náin og foreldrarnir gæti þess vel í uppeldinu að gera öllum börnunum jafn hátt undir höfði. „Eldri systkinin styðja sjálf- sagt þau sem yngri eru og miðla reynslu sinni til þeirra og eru þeim fyrirmynd. Ef það eldra vinnur til að mynda sem leikari og er ánægt, þá hefur það áhrif á starfsval hins yngra. Ef hins vegar það eldra er nöldrandi allan daginn yfir ein- hverju hundleiðinlegu starfi þá er líklegra að aðrir í fjölskyldunni forðist eins og heitan eldinn að ganga í það starf.“ Sálfræðingurinn Alfred Adler setti fram kenningar á sínum tíma, um mismunandi hlutverk systkina innan fjölskyldna. Námsráðgjafar styðjast við kenningu hans en Hulda tekur fram að alls ekki er hægt að alhæfa út frá henni. „Adler segir að ef elsta afkvæm- ið fær meiri athygli foreldra en hin börnin og því gengur mjög vel í námi eða starfi, er algengt að yngra systkinið velji allt annan starfsvettvang. Sérstaklega ef það sér fram á að geta alls ekki staðið því elsta á sporði," segir Hulda. Samkvæmt kenningu Adlers getur aldursmun- ur milli systkina einnig haft töluvert að segja. „Því minni aldursmunur á milli systkina því meiri líkur eru á samkeppni. Ef aldursmunur er meiri þá getur yngra systkinið fetað í fótspor þess eldra án þess að vera beint í samkeppni við það.“ seg- ir Hulda. Starfsfræðsla er þjóðarhagur Að sögn Huldu eru íslendingar fremur aftarlega á merinni miðað við nágrannalöndin hvað starfs- fræðslu varðar. „Fræðsluskrif- stofa Reykjavíkur hefur þó boðið grunnskólanemendum í starf- skynningu með því að velja einn vinnustað til að skoða. Einnig hef- ur starfsfræðsla undanfarin 10 ár verið valgrein í tíunda bekk grunn- skóla. Tengsl ungmenna við atvinnulíf- ið hafa rofnað með tímanum og því verða skólarnir að bregðast við með markvissri kynningu, það er þjóðarhagur," segir Hulda. I samanburðarrannsóknum hef- ur komið í ljós að íslenskir foreldr- ar þrýsta ekki jafn mikið á af- kvæmi sín um að fara í langskóla- nám eins og foreldrar í nágranna- löndunum. Þá eru íslensk ung- menni yfirleitt lengur að taka ákvörðun um framtíðarstarf en jafnaldrar þeirra I öðrum Iöndun- um. ■ Hrönn Marinósdóttir „ÆTLI ég hafi ekki smitað systur mínar af flugdellunni", segir Lilja Sigurðardóttir, elst þriggja systra sem' allar vinna sem flugfreyjur hjá Flugleiðum. „Ég var fimm ára göm- ul þegar ég ákvað að leggja flugfrey- justarfið fyrir mig og stóð við það. í gagnfræðaskóla valdi ég mér flug- freyjuna í starfskynningu og seinna fór ég í skóla til Englands og Dan- merkur til að afla mér góðrar tungu- málakunnáttu,“ segir hún. Yngri systur hennar Erna og Berglind voru ekki eins staðráðnar í að leggja flugfreyjuna fyrir sig þó þeim hafi fundist spennandi að sjá hvað kom upp úr töskum Lilju eftir flugferðir. Þær prófuðu ýmis önnur störf áður en ferill þeirra í háloftun- um hófst. Erna ætlaði að verða endurskoð- andi og hóf nám í viðskiptafræði. „Mér líkaði ekki vinnutíminn á end- urskoðunarskrifstofunni og var stanslaust með hausverk," segir Erna. Hún byijaði síðan að fljúga árið 1979 og þar með var bakterían komin í blóðið. „Við unnum allar sem litlar stelpur í matvöruverslun foreldra okkar í Álfheimunum, það- an höfum við þjónustulundina,“ seg- ir Berglind sem vann ýmis önnur störf hjá Flugleiðum áður en hún varð flugfreyja. Eiginmanni sínum kynntust hún þegar hann vann á flugvellinum á Akureyri og hún í Reykjavík. Berglind getur ekki hugsað sér að vinna á skrifstofu eða við neina kyrrstöðuvinnu. „Við erum félags- verur og höfum þetta þjónustueðli í okkur sem er ekki öllum gefið,“ seg- ir hún. „Þegar við vorum yngri ferðuð- umst við mikið með foreldrum okkar. Við vorum með fyrstu farþegunum sem fóru í ferðir með Ingólfí í Útsýn, þá var Berglind nýfædd og Erla sjö ára og ég fjórtán ára,“ segir Lilja. Lilja á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir en hún hefur unnið nánast sleitulaust þann tíma sem flugfreyja, fyrir utan eitt og hálft ár sem hún var frá, vegna bráða- hvítblæðis. „Ég var á lyfjum í heilt ár og fór og lærði ferðamálafræði til að drepa tímann. Tilhugsunin um að komast í flugið hélt í mér lífinu og sem betur fer náði ég aftur fullri heilsu." Spagettífjölskylda Dóttir Lilju, Dóra María er flug- freyja á sumrin en á veturna stundar hún nám í Bandaríkjunum. Bróðir þeirra systra, Ingvar Sigurðs- son starfar einnig hjá Flugleiðum sem hleðsluskrárritari. Systurnar hafa beitt öllum brögðum til að fá fjórðu systurina í flugfreyj- una en hún lætur ekki að stjórn. „Hún skilur ekki ástríðu okkar á Hulda Arnljótsdóttir, námsráðgjafi tih' Starfa hver á sínum spítalanum „VIÐ REKJUM ættir okkar til fyrsta íslenska læknisins, Bjarna Pálssonar sem fékk lækningaleyfi árið 1760 en hann var landlæknir í Nesstofu þar sem nú er læknaminjasafn. Síðan hefur enginn læknir verið í ættinni fyrr en pabbi tók læknispróf og við fetuðum síðan í fótspor hans,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir og elstur þriggja bræðra sem einnig eru læknar. Guðmundur og Gestur eru báðir hjartalæknar en Eiríkur sá yngsti er augnlæknir og starfar á Landakoti. Hjartalæknarnir tveir reka saman læknastofu en vinna á sitthvorum spítalanum. Guðmundur á Landssp- ítalanum í bráðamótttökunni, en Gestur á Borgarspítalanum. Faðir þeirra Þorgeirsbræðra, Þor- geir Gestsson var héraðslæknir á Húsavík og á Stórólfshvoli í Rangár- vallarsýslu, síðar heimilislæknir í Reykjavík. „Við fylgdumst heilmikið með starfi hans enda læknastofan í sama húsi og heimili okkar. Að auki fórum við oft með honum í vitjanir. Við kynntumst því snemma bæði kostum og göllum við starfið. Það var greinilega mikilsmetið hjá fólki en mjög erilsamt," segir Guðmundur. Guðmundur velti vöngum yfir alls konar starfsmöguleikum eftir stúd- entspróf. „Vafalaust hafði það tölu- vert að segja að faðir minn er lækn- ir þó það hafi ekki haft úrslitaáhrif á starfsval mitt,“ segir hann. Þegar upp var staðið fannst honum læknis- fræðin sameina áhuga sinn fyrir raunvísindum og „húmanisma“. „Fagið greip mig síðan smám saman heljartökum." „Ákvörðunin um læknisfræðinám- ið kom hægt og rólega hjá mér“ segir Gestur. „í menntaskóla var ég í raunvísindadeild og var sáttur þar. Síðar fannst mér læknisfræðin áhugaverð útfrá vísindalegu sjónar- miði. Faðir minn og Guðmundur bróðir sem er tveimur árum eldri en ég, hafa sjálfsagt óbeint haft áhrif á lokaniðurstöðu mína“. Eiríkur sem er fimm árum yngri en Gestur, var þeirrar skoðunar eftir stúdentspróf, að nóg væri komið af læknum innan fjölskyldunnar og ákvað því að fara til Sviss að læra vélaverkfræði. „Eftir eins árs dvöl þar ytra, varð mér ljóst að fagið átti ekki nægilega vel við mig þann- ig að ég kom heim og fór beint í læknadeild Háskóla íslands." Lækn- isfræðin er að mati Eiríks fjölbreytt nám sem fæst við fólk og býður upp á marga möguleika. „Hægt er til dæmis að stunda barnalækningar, starfa innan stjórnsýslunnar eða stunda ýmis konar rannsóknar- vinnu,“ segir hann. Beitti engum brögöum á bræðurna „Guðmundur vill ekki viðurkenna að hann hafi sérstaklega beitt sér fyrir því að fá bræður sína í sama fagið. „Ég beitti engum brögðum né fortölum langt frá því. Þetta var al- gerlega þeirra ákvörðun" segir hann. „Verst er að Eiríkur skyldi ekki hafa valið hjartalækningar sem sér- grein eins og við, því þá hefði hann getað leyst okkur af á stofunni,, seg- ir Gestur glettinn á svipinn. Gestur ákvað að fara í sérnám í hjartalækningum eftir að hafa unnið sem aðstoðarlæknir á Landspítal- anum um nokkra hríð. „Þar kynntist ég starfi á mörgum deildum og fann að hjartalækningar áttu best við mig. Ég dreif mig því bara í sama fluginu og finnst furðulegt hvað við höfum gaman af þessu,“ segir Erna. „Við erum eins og ítölsk spagettl- íjölskylda, óskaplega samrýmd. Nýir tengdasynir fá allir létt taugaáföll, því lætin eru svo mikil á heimilinu. Miðstöðin er hjá mömmu, þar hitt- umst við daglega í eftirmiðdag- skaffi, segir Berglind. Flugfreyjustarfið er skorpuvinna og stundum þarf að fara í flug árla morguns þegar börnin eru ennþá sofandi, en komið er heim aftur í eftirmiðdaginn um svipað leyti og þau koma heim úr skólanum," segir Berglind. „Barnapössun er ekki vandamál, við gætum barnanna hver fyrir aðra, öðruvísi gengi þetta ekki upp, “ seg- ir Erna. „Fjölbreytnin er mikil í starfinu, margir áfangastaðir og farþegar af mörgu þjóðerni, segir Erna. Systurnar eru töluvert líkar í út- liti og Berglind segist hafa flogið með gamla kærasta Lilju sem hafi spurt sig frétta af henni. „Stundum hafa samstarfsfélagar líka áttað sig á tengslunum þegar þær heyra hrossahláturinn sem við eigum sam- eiginlegan,“ bætir hún við. Þær eru ekki eina systraþrennan sem starfar hjá Flugleiðum því syst- urnar Björg, Helga og Guðrún Valdi- marsdætur hafa einnig verið lengi í starfi þar sem flugfreyjur. í háloftunum gerist oft ýmislegt óvænt. Lilja segist hafa flogið með ófríska konu sem var að því komin að eiga, með fimm mínútur milli hríða. „Ég ávarpaði því farþegana og spurði hvort læknir væri um borð og þá gáfu tveir fæðingarlæknar sig fram sem voru að koma heim af læknaráðstefnu. Ótrúlegt en satt. Allt fór því vel og konan átti barnið, skömmu eftir að vélin lenti“. Áramót á lögreglustöð í New York „í New York lenti Lilja á gamlárs- dag í vopnuðu ráni inni á hár- greiðslustofu. „Ég sat í hárþurrk- unni þegar maður með lambhús- hettu miðaði byssu beint framan í mig. Þjófarnir hirtu allt úr veskjun- um okkar sem þarna sátum og tæmdu peningakassann. Ég missti því af ferðinni heim og áramótanótt- in fór í skýrslugerð á lögreglustöð- inni.“ segir Lilja. Þegar hún átti 45 ára afmæli flugu systurnar saman í áhöfn til Bandaríkjanna, og borðuðu saman á veitingastað þar sem afmælis- söngurinn var sunginn á ítölsku fyrir Lilju. BRÆÐUR OG VORUBILSTJORAR HJÖRTUR, Jóhann og Guðmundur Jakobssynir. Morgunblaðið/Ásdís Saman í baráttu BRÆÐURNIR Jóhann, Hjörtur og Guðmundur Jakobssynir starfa allir sem vörubílstjórar hjá vörubifreiða- stöðinni Þrótti. Hvemig stendur á því að þið eruð allir í sama starfínu? „Það er ósköp einfalt svar, pabbi okkar var vörubíl- stjóri.“ svarar Jóhann sá elsti að bragði. Hjörtur sem er tveimur árum yngri bætir við að ástæðan hafí líklega verið svipuð og í gamanþulunni um Kálfsrófuna, „Þríbjöm togaði í Tví- bjöm, Tvíbjöm í Einbjöm og svo fram- vegis, því það má segja að við höfum elt hver annan í gegnum tíðina." Til að bæta gráu ofan á svart má bæta því við að Björgvin, fjórði og næstelsti bróðirinn starfaði einnig í mörg ár sem vörubílstjóri en skellti sér síðan í sjómennskuna. „Sjálfsagt hefur það einhver áhrif haft á mig að faðir minn og bræður voru bílstjórar en annars æxlaðist þetta bara einhvem veginn svona,“ segir Guðmundur, sá yngsti í röðinni en hann er 10 ámm yngri en Jóhann. Leiðin lá þó ekki bein og greið I vörubílstjórasætið hjá þeim bræðrum. Þeir hafa unnið við ýmis störf bæði til sjós og lands í gegnum tíðina. „Við Guðmundur vorum togarasjó- menn í nokkur ár og ég lærði bílavið- gerðir og vann lengi hjá Reykjavíkur- höfn,“ segir Jóhann. Til skamms tíma starfræktu bræðurnir I samejningu jarðvinnufyrirtæki og áttu meðal ann- ars saman gröfu ogjarðýtu. Árið 1963 byijaði Jóhann hjáÞrótti og Hjörtur og Guðmundur fylgdu fast í kjölfarið. Bræðurnir eru verktakar og keyra því um á eigin bílum. „Oftast nær vinnum við í Reykjavík og nágrenni en stundum úti á iands- byggðinni, þó höfum við lítið sem ekk- ert farið á Vestfirðina. Nauðsynlegt er því að vera á sterkum og góðum bílum," segir Jóhann. Verkefni vörubílstjóra eru margs konar. „Meðal annars höfum við keyrt vikur og alls kyns jarðvegsefni svo sem fyllingarefni í götur og ýmis slit- lagsefni, fyrir hina og þessa aðila I byggingariðnaði,“ segir Guðmundur. „Þetta er skondinn bransi sem fáir gera sér grein fyrir hvemig gengur fyrir sig. Aðalvinnan er yfír hásumarið en á veturna er því miður oft lítið að gera. Það er alveg skelfí- legur tími. Þá dyttar maður að bíln- um, lagfærir það sem betur má fara, málar og svo framvegis," segir Hjört- ur. „Ég hef ekki farið I sumarfrí í tuttugu ár en undanfarin ár höfum við hjónin skroppið til sólarlanda á haustin.“ segir Jóhann. Ekkl slegist enn Bræðurnir eru að eigin sögn þokka- lega samrýmdir. „Alla vega höfum við ekki sleg- ist almennilega ennþá. Ætli verði nokkuð af því úr þessu,“ segir Hjörtur. Jóhann segir að sátt og samlyndi hafi alla tíð ríkt á milli þeirra bræðra. „Ef einn okkar fær stór verkefni þá reynir hann að koma hinum í það líka. Við stöndum saman í bar- áttunni." GESTUR, Guðmundur og Eiríkur Þorgeirssynir. Morgunbiaðið/ Þorkell framhaldsnám og stóri bróðir.“ „Fjölskyldan okkar hefur alltaf haldið vel saman. Móðir okkar á fimm systur sem eru miklar vinkonur og það er mikill samgangur á milli fjölskyldnanna.“ segir Guðmundur. Nýlega keyptu þeir bræður stóra jörð í Þjórsárdal rétt hjá gömlu heimahögum föðurþeirra. „Jarðskik- inn er okkar sameiginlega áhugamál en þess utan höfum við mikinn áhuga á alls kyns menningu, tónlist og íþróttum,“ segir Gestur. Aðspurðir um hvort einungis væri rætt um sjúkdóma og sjúklinga í fjöl- skylduboðum, svöruðu þeir því til að vanalega væri allt milli himins og jarðar á dagskrá. Guðmundur segist þó stundum nota tækifærið til að ræða við Gest bróður um þeirra hjart- ans mál, hjartasjúkdóma en það ein- oki alls ekki samræðurnar. „I fjöl- skylduboðum er oftast mjög skemmtilegt og yfirleitt mikið sung- ið, segir Eiríkur. Eiglnkonurnar þrjár voru flugfreyjur Bræðumir eru sammála um að álag á fjölskyldur þeirra sé oft á tíðum mikið því vinnudagurinn þeirra er langur og sjaldan gefst stundarfriður. „Konurnar okkar eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa allar starfað sem flugfreyjur á námsár- unum.“ segir Guðmundur. Þær völdu þó ekki læknisfræðina sem starfs- vettvang. Eiginkonur Eiríks og Gests láta samt sjúklinga ekki afskipta- lausa því kona Eiríks er hjúkrunar- fræðingur og eiginkona Gests starfar sem sálfræðingur en kona Guðmund- ar er kennari að mennt. Bræðurnir þrír eiga samanlagt 15 börn. Það yngsta er barn Eiríks og er 2 mánaða en sá elsti er 27 ára, sonur Guðmundar og starfar sem kvikmyndagerðarmaður. ■ Bræðurnir hittast þó ekki mikið utan vinnutím- ans nema ef eitthvað sér- stakt er á döfinni, stóraf- mæli, brúðkaup og þess háttar. Um tíma stunduðu þeir saman silungsveiði en lítið er um önnur sam- eiginleg áhugamál þeirra. Aðspurðir hvernig fjöl- skyldulífið gangi fyrir sig segja þeir að eiginkonurn- ar kvarti stundum yfir óreglulegum matmálstím- um en annars hafi allt gengið vel. Bræðurnir búast ekki við að börnin feti í þeirra fótspor sem vörubílstjór- ar. „Við eigum bara kven- kyns afkomendur. Jóhann á þijár uppeldisdætur, Hjörtur á tvær dætur og ég eina. Ólíklegt er að þær leggi vörubílstjórann fyrir sig, en þó er aldrei að vita, nú á jafnréttistím- um.“ segir Guðmundur. „Bílstjórastarflð er að mörgu leyti ágætis starf. Ekki þýðir heldur að vera með neina eftirsjá og velta sér upp úr hvað maður gæti hafa farið að gera,“ segir Guðmundur. Ýmsar hættur eru fyrir hendi þegar keyrt er á stórum bílum, í slæmu veðri á þjóðvegum landsins. „Nokkrum sinnum höfum við lent í svaðilförum aðallega vegna mikillar hálku á vegun- um. I vetur skall á óveður þar seiii við vorum saman við vinnu í vikurná- munum við Hekluhaf. Það gerði snögglega aftakaveður og því fylgdi mikill skafrenningur svo ekki sá útúr augum. það tók okkur alla nóttina að fikra okkur niður af fjallinu og að Búrfellsvirkjun," segir Jóhann. Að lokum voru bræðurnir spurðir hvaða burði góður vörubílstjóri þurfi að bera? „I starfi vörubílstjóra er nauðsynlegt að vera þokkalega vel á sig kominn líkamlega, því þetta er erfiðisvinna. Einnig er nauðsynlegt að vera sæmilega lipur og útsjónar- samur. Við erfiðar aðstæður sem oft eru fyrir hendi á vinnusvæðum, er gott að vera glúrinn til að komast að farminum eða iosa hann á réttan hátt. Hætturnar leynast víða og þv! nauðsynlegt að vera varkár. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að vera slyngur bílstjóri og hafa gott vald á ökutækinu". 3 ráð við frunsum! ' • vf ★hauspoki * p I á s t u r Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn frunsumyndun með virka efninu acíklóvir. Mikilvægt er að byrja að nota kremið um leið og fyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax og þú finnur sting, fiðring eða kláða. Berið kremið á sýkt svœði fimm sinnum á dag í 5 daga. Varex, krem 2 g, fxst í apótekum án lyfseðils. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Hafðu varann á með Varex!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.