Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1
J BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1996 FÖSTUDAGUR 12.JÚLÍ BLAD Andri frá Bayern til KR ANDRI Sigþórsson, knattspyrnukappinn knái sem verið hefur í herbúðum Bayern Miinchen í Þýskalandi síðastliðin þrjú ár, er nú kominn heim og farinn að æfa með KR-ingum á ný. „Eg er búinn að vera meiddur síðastliðið ár og hef lítið getað spilað þannig að besta ráðið í stöðunni var að koma heim og reyna að ná sér. Eg hef fengið tilboð bæði frá Þýskalandi og Sviss en það er háð því að ég standist læk- insskoðun og eins og staðan er í dag er ég meiddur," sagði Andri. KR-ingar bíða eftir því að fá staðfestingu frá Þýskalandi á félagaskipt- unum. Haukur Gunnarsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að staðfestingin bærist í dag og vonast KR-ingar til að Andri verði orðinn klár í slaginn um næstu mánaðamót. Miklar hræringar á Englandi MIKI.AR hræringar eru um þessar mundir I ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu og herma nýjustu fregnir frá Englandi að Frakkinn David Ginoia sé á leiðinni frá Newcastle til Barcelona á Spáni. Við stjórnvölinn lyá Börsungum er Englending- urinn Bobby Robson og mun hann æstur í að fá kappann í sínar herbúðir en fjöl- skyldu Ginolas líkar að sögn ekki alls kostar lífið á Eng- landi. Newcastle neitar hins vegar fréttunum alfarið og segir Ginoia ekki til sölu en á hinn bóginn neita þeir ekki sögusögnum þess efnis að enski landsliðsmaðurinn Nick Barmby sé á leiðinni til þeirra frá Middlesbor- ough þrátt fyrir að ekki hafi verið gengið frá neinum samningum enn. Þá hafa viðræður verið í gangi milli stórliðanna Manchester United og Barc- elona um skipti á Lee Sharp og Miguel Angel Nadal og einnig hefur United auga- stað á tékkneska landsliðs- manninum Karel Poborsky, sem væntanlegur er til Manchester um helgina til viðræðna við félagið. KNATTSPYRNA Ingi Bjöm hættur þjálfun FH-liðsins Ingi Björn Albertsson, þjálfari hjá 2. deildarliði FH í knattspyrnu, tilkynnti á miðvikudag forystumönn- um knattspyrnudeildar að hann hygðist segja starfi sínu lausu hjá félaginu og bað jafnframt um að verða leystur frá störfum hið snar- asta. „Mér fannst leikmenn ekki alveg í takti við mín markmið og metnað- ur minn hefur hugsanlega staðið eitthvað hærra en þeirra. Þess vegna óskaði ég eftir að verða leystur frá störfum en þessi ákvörðun er öll að mínu frumkvæði og mér er enn mjög hlýtt til bæði leikmanna og stjórnar FH. Ég efast um að ég muni taka að mér frekari þjálfun í sumar og kannski tími til kominn að gefa fjöl- skyldunni meiri tíma, en hver veit nema maður fari í framhaldinu að snúa sér meira að félagslegu hlið knattspyrnunnar heldur en spennunni á sjálfum vellinum," sagði Ingi Bjöm í gær, en nýr þjálfari hjá FH-ingum hefur verið ráðinn Helgi Ragnarsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk Gróttu í sumar. Arftaki Helga á Seltjarnarnesinu verður Sverrir Herbertsson og sagði Gísli Birgisson, framkvæmdastjóri Gróttu, að ákvörðunin um þjálfara- skipti hefði verið tekin með fullu samkomulagi aðila á milli. Þá bætti hann við að Gróttumenn óskuðu Helga alls hins besta í Hafnarfirðin- um og vonaðist jafnframt til að þjálfaraskiptin yrðu báðum félögum til framdráttar. Morgunblaðið /Ásdís Þrettán mörk ÞRETTÁN mörk voru skoruð í fjórum leikjum í 1. deildarkeppn- inni í gærkvöldi og er einvígi Skagamanna og KR-inga að nálgast hámark. Bjarni Guðjónsson tryggði Skagamönnum sigur á Eyja- mönnum á elleftu stundu, 2:1, á Akranesi, Einar Þór Daníelsson skoraði tvö glæsimörk þegar KR vann stórsigur á Stjörnunni í Garðabæ, 1:4. Skagamenn eru á toppnum með 24 stig, en KR-ing- ar eru með 22 stig og eiga leik til góða. Þeir mætast í Vesturbæn- um í næstu umferð. Sigurður Grétarsson skoraði mark gegn sínu gamla félagi, þegar Valur vann Breiðablik 2:0. Bróðir hans, Arn- ar, lék ekki með Blikunum. Fylkir, sem er á botninum ásamt Breiðablik, með þijú stig, tapaði á Ólafsfirði, 2;1, í leik þar sem Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, fékk að sjá rauða spjaldið. Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson fékk einnig að sjá rauða spjaldið á Akranesi. Hér á myndinni fyrir ofan kljást Salih Heim- ir Porca, Val, og Theodór Hervarsson, Breiðabliki, um knöttinn að Hlíðarenda. ■ Leikir kvöldsins / C2, C3, C4 OLIATLANTA: ISKALT BAÐ A AÐ BÆTA ARANGURIÞROTTAMANNA / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.