Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 C 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís labliksmenn voru alls ekkl í háloft- faerl tókst þelm ekkl að skora. Fyr- rétar Jónsson. Ótrúleg lukka hjá tíu Skagamönnum SKAGAMENN hafa sigurhefð- ina og ígærkvöldi gengu lukku- dísirnar í lið með íslandsmeist- urunum. Þeirfundu ekki rétta taktinn á Akranesi frekar en mótherjarnir frá Vestmanna- eyjum, en einum færri tókst þeim að skapa tvö marktæki- færi og nýta bæði. Eyjamenn fengu eitt og skoruðu úr því en ekki átti fyrir þeim að liggja að ná stigi. Haraldur Ingólfs- son og Bjarni Guðjónsson sáu til þess þó tæpara hefði vart mátt standa. Fyrri hálfleikur var frekar á ró- legu nótunum. Skagamenn voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur ágæt marktækifæri en tókst ekki að koma boltanum á réttan stað. Eyjamenn hugsuðu fyrst og fremst um að verjast og treysta síðan á skyndi- sóknir en þeir komust lítt áleiðis gegn Zoran og samherjum í sterkri og öruggri vörn heimamanna. Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Akranesi FOLX ■ AÐALMARKVERÐIR liðanna sem áttust við á Akranesi í gær, ÍA og ÍBV, léku ekki með. Þórður Þórðarson er meiddur og Friðrik Friðriksson var tekinn út úr liðinu og sat á varamannabekknum. ■ SIGURSTEINN Gíslason lék ekki heldur með ÍA, tábrotnaði í síðasta leik. ■ MIHAJLO Bibercic og Ólafur Adolfsson fengu báðir gult spjald í gærkvöldi, í fjórða sinn í sumar. Þetta þýðir að þeir verða báðir í banni þegar IA heimsækir KR í 9. umferðinni annan sunnudag. ■ KRISTINN Lárusson leikmað- ur Stjörnunnar tognaði illa á ökla í leiknum gegn KR. Búist er við að hann verði tilbúinn í slaginn eft- ir átta daga. ■ BJARKI Pétursson kom inná hjá Fylki þegar liðið heimsótti Leiftur. Þetta var fyrsti leikur Bjarka með Fylki. 1B#bBjarni Guðjónsson ■ \#lék meðfram vörn ÍBV á 76. mlnútu og gaf síðan á Harald Ingólfsson sem var rétt utan vítateigs vinstra meg- in. Hann hikaði ekki, heldur skaut þrumuskoti að marki með vinstri fæti og boitinn small í þaknetinu. Frábær undirbúning- ur og glæsilegt mark. Nökkvi Sveinsson, 1 ■ 1 sem var nýkominn inn á, fékk boltann rétt innan miðlínu á vallarhelmingi ÍA. Hann stakk inná ívar Bjark- lind, sem lék á fullri ferð upp völlinn hægra megin og skaut síðan hnitmiðuðu skoti í fjær- hornið niðri á 84. mínútu. Vel að verki staðið. 2b Haraldur Ingólfsson ■ | tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin tveimur mínútum fyrir leikslok. Hann gaf fyrir á fjærstöng þar sem Bjarni Guðjónsson var réttur maður á réttum stað og skallaði af afli í netið. ótrúlegt mark á ótrúlegum tíma. Mikið var um stöðubreytingar á miðjunni og í fremstu víglínu hjá íslandsmeisturunum og þegar 'þeir skiptu samhliða um gír voru gest- irnir óákveðnir og óöruggir í vörn- inni. Sendingar inn fyrir vörn ÍBV sköpuðu hættu og þrisvar vildu heimamenn fá dæmda vítaspyrnu, en Ólafur Ragnarsson sá ekki ástæðu til að flauta. Sennilega hafði hann rétt fyrir sér þegar Bibercic vildi fá víti snemma leiks en mið- heijinn virtist felldur innan teigs eftir hálftíma leik og rétt fyrir hlé var Alexander brugðið á hættu- svæði, en Eyjamenn sluppu með skrekkinn. Hins vegar hefði vel verið hægt að dæma víti á ÍA í seinni hálfleik. Dauðafæri ÍBV Leikmenn voru samir við sig strax eftir hlé en að því er virtist saklaus sending Miljkovics aftur á Arna Gaut markvörð hleypti heldur betur lífi í leikinn. Arni Gautur hitti ekki boltann og allt í einu var Stein- grímur fyrir opnu marki. Hann ætlaði að renna boltanum í netið en Skagamenn náðu að bjarga áður en í óefni var komið þó litlu hefði Siðblinda stjómar FRÍ SÚ ákvörðun stjórnar FRÍ að velja Sigríði Önnu Guðjónsdóttur sem einn af aðstoðarmönnum/þjálfurum keppenda íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikunum hefur vakið mikla undrun og óánægju innan frjáls- íþróttahreyfingarinnar. Það leyfum við okkur að fullyrða. Þetta val er algerlega á skjön við þær hefðir sem I gildi hafa verið hjá FRÍ hingað til. Reglan hefur verið sú að velja aðstoðarmenn/þjálfara á stærstu mótin úr hópi starfandi þjálfara og þá gjarnan fólk með mikla reynslu og hæfni þannig að íþróttafólkið mætti hafa sem mest gagn af. Það skal tekið fram að hér er ekki verið að gera lítið úr Sigríði Önnu Guð- jónsdóttur, - hún á allt gott skilið sem íþróttamaður. Hennar þjálfara- ferill er hins vegar ekki hafinn. Röksemdir Helga S. Haraldsson- ar, formanns FRI, í Morgunblaðinu 10. júlí sl., eru harla einkennilegar. Hann segir m.a.: „Hún er ekki valin á þeim forsendum að hún sé eigin- kona mín.“ Þá spyijum við: Á hvaða forsendum var hún valin? Ef málið snýst um að nauðsynlegt hafi verið að hafa konu með sem aðstoðar- mann, af hveiju er þá Sigríður tek- in fram yfir reynslumeiri og starf- andi kvenþjálfara? Allt tal Helga um að annarlegar hvatir liggi að baki gagnrýni á þetta val er með ólíkindum. Haft er eftir Helga í fyrr- greindu blaðaviðtali: „Ef þeir vilja blása þetta upp og nota þetta val Sigríðar sem átyllu er það þeirra mál. Þeir eru í miklum minnihluta í hreyfingunni og eru sárir út af öðrum hlutum og vilja nota þetta til að koma höggi á stjórn Fijálsíþrótta- sambandsins.“ Hvaða dylgjur er formaðurinn FRÍ að fara með hér og hvaða minnihluta er hann að tala um? Hann getur varla átt við undir- ritaða, fólk sem starfað hefur í ára- tugi í fijálsíþróttahreyfingunni, og kannast ekki við að hafa átt í neinum deilum við stjórn FRÍ. Það sem fær okkur til að mótmæla þessari ráða- gjörð er einfaldlega það að okkur, ásamt fjölmörgu fijálsíþróttaáhuga- fólki sem við umgöngumst, ofbýður verklag stjórnar FRI í þessu máli. Svona vinnubrögð eru ekki líkleg til að efla frjálsíþróttahreyfinguna, þvert á móti. Það er álitshnekkir fyrir fijálsíþróttir að svona klaufa- skapur eða dómgreindarleysi foryst- unnar hafi getað átt sér stað, en það er ennþá tími til að leiðrétta mistök- in. Við treystum því að stjóm FRÍ sjái að sér og skorum á hana að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað. Virðingarfyllst, Oddný Árnadóttir, Sigurður Haraldsson, Þórdís Gísladóttir, Sigurður P. Sigmundsson, Haraldur Magnússon, Eggert Bogason, Magnús Haraldsson. mátt muna. Tveimur mínútum síðar fékk Miljkovic gult spjald fyrir að þjarma að Gunnari markverði ÍBV og á 11. mínútu síðari hálfleiks var Skagamanninum Jóhannesi Harð- arsyni vikið af velli fyrir að sparka Hlyn Stefánsson niður við miðlínu. Ólafur dómari var rétt við brotið og var snöggur að draga upp rauða spjaldið. Sjö mínútum síðar fékk Stein- grímur sannkallað dauðafæri eftir stungusendingu en Árni Gautur varði í hom. Þrjú færi, þrjú mörk Eftir þetta róaðist leikurinn á ný en 20 mínútum fyrir leikslok kom- ust Skagamenn yfir með glæsilegu marki Haraldar Ingólfssonar eftir góðan undirbúning Bjarna, en Ad- am var ekki lengi í paradís. Átta mínútum síðar jafnaði ívar Bjark- lind með öruggu skoti eftir stungu- sendingu frá Nökkva. Flestir héldu að þetta yrðu úrslit- in og allt stefndi í það en leikmenn Guðjóns Þórðarsonar voru ekki á þeim buxunum. Aukaspyrna Har- aldar á síðustu stundu hitti kollinn á Bjama Guðjónssyni og hann stýrði boltanum rétta leið. Leikurinn var ekki upp á marga fiska. Spilið gekk illa og lengst af voru menn á hálfum hraða. Kraft- inn, leikgleðina og neistann vantaði en málið snýst um stigin og Skaga- menn fengu þau öll. Hins vegar var lánleysið Eyjamanna I lokin. Alltí háaloft vegna Nedveds SVO gæti verið að ítalska knattspyrnuliðið Lazíó hafi keypt köttinn í sekknum þegar það gekk nú nýlega frá samningum við tékk- neska Iandsliðsmanninn Pavel Nedved því PSV Eindhoven frá Hollandi segist hafa gert samning um kaup á Nedved við fyrri eigendur Sparta Prag, liðs- ins sem Nedved lék með áður, og munu þeir hol- lensku ekki taka því þegj- andi og hljóðalaust að kappinn fari til Ítalíu. Málinu hefur nú verið skotið til Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, og mun sambandið væntan- lega skera úr um hvort samningur PSV við fyrri eigendur Sparta sé lög- mætur. Forráðamenn Lazíó eru allt annað en ánægðir með þróun mála og segja kaidhæðnina vera þáaðPSVviyiekki leik- manninn heldur einungis peningana, en þeir ítölsku hafa harðneitað að gera opinbera upphæðina, sem þeir þurftu að reiða fram fyrir Nedved. VIN NINGSH LUTFALLIÐ HJÁ ÍSLENSKUM TIPPURUM í SÍÐUSTU VIKU VAR 456.61% TVEIR ÍSLENDINGAR NÁÐU 13 RÉTTUM SÁ HEPPNI FÉKK 2*41 2*280#b Tvær milljónir fjögurhundruÓogtólíþúsund tvöhundruðogónSfiu OG SÁ HEPPNARI 2.534.610, Ivær milljónfr fimmhundruðþrjátíuogfjögurþúiund sexhundruðogtíu ef þú spilot til ab vmna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.