Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4
 KNATTSPYRNA II Draumamarkid“ - sagði Einar Þór Daníelsson, sem skoraði tvö mörk þegar KR-ingar lögðu Stjörnuna, 1:4 EINAR Þór Daníelsson skoraði tvö glæsileg mörk fyrir KR- inga, þegar þeir unnu öruggan sigur á Stjörnunni, 1:4, í Garðabæ. Fyrra mark hans var glæsilegt - hann snéri sér við á „krónu" - út við vítateigshorn hægra megin, vippaði knettin- um tvisvar sinnum yfir varnar- leikmann Stjörnunnar og spyrnti knettinum með við- stöðulausu skotið í hliðarnetið fjær, óverjandi fyrir Bjarni Sig- urðsson, fyrrum landsliðs- markvörð, 1:2. „Þetta er draumamarkið - maður skorar ekki svona mark nema einu sinni á ævi,“ sagði Einar Dan, sem skoraði síðan annað glæsilegt mark, 1:3, en áður hafði hann verið í öftustu iínu og komið í veg fyrir að Birgir Sigfússon næði að jafna fyrir Stjörnuna. KR-ingar voru nær allan tímann betri en Stjörnumenn, sem áttu fyrsta orð leiksins, Baldur Bjarnason skoraði. Eftir það kom nokk- ur taugaveiklun í leik KR-inga, sem eru óvanir að vera undir. Þeir höguðu sér sem skák- menn, sem eru að falla á tíma - æstust upp og gáfu sér ekki nægi- legan tíma til að hugsa um næsta leik. Þeim gekk illa að bijóta vörn Stjörnunnar á bak aftur og æstust Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar 1.n< ■Vl .Goran Kristófer Micic átti laglega sendingu inn fyrir vörn KR á 8. mín., þar sem Baldur Bjarnason komst á auðan sjó og sendi knöttinn fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, i hornið fjær. 1:1 Einar Þór Daníelsson braust upp að enda- mörkum á 37. mín. og sendi knöttinn fyrir mark Stjörnunn- ar, þar sem Rikharður Daða- son var við markteig og þrum- aði knettinum upp í þaknetið. 1m Einar Þór Daniels- ■ áCiison lék listir sínar með knöttinn á 55. mín., vippaði knettinum yfir tvo leikmenn Stjörnunnar og þrumaði knettin- um með viðstöðulausu skoti í hornið fjær. 1B Helgi Björgvinsson, *%#miðvörður Stjörn- unnar, missti knöttinn og Einar Þór Danieisson frá sér, Einar Þór brunaði að marki og skoraði örugglega með góðu utanfótar- skoti, knötturinn hafnaði í þak- netinu. 37. mín. 1,V Árni Ingi Pjeturs- ■•wson skallaði knöttinn í netið á marklínu á 87. mín., eftir að Guðmundur Benedikts- son hafði vippað knettinum að marki Stjömunnar. leikmenn upp, létu skapið hlaupa með sig í gönur. Lúkast Kostic, þjálfari KR, var ekki ánægður með sína menn og hrópaði inn á völlinn. „Ekki gera þetta, hugsið þið ein- göngu um að spila.“ KR-ingar gátu dregið andann léttar þegar Rík- harður Daðason náði að jafna met- in eftir sendingu Einars Þórs og í seinni hálfleik náðu KR-ingar yfir- höndinni, komust yfir. Eftir það slökuðu þeir á klónni, Stjörnumenn komust inn í leikinn, fengu víta- spyrnu, sem Helgi Björgvinsson misnotaði - skaut í stöng og þaðan fór knötturinn til Ragnars Árnason- ar, sem skaut framhjá í dauðafæri. Stjömumenn fengu tvö önnur tæki- færi, sem Birgir Sigfússon náði ekki að nýta - fyrst bjargaði Einar Þór skoti hans á elleftu stundu og síðan varði Kristján Finnbogason, markvörður KR. Einar Þór bætti þriðja markinu við og gerði út um leikinn. Smiðshöggið rak síðan Árni Ingi Pjetursson, með skalla á mark- línu, með sinni fyrstu snertingu við knöttinn eftir að hann kom inná sem varamaður fyrir Olaf H. Kristjáns- son, bakvörð, 1:4. „Farðu fram og skoraðu," hrópaði fyrirliðinn Þor- móður Egilsson til hans og Árni Ingi tók hann á orðinu, geystist fram og var svo sannarlega réttur maður á réttum stað. KR-ingar vom betri aðilinn í leiknum, voru þó nokkuð lengi að ná fótfestu, en eftir að þeir náðu henni var stöðugleiki þeirra góður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GORAN Krlstófer Miclc sækir að marki KR, Þormóður Egilsson er tll varnar, en þeir hððu harða baráttu og fískaði Micic vítaspyrnu í viðureign þeirra. Fylkir á fallsvæði Leiftur vann verðskuldaðan sigur á Fylki, 2:1, þegar liðin mætt- ust í Ólafsfirði í gærkvöldi. „Ég er mjög ánægður með Reynir stiSin Þ1!11 °S að við Einksson skyldum halda okkur skrifar frá í þriðja sætinu,“ Ólafsfirði sagði Óskar Ingi- mundarson, þjálfari Leifturs, í leiks- lok. „Liðið náði sér vel á strik í þess- um leik og vorum við að leika mun betur heldur en í undanfömum leikj- um. Við vorum betri aðilinn í leiknum og áttum sigurinn fyllilega skilinn," bætti Óskar jafnframt við. Leikurinn fór rólega af stað og virtust bæði lið vera að þreifa fyrir sér í upphafi. Eftir um fjórtán mín- útna ieik leit svo fyrsta marktæki- færi leiksins dagsins ljós þegar Bald- ur Bragason skallaði rétt framhjá marki Fylkis. Eftir þetta áttu bæði lið þokkaleg færi en færi Fylk- ismanna voru þó öllu hættulegri í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur hófst svo af kjafti og kom fyrsta markið á 56. mínútu þegar Baldur Bragason kom heima- mönnum yfir með góðu marki. Leift- ursmenn voru þó varla hættir að fagna marki Baldurs þegar knöttur- inn lá í marki þeirra eftir laglegt skot Kristins Tóipassonar. Eftir jöfnunarmark gestanna voru Leiftursmenn miklu ákveðnari og sóttu þeir stíft. Á 67. mínútu lék Lazorik laglega á fjóra varnarmenn og skaut fallega undir Kjartan í marki Fylkis, en hann náði að teygja sig á eftir knettinum þegar hann var á marklínunni og bjarga þannig marki. Leiftursmenn voru mjög óánægðir því þeir töldu knöttinn hafa farið allan yfir línuna en Kári Gunnlaugsson aðstoðardómari var ekki sama sinnis. Á 71. mínútu kom svo sigurmark Leifturs og var þar að verki Gunnar Már Másson, en ekki verður annað sagt en að það mark hafi lyktað verulega af rangstöðu. Fylkismenn voru allt annað en sáttir og mót- mæltu marki Gunnars vel og lengi en úrskurði dómarans varð ekki haggað. Skömmu síðar fékk svo Kjartan Sturluson, markvörður Fyik- is, að líta rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. Á lokamínútu leiksins • sluppu heimamenn heldur betur með skrekkinn þegar Bjarki Pétursson komst einn inn fyrir vöm þeirra, en Atli Knútsson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði með tilþrifum. Leiftursmenn léku oft og tíðum ágætlega í þessum leik og þó sérstak- lega í síðari hálfleik og fengu þeir nokkur ágæt tækifæri til að bæta við mörkum en færin tókst þeim ekki að nýta. Fylkismenn voru ágætlega inni í leiknum í fyrri hálfleik en í þeim síðari var sem þeir misstu taktinn og þurfa þeir því að verma annað af tveimur fallsætum 1. deildar. 1a ^%Gunnar Már Másson sendi fallega sendingu inn í vítateiginn ■ \|vinstra megin á Baldur Bragason, sem lék knettinum áfram og skoraði með laglegu skoti yfir Kjartan markvörð Fylkis, sem kom út á móti. Þetta gerðist á 56. mínútu. 1m •§ Eftir mikinn darraðardans í vítateig Leifturs, á 57. mínútu, ■ I þar sem boltinn barst manna á milii hafnaði hann loks hjá Kristni Tómassyni, sem var rétt innan vítateigs og þrumaði í bláhornið. 2m Á 71. mínútu átti Baldur Bragason skot að marki Fyikis, ■ I sem Kjartan hálfvarði. Boltinn barst síðan til Leiftursmanns og þaðan til Gunnars Más Mássonar, sem skoraði af stuttu færi. Iskalt bað bætir árang- urinnáÓL SAMKVÆMT nýjustu rann- sóknum í Ástralíu á ískalt bað að auka þol frjálsíþróttafólks og bæta til muna árangur þess á Ólympíuleikunum í Atlanta, sem hefjast 19. júlí. Vísinda- menn við Charles Sturt-háskól- ann gerðu tilraunir á nokkrum langhlaupurum og skiptu þeim í tvo hópa, var annar hópurinn látinn sitja t köldu vatni i allt upp undir klukkustund en hinn hópurinn fékk ekkert að bleyta sig áður en hlaupið var af stað. Mönnum tii mikillar furðu náði hópurinn, sem legið hafði í baðinu, mun betri árangri en sá, sem ekki hafði farið í ísbað- ið og það sama gerðist þótt hlutverki hópanna væri víxlað, þ.e.a.s. þeir sem ekki fóru í bað áður bleyttu nú i sér i ísköldu vatni og svo öfugt. Frank Marino, einn visinda- mannanna sem tilraunina framkvæmdu, taldi skýringuna á þessum mismun á árangri hópanna vera þá að kælingin hefði í för með sér að mikið blóð sæti eftir í vöðvunum þeg- ar hlaupið væri af stað og þvi nýttist glúkósinn og súrefnið í likamanum mun betur. Nú er þvi um að gera fyrir allt frjálsíþróttafólk á leikun- um i Atlanta að drífa sig í kalda sturtu rétt fyrir keppni og mega þá áhorfendur allt eins eiga von á því að sjá hvert heimsmetið á fætur öðru falla. FOLK ■ NYJUSTU fregnir af knatt- spyrnugoðinu Diego Maradonna herma að kappinn sé reiðubúinn að leika fyrir hönd argentíska lands- liðsins verði til hans leitað. Þessu lýsti Maradonna yfir á miðvikudag og sagði jafnframt að margir land- ar hans hefðu beðið hann að draga fram landsliðsskóna á ný. ■ KNATTSPYRNUUNNEND- UR í Kina bíða þess nú með mik- illi eftirvæntingu að Maradonna sæki landið heim í fyrsta sinn en lið hans Boca Juniors á að leika tvo vináttuleiki við kínversku liðin Guo An og Sichuan Quanxing síð- ar í þessum mánuði. ■ JAPANIR eru hins vegar ekki eins hrifnir af Maradonna og ná- grannar þeirra í Kína en honum hefur ítrekað verið neitað um vega- bréfsáritun inn í landið. Mara- donna hefur verið orðaður við ýmis félög í Japan en stjórnvöld þar í landi eru afar treg til að veita kapp- anum vegabréfsáritun sökum vandamála hans í gegnum tíðina tengd eiturlyfjum. ■ PORTÚGÓLSKU meistararnir Porto munu að öllum líkindum ganga frá samningum við landsliðs- þjálfarann fyrrverandi, Antonio Oliveira, á morgun þess efnis að hann taki við knattspyrnustjórnun liðsins af Bobby Robson, sem fór til Barcelona á Spáni í maí eftir að hafa stjórnað Porto tvívegis til sigurs í portúgölsku deildinni. ■ OLEG Romantsev, þjálfari rússneska landsliðsins í knatt- spyrnu, tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist segja starfi sínu lausu. Rússar ollu miklum vonbrigðum í Evrópukeppninni á Englandi í júní og tekur þjálfarinn á sig alla sökina á slöku gengi liðsins og hefur hann því ákveðið að víkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.