Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *t0MM$totb 1996 Kolyvanov til Bologna RÚSSNESKI miðherjinn Igor Kolyvanov hefur gengið til liðs við ítalska 1. deildarliðið Bologna. Kolyvanov, sem hef- ur leikið fimm sl. keppnis- tímabil með Foggia, fær 38,4 millj. isl. kr. í árslaun bjá fé- laginu. Hann mun leika við hliðina á sænska landsliðs- manninum Kennet Anders- son, sem kom til Bologna frá Bari fyrir stuttu. Backley er a goðu roli BRESKI spjótkastarinn Steve Backley, sem hefur verið meiddur á hásin, er greinilega búinn að ná sér og er á góðu róli. Hann varð sigurvegari í spjótkastkeppni á stigamóti á Crystai Falace-vellinum í London í gærkvöldi - kastaði spjótinu 80,43 m, 83,10 m, 80,50 m og 85,58 m. Ný-Sjá- lendingurínn Gavin Love- grove varð sigurvegari, 87,42 m og Þjóðverjinn Andreas Linden þriðji, 82.12. Michael Green frá Jamaíka vann Linford Chrístie á sjón- armun í 100 m hlaupi, 10,26 sek. Þetta er í annað sinn á þremur dögum sem Christie tapar á sjónarmun. ¦ Merlene Ottey frá Jamaíka náði besta tíma ársins í 200 m hlaupi kvenna á móti í Sviss i gærkvöldi, 22,09 sek. John God- ina kastaði kúlunni 21,25m BANDARÍSKI kúluvarparinn John Godina varpaði kúlunni 21,25 m á móti á Drake-leik- vellinum i Westwood í Kali- forníu á fimmtudaginn. Hann jafnaði sinn besta árangur í ár, sem hann setti innanhúss. Landi hans, Steve Albert, varð annar með 19,83 m og Bretinn Sean Pickering þriðji, með 18,83 m. Godina náði góðum köstum - 20,84,20,57, 21,03,20,50,21,12 og 21,25 m. LAUGARDAGUR 13.JUU SUND/OLÍATLANTA BLAÐ C Reuter Ólympíumeistarlnn í 1.500 metra skriðsundi, Ástralinn Kieren Perkins, er kominn til Atlanta með það að markmiðl að verja titil sinn. Perkins, sem setti glœsilegt heimsmet í greininni í fyrra, hefur undirbúið sig af krafti fyrir leikana síðustu daga og notar hann m.a. til þess þetta sérstaka tæki, sem sóst hér að ofan, en þao sendir reglulegar upplýslngar um tíðni hjartsláttar Perkins til þ]álfara hans. KORFUKNATTLEIKUR Fellibylur- inn Berta plagar Pétur og Sigurð Þeir/eyna ísíðasta sinn við Ólympíulágmörkin á móti í La Grange Fellibylurinn Berta hefur sett strik í reikninginn hjá íslensku frjálsíþróttamönnunum, sem eru við æfingar í Athens, fyrir utan Atlanta í Banda- ríkjunum. Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, og Sigurður Einarsson,_ spjótkastari, ætluðu að freista þess að ná ÓL-lágmörkunum í Norður- Karólínu í dag, en mótinu hefur verið frestað vegna Bertu. „Það er mjög slæmt að missa þetta mót," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari íslenska ólympíuhópsins. „Pétur og Sigurður taka þátt í öðru móti, ásamt Jóni Arnari Magnússyni, sem fer fram í La Grange fyrir sunnan Atlanta. Mót- ið er ekki nægilega sterkt, þannig að við verðum að einbeita okkur við að ná upp sem bestri stemmningu. Þetta er síðasta tækifæri þeirra Péturs og Sigurðar til að sanna sig. Sigurður fer ekki til Bahamaeyja, eins og fyrirhugað var, þar sem hætt var við að keppa í spjótkasti þar - aðeins þrír til fjórir keppendur voru skráðir til leiks. Guðrún Arnardóttir keppir aftur á móti þar í 400 m grindahlaupi." Pétur verður að kasta kúlunni 19,50 m og Sig- urður spjótinu 79 m til að tryggja sér rétt til að keppa fyrir hönd íslands á OL í Atlanta, sem hefjast eftir viku. Opna breska í beinni SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn verður með beinar útsendingar frá opna breska meistaramótinu í golfi um næstu helgi. Mótið er eitt það stærsta, sem haldið er ár hvert og taka þar þátt marg- ir af frægustu kylfingum heims. Lýsing verður í höndum þeirra Páls Ketilssonar og Úlfars Jónssonar en útsendingar hefjast klukkan 12:00 bæði á laugardag og sunnudag. Þá hefur Sýn gert samning við Knattspyrnu- samband íslands og Samtök 1. deildarfélaga um beinar útsendingar frá leikjum í deildinni og verður fyrsti leikurinn, sem sýndur verður beint, úr 9. umferð íslandsmótsins um næstu helgi. Shaq O'Neal til Lakers? Larry Johnson hugsanlega á förum til Knicks í skiptum iyrir Mason og Lohaus en Jordan fer hvergi Nýjustu fregnir frá Bandaríkj- unum herma að hinn geysi- öflugi miðherji Orlando Magic, Shaquille O'Neal, sé að öllum líkind- um að flytja sig yfir landið þvert og endilangt, alla leið til Los Angel- es, og hyggist þar gariga til liðs við hið fornfræga félag L.A. Lak- ers. Shaquille, sem leika mun með bandaríska „Draumaliðinu" á Ólympíuleikunum í Atlanta síðar í þessum mánuði, er 216 cm á hæð og 135 kíló og mun hann koma til með að fylla skarð Júgóslavans Vlade Divac hjá Lakers, en Divac er nú farinn til Charlotte Hornets í skiptum fyrir nýliðann Kobe Bry- ant. í gær rann upp sá dagur, sem félög í NBA-deildinni mega byrja að ræða sín á milli um kaup og sölur á leikmönnum og telja menn í Bandaríkjunum næsta öruggt að mikið verði um hræringar í deild- inni á næstu dögum og vikum. Ef af samningi Shaqs við Lakers verður, sem talið er mjög líklegt, mun hann að öllum líkindum verða fyrsti maðurinn í sögu körfuboltans til að skrifa undir samning upp á 100 milljónir dollara, sem eru litlir 6,7 milljarðar íslenskra króna. Af öðrum frægum köppum, sem að öllum líkindum eru á faraldsfæti um þessar mundir, má nefna Charl- es Barkley, sem verið hefur í her- búðum Phoenix Suns síðastliðin fjögur ár. Hann er nú sagður vera að ganga til liðs við Hakeem Olajuwon og félaga í Houston Rock- ets og verður Houston-liðið þá án efa firnasterkt á komandi keppnis- tímabili. Þá munu samningaviðræð- ur milli New York Knicks og Charl- otte Hornets um leikmannaskipti komnar á lokastig, en sagt er að Anthony Mason og Brad Lohaus séu á förum frá Knicks til Hornets í skiptum fyrir hinn gríðarlega sterka Larry Johnson. Fréttir frá Bandaríkjunum bárust hins vegar þess efnis í gærkvöldi að meistarar Chicago Bulls hefðu lagt drög að eins árs samningi við ókrýndan konung körfuknattleiks- ins, Michael Jordan, og það er því ljóst að Jordan verður um kyrrt hjá Chicago í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Margt þykir nú benda til þess lið NBA-deildarinnar verði þó nokkuð öðruvísi skipuð á komandi keppnis- tímabili en undanfarin ár og velta menn því óneitanlega fyrir sér hvað verði um þær stórstjörnur, sem höfðu lausa samninga eftir síðasta keppnistímabil, kappa á borð við Gary Payton, Reggie Miller, Alonzo Mourning og Juwann Howard. Hvort þessir strákar munu flytja sig um set fyrir næsta keppnistíma- bil eins og svo margir aðrir leik- menn NBA-deildarinnar, kemur væntanlega í ljós á næstunni, en eitt er víst, að körfuknattleiksunn- endur um heim allan verða að byrja að venja sig við að sjá margar af uppáhaldsstjörnunum sínum klæð- ast keppnistreyjum annarra liða en þær eru vanar. KAPPAKSTUR: Á HRAÐFERÐ MEÐ BRETANUM DAMON HILL / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.