Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 5 Tók vísindin f ram yf ir f lug mennsku „Það var fyrsta skrefið, ég vann í sögunarmyllu heima á mennta- skólaárunum og notaði kaupið til að borga flugtíma. Eg tók atvinnu- flugmannspróf en atvinnuhorfur voru ótryggar og ákvað ég því að fara í háskóla og sækja mér mennt- un sem ég gæti notað ef ég yrði að hætta flugi. í háskólanum bauðst mér starf í tilraunastofu og þóttu mér rann- sóknir forvitnilegar og ögrandi. Það varð því úr að ég helgaði mig vísind- unum frekar en fluginu, sem varð því að áhugamáli fyrst og fremst. Ég hef þó stundað talsverða flug- kennslu allt þar til fyrir tveimur árum og iðkað listflug af kappi. En það eru vísindastörfin sem réðu því fyrst og fremst að ég var ráðinn geimfari en ekki flugmennska mín. Hún hefur þó komið sér vel því hluti af grunnþjálfun geimfara er að fljúga flugvélum. Eg mun þó ekki fljúga geimferjunni, heldur vinna vísindastörf um borð í henni.“ - Hvernig er undirbúningi geimferð- ar háttað og aðlögun að vinnu við þyngdarleysi? „I sjálfu sér undirbúum við okkur ekki nema lítillega undir þyngdar- leysið. Það á sér stað í flugvélum sem steypt er niður þannig að í þeim myndast þyngdarleysi í um 20 sekúndur. Þegar að lokaundir- búningi geimferðar kemur hefur öll vísindavinna leiðangursins verið skilgreind og afmörkuð og undir- búningi tilrauna verið lokið.“ Önnur geimferð hugsanleg „Lokaþjálfun fyrir geimferð stendur jafnan í sjö til níu mánuði. Hún snýst annars vegar um að þjálfa áhöfnina í að vinna með bún- að geimfeijunnar og samhæfa störf áhafnar feijunnar og stjórnenda og aðstoðarfólks á jörðu niðri og hins vegar um þjálfun í hvers kyns neyð- arviðbrögðum. Þegar áhöfn hefur verið valin og geimskot hennar dag- sett kemur tilhlökkunin." - Og hvað tekur við að geimferð lokinni? „Éggeri ráð fyrir að halda áfram störfum fyrir geimvísindastofnun- ina, að minnsta kosti í nokkur ár. Hugsanlega gæti það leitt til ann- arrar geimferðar. En á endanum býst ég við að snúa mér alfarið aftur að háskólakennslu," sagði Bjarni. í viðtali sem birtist í Morgunblað- inu 15. janúar 1984 sagðist hann vonast til þess að komast til Islands þá um sumarið. Sakir anna hefur þó ekki orðið af því en nú segir Bjarni það vera næsta takmark sitt, þegar takmarkinu að komast út í geiminn hefur verið náð. Hafnarframkvæmdir á Blönduósi Unnið fyrir 55 miljónir Blönduósi. Morgunblaðið. MIKLAR framkvæmdir eru þessa dagana við Blönduóshöfn. Annarsvegar er unnið að því að koma fyrir tveimur stálkerum við hafnarminnið og hinsvegar að gerð um það bil 90 metra viðlegu- kants við norðurhlið bryggjunnar. Áætlaður kostn- aður við þessar framkvæmdir er 55 milljónir króna. Nokkrir verktakar á Blönduósi sameinuðust um gerð viðlegukantsins en Hagtak hf. sér um bygg- ingu stálkeranna. Að sögn Guðbjartar Olafssonar bæjartæknifræðings á Blönduósi er gert ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki í byijun október. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FRÁ hafnarframkvæmdum á Blönduósi. FULLKOMENN Hluti af útbúnaði til sölu Bíll: Vél: Hestöfl: Sjálfskipting: Millikassi: Framhásing: Driflæsing: Afturhásing: Driflæsing: Framfjaðrir: Afturfjaðrir: Demparar: Stýristjakkur: Breytingar á yfirbyggingu: Ford Econoline E-250. Breyttur hjá Bílabúð Benna. 7,3 TURBO diesel vél — Banks Turbo. Ca. 220. 4AOD Ford Automatic með auka kælingu og tölvu frá Gale Banks, sem stjórnar skiptingunni. 1356 B&W aðal millikassi og tveir milligírar (203NP og 1356 B&W). Dana 60 með yfirliggjandi pinjón / 35 rillu öxlar / 4,88:1 drifhlutfall. ARB loftlæsing. Dana 60 35 rillu / 4,88:1 drifhlutfall. ARB loftlæsing. Mercedes-Benz. Std fjaðrir, með Rancho aukablöðum. Rancho RS9000. Ný gerð stillanleg inn í bíl. (vökvaknúinn frá stýrismaskínu). Hjólhaf var aukið — framhjól voru færð fram um 5 cm og afturhásing færð. aftur um 10 cm. /Viking T-V upphækkunnartoppur var settur á. 1 Hækkun á yfirbyggin gu: Felgur: Dekk: Ökuljós: Þokuljós: Hljómflutnings- tæki: Sími: Stólar: Snúningsmælir: Hitamælir: Voltmælir: Olíuhitamælir: Spil: Rafgeymar: | ^ É& s ‘L' - ' 1 2" Weld Racing 16,5x14 með soðinni brún. Dick Cepek Fun country 44". IPF Super Rally multi control system 930, 170w hár geisli, lOOw lágur geisli, 2 stk. á framstuðara. IPF 85w Super Projector 400 með gull linsu, 2 stk. Verð: Af fullkomnustu gerð .........—__________ Tónjafnari og átján hátalarar. Bílasími með tveimur símtólum. Leðurklæddir Wieland Design (4 stk. „Captain" stólar og bekkur sem hægt er að leggja niður). Auto Meter. Auto Meter. Auto Meter. Auto Meter. Warn XD9000. Optima 850 ofurgeymar og fl. og fl. Tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.