Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR Skólastjóri Vesturhlíðarskóla um viðurkenningu á táknmáli Hefði geysilega þýðingu fyrir samfélag heyrnarlausra GUNNAR Salvarsson, skólastjóri Vesturhlíð- arskóla, segir að viðurkenning á ís- lensku táknmáli sem móðurmáli heyrnar- lausra hefði geysiiega þýðingu fyrir allt samfélag heyrnar- lausra á íslandi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur ekki enn svarað bréfi frá Þórhildi Línd- al, umboðsmanni barna, frá 26. júní sl., þar sem hún ítrekar áskorun til hans um að hafa frumkvæði að því að löggjöfin viðurkenni táknmál sem móðurmál heyrnarlausra barna. Gunnar Salvarsson segir að al- menn viðurkenning á táknmáli sem móðurmáli heyrnarlausra hlyti að þýða að upplýsingaskylda stjórn- valda gagnvart þessum þjóðfélags- hópi yrði endurskoðuð og gerð yrði krafa um textun á sjónvarpsefni og útgáfu táknmálsefnis á mynd- böndum, svo dæmi séu nefnd. Hann segir að heyrnarlaus börn hafi t.d. ekki að- gang að námsefni á móðurmáli sínu, og nauðsynlegt sé að bæta úr því. Brot gegn stjórnarskrá „Mér finnst athyglis- vert að umboðsmaður barna álítur það brot gegn ákvæðum stjórn- arskrárinnar og alþjóð- legum mannréttinda- sáttmálum að táknmál sé ekki viðurkennt sem móðurmál heyrnar- lausra. Það þýðir að framin eru mannréttindabrot á heyrnarlausum hér á íslandi", segir Gunnar. „Með viðurkenningu á táknmáli sem móðurmáli yrði foreldrum og fræðsluyfirvöldum gert skylt að sjá til þess að táknmál sé talað í um- hverfi heyrnarlausra barna á mál- tökualdrinum, þannig að þau læri málið án skipulagðrar kennslu jafn fyrirhafnarlaust og heyrandi börn læra íslensku. Þessar aðstæður þarf að skapa, og æskilegast er að það sé gert í skóium." Gunnar segir að nýleg ákvörðun menntamálaráðherra um að veita Oskjuhlíðaskóla afnot af húsnæði á skólalóð Vesturhlíðaskóla, skóla heyrnarlausra, geri það að verkum að því táknmálsumhverfi sem börn- unum er nauðsynlegt, sé fórnað, og ákvörðunin sé því í andstöðu við álit umboðsmanns barna. Nauðsyn á nýrri námsskrá Gunnar segir að nauðsynlegt sé að semja aðalnámsskrá fyrir heyrn- arlausa, þar sem táknmál er fyrsta mál og íslenska annað mál. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hugað verði að þessu sjónarmiði við gerð nýrra námsskráa fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og við endurskoðun uppeldisstefnu fyrir leikskóla. Að öðru leyti hefur menntamálaráð- herra ekki svarað ítrekaðri áskorun umboðsmanns barna um að hann hafi frumkvæði að því að íslenskt táknmál verði viðurkennt af hálfu löggjafans sem móðurmál heyrnar- lausra barna á grunnskóla- og leik- skólaaldri. Gunnar Salvarsson Morgunblaðið/Kristján Sautján mínútna verk SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður efndi til allsérstæðrar málverka- sýningar í Listigarðinum á Akureyri í vikunni. Listamaðurinn sýndi eitt verk og stóð sýningin yfir í 17 mínútur. Snorri sýnir verk sitt Flotakona-Kína- kota í Kjarnaskógi í dag, sunnudaginn 14. júlí kl. 18. Morgunblaðið/Egill Egilsson GRÉTA Sturludóttir, formaður kvenfélagsins á Flateyri, tók fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla. Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla Flateyri. Morgunblaöið. NÝVERIÐ var tekin fyrsta skóflu- stunga að nýjum leikskóla á Flat- eyri. Húsnæði það sem leikskólinn hefur verið í hefur verið til bráða- birgða. Það kom fram í stuttri ræðu Grétu Sturludóttur, formanns kvenfélags- ins, að árið 1967 kom kvenfélagið leikskólanum á stofn. í fyrstu var hann starfræktur í Brynjubæ, sem gæsluvöllur fyrstu árin, en endan- lega hefði hann verið rekinn sem leikskóli. Sér væri því mikill heiður að því að taka skóflustungu að nýj- um og fallegum leikskóla, það væri kominn tími á hann eftir 34 ár. Að aflokinni skóflustungu tók fyrrverandi sveitarstjóri, Kristján Jóhannesson til máls. Það kom fram í máli Kristjáns að eftir hörmungarn- ar í i'yrra hefði verið ákveðið að velja nýjum leikskóla stað nálægt féiagsheimilinu. Gengið hefði verið til samninga við Ris hf .í Hafnar- firði um að kaupa innflutt bjálkahús frá Finnlandi. Allir innviðir og inn- réttingar í húsinu verða hinsvegar unnin af íslenskum aðilum. Húsið er í kringum 270 fm, ein hæð með háu risi. Leikskólinn verður í tveimur deildum, ásamt aðstöðu fyrir starfs- fólk. Einnig er ætlunin að nýta lausarými undir alls konar félags- starfsemi. Kostar 30 milljónir Húsið kostar fullbúið í kringum 30 milljónir. Það sem ýtti undir að hefja framkvæmdir við húsið voru fréttir þess efnis að Færeyingar hygðust gera slíkt hið sama og var gert fyrir Súðvíkinga í hörmungum þeirra, eftir snjóflóðin. Eins og áður hefur komið fram færðu Færeyingar Flateyringum 29 milljónir sam safn- ast höfðu á sínum tíma vegna snjó- flóðanna á Flateyri. Einnig hafa Kiwanis-hreyfingin og aðrir aðilar fært Flateyringum peningagjafir. Upphaflega áætlunin varðandi afhendingu hússins hljóðaði upp á 10. sept, en þareð dráttur varð á samþykki aðalskipulags, dregst af- hendingin um 2 mánuði. Því verður leikskólinn starfræktur um sinn í því húsnæði sem hann er í nú og það væri von manna að veturinn yrði mildur, líkt og nýliðinn vetur. Að lokum stakk Kristján uppá þvt að það væri ekki óvitlaust að leik- skólinn kæmi til með að heita Græni Garður, án þess þó að hafa rætt það við nokkurn mann. Enginn hreyfði mótmælum við því. Vertu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.