Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ - LISTIR Bandaríski trompetleik- arinn Wadada Leo Smith hefur heimsótt ísland þrívegis og fjórðu tónleikarnir verða í Sól- on íslandus í kvöld. Arni Matthíasson náði tali af Smith og hann sagði honum að með tónlist sinni vildi hann sameina ólíka menning- arstrauma. WADADA Leo Smith. í öruggri höfn WADADA Leo Smith er meðal brautryðjenda í bandrískum nú- tímajassi og hefur verið ötull í leit sinni að nýjum túlkunarleiðum. Hann hóf tónlistarferil sinn sem trompetleikari í rytmablússveit stjúpa síns í Leland í Mississippi, en gekk síðar í herinn. Þar var hann í fimm ár og kynntist þá fleiri tegundum svartrar tónlistar, þar á meðal jass, enda lék hann í fimm hljómsveitum innan hersins á þess- um tíma. Einn spilafélagi hans kynnti hann fyrir tónlist Ornette Colemans og Dons Cherrys og Smith hefur lýst því að það hafi valdið straumhvörfum í tónlist hans. Eftir að herþjónustu hans lauk fluttist hann til Chicago líkt og svo margir litir Mississippi-búar og komst þar í kynni við ýmsa fram- sækna tónlistarmenn, þar á meðal Muhal Richard Adams, sem veitti honum tilsögn í spuna og hvatti hann til einleikaraferils. Upp frá þvi hefur Wadada Leo Smith verið leitandi í tónlist sinni, á stundum á sporbaug umhverfis jörðu, eins og heyra má á sumum breiðskífum hans frá liðnum árum, Egilsstödum. Morgunblaðið. ÚTILEIKHÚSIÐ á Egilsstöðum er með leiksýningar á hverju miðvikudagskvöldi í Selskógi við Egilsstaði, í sumar. Sýndir eru tveir leikþættir. Fyrri þátturinn nefnist „Þegar lífið var síld, grútur og sætir strákar“ og er eftir Ágústu Þor- kelsdóttur frá Refstað í Vopna- firði. Hann gerist í Selskógi þar sem þrjár vinkonur hafa mælt sér mót og rifja upp fyrri kynni. Þær höfðu hist 35 árum fyrr þar sem þær unnu á sama síldarplani og bjuggu í sömu verbúð. Seinni þátturinn, „Án þín“, fjallar um skáldið Pál Ólafsson (1827-1905) sem bjó lengst af á Hallfreðarstöðum á Fljótsdals- héraði og var eitt af helstu skáidum Austfirðinga á síðustu öld. Samantekt annaðist Magnús Stefánsson en hann fer jafn- meðal annars einni sem Grammið gaf út hér á landi. Heimsóknir Smiths hingað hafa verið sérstakar um margt á ólíkum forsendum og mörgum er minnisstætt er hann var hér á ferð síðast, rastafari-trúar og skrautlegur til fara. Þegar sú heim- sókn ber á góma í spjalli okkar kemur á daginn að rastafari-trúin er ekki lengur til staðar; hann hef- ur tekið múslimatrú. „Eg leitaði í mörg ár,“ segir hann, „en nú er ég kominn í örugga höfn.“ Snar þáttur Wadada Leo Smith segir að trúin hafi alla tíð verið snar þáttur í tón- listarsköpun hans og sé enn, en ekki sé hann síst að reyna að sam- eina ólíka menningarstrauma. „Ég leik á ótal hljóðfæri meðal annars til að reyna að ná til fólks af ólíkum menningarhefðum. Ég tel að með því að leika á hljóðfæri sem fólk þekkir vel og heyrir iðulega í, til að mynda að leika fyrir Japani á þjóðleg hljóðfæri eins koto, skilji það betur það sem ég er að reyna að segja; geti nálgast tónlistina og hugsunina án fordóma og laust við Kvöldvaka í skóginum Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HALLVEIG Ingimarsdóttir, Ágústa Þorkelsdóttir og Þórhalla- Snæþórsdóttir. allan ótta við eitthvað óþekkt." Á nýlegri plötu Smiths, Kulture Jazz, sem ECM útgáfan þýska gaf út leikur hann ýmisleg verk sem hann hefur samið hinum og þessum risum jassögunnartil heiðurs. Hann leikur þar á ýmis hljóðfæri, tromp- et, skógarhorn, bambusflautu, koto, mbira, munnhörpu og slagverk og syngur að auki. „Eg vil leggja mitt af mörkum til að fólk átti sig á því að við erum öll að leita að 'því sama og í raun alltaf að segja það sama. Það skipt- ir engu hver hörundslitur okkar er eða móðurmál, við jeitum öll að guði og innri friði. Ég hef fundið Allah og friðinn sem gefur mér styrk til að leita enn lengra í tónlist- inni, til að gefa enn meira af sjálf- um mér þegar ég er að spila.“ Með Wadada Leo Smith til ís- lands kemur eiginkona hans, Har- umi Makino Smith, sem flytur ljóð á tónleikunum í félagi við Einar Má Guðmundsson. Einnig leika Matthías Hemstock og Pétur Grét- arsson á trommur og slagverk og Hilmar Jensson á gítar. Tónleikarn- ir á Sólon íslandus hefjast kl. 21.00. framt með hlutverk Páls. Þjóðdanshópurinn Fiðrildin dansar þjóðdansa á milli atriða. í hléi gefst gestum kostur á að taka sporið með Fiðrildunum. Þetta er fjórða sumarið sem útileikhúsið starfar og í fyrsta sinn nú í sumar sem gestir koma eftir að hafa pantað fyrirfram hjá ferðaskrifstofu. Það voru ferðamenn frá Japan. Einnig komu á sýningu skiptinemar frá Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu. Þeir hittu bandaríska stúlku, Michelle Mielnik, sem búsett er á Egilsstöðum og kom til íslands upphaflega sem skipti- nemi. Hún hefur búið á Egilsstöð- um í 4 ár og lokið námi við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún tekur þátt í sýningum úti- leikhússins með danshópnum Fiðrildunum. SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 15 Stefnumót við ísland Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. f næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmta nóttin er frí! « Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur l á Hótel Eddu í sumar er fimmta nóttin án l endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti áf ! hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. • Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 562 3300 Heimasíða: http://www.artic.is/itb/edda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.